Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 28. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Walesa hótar þingrofi Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Pól- lands, bjó sig í gær undir að rjúfa þing landsins, þrátt fyr- ir harða andstöðu meirihluta þinjgmanna. I yfirlýsingu frá Walesa sagði að hann hefði skrifað forsetum beggja þingdeild- anna til að óska eftir áliti þeirra á þingrofí. Samkvæmt stjómarskránni verður forset- inn að hafa samráð við þing- forsetana áður en hann leysir þingið upp. Walesa kvaðst ætla að vísa fjárlagafrumvarpi stjórnar- innar til stjórnlagadómstóls- ins, sem myndi þýða að þing- ið gæti ekki afgreitt frum- varpið fyrir sunnudag eins og stjórnarskráin kveður á um. Ráðgjafar Walesa segja að töfin á afgreiðslu frumvarps- - ins gefi forsetanum lagalegan rétt til að rjúfa þing. Valdi ekki beitt Walesa kvaðst í útvarpsvið- tali ætla að fara að lögum og ekki beita valdi. „Ég sendi hvorki herinn né lögregluna á göturnar,“ sagði hann. Stærsti stjórnarflokkurinn, Lýðræðisbandalag vinstri- manna (SLD), flokkur fyrr- verandi kommúnista, vísaði því á bug að Walesa hefði lagalegan rétt til að rjúfa þing. „Hann gerir þetta vegna þess að hann vill halda völd- unum hvað sem það kostar,“ sagði í yfirlýsingu frá forystu flokksins. Walesa segir að stjórnin ætli að svipta hann þeim völd- um sem hann heldur enn og sakar hana um að draga að koma á nauðsynlegum efna- hagsumbótum. Spáð skæruliðaáhlaup- um á rússneska herliðið Moskvu. Reuter. ANATÓLÍ Kúlíkov, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær yfírmann baráttunnar gegn uppreisn stjórnvalda í Kákasus- héraðinu Tsjetsjníju, segist ekki óttast að uppreisnin breiðist út til annarra héraða í Kákasus. Á hinn bóginn sé óhjákvæmilegt að skæruliðahópar Tsjetsjena muni gera árásir á rússneska herliðið en ekki sé líklegt að slíkt ástand vari lengi, almenningur í héraðinu sé búinn að fá nóg af stríðinu. Stjórnvöld í Moskvu sögðu að rússneskir hermenn hefðu í gær hrundið gagnárás Tsjetsjena suð- vestur og austur af höfuðstað Tsjetsjníju, Grosní. „Nú er ljóst að ekki er háð né verður háð neitt Kákasusstríð," sagði Kúlíkov á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Rússar réðu nú yfir mest- um hluta héraðsins en skorti enn liðsafla til að bijóta andstöðuna í Grosní endanlega á bak aftur. Mannréttindahópar hafa sakað Rússa um að bijóta rétt á óbreytt- um borgurum í Tsjetsjníju. Sagði Kúlíkov að sérhvert mál þess eðlis yrði kannað og þegar hefði verið ákveðið að rétta í málum þriggja hermanna. ízvestya spáir hreinsunum Kúlíkov, sem er aðstoðarinnan- ríkisráðherra, tekur við af Níkolaj Framkvæmdastj ór i NATO varar við íslömskum ofsatrúarmönnum Nýr stjórnandi hernaðaraðgerða Rússa í Tsjetsjníju Jegorov, sem lét á föstudag af embætti ráðherra þjóðabrota og um leið yfírstjórn Tsjetsjníjumál- anna vegna heilsubrests. Jegorov hefur ásamt þeim Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra og Sergej Stepashín, yfírmanni gagnnjósna- deildar leyniþjónustunnar, verið talinn bera mesta ábyrgð á hrak- förunum í Tsjetsjníju. Dagblaðið Izvestíja sagði í gær líklegt að Jeltsín myndi skýra frá brottvikningu Gratsjovs og Step- ashíns auk tveggja aðstoðarfor- sætisráðherra, sem ekki voru nafngreindir, skömmu áður en hann flytti árlega ræðu sína á fundi með með báðum þingdeild- um um miðjan mánuðinn. Bókstafstrúin jafn mikil ógn og kommúnisminn Bonn. Reuter. VESTURLÖNDUM stafar ekki minni ógn af íslömskum bókstafs- trúarmönnum en af kommúnism- anum á sínum tíma, að sögn Willy Claes framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins (NATO). „Bókstafstrúin er að minnsta kosti eins hættuleg og kommún- isminn var,“ sagði Willy Claes í viðtali sem þýska dagblaðið Siiddeutsche Zeitung birti í gær. Miklu meira en hernaðarbandalag Claes kvaðst ekki geta séð hvernig sætta mætti íslömsku ofsatrúaröflin og lýðræðisríkin, en bætti við að NATO gæti orðið að liði í baráttunni við íslömsku ógn- ina nú þegar bandalagið endurskil- Reuter WILLY Claes, framkvæmda- stjóri NATO og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. greinir hlutverk sitt eftir endalok kalda stríðsins. „NATO er miklu meira en hern- aðarbandalag,“ sagði Claes um hlutverk bandalagsins. „Það hefur skuldbundið sig til að veija grund- vallarhugmyndir siðmenningar- innar sem bindur Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu saman.“ Aðspurður um hvað NATO gæti gert til að veija lýðræðið fyrir íslömsku ofsatrúaröflunum sagði Claes að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að stemma stigu við útbreiðslu gereyðingar- vopna. „Viðræður hafa einnig ver- ið hafnar við Miðjarðarhafsríki. Hvernig getum við orðið þeim að liði í baráttunni við ofsatrúar- vána?“ Eftir að hafa einbeitt sér að hættunni í austri í áratugi hefur bandalagið tekið að beina athygl- inni meira til suðurs og komið á óformlegu sambandi við Norður- Afríkuríki eins og Egyptaland, Túnis og Marokkó. Náin samvinna við A-Evrópu Viðtalið var tekið í tilefni þess að Claes fór í gær í fýrstu heim- sókn sína til Þýskalands frá því hann tók við embætti fram- kvæmdastjóra NATO af Manfred Wörner í fyrra. Claes ræddi í gær við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, og þeir sögðust vera sammála um að NATO yrði að hafa nána samvinnu við nýju lýðræðisríkin í Austur- Evrópu til að tryggja stöðugleika í allri álfunni. Kúldrast í kjöllurum RÚSSNESKIR flóttamenn, sem hafast við í kjallara í Grosní, höfuðstað Tsjetsjnyu. I einum verksmiðjukjallaranum kúldr- ast um 180 flóttamenn, aðallega börn, með lítinn mat og án nokkurra lyfja. Hjálparstofnan- ir stefna að því að flytja tæpan helming 5.000 íbúa borgarinn- ar, sem eru taldir í mestri hættu vegna árása Rússa, í mánuðin- um. Um 100.000 Tsjetsjenar hafa flúið til nágrannahéraðs- ins Dagestan og um 260.000 flóttamenn eru enn í Tsjetsjníju, að sögn alþjóðlegra hjálparstofnana. Reuter „Fundur til bjargar friði“ LEIÐTOGAR ísraels, Egypta- Iands, Jórdaníu og Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO) komu saman í Kaíró í gær á sögulegum fundi til að flýta friðarumleitun- um í Miðausturlöndum. Egypsk dagblöð lýstu fundinum sem „leið- togafundi til bjargar friðinum". Að fundinum loknum gáfu leið- togarnir út yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu „hryðjuverk og ofbeldi" í Miðausturlöndum og áréttuðu þann ásetning sinn að koma á varanlegum friði. Myndin er af leiðtogunum fjórum; f.v. Yitzhak Rabin forsætisráðherra ísraels, Hussein Jórdaníukonung- ur, Hosni Mubarak forseti Egyptalands og Yasser Arafat Ieiðtogi PLO. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.