Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 37 nefið. Og mér þótti vænt um að hún skyldi muna. Áfram rifjuðum við upp, við höfð- um bara verið sjö ára, en systur okkar höfðu sagt okkur að við vær- um kærustupar og samviskulega játuðum við því þegar spurt var. Við mundum eftir bekkjarbróð- urnum sem var svo heppinn að eiga sömu upphafsstafi og hún og teikn- aði hjarta, gegnumstungið af ör og sömu stafína við báða enda. Við vorum allir skotnir í henni, hún var svo ómótstæðilega sæt. Og svo var nafnið hennar skrifað á dulmáli, 7fn. Alla skólagönguna fylgdumst við að, sami gamli hópurinn, og alltaf vissum við síðan hvert af öðru. Við höfum fylgst með veikindum bekkjarsystur okkar og orrustunum sem unnust. En nú er stríðið tapað og við sitj- um hnuggin eftir. Við söknum, en eigum minning- arnar. Upprifjun minninganna verður snauðari án hennar, en i hljóðum huga munu þær þó ylja, bara ekki jafn sársaukalausar og fyrr. Af heilum huga votta ég fjöl- skyldu minnar kæru bekkjarsystur einlæga hluttekningu. Leó E. Löve. Laus við krankleik og kvöl, en svo köld og svo fól þú sefur nú róleg í rúminu hvíta. Engin æðaslög tíð, engin andvarpan strið þig ónáða lengur né svefninum slíta. (H. Hafstein) Elsku vinkona. Þetta er eiginlega allt sem ég ætla að skrifa, nokkur fátækleg orð. Mig langar að segja svo miklu meira en get það ekki. Ég hugsa bara til þín með sorg og trega í huga. Hugsa um samverustundir okkar í gegnum árin, vináttuböndin sem styrktust eftir því sem árin liðu. Forlögin eru stundum svo undar- leg. Þú varst sú af gömlu félögunum á Hagamelnum, sem fórst lengst í burtu, og þú varðst sú sem ég hef haft mesta sambandið við. Ég hugsa með söknuði til allra símtalanna okkar, hvað það var gott að heyra í þér hláturinn, þegar eitthvað bjátaði á, þá var viðkvæðið ætíð, komdu bara strax til okkar, og hef ég notið gestrisni ykkar Sigga, víðs vegar um Bandaríkin. Það hefur líka verið sárt að heyra hláturinn dofna smátt og smátt, eftir að þessi hræðilegu veikindi fóru að ágerast, þó þú ætlaðir svo sannarlega að sigrast á þeim, hvílík- an dugnað þú sýndir. Jón segir að þú munir einhvers staðar, einhvem tíma, taka hlæjandi á móti okkur. Hann segir þig hafa heillað sig svo mikið frá ykkar fyrstu kynnum, það er einmitt allt sem þarf að segja, heillandi persóna, sem var dásamlegt að eiga fyrir vinkonu. Megi guðs kraftur og blessun, vernda og fylgja Svandísi, auga- steininum þínum, um alla framtíð. Við Jón sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til allra ættingja og aðstandenda Sjafnar. Ég veit, þú hefði sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best, til að gera vilja þinn. Eg geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma sam- vist þinni. (H. Hafstein) Rakel. Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og ísa! siQi árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! Þessar ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar komu upp í hugann- við andlát vinkonu minnar, Sjafnar Magnúsdóttur. Meiri hluta ævinnar eyddi hún á erlendri grund en hvorki var það á henni að sjá né heyra. Samferð okkar hófst í Melaskóla fyrir tæpum fjórum áratugum og í dag kveðjumst við handan við göt- una í Neskirkju. Líf Sjafnar einkenndist af ferða- lögum og það var á þeim vettvangi sem hún valdi sér ævistarf. Hinstu ferð sína lagði hún upp í um miðjan desember sl., er hún hélt frá heim- ili sínu í Arizona í Bandaríkjunum til íslands, sárþjáð af illvígri baráttu við krabbamein. Fljótlega eftir komuna hrakaði heilsu hennar og auðsætt var að ferðalögin hennar yrðu ekki fleiri. Sjálf hafði hún orð á því að sér hefði verið gefinn einhver óskiljan- legur kraftur til að komast þessa löngu leið heim. Síðustu vikurnar lá hún á Landakotsspítala og naut þar frábærrar umönnunar starfs- fólks deildar 3B. Sjöfn var yngst barna hjónanna Magnúsar Bjömssonar og Lilju Sig- hvatsdóttur. Magnús er látinn fyrir nokkrum ámm, en Lilja lifir dóttur sína í hárri elli. í foreldrahúsum Sjafnar, á Hagamelnum hér í Reykjavík, ólst hún upp ásamt ij'ór- um eldri systkinum við mikið ástríki og eftirlæti. Þetta var stórfjölskylda í orðsins fyllstu merkingu og heimil- ishaldið einkenndist af gestrisni og lífsgleði. Vöndum við vinkonurnar fljótt komur okkar þangað, gjaman í stórum hópum, og nutum samver- unnar við þetta lífsglaða fólk. Þar vorum við ávallt velkomnar og fáum tókst eins vel og foreldrum Sjafnar að láta okkur líða sem heiðursgest- um í hvert skipti sem við stigum þar inn. Lífsförunaut sinn, Sigurð Viggó Kristjánsson, fann Sjöfn þarna á Hagamelnum á menntaskólaárum okkar. I ársbyijun 1969 fluttu þau til Bandaríkjanna og hafa búið þar síðan að undanskildum nokkmm ámm í upphafi áttunda áratugarins er þau bjuggu í Danmörku. Heimili héldu þau víða í Bandaríkjunum, eftir því sem störf þeirra kölluðu, en síðustu árin í Scottsdale í Ariz- ona. Árið 1984 fæddist einkadóttir þeirra, Svandís Unnur, sólargeislinn í lífi þeirra. Bæði hafa þau hjónin starfað að flugmálum og því hafa heimsóknirnar til íslands orðið tíð- ari en ella. Fjarlægðin milli okkar var því aldrei mikil í reynd, því Sjöfn var einstaklega vinarækin. Vináttu- tengsl hennar við okkur hér heima sýna það og sanna svo ekki verður um villst. Fyrir tveimur ámm bar fyrst á veikindum Sjafnar. Strax frá upp- hafi vom batahorfur litlar. Sjöfn tók þessum örlögum sínum hins vegar af þeim krafti og bjartsýni sem ávallt einkenndi hana. Hún barðist og virtist hafa betur um tíma. í sumarbyijun 1993 kom hún hingað heim til að fagna 25 ára stúdentsaf- mæli okkar. Þetta voru dagar gleði en einnig sorgar, því vinkona okkar og skólasystir, Magdalena Schram, lést þá af sama sjúkdómi. Ótrauð fýlgdi Sjöfn henni síðasta spölinn, vitandi að líklega biðu hennar sömu örlög innan skamms. Svo kom eitt gott ár og allt virt- ist ganga að óskum. Sjöfn hresst- ist, tók til við vinnu sína á ný og kom hingað síðastliðið sumar - hress og bjartsýn. Þetta reyndist þó svikalogn og í haust sem leið veiktist hún aftur og fljótlega varð ljóst að hveiju stefndi. Þeirri bar- áttu lauk 26. janúar á Landakots- spítala. Baráttuviljinn entist henni fram á síðustu dægur en lokaorrust- an var hörð. Naut hún þá stuðnings fjölmenns og sterks hóps ástvina sem nú fylgir henni hnípinn til hinstu hvílu. Ég kveð nú mína ágætu vinkonu, Sjöfn Magnúsdóttur, á sömu slóðum og kynni okkar hófust. Ég þakka henni samfylgdina og allar gleði- stundirnar og flyt aðstandendum og ástvinum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Fleiri greinar um Sjöfn Mngnús- dóttur bíða birtingnr eg verða birtar næstu daga OLOF ÓLAFSDÓTTIR +Ólöf Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 24. ágúst 1917. Hún lést á Landakotsspitala 26. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólafur Pétursson skip- sijóri, f. 25. 11. 1889, d. 2. 11. 1938, og Þórunn Sigurf- innsdóttir, f. 22. 11. 1891, d. 17.12.1986. Hinn 24._ 8. 1946 giftist Ólöf Jóni Geirssyni lækni frá Akureyri, f. 8. 12. þær fram af mikilli hóg- værð og kurteisi, brosti í kampinn og hló við, en virti alltaf skoðanir annarra. Þannig er hún í minningu minni. Þær voru margar skemmtilegar stundirn- ar sem við áttum saman nokkrar frænkur úr föðurættinni og í fram- haldi af þeim fundum okkar var ákveðið að halda ættarmót Skild- inganesættar sem er úr Skerjafirði. Ættarmót- ið var haldið haustið 1988 og tók Ólöf virkan 1905, d. 4. 5. 1950. Foreldrar hans voru Geir Sæmundsson vígslubiskup og kona hans Sig- ríður Jónsdóttir. Dóttir Ólafar er Þórunn Ragnarsdóttir, f. 14. 2. 1956. Eiginmaður hennar er Hrafn Sturluson og eiga þau tvö börn: Sturlu Bjarka og Ólöfu Kolbrúnu. Útför Ólafar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. ÓLÖF frænka mín hafði átt við veik- indi að stríða í nokkur ár. Við vorum bræðradætur, faðir minn Einar var yngstur af þremur bræðrum, en elst- ur var Sigurpáll Pjetursson á Ála- fossi. Ólöf stundaði verslunarstörf alla tíð, hún vann lengst af í verslunini Eros í Reykjavík eða í rúm 30 ár. Þaðan kannast margir Reykvíkingar við hana. Hún var og virkur félagi í Oddfellowreglunni. Því miður veit ég lítið um uppvöxt Ólafar, ég kynntist henni ekki fyrr en árið 1955, ég var þá 12 ára göm- ul. Ég var eitt sinn sem oftar á gangi ásamt föður mínum eftir Hafnar- stræti, þegar hann tók stefnuna beint á verslunina Eros. Þar tók á móti okkur há, grönn og dökkhærð kona, skarpgreind með fallegt bros. Þetta var Olöf frænka. í gegnum árin urðu ferðir mínar margar í verslunina Eros til að hitta þessa frænku mína, og gerði ég mér upp allskonar erindi til þess að fá tækifæri til þess að spjalla við hana. Tók hún mér alltaf jafn vel þrátt fyrir 26 ára aldurs- mun. Þetta var nú upphafið að mik- illi og góðri frændsemi og vinskap sem aldrei hefur fallið skuggi á. Ólöf var mjög umhugað um okkur öll í fjölskyldunni og tók þátt í lífi okkar, bæði í gleði og sorg. Hún talaði aldrei mikið um sjálfa sig en var alltaf að hugsa um aðra og leita frétta af okkur skyldmennum sínum. Hún hafði ákveðnar skoðanir, setti þátt í undirbúningi þess og fyrir hennar tilstilli hittust þeir ættingjar, sem höfðu tök á, í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu, morguninn sem ættarmótið var haldið. Við kveiktum á kertum við leiði forfeðra okkar, þ. á m. við leiði ömmu okkar og afa, Vilborgar Jónsdóttur frá Skildinga- nesi og Péturs Þórarins Hanssonar sjómanns. Vilborg lést árið 1942, en Pétur Þórarinn árið 1907. í dag verður Ólöf lögð til hinstu hvíldar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu Með Ólöfu frænku minni er geng- in merkileg kona. Hún hélt reisn sinni fram á síðasta dag, hún vildi ekki gefast upp. Ég þakka henni samfylgdina. Unnur Einarsdóttir. Eisku amma mín, takk fyrir sam- verustundimar síðastliðin níu ár. Ég vildi að þú værir ennþá á lífi, elsku amma, og ég skil ekki af hveiju Guð vildi fá þig til sín. Það var svo gott að hafa þig heima þegar ég kom úr skólanum og ég var svo ánægð yfir þvi að þú vildir frekar vera heima hjá mér en að fara á spítalann. Takk elsku amma fyrir stundimar þegar við vomm að spila, mér fannst það svo gaman. Ég man svo vel þegar ég spilaði á klarínettið, þú hlustaðir og hundurinn okkar hann Prins söng með. Þá skemmtum við okkur öll svo vel. Amma, þú ert besta amma í heim og ég sakna þín sárt og ætla alltaf að geyma bænirnar í huganum sem þú kerindir mér. Ólöf K. Hrafnsdóttir. Hetjulegri baráttu Ólafar Ólafs- dóttur við illskæðan sjúkdóm er lokið. Kynni okkar Ólafar hófust fyrir rúmum 40 árum er ég var barn að aldri og hún hóf störf við verslun foreldra minna, Eros í Hafnarstræti. Eins og búast má við, þar sem báðir foreldrar okkar unnu við verslunina, varð hún eins og annað heimili okkar systkinanna og þær konur sem þar störfuðu höfðu djúp áhrif á uppeldi okkar og þroska. Vorum við að þessu leyti lánsöm því til starfa völdust margar greindar og víðlesnar konur sem voru tilbúnar að miðla okkur af reynslu sini og fróðleik. Sérstak- lega eru þijár þeirra mér hugleikn- ar; þær Ólöf, Brynhildur og Inga sem ásamt móður minni unnu þar í u.þ.b. 30 ár og eru þær Ólöf og Brynhildur nú báðar látnar. Strax við fyrstu kynni tók Ólöf mig undir sinn verndarvæng og var það aðdáunarvert hversu mikla þol- inmæði hún sýndi mér sem bami og unglingi. Hún umgekkst mig sem jafningja og jafnaldra þrátt fyrir 25 ára aidursmun. I þá daga, þegar miðbær Reykja- víkur var fullur af lífi, áttu margir leið í Eros. Sumir komu til að versla og þá afgreiddi Ólöf með ljúf- mennsku, alkunnri smekkvísi og kunnáttu, svo voru aðrir sem litu inn til að fá sér kaffisopa og rabba sam- an. Oft var þröngt setinn bekkurinn í litlu kaffistofunni og glatt á hjalla. Ýmis mál voru rædd og ekki voru þá allir á einu máli. Þá lék Ólöf við hvern sinn fingur því hún hafði ákveðnar skoðanir sem hún hvikaði ekki frá, en varði af mikilli rökvísi. Ólöf var lagleg og tíguleg kona sem eftir var tekið. Glæsileg var hún á göngu sinni um miðbæinn á leið til og frá vinnu. Hún var ein af þeim persónum sem settu svip sinn á bæinn. Eftir að ég varð fullorðin var það fyrir áhrif Ólafar að ég gekk í Odd- fellowregluna en það tel ég eitt af gæfusporunum í lífi mínu og fyrir það er ég henni eilíflega þakklát. Hún hafði sjálf verið einn stofn- endum Rebekkustúkunnar nr. 2 Auð- ar I.O.O.F. á Akureyri er hún bjó þar, en þegar hún fluttist aftur til Reykjavíkur færði hún sig í Rebekk- ustúkuna nr. 1 Bergþóru I.O.O.F. og áttum við þar saman margar ógleymanlegar samverustundir. Ólöf var góður Oddfellowfélagi og tók virkan þátt í störfum Reglunnar í mörg ár. Henni þótti vænt um stúk- una sína og vildi veg hennar og vanda sem mestan. Það gladdi okkur stúku- systur hennar að síðastliðið vor gat hún setið hátíðafundi í tilefni 65 ára stofnafmælis stúkunnar þrátt fyrir veikindin sem sífellt hijáðu hana. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp vil ég fyrir hönd móður minnar og systkina þakka Ólöfu samfylgd- ina, tryggð hennar og vináttu við alla fjölskylduna um áratuga skeið og bið algóðan guð að vemda hana. Einkadóttur Ólafar, Þórunni, og fjöl- skyldu hennar, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minnig Ólafar Ólafsdóttur. Ásgerður Geirarðsdóttir. HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR + Hulda Kristj- ánsdóttir fædd- ist í Skálavík í Reykjarfjarðar- hreppi 26. mars 1938. Hún lést í sjúkrahúsi í Reykja- vík 18. janúar síð- astliðinn. Bálför Huldu fór fram frá Fossvogskirkju 26. janúar, en jarðsett verður frá Hnifsdal- skapellu í dag. VORIÐ 1946 flyst Hulda með móður sinni, Stefaníu Finnbogadótt- ur, og stjúpföður, Hans Valdimars- syni, að Miðhúsum í Reykjarfjarðar- hreppi. Árið 1954 fer hún með unn- usta sínum, Sigmundi Sigmundssyni, að Látrum í Mjóafirði og þar hefja þau búskap vorið 1955 og bjuggu þar síðan, nú síðustu ár ásamt syni og tengdadóttur. Það er vonum seinna að ég sest niður til að setja á blað kveðjuorð til minnar kæru systur, sennilega vegna þess að mér finnst kveðju- stundin ótímabær. Vegna aldursmunar okkar kynntist ég Huldu ekki fyrr en ég var orðin fullorðin, þar sem hún flyst að heini- an þegar ég er enn bam í reifum. Það er þó svo að systkini sín þekkir maður jafnvel þó maður hitti þau ekki nema fáum sinnum á ári í æsku. Ekki höfðu þau Hulda og Sigmundur úr miklu að moða fram- an af sínum búskap, hún hafði þó sérstakt lag á að gera eftirminnilegar jóla- gjafir til okkar systra sinna, ég held að engin jólagjöf sé mér jafn minnis- stæð og rauða flauelspilsið sem hún saumaði og gaf mér, slíkan kosta- grip hafði mig ekki einu sinni dreymt um að eignast. Eftir að ég var sjálf farin að halda heimili treystust mjög systraböndin og við sóttum hvor aðra heim. Við náðum mjög vel saman, hugsuðum líkt og höfðum svipáðar skoðanir. Hulda var þó þannig að enginn komst með tærnar þar sem hún hafði hæl- ana. Ef litið er yfir hennar alltof stuttu ævi, sést glöggt að ekki hefur verið heiglum hent að standa í henn- ar sporum, sautján ára eignast hún sitt fyrsta bam og hin sex fylgja í kjölfarið, jafnframt stendur hún fyrir búi og vinnudagur hennar oft lang- ur. Sjálf pijónaði hún og saumaði á börnin og var það einstaklega lagið, þó ekki væri notið tilsagnar í þeim efnum. Það heyrðist oft sagt heima í Miðhúsum þegar okkur systrum óx eitthvað í augum: „Þetta gerði nú hún Hulda systir ykkar og var þá yngri en þið eruð núna.“ Dugnaður hennar og kjarkur var rómaður og ekki að ástæðulausu, það sá ég ekki hvað síst þegar ég sat hjá henni síð- ustu dagana hennar hér í heimi, allt- af þetta æðruleysi og aldrei neinar kröfur fyrir hana sjálfa. Þessi óhugn- anlegi sjúkdómur sem hún varð loks að beygja sig fyrir, eftir hetjulega baráttu einstaks sjúklings, náði aldr- ei að bijóta hana, jafnvel í dauðanum fannst mér hún vera sigurvegarinn. Við munum varðveita minningu Huldu svo lengi sem við lifum og tala um hana eins oft og við getum, því þannig verður hún meðal okkar. Ég þakka Guði fyrir að hún er laus frá þjáningunum, en ég verð ekki svo gömul að ég sakni hennar ekki. Þóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.