Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 43
FRETTIR
Námskeið í áfalla-
hjálp fyrir almenning
UNDANFARIÐ hefur áfallahjálp
verið mikið til umræðu í tengslum
við snjóflóðin í Súðavík. Nú gefst
almenningi kostur á tveggja kvölda
námskeiði í áfallahjálp og stór-
slysasálfræði (sálrænni skyndi-
hjálp).
Kennsludagar verða mánudagur
6. febrúar og þriðjudagur 7. febr-
úar. Kennt verður frá kl. 20-23.
Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá
sem áhuga hafa á áfalla- og stór-
slysasálfræði og eru eldri ern 15
ára. Væntanlegir þátttakendur
þurfa ekki að hafa neina fræðilega
þekkingu né reynslu á þessu sviði.
Námskeiðshaldari verður Lárus
H. Blöndal, sálfræðingur. Nám-
skeiðið verður haldið í Fákafeni
.11, 2. hæð.
Námskeiðið inniheldur almenna
kynningu á áfalla- og stórslysasál-
arfræði þar sem megininntakið eru
þau áhrif og afleiðingar sem váleg-
ir atburðir geta haft á fólk og
hvernig hægt sé að draga úr mann-
legum þjáningum í kjölfar þeirra
eða í tengslum við þau. Meðal efn-
is eru fyrstu viðbrögð við vá, atr-
iði sem geta valdið álagi á vett-
vangi, viðbrögð til skemmri og
lengri tíma, ýmsar úrlausnarleiðir
s.s. sálræn skyndihjálp á vettvangi
válegra atvika og skipulegir upp-
rifjunarfundir í kjölfar þeirra s.k.
andleg viðrun.
Þeir sem hafa áhuga á að kom-
ast á þetta námskeið geta skráð
sig í síma 688188 frá kl. 8-16.
Námskeiðsgjalds er 1.500 kr.
Næsta námskeið í skyndihjálp
hefst 15. febrúar. Næsta námskeið
í móttöku þyrlu á slysstað verður
haldið laugardaginn 11. febníar.
Tekið skal fram að Reykjavíkur-
deild RKl útvegar leiðbeinendur til
að halda námskeið í fyrirtækjum
og hjá öðrum sem þess óska.
Fyrstu djákn-
arnir braut-
skráðir
BRAUTSKRÁNING fyrstu djákn-
anna úr guðfræðideild Háskóla
Islands fer fram laugardaginn 4.
febrúar kl. 10.30 f.h. Athöfnin fer
fram í kapellu Háskólans.
Jón Sveinbjörnsson, forseti guð-
fræðideildar, afhendir djáknunum,
sem eru sex talsins, prófskírteini
sín. Um er að ræða þá er lokið
hafa 30 eininga djáknanámi, en
guðfræðideild býður upp á tvær
leiðir í djáknanámi, annars vegar
30 eininga nám fyrir þá sem þeg-
ar hafa hlotið starfsmenntun sem
hjúkrunarfræðingar, kennarar, fé-
lagsráðgjafar eða fóstrur og hins
vegar 90 eininga (þriggja ára)
nám til BA-prófs í guðfræði.
Útsölur við
Laugaveg
á löngum
laugardegi
ÚTSÖLUHASAR verður- í verslun-
um við Laugaveg og Bankastræti á
iaugardag, sem er „Langur laug-
ardagur", en þá verða verslanir opn-
ar frá kl. 10-17.
Yfir 80 verslanir á þessu svæði
bjóða vörur sínar á verulegu lækk-
uðu verði og munu margar verslanir
bjóða upp á sérstakt útsölutilboð í
tilefni dagsins. Hérlendis hafa sjald-
an eða aldrei jafnmargar verslanir
á sama svæði samtímis boðið upp á
útsölur.
Viðskiptavinum verður jafnframt
boðið að taka þátt í léttum og
skemmtilegum leik sem felst í því
að giska á hversu margar verslanir
við Laugaveg við Rauðarárstíg og
niður Bankastræti selja konfekt.
Lausnum, ásamt nafni, heimilisfangi
og síma ber að skila í versluninni
Englabörnin, Bankastræti 10, fyrir
kl. 17 á laugardag.
-----» ♦ ♦----
Brautskráning
kandídata frá
*
Háskóla Islands
BRAUTSKRÁNING kandídata fer
fram í Háskólabíói laugardaginn 4.
febrúar kl. 14. Að lokinni setningu
syngja María Guðrún Halldórsdóttir
og Felix Bergsson lög úr „West Side
Story“ eftir Leonard Bernstein.
Að því loknu ávarpar Sveinbjörn
Björnsson kandídata og ræðir mál-
efni Háskólans. Aðalefni ræðunnar
að þessu sinni verður skýrsla þróun-
arnefndar og stefna í upplýsinga-
málum. Eftir að deildarforsetar hafa
afhent kandídötum prófskírteini
syngur Háskólakórinn undir stjóm
Hákonar Leifssonar.
----♦ ♦ ♦
Skíðagöngu-
dagurí
Haukadal
SKÍÐAGÖNGUDAGUR verður
haldinn í Haukadalsskógi í Biskups-
tungum laugardaginn 4. febrúar kl.
14 ef veður leyfir. Verður þá göngu-
skíðasvæðið formlega opnað þriðja
árið í röð.
Gönguslóðir verða troðnar af
björgunarsveitarmönnum og að
venju bjóða húsbændur Hótel Geys-
is, Már Sigurðsson og Sigríður Vil-
hjálmsdóttir, þátttakendum til kaffi-
drykkju að göngu lokinni. Einnig
verða þar afhent þátttökuvottorð.
Það sem eftir er af vetri verður
svæðinu haldið í ákjósanlegu
ástandi.
Safnað
fyrir
Hjördísi
NEMENDUR í 7. bekk í Öldusels-
skóla ætla að safna fé til þess að
leggja í sjóð Hjördísar Kjartans-
dóttur, hjartaþega í Gautaborg.
Hjördís gekk í Ölduselsskóla í
fjóra vetur þegar hún bjó í Selja-
hverfi. Bekkjarsystkini hennar þá
hafa nú fengið félaga sína og kenn-
ara í lið með sér. Safnað verður
meðal nemenda sjálfra og haldið
diskótek þriðjudaginn 31. janúar
sl. Venjulegur aðgangseyrir á di-
skótek er 50 krónur sem renna í
ferðajsóð nemenda. í þetta skiptið
greiddu allir 100 krónur sem runnu
óskiptar í sjóð Hjördísar og einnig
allur ágóði af sælgætissölu þetta
kvöld.
Einnig verða haldnar tvær
skemmtanir í Ölduselsskóla
laugardaginn 4. febrúar sem börn-
in skipuleggja með aðstoð kennara
sinna. Fyrri skemmtunin hefst kl.
14 og er ætluð yngri deildunum.
Seinni skemmtunin hefst kl. 16 og
er ætluð eldri deildunum. Á eftir
hvorri skemmtun verður kökubas-
ar. Allir eru velkomnir til að styrkja
þetta málefni.
■ INDVERSK matargerðarlist
verður kennd á veitingahúsinu Á
næstu grösum laugardaginn 4.
febrúar kl. 15. Nánari upplýsingar
eru veittar á veitingahúsinu Á
næstu grösum.
■ KVENNALISTINN býður til
laugardagskaffis 4. febrúar nk. í
kaffinu ræðir Lana Kolbrún
Eddudóttir, varaformaður Sam-
takanna ’78, um réttindi homma
og lesbía. Kaffið er sem fyrr á
Laugavegi 17, 2. hæð. Allir vel-
komnir.
■ SÓLON ÍSLANDUS. Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leika
Hjörtur Howser á píanó og Jan
Hanson á saxafón. Tónlistin sem
þeir spila er frá öllum tímum á
ljúfum nótum. Þriðjudagskvöldið
7. febrúar leikur Tríó Ólafs
Stephensens jass.
■ ÞORRABLÓT brottfluttra
Saurbæinga verður haldið laugar-
daginn 4. febrúar í Rúgbrauðs-
gerðinni, Borgartúni 6 og hefst
kl. 20.
FRÁ undirritun samnings.
Bingó Bjössi til liðs við
bamaspítala Hringsins
Á BARNADEILD Hringsins á
Landspítalanum var undir-
ritaður miðvikudaginn 1. febr-
úar samstarfssamningur Bin-
gólottós Happdrættis DAS og
Kvenfélagsins Hringsins, sem
felur í sér að allur ágóði af
sölu bangsans og Bingó
Bjössa, Bingó Bjössa póst-
korta, barmmerkja, dúkka,
bola og húfa auk annars varn-
ings sem seldur er til kynning-
ar Bingólottós leiksins á Stöð
2, rennur til Barnaspítala
Hringsins. Samninginn undir-
rituðu frú Elísabet Hermanns-
dóttir formaður Hringsins og
Guðmundur Hallvarðsson
stjórnarformaður Happdrætt-
is ÐAS.
í fréttatilkynningu kemur
fram að sala á Bingó Bjössa-
kortum hefði farið langt fram
úr öllum áætlunum og því
hefði stjórn happdrættisins
farið að leita eftir leiðum til
að börnin fengju að njóta
Við látum ekki deigan síga (oótt ítalskir knattspyrnumenn
leggji skóna á hilluna nú um helgina, dregið verður um
úrslit leikja og er fjöldi merkja í samræmi við spá
sænskra knattspyrnufræðinga.
j Fyrsti vinningur er tvöfaldur
/ og er áætlaður um 9 milljónir.
1
2
3
4
5
6
~7
8
Q_
1 O
1 1
1 3
1 3
12
5
2
12
12
_±J2_
12
12
I 8
II
3
2
2
J1_3Í
2 2 (
2
6
3
8
11
5
2
§j-
5
3
9
ágóðans. Barnaspítalasjóður
Hringsins hefði síðan orðið
fyrir valinu og væri kveðið á
um að allt fé greitt samkvæmt
samningnum færi óskipt til
byggingar nýs barnaspítala
Hringsins.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
671800
Opið laugard. kl. 10-17
Sunnudaga kl. 13-18
Toyota Corolla XLi station ’95, græn-
sans., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km, rafm. í
rúðum o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód.
Chevrolet Blazer S-10 Thao 4,3 L '91,
hvítur, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 29 þ.
km, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,2 millj.
VW Golf CL 1,4 ’94, rauður, 5 g., ek. 22
þ km., tveir dekkjagangar. V. 990 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan ’93, steingrár,
sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti
í sætum o.fl. V. 1.080 þús.
Toyota Corolla XL ’88, 3ja dyra, grænn
ek. 88 þ. km. V. 495 þús.
Subaru Legacy station ’92, hvítur, 2000,
sjálfsk., ek. 25 þ. km, upph., rafm í rúðum
o.fl. V. 1.750 þús.
Suzuki Vitara JLXi '91, 3ja dyra, rauður,
5 g., ek. 70 þ. km, 30" dekk, rafm. í rúðum
o.fl. V. 1.220 þús.
Suzuki Swift GA ’93, 3ja dyra, rauður, 5
g., ek. 17 þ. km, geislaspilari. V. 750 þús.
MMC Galant GLSi '91, hvítur, sjálfsk.
ek. 109 þ. km, rafm. í öllu o.fl. Gott ein
tak. V. 1.090 þús.
Nissan Sunny SLX station 4x4 (Arctic
Edition) ’94, blár, 5 g., ek. 16 þ. km., rafm
í öllu, dráttarkúla, tveir dekkjagangar.
V. 1.530 þús. Sk. ód.
Toyota Corolla XLi station ’95, græn
sans., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km., rafm,
rúðum o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód.
Chevrolet Suburban 4x4 '79, sjálfsk., 7-8
manna. Gott eintak. V. 490 þús.
MMC Lancer GLX '89, brúnsans., sjálfsk.,
ek. 74 þ. km. Gott eintak. V.675 þús.
Toyota Corolla Touring XL 4x4 '89, hvít-
ur, 5 g., ek. 95 þ. km., dráttarkúla o.fl
Gott eintak. V. 870 þús.
Hyundai Pony LS Sedan '93, rauður, 5
g., ek. 32 þ. km V. 810 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '91, hvítur,
sjálfsk., ek. aðeins 39 þ. km. V. 890 þús.
Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, hvítur, 5
g., ek. 58 þ. km. V. 1.090 þús.
Vantar góða bíla á skrá
og á staðinn.
Ekkert innigjald.