Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 15
ÚRVERINU
Gengið frá kvóta
Færeyinga í dag
IVAN Johannesen, sjávarútvegsráð-
herra Færeyja, er kominn hingað til
lands til viðræðna við Þorstein Páls-
son, sjávarútvegsráðherra, um veiði-
heimildir Færeyinga innan lögsögu
Islands. Færeyingar hafa haft heim-
ildir til veiða á 6.000 tonnum af botn-
fiski hér við land. Miklar líkur eru á
því, að einhver breyting verði á kvóta
þeirra frá því, sem var í fyrra. LÍÚ
og útgerðir línubáta hafa skorað á
stjómvöld að heimila Færeyingum
engar veiðar hér á þessu ári.
Johannesen kom til landsins seint
í gærkvöldi, en í dag hefst heimsókn
hans á því að kynna sér starfsemi
Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar
og Rannsóknastofnunar fískiðnaðar-
ins. Hádegismat snæðir færeyski ráð-
herrann í boði danska sendiráðsins
hér á landi, en fundur hans með Þor-
steini hefst klukkan 14.00 í fundarsal
sjávarútvegsráðuneytisins. Áætlaður
fundartími er um tvær stundir. Ráð-
herramir borða kvöldverð saman, en
Ivan Johannesen heldur heim til Fær-
eyja árla í fyrramálið.
Kvóti Færeyinga hefur undanfarin
ár verið 6.000 tonn af bolfiski. 700
tonna hámark hefur verið á þor-
skafla og 300 tonna hámark á lúðu-
afia. Á móti þessum heimildum hafa
Færeyingar boðið íslenzkum skipum
heimildir til veiða á 2.000 tonnum
af síld og 1.000 af makríl innan lög-
sögu Færeyja. Þessar heimildir hafa
lítið nýtzt íslenzkum útgerðum.
Það er ákveðinn fjöldi lítilla línu-
báta sem hefur haft leyfi til veiðanna
við ísland. Bátamir eru flestir frá
.litlum byggðum í Norðan- og vestan-
verðum Færeyjum og eru veiðarnar
við Island í flestum tilfellum undir-
staða afkomu þeirra.
Með færeyska sjávarútvegsráð-
herranum í förinni hingað eru Kjart-
an Höydal, ráðuneytisstjóri og Ulla
Wang. Auk Þorsteins Pálssonar, taka
íslenzkir embættismenn þátt í við-
ræðunum af íslands hálfu.
*
Ahafnir nokkurra línubáta
Gegn veiðiheimild-
um til Færeyinga
VERIÐ birtir hér orðsendingu sem
áhafnir nokkurra línubáta hafa sent
Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð-
herra: „Við undirritaðar skipshafnir
eftirfarandi línubáta förum fram á
það við yður herra sjávarútvegsráð-
herra að við væntanlega samninga-
gerð við Færeyinga um veiðar í ís-
lenskri landhelgi, að engir samningar
verði gerðir við þá vegna mjög
minnkandi veiða á keilu, löngu og
lúðu undanfarin tvö til þijú ár og
teljum að veiðar á þessum tegundum
séu ekki til skiptanna. Því minnkandi
veiðar á þessum tegundum bitna
harðast á áhöfnum þessara báta.
Bátarnir eru Bergvík KE-65,
Skarfur GK-666, Kópur GK-175,
Sighvatur GK-57, Hrungnir GK-50,
Særún GK-120, Tjaldur SH-270,
Tjaldur II SH-370, Núpur BA-69,
Guðrún Hlín BA-122, Sigurvon ÍS-
500, Kristbjörg VE-901, Dyr VE-
373, Ásgeir Guðmundsson SF-112,
Skotta KE-45, Freyr ÁR-102 og
Gyllir ÍS-261."
Sjávarútvegsstofnun HÍ
Dr. Guðrún Pétursdóttir
ráðin nýr forstöðumaður
Dr. Guðrún Péturs-
dóttir tók til starfa sen
forstöðumaður Sjáv-
arútvegsstofnunar Há-
skóla íslands þann
fyrsta febrúar síðast-
liðinn. Guðrún er líf-
fræðingur og dósent í
frumulíffræði og
þroskunarfræði við
Háskólann.
Hún lauk BA-prófi í
sálarfræði frá HÍ og
meistaraprófi frá Ox-
ford University. Hún
vann að rannsóknum
og kennslu við Rann-
sóknarstofu HÍ í lífeðl-
isfræði frá 1977 til
1982, en fór þá til starfa við lækna-
deild Háskólans í Osló og lauk þaðan
doktorsprófi 1991. Ritgerð hennar
fjallar um þroskun taugakerfis í
fóstrum.
Guðrún kom aftur til starfa við
HÍ 1987, fyrst sem lekt-
or og síðar dósent í
frumulíffræði og þrosk-
unarlíffræði. Auk
kennslu og rknnsókna
hefur Guðrún tekið mik-
inn þátt í stjórnunar-
störfum innan Háskól-
ans, situr í ýmsum
nefndum á vegum hans
og er í stjórn Félags
háskólakennara. Hún
hefur verið fram-
kvæmdastjóri fjöl-
mennra alþjóðlegra ráð-
stefna og ritstýrt fræði-
ritum. Hún er í ritstjórn
Læknablaðsins, situr í
stjórn Aflvaka Reykja-
víkur og er formaður fulltrúaráðs
íslenzku óperunnar. Guðrún og mað-
ur hennar, Ólafur Hannibalsson,
eiga tvær dætur; Ásdísi, sem var
að missa sínu fyrstu tönn og Mörtu,
sem er nýbúin að fá allar sínar.
OPNUM í
\p@
At> SFÚTUVO<il1
ALUR ÞESSIR
skór oc ÞETTA
ER BARÁ
TOPPÚRíNN
íi/óR FYRIR ALLA
^aroealdur
BÓNUS FYRIR P*6
líttu vid-
þAP BOROAR SIO
. mm méR
OPIt> VIRKA DAÓA KL. 10 - 18
LAUCARDAGA KL. 10 - 16
SUNNUDAÚA 13 -17
(skóhöllin)
BARNAÚLPUR
Á APEINS KR. 1495,-
KVENÚLPUR
Á AÐEINS KR. 1995,-
SKÍÐAGALLAR
Á AÐEINS KR.2495,-
SKÍÐACALLAR
FULLORÐINNA
Á AÐEINS KR. 3990,-
VIÐ
AEG þvottavélar
AEG Lavamat 508
Vinduhraði 800 sn/mín, tekur 5 kg, sér hitavalrofi, ullar-
forskrift, orkusparnaðarforskrift, orkunotkun 2,1 kWst á
lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi,
Kr. 69.990 stgr.
eða 73.674
Raðgreiðslur, kr. 3.574 á mán., í 24 mánuði
Raðgreiðslur, kr. 2.541 á mánuði, í 36 mánuði
Umboðsmenn
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Helliss-
andi. Guðni Hallgrimsson, Grundarfiröi. Ásubúð, Búöardal.
Vestfirðir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, isafirði.
Noröurland: Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blöndu-
ósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þin-
geyinga, Húsavik. Urð, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi, Stál, Seyðisfirði.
Versl. Vik, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn.
Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi, Rás, Þorlákshöfn. Jón
Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavik. Fit Hafnarfirði.
BRÆÐURNIR
(jpORMSSONHF
Lágmúia 8, sími '38820.