Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 15 ÚRVERINU Gengið frá kvóta Færeyinga í dag IVAN Johannesen, sjávarútvegsráð- herra Færeyja, er kominn hingað til lands til viðræðna við Þorstein Páls- son, sjávarútvegsráðherra, um veiði- heimildir Færeyinga innan lögsögu Islands. Færeyingar hafa haft heim- ildir til veiða á 6.000 tonnum af botn- fiski hér við land. Miklar líkur eru á því, að einhver breyting verði á kvóta þeirra frá því, sem var í fyrra. LÍÚ og útgerðir línubáta hafa skorað á stjómvöld að heimila Færeyingum engar veiðar hér á þessu ári. Johannesen kom til landsins seint í gærkvöldi, en í dag hefst heimsókn hans á því að kynna sér starfsemi Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fískiðnaðar- ins. Hádegismat snæðir færeyski ráð- herrann í boði danska sendiráðsins hér á landi, en fundur hans með Þor- steini hefst klukkan 14.00 í fundarsal sjávarútvegsráðuneytisins. Áætlaður fundartími er um tvær stundir. Ráð- herramir borða kvöldverð saman, en Ivan Johannesen heldur heim til Fær- eyja árla í fyrramálið. Kvóti Færeyinga hefur undanfarin ár verið 6.000 tonn af bolfiski. 700 tonna hámark hefur verið á þor- skafla og 300 tonna hámark á lúðu- afia. Á móti þessum heimildum hafa Færeyingar boðið íslenzkum skipum heimildir til veiða á 2.000 tonnum af síld og 1.000 af makríl innan lög- sögu Færeyja. Þessar heimildir hafa lítið nýtzt íslenzkum útgerðum. Það er ákveðinn fjöldi lítilla línu- báta sem hefur haft leyfi til veiðanna við ísland. Bátamir eru flestir frá .litlum byggðum í Norðan- og vestan- verðum Færeyjum og eru veiðarnar við Island í flestum tilfellum undir- staða afkomu þeirra. Með færeyska sjávarútvegsráð- herranum í förinni hingað eru Kjart- an Höydal, ráðuneytisstjóri og Ulla Wang. Auk Þorsteins Pálssonar, taka íslenzkir embættismenn þátt í við- ræðunum af íslands hálfu. * Ahafnir nokkurra línubáta Gegn veiðiheimild- um til Færeyinga VERIÐ birtir hér orðsendingu sem áhafnir nokkurra línubáta hafa sent Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra: „Við undirritaðar skipshafnir eftirfarandi línubáta förum fram á það við yður herra sjávarútvegsráð- herra að við væntanlega samninga- gerð við Færeyinga um veiðar í ís- lenskri landhelgi, að engir samningar verði gerðir við þá vegna mjög minnkandi veiða á keilu, löngu og lúðu undanfarin tvö til þijú ár og teljum að veiðar á þessum tegundum séu ekki til skiptanna. Því minnkandi veiðar á þessum tegundum bitna harðast á áhöfnum þessara báta. Bátarnir eru Bergvík KE-65, Skarfur GK-666, Kópur GK-175, Sighvatur GK-57, Hrungnir GK-50, Særún GK-120, Tjaldur SH-270, Tjaldur II SH-370, Núpur BA-69, Guðrún Hlín BA-122, Sigurvon ÍS- 500, Kristbjörg VE-901, Dyr VE- 373, Ásgeir Guðmundsson SF-112, Skotta KE-45, Freyr ÁR-102 og Gyllir ÍS-261." Sjávarútvegsstofnun HÍ Dr. Guðrún Pétursdóttir ráðin nýr forstöðumaður Dr. Guðrún Péturs- dóttir tók til starfa sen forstöðumaður Sjáv- arútvegsstofnunar Há- skóla íslands þann fyrsta febrúar síðast- liðinn. Guðrún er líf- fræðingur og dósent í frumulíffræði og þroskunarfræði við Háskólann. Hún lauk BA-prófi í sálarfræði frá HÍ og meistaraprófi frá Ox- ford University. Hún vann að rannsóknum og kennslu við Rann- sóknarstofu HÍ í lífeðl- isfræði frá 1977 til 1982, en fór þá til starfa við lækna- deild Háskólans í Osló og lauk þaðan doktorsprófi 1991. Ritgerð hennar fjallar um þroskun taugakerfis í fóstrum. Guðrún kom aftur til starfa við HÍ 1987, fyrst sem lekt- or og síðar dósent í frumulíffræði og þrosk- unarlíffræði. Auk kennslu og rknnsókna hefur Guðrún tekið mik- inn þátt í stjórnunar- störfum innan Háskól- ans, situr í ýmsum nefndum á vegum hans og er í stjórn Félags háskólakennara. Hún hefur verið fram- kvæmdastjóri fjöl- mennra alþjóðlegra ráð- stefna og ritstýrt fræði- ritum. Hún er í ritstjórn Læknablaðsins, situr í stjórn Aflvaka Reykja- víkur og er formaður fulltrúaráðs íslenzku óperunnar. Guðrún og mað- ur hennar, Ólafur Hannibalsson, eiga tvær dætur; Ásdísi, sem var að missa sínu fyrstu tönn og Mörtu, sem er nýbúin að fá allar sínar. OPNUM í \p@ At> SFÚTUVO<il1 ALUR ÞESSIR skór oc ÞETTA ER BARÁ TOPPÚRíNN íi/óR FYRIR ALLA ^aroealdur BÓNUS FYRIR P*6 líttu vid- þAP BOROAR SIO . mm méR OPIt> VIRKA DAÓA KL. 10 - 18 LAUCARDAGA KL. 10 - 16 SUNNUDAÚA 13 -17 (skóhöllin) BARNAÚLPUR Á APEINS KR. 1495,- KVENÚLPUR Á AÐEINS KR. 1995,- SKÍÐAGALLAR Á AÐEINS KR.2495,- SKÍÐACALLAR FULLORÐINNA Á AÐEINS KR. 3990,- VIÐ AEG þvottavélar AEG Lavamat 508 Vinduhraði 800 sn/mín, tekur 5 kg, sér hitavalrofi, ullar- forskrift, orkusparnaðarforskrift, orkunotkun 2,1 kWst á lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi, Kr. 69.990 stgr. eða 73.674 Raðgreiðslur, kr. 3.574 á mán., í 24 mánuði Raðgreiðslur, kr. 2.541 á mánuði, í 36 mánuði Umboðsmenn Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Helliss- andi. Guðni Hallgrimsson, Grundarfiröi. Ásubúð, Búöardal. Vestfirðir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, isafirði. Noröurland: Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blöndu- ósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þin- geyinga, Húsavik. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi, Stál, Seyðisfirði. Versl. Vik, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn. Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi, Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavik. Fit Hafnarfirði. BRÆÐURNIR (jpORMSSONHF Lágmúia 8, sími '38820.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.