Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Evrópusambandið Eystrasaltsríkin þrýsta á um aðild París. Reuter. ESB OG NATO verða að taka meira tillit ti! krafna Eystrasaltsríkjanna um aðild, að mati fulltrúa þessara þjóða, sem sátu alþjóðlega ráðstefnu í París í gær. Lögðu þeir áherslu á að efnahagslegar umbætur gengu mun hraðar fyrir sig en áætlað hafði verið og því væru þau ekki nærri því eins háð Rússlandi og áður. „Pólitískir leiðtogar Evrópu átta sig ekki á því að nú er rétti tíminn til aðgerða," sagði Juri Luik, utanrík- isráðherra Eistlands. Utanríkisráðherrar Lettlands og Litháen sátu einnig ráðstefnuna og tóku þeir undir þessi orð. Voru þeir allir sammála um að aðild að ESB og NATO myndi festa lýðræði í sessi í ríkjum þeirra en Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjun- um árið 1991 eftir 50 ára hernám Rússa. Eiga heima í ESB Luik sagði að aðild Eystrasalts- ríkjanna að NATO væri Rússum í hag en viðurkenndi að margir stjóm- málamenn í Atlantshafsbandalags- ríkjunum virtust ekki kæra sig um aðild þeirra. „Ykkar öryggi er okkar öryggi. Ef ykkur er ógnað er okkur ógnað,“ sagði Alain Lamassoure, Evrópu- málaráðherra Frakka og bætti við að Eystrasaltsríkin væru í hópi þeirra ríkja sem hefðu komið verst út úr kalda stríðinu. „Þau eiga heima í okka hópi,“ sagði Lamassoure. Hann sagði Eystrasaltsríkin vera meðal bestu nemandanna í „Evrópu- bekknum" enda hefði hagvöxtur ver- ið jákvæður í þeim öllum á síðasta ári. Lamassoure gagnrýndi hins veg- ar Eystrasaltsríkin fyrir að viðhalda tollamúrum á sama tíma og ESB opnaði markaði sína. Borís Jeltsín Rússlandsforseti lýsti því yfir á ráðstefnu RÖSE í Búda- pest í desember að Rússar gætu ekki sætt sig við að ríki, sem ættu landamæri að Rússlandi, fengju aðild að NATO. Varaði hann við því að kaldur friður gæti leyst kalda stríðið af hólmi. Povilas Gylys, utanríkisráðherra Litháen, sagði á ráðstefnunni í París að hann teldi kaldann frið betri en kalt stríð. Tók hann fram að sam- kvæmt skoðanakönnunum gerðu 94% Litháa ráð fyrir að ríkið gerðist aðili að ESB í framtíðinni. Valdis Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, sagði Letta og hinar Eyst- rasaltsþjóðirnar ekki eiga neinn ann- an kost en að stefna að ESB-aðild. Áhyggjur vegna Tsjetsjníju Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna sögðu að samskipti þeirra við Rússa hefðu batnað mjög eftir að rússnesku hersveitirnar héldu heim en að af- skipti Rússa í Tsjetsjníju hefðu end- urvakið minningarnar um rússneska hernámið. Eystrasaltsríkin eiga nú í forvið- ræðum við Evrópusambandið og von- ast til að geta undirritað svokallaða Evrópusamninga í sumar. Reuter. ÞÝSKIR hermenn á leið til móttökuathafnar í Bonn vegna komu hins nýja framkvæmdastjóra NATO, Willy Claes. Rifkind vill nýtt Atlantshafsráð Yrði alhliða samráðsvettvangnr þing- manna frá NATO-ríkjunum London. The Daily TelegTaph. MALCOLM Rifkind, vamarmálaráð- herra Bretlands, hefur lagt til, að komið verði á fót sérstöku Atlants- hafsráði, sem skipað yrði 150 banda- rískum þingmönnum og 150 frá Evr- ópu, í því skyni að efla Atlantshafs- bandalagið, NATO, og sambandið milli aðildarríkjanna. Tillögur Rifkinds komu fram í ræðu, sem hann flutti fýrir skömmu hjá Konunglegu, belgísku alþjóða- stofnuninni, og hann lagði áherslu á, að hlutverk Atlantshafsráðsins yrði miklu víðtækara en þess, sem fyrir er, Norður-Atlantshafsráðsins. A vettvangi þess ætti einnig að ræða viðskipta- og efnahagsmál og yfírleitt um allt, sem ágreiningi gæti valdið. Nefndi hann sem dæmi ágreining um Bosníumálið, sem hann sagði ekki mestan milli ríkisstjóma, heldur milli stjórnmálamanna í ríkjunum. Þess vegna væri svo mikilvægt, að þeir gætu komið saman og rætt málin. NATO ómissandi Rifkind hefur miklar áhyggjur af, að vaxandi óeining með ríkjunum beggja vegna við Atlantshaf geti grafíð undan NATO, sem hann sagði ómissandi fyrir öryggi Evrópu hvað sem liði Vestur-Evrópusambandinu, VES. Kvað hann VES aldrei myndu koma í stað NATO og allra síst ef það ætlaði að fara að segja einstök- um ríkjum fyrir verkum í varnarmál- um. Sagði hann, að öryggisstefna Breta myndi áfram grundvallast á samstarfí milli þjóðríkja en ekki yfír- þjóðlegra stofnana. Um stækkun NATO í austur sagði Rifkind, að nú væri kannski ekki rétti tíminn til að eiga við Rússa út af því máli. „Tsjetsjníja er ekki fyrsta málið og ekki það síðasta, sem mun valda okkur áhyggjum varðandi Rússland og grannríki þess.“ Reuter Telja að stefnt sé að sameimngu alls írlands Vopnahlé áfram þrátt fyrir ótta mótmælenda London, Dyflinni. Reuter. STJÓRNMÁLAMENN á Norður- Stríðsdans- inn stiginn LIÐSMENN Frelsishers alþýð- unnar í Súdan stíga stríðsdans áður en ráðist er til atlögu við stjórnarherinn skamnit frá landamærunum við Úganda. Stjórnarherinn hóf nýlega mikla sókn gegn skæruliðum í suður- hluta landsins. A sjötugs- aldri en vill eignast annað barn Róm. Reuter. ROSANNA Della Corte, 63 ára ítölsk kona sem ól dreng í fyrra, kveðst ætla reyna að eignast annað barn, þyki sýnt að heilsa hennar leyfi það. Della Corta eignaðist heil- brigðan son, Riccardo, í júlí í fyrra eftir að egg úr henni hafði verið fijóvgað með sæði eigin- manns hennar, Mauro, og kom- ið síðan fyrir í leginu. Kvaðst hún vonast til að geta gengist undir meðferð af þessu tagi í næsta mánuði. „Það er óskandi að Riccardo eignist bróður eða systur," sagði Della Corte í gær. Hún býr skammt frá bænum Viterbo norður af Róm. Svokallaðar „ömmuþungan- ir“_ hafa valdið miklum deilum á Ítalíu en engin löggjöf er til sem komið getur í veg fyrir þunganir af því tagi. Helsti sið- fræðingur Páfagarðs hefur gagnrýnt þær harðlega. írlandi hétu í gær að vinna áfram að friði í landinu þrátt fyrir blaða- frétt, sem valdið hefur miklu upp- námi meðal mótmælenda. í henni sagði, að komið yrði á fót sameigin- legum stjórnarstofnunum írlands og N-írlands. í skoðanakönnun kemur fram, að meirihluti íra og Norður-íra telur bresku og írsku stjórnina vera að vinna að samein- ingu írlands. John Major, forsætisráðherra Bretlands, flutti sjónvarpsávarp í fyrrakvöld og beindi máli sínu ekki til stjórnmálamanna á Norður- írlandi, heldur til almennings, sem upplifir nú frið í landinu í fyrsta sinn í 25 ár. „Norður-írar verða ekki neyddir til eins eða neins. Ég bið ykkur að sýna mér biðlund, að treysta mér, og ég lofa að vinna að varanlegum friði í landinu," sagði Major í ávarpinu, sem hann flutti til að sefa ótta mótmælenda vegna fréttarinnar sem birtist í The Times. Sameiginlegar stjórnarstofnanir í fréttinni sagði, að írsk og bresk stjórnvöld vildu koma á fót ýmsum sameiginlegum stjórnarstofnunum fyrir Irland og N-Irland með veru- legu framkvæmdavaldi. Væri til- gangurinn meðal annars sá að auka efnahagsleg samskipti írsku ríkj- anna og draga úr tortryggni milli mótmælenda og kaþólikka. Talsmenn n-írskra mótmælenda segja, að fréttin staðfesti verstu grunsemdir þeirra um að stefnt sé að sameiningu en segjast þó munu virða vopnahléið áfram. Þjóðaratkvæðagreiðsla Næsti fundur írskra og breskra stjórnvalda um N-írland verður 14. þ.m. en talsmenn beggja leggja áherslu á, að það, sem sett hafi verið á blað til þessa, sé aðeins hugsað til að greiða fyrir eiginleg- um samningaviðræðum. Þá taka þeir fram, að ekkert verði gert án samþykkis allra og að undangeng- inni þjóðaratkvæðagreiðslu á N- írlandi. í skoðanakönnun, sem Independ- ent, stærsta dagblað á írlandi, birti í gær, kemur fram, að mikill meiri- hluti manna eða meira en tveir þriðju í báðum landshlutunum tel- ur, að verið sé að vinna að samein- ingu þeirra. Voru hlutfallstölurnar þær sömu fyrir mótmælendur og kaþólikka og skoðanakönnunin var gerð áður en fréttin í The Times birtist. Ný rannsókn á fjármálum Berlusconis? Leynisjóður til mútugreiðslna Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, neitaði því í gær að fram hefðu verið lagðar nýjar ásakanir um spillingu á hend- ur honum. ítölsk blöð sögðu á mið- vikudag, að hugsanlegt væri að rannsóknardómarar efndu til nýrrar rannsóknar á fjármálum Berluscon- is. Talsmaður hans sagði að hann hefði ekki lengur áhuga á að stýra ríkisstjórn á Ítalíu jafnvel þótt hann fengi annað tækifæri til þess. Itölsku dagblöðin sögðu, að rann- sóknardómarar í Mílanó teldu sig hafa ástæðu til nýrrar rannsóknar á málum Berlusconis vegna grun- semda um, að hann hefði ráðið yfir leynisjóði, sem notaður hefði verið til mútugreiðslna. Francesco Sav- erio Borrelli, aðalsaksóknari í Mílanó, neitaði í fyrradag, að Ber- lusconi hefði verið tilkynnt um yfir- vofandi rannsókn en blöðin fullyrtu, að nafn hans væri komið á lista yfir fólk, sem yrði ákært fyrir meint bókhaldssvik. Berlusconi gagnrýndi fjölmiðla harðlega og sagði, að samsæris- menn hefðu bersýnilega ekki gefíst upp við tilraunir til að eyðileggja bæði pólitískan frama sinn og rústa ijármálaveldi hans. Leynilegur sjóður í Sviss? Enn stendur yfir rannsókn á máli Berlusconis, Paolos, bróður hans, og Salvatore Sciascia, eins framkvæmdastjóra Fininvest, eignarhaldsfélags Berlusconis, en þeir eru grunaðir um að hafa mútað skatteftirlitsmönnum. ítalska dag- blaðið La Stampa sagði í gær, að grunur léki á, að mútugreiðslurnar hefðu komið úr sjóði í Sviss, sem hefði verið fjármagnaður með því að falsa bókhald Fininvest. Dagblöðin Corriere della Sera og La Repubblica sögðu, að fyrirhuguð rannsókn snerist einnig um fjármál knattspyrnufélags Berlusconis, AC Milan. Er félagið grunað um að hafa greitt 235 millj. kr., sem hvergi hafi komið fram, til að fá framheij- ann Gian Luigi Lentini frá Tórínó 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.