Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ENQÁZ 'AWGGJtté^^- bn Grettir Ljóska Ferdinand Mér finnst að það sé dálítið sem Heimurinn snýst Þú ert að gera að gamni þú ættir að vita... Hvað er það? ekki í kringum þig! þínu! BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Þakklæti til utan- ríkisráðherra Frá Sigurjóni Inga Hilariussyni: FISKVEIÐIDEILAN milli íslands og Noregs hefur nú staðið um nokk- urt skeið. Deilan snýst um það hvort íslendingar hafi rétt til veiða á Svalbarðasvæðinu og í Barentshaf- inu. Undirritaður er búsettur í Nor- egi. Ég hef því haft góða möguleika til þess að fylgjast með deilunni í norskum fjölmiðlum. Oft hefur mér fundist að hallað hafi verið á íslend- inga í þessum umræðum. Norskir forystumenn hafna með öllu sögu- legum rétti íslendinga til veiða á svæðinu. íslandsvinurinn Ivar Eskeland hefur svarað þessu ræki- lega í norskum fjölmiðlum. Hann hefur algerlega vísað á bug þeim fullyrðingum að íslendingar eigi ekki sögulegan rétt til veiða á nefndu hafsvæði. Fleiri Norðmenn hafa stutt sjónarmið Eskelands. Þótt skoðanir almennings séu skiptar varðandi fiskveiðideiluna er óhætt að fullyrða að hinn almenni borgari hafi samúð með íslenskum málstað. Ég ásamt mörgum öðrum íslend- ingum búsettum í Noregi reyni eft- ir bestu getu að styðja málstað land- ans. Það getur þó stundum verið erfitt þegar norskir forystumenn hafa í fjölmiðlum gefið í skyn, að íslendingar séu með yfirgang, þur- rausi fiskimiðin í Barentshafinu, taki fisk sem norskir sjómenn eigi rétt á. Nú er það svo að norskir fjölmiðl- ar hafa reynt að gefa íslenskum forystumönnum möguleika á að skýra málstað íslendinga. Það hefur auðveldað okkur, sem reynum að vetja málstað landans, hversu skel- eggur okkar ágæti utanríkisráð- herra hefur verið í öllum málflutn- ingi. Góð tungumálakunnátta, fræði- lega vel undirbyggðar röksemda- færslur og sannfærandi málflutn- ingur er rétt lýsing á framkomu Jóns Baldvins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur á fiestum sviðum yfirburði í sköru- legum og fræðilegum málflutningi, þegar hann í fjölmiðlum ræðir þessi og önnur mál við norska stjómmála- menn. Utanríkisráðherra nýtur virðingar meðal erlendra stjóm- málamanna og einnig hjá almenn- ingi hér í Noregi. Sem forystumað- ur smáþjóðar veit Jón Baldvin hversu þýðingarmikið það er, að ísland njóti virðingar í samfélagi þjóðanna. Að rödd íslands sé skýr og einarðleg. Jón Baldvin hefur sannað með störfum sínum sem utanríkisráð- herra að hann er sá, meðal ís- lenskra stjórnmálamanna, sem hef- ur þá eiginleika til að bera, sem til þarf til þess að hafa forystu í utan- ríkismálum íslands. Landið okkar þarfnast baráttu- manns eins og Jóns Baldvins. Hans góðu hæfileikar og þekking á al- þjóðamálum eru okkur trygging fyrir því, að það sé tekið tillit til þess sem ísland hefur til hinna ýmsu mála að leggja á alþjóðavett- vangi. Við getum best tryggt þessa forystu með því að veita Jóni Bald- vin góðan stuðning í komandi al- þingiskosningum. Bestu kveðjur. SIGURJÓNINGIHILARIU SSON, lektor, Gamledrammensvei 173, Lierskogen, Noregi. Bankarnir vilja ekki Póst og síma í debetkortin Frá Frá Hrefnu Ingólfsdóttur FYRIR stuttu minntist Víkveiji á í pistli sínum að enn væri ekki hægt að greiða reikninga á pósthúsum með debetkortum. Því miður er þetta rétt og þykir forráðamönnum Pósts og síma leitt að geta ekki boðið viðskiptavinum sínum þennan valkost þegar þeir greiða reikninga sína. Þarna er þó ekki viljaleysi um að kenna því innan Pósts og síma er mikill áhugi á því að taka fullan þátt í debetkortasamstarfinu. Skömmu eftir að undirbúningur að útgáfu debetkorta hófst á árinu 1993 óskaði Póstur og sími skrif- lega eftir aðild Póstgírósins að de- betkortakerfinu við Framkvæmda- nefnd um debetkort. Þar var hins vegar tekin sú afstaða að leyfa Póstgíró ekki aðgang að kerfinu fyrr en allir bytjunarerfiðleikar væru að baki og var það svar gefið að málið yrði tekið fyrir þegar það þætti tímabært. Á síðasta ári ítrek- aði Póstur og sími með bréfi þá ósk sína að fá að gefa út og taka við debetkortum í samvinnu við banka og sparisjóði en hefur enn sem kom- ið er ekki fengið nein svör. Sá kostur er auðvitað fyrir hendi að Póstur og sími fari beint út í það að gefa út eigin debetkort en þó er augljóst hagræði af því að hafa samvinnu um eitt debetkorta- kerfi. Því hefur slík ákvörðun verið dregin á meðan enn er von til þess að jákvætt svar berist frá rekstrar- aðila debetkortakerfisins. HREFNA INGÓLFSDÓTTIR blaða- og upplýsingafulltrúi Pósts og síma. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.