Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskistofa hefur áður haft afskipti af ólöglegum löndunum báta í 4-5 skipti Kvótinn búinn og til stóð að úrelda bátinn ÞÓRÐUR Ásgeirsson fiskstofustjóri segir að Fiskistofa hafi fyrir Tjalda- nesmálið haft afskipti af 4-5 bátum sem staðnir hafí verið að ólöglegum löndunum. Þau mál hafí hins vegar ekki verið kærð. Hann segir að við- urlög séu auk veiðileyfasviptinga, sektir og jafnvel varðhald. Þá megi svipta fiskmarkaði starfsleyfí sem sannað þyki að hafí átt þátt í mis- ferli af þessu tagi. Hólmgrímur Sig- valdason útgerðarmaður Tjaldaness ÍS, sem staðinn var að ólöglegri lönd- un að næturþeli í Hafnarfírði, kveðst mest hissa á því að ekki hafi verið fjallað um þetta mál fyrr opinberlega því löndunin hafí átt sér stað 12. janúar sl. Hann segir að Fiskmark- aður Hafnarfjarðar hafí enga aðild átt að þessu máli en tekur sjálfur á sig alia sök og kveðst hafa gengist við brotinu strax. Hann gaf þær skýringar að kvóti Tjaldaness hefði verið búinn og til hefði staðið að úrelda bátinn. Endurskoðandi Hólm- gríms segir það forkastanlegt að málsaðilum sé ekki tilkynnt um að kæra hafí verið lögð fram í málinu og þeir lesi_ fyrst um það í blöðum. Þórður Ásgeirsson segir að 26 manns séu við veiðieftirlit um landið allt og miðin. Hann segir það sína skoðun að of fáir menn sinni veiðieft- irliti. Guðmundur Sophusson sýslumað- ur í Hafnarfírði kvaðst lítið geta tjáð sig um málið þar sem rannsóknin væri á frumstigi. Seint í gær tók embættið svo ákvörðun um að vísa málinu til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Hjá sýslumannsembættinu kom fram að viðurlög við ólöglegum lönd- unum væru m.a. þau að afli væri gerður upptækur en í tilvikum þar sem aflinn væri kominn út á markað- inn væri hann metinn til fjár og þeirrar fjárhæðar krafist af sakbom- ingi. „Fiskmarkaðurinn hefur engxi að leyna“ Reynir Benediktsson skipstjóri á Tjaldanesi kvaðst ekki hafa verið við stjórnvölinn í umræddri veiðiferð. Hann segir að veiðileyfasviptingar Fiskistofu séu orðnar geðþóttaá- kvarðanir. Skipið hafí tvisvar sinn- um verið svipt veiðileyfi á síðasta ári fyrir sömu tvö körin af kola sem voru fram yfir kvóta í veiðiferð skipsins í nóvember síðastliðnum en þó hefði veiðieftirlitsmaður þá verið um borð í skipinu. Reynir kennir um samskiptaleysi milli Fiskistofu og sjávarútvegsráðuneytisins. Grétar Friðriksson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar segir að fískmarkaðurinn hafí engu að leyna í þessu máli og hafí ekki átt aðild að misferli. Hann hafí átt gott samstarf við Fiskistofu. Grétar segir að það sé ekki hlut- verk Fiskmarkaðarins að hafa eftir- lit með því að afli sé vigtaður ef hann fer ekki í sölu á Fiskmarkaðn- um. „Við sáum ekki um löndun úr skipinu, það gerði útgerðarmaðurinn sjálfur. Okkar starfsmaður tók á móti þeim afla sem átti að fara í sölu hér. Það er landað hér miklu af físki sem kemur ekki til sölu á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. Fiskur er settur í gáma og keyrður út á land. Landanirnar eru ekki okkar mál. Hins vegar ber skipstjóra eða útgerðarmanni að láta aflann fara á vigt. Við höfum heimild til að taka við afla úr skipum og vigta og við gerum það við þann afla sem fer hér til sölu,“ sagði Grétar. Grétar sagði starfsmann físk- markaðarins mæta jafnan til vinnu klukkan sex að morgni og hefði þá strax verið tekið við fiskinum úr Tjaldnesi þennan morgun. Grétar kvaðst vera ósáttur við það að nafn Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar hafi verið nefnt 'við fjölmi^il í sam- bandi við þetta mál, án þess að forr- áðamönnum fyrirtækisins hefði verið skýrt frá því af réttum aðilum, að fyrirtækið eða starfsmaður 'þessi lægi undir einhveijum grun. Hins vegar gæfu þessir aðilar ekki upp nafn fískvinnsluhússins, sem í hlut ætti Ætlaði að úrelda bátinn Endurskoðandi Hólmgeirs Sig- valdasonar, útgerðarmanns segir það mjög alvarlegan hlut þegar Fiskistofa tilkynni aðilum um það í blöðum að þeir hafí verið kærðir til sýslumanns. Útgerðarmaðurinn hafí fyrst frétt um kæruna í Morgunblaðinu. Hólmgeir sagði að hann vissi að málið færi lengra en honum hefði þó ekki verið greint frá því að kæra TJALDANES hefur legið við bryggju í Hafnarfirði frá því um miðjan janúar og nú stendur til að úrelda það. hefði verið lögð fram. Hann kvaðst hafa gripið til þess ráðs að landa framhjá vigt vegna þess að hann hefði verið búinn með sinn kvóta. „Ég gerði þetta bara til þess eins að halda lífí. Það er ekki öllum út- gerðaraðilum gert kleift að bjarga sér. Ef til vill var ég kærulausari en ella vegna þess að ég ætlaði að hætta með bátinn og úrelda hann,“ sagði Hólmgeir. Hann sagði að í sín- um huga væri það meira afbrot að henda fiski en að landa framhjá vigt. „Það eru tugir ef ekki hundruð tonna sem vertíðarbátarnir henda af léleg- um físki. Það var fullur sjór af þorski í kringum línubátana í fyrra sem voru allir orðnir kvótalausir.“ Morgunblaðið/RAX FISKMARKAÐUR Hafnarfjarðar hefur engu að leyna, segir framkvæmdastjórinn og útgerðarmaður Tjaldaness ségir mark- aðinn ekki eiga þátt í misferli. Tyrkneskur undirréttur frestar réttarhöldum í Islensk skjöl ekki tekin gild Hekla hf. Hættir með Rover eftir hálfa öld HEKLA hf. mun innan skamms láta frá sér umboð fyrir bresku Rover-bílaverk- smiðjumar til Bifreiða & land- búnaðarvéla hf. Frá þessu var gengið í samningum B&L við BMW-verksmiðjumar sem hafa eignast meirihluta í Ro- ver. Þar með lýkur nær hálfr- ar aldar viðskiptasambandi Heklu við breska fyrirtækið. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., segir að það hafi legið fyrir eftir að BMW keypti meirihlutann í Rover að umboðið færðist til Bíla- umboðsins hf., umboðsaðila BMW. „Við höfum ekki selt Range Rover bíla í fímm ár vegna þess að verðið hefur verið óhagstætt. Það er því langt frá því að þetta sé áfall fyrir okkur.“ TYRKNESKUR undirréttur hefur frestað réttarhöldum í forræðis- máli Sophiu Hansen fram til 16. mars næstkomandi. Sophia segir að dómarinn hafí rökstutt ákvörð- un sína með því að hann geti tek- ið gild málskjölin frá íslandi. Hún segist ekki hafa fengið tækifæri til að fá upplýsingar frá lögmanni sínum um hvernig honum hafi verið fyrirskipað að_ ganga frá skjölunum. Þröstur Ólafsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra, segir að rök dómarans séu aðeins fyrirsláttur til að fresta því að taka ákvörðun í málinu. Sophia var boðuð í dómshúsið klukkan 7 að íslenskum tíma í gærmorgun. Hún sagðist ekki hafa fengið vemd, eins og óskað hefði verið eftir, og töluvert af strangtrú- uðu fólkið hefði verið í kringum og inn í dómshúsinu. Faðir Halims hefði verið þeirra á meðal. Sophia sagði að dómarinn í málinu hefði kveðið uppúr um að hann gæti ekki tekið skjöl, t.d. um ríkisborgararétt, giftingu og skiln- að frá íslandi, gild enda hefðu íslendingar ekki undirritað viðeig- andi alþjóðlega samninga á þess- um vettvangi. Hún sagði að henni hefði komið afstaða hans mjög á óvart. Hann hefði fengið skjölin tvisvar og ekki gert athugasemd við þau áður. Henni fyndist þar að auki hæpið að hægt væri að ganga framhjá skjölum með þess- um hætti. Halim ávíttur Sophia sagði að dómarinn hefði ávítað Halim fyrir að leyfa Sophiu ekki að sjá dætur sínar. Hann hefði svarað því til að þær vildu ekki sjá hana. Hasíp, lögfræðingur hennar, hefði blandað sér í umræð- una og tekið fram að hann myndi láta Halim gjalda fyrir brotin með fangelsisvist. Hasíp mótmælti ákvörðun dómarans að halda um- gengnisrétti Sophiu óbreyttum um hveija helgi enda væri bæði kostn- aðarsamt og erfitt fyrir hana að láta reyna á rétt sinn. Sophia segist hafa tekið eftir því að Halim hafi fengið byssu sína afhenta áður en hann fór út úr dómshúsinu. Hann kom til rétt- arins í fylgd lögmanns síns. Hún ræðir niðurstöðu réttarins við lög- mann sinn í dag. Eftir þann fund sagðist hún vita hvernig ganga ætti frá skjölunum en þau eru með staðfestingu íslenskra stjórnvalda og tyrkneska sendiráðsins í Ósló. „Hreint yfirvarp“ Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, sagðist bíða Verkfallssjóðir kennarafélaganna Kennarar gagnrýna ummæli Davíðs „FORSÆTISRÁÐHERRA er að leggja til að opinberir starfsmenn noti peninga sem þeir eiga sjálfir til að borga sjálfum sér sér laun,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasam- bands íslands, vegna þeirra ummæla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að skyn- samlegast væri fyrir kennara að úthluta þeim 450 millj. kr. sem væru í verkfallssjóðum. Að sögn Guðrúnar Ebbu brugðust kennarar hart við þessum orðum Davíðs í gær og sagði hún að kennarar óttuðust að þau tefðu samn- ingaviðræðurnar. „Við teljum þessi orð ekki í anda viðræðna okkar við samninganefnd ríkisins. Við höfum talið vinnuna sem fram hefur farið í vinnuhóp- unum mjög gagnlega og höf- um leyft okkur að vera bjart- sýn. Við leggjum mikla áherslu á að vinna stíft á næstunni til að ná samning- um og samninganefndin er okkur sammála um það. Verkfall er aldrei markmið," sagði hún. Viðræður í vinnuhópum eiga að geta leitt til samninga I vinnuhópunum er verið að ræða um vinnutíma kenn- ara og röðun starfsheita í launaflokka með tilliti til menntunar kennara og hvernig einstakir liðir kröfu- gerðarinnar í tengslum við launaflokkaröðun samrýmast hugmyndum samninganefnd- arinnar. Guðrún Ebba sagði að þessar viðræður snérust um grundvallarmál og væru í þeim farvegi að þær ættu að geta leitttil samninga. „En svona orð forsætisráðherra eru ekki til þess fallin að flýta fyrir gerð samninga," sagði hún. forræðismálinu eftir ítarlegri fréttum af niðurstöð- unni. Hann sagðist hins vegar líta svo á að rök dómarans fyrir að frestun málsins væru ekkert annað en fyrirsláttur til að fresta því að taka afstöðu. „Eitthvað hef ég heyrt minnst á að ekki væru tekin gild plögg frá þjóðum sem ekki hefðu gert ákveðið tvíhliða sam- komulag við Tyrkland en svona röksemdarfærslu hef ég aldrei heyrt áður. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um að þetta er að- eins gert til að fresta málinu og þurfa ekki að taka ákvörðun. Finna eitthvað sem þeir geta hengt hatt sinn á. Hreint yfirvarp," sagði Þröstur. Hann sagði að eftir að meira yrði vitað yrði farið vandlega yfír málið. „En ef ekki er hægt að koma skjölum á hefðbundinn hátt, sem fara frá ráðuneytum í gegnum sendiráð til tyrknesku réttvísinnar, veit ég eiginlega ekki hvernig menn eiga að haga sér í málunum. Hvað gera þarf til þess að þessir menn taki gild skjöl frá okkur. Eg man ekki eftir svona tilviki áður.“ •t ! • I I I í I I I i I I I I I I I ! I I I I 1 I I í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.