Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kynlífspara- dísin Island? Kaffíleikhúsið frumsýnir í kvöld leikrítið Alheimsferðir Ema, eftir Hlín Agnarsdótt- ur. Leikrit þetta vann fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni Landsnefndar um alnæm- isvamir vorið 1993 og var frumsýnt á Listasumri á Akureyri sl. sumar. Guðrún Guðlaugsdóttir fór í Kaffíleikhúsið til þess að kynna sér umrætt verk og ræddi jafn- framt við höfundinn, sem jafnframt er leik- stjóri, Hlín Agnarsdóttur. , Morgunblaðið/Kristinn ÁSTA Arnardóttir og Valdimar Flygenring í hlutverkum sínum í Alheimsferðir Erna, eftir Hlín Agnarsdóttur. Listasafn íslands Nýað- föng II LISTASAFN íslands opnar laugardaginn 4. febrúar sýn- inguna Ný aðföng II. Þetta er í annað sinn sem formleg opn- un og kynning er á hluta þeirra nýju verka sem keypt eða gef- in hafa verið til Listasafnsins frá því að það fluttist á Frí- kirkjuveg 7 árið 1988 og verðá slíkar sýningar fastur liður í starfseminni næstu árin. Farin hefur verið sú leið að velja saman verk til að skapa sam- stæða sýningu og að verkin séu gerð á síðustu árum af starf- andi listamönnum. Á þessari sýningu eru sýnd verk sem flest eru unnin á hefðbundinn hátt, málverk, höggmyndir og teikningar, vatnslitamyndir og grafík. Eftirtaldir listamennn eiga verk á sýningunni: Eijörg Þor- steinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Brynja Baldursdóttir, Daði Guðbjömsson, Eggert Péturs- son, Einar Garibaidi Eiríksson, Erla Þórarinsdóttir, Georg Guðni Hauksson, Guðjón Ket- ilsson, Guðmundur Benedikts- son, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Helga Magnúsdóttir, Húbert Nói, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar, Kristján Davíðsson, Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir, Magnús Kjartansson, Margrét Magn- úsdóttir, Páll Guðmundsson, Ráðhildur Ingadóttir, Sigrid Valtingojer, Sigurður Árni Sig- urðsson, Sigurður Örlygsson, Svava Björnsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þorbjörg Páls- dóttir og Þórður Hall. Sýningin stendur til 19. mars og verður opin daglega nema mánudaga kl. 12-18. Óperukvöld Útvarpsins ÚTSENDINGAR frá Metro- politan-óperunni í New York hefjast á ný á Rás 1, laugar- daginn 11. febrúar. I fyrra hófust útsendingar frá þessu viðurkennda óperu- húsi og hafa nú tekist samning- ar um að í vetur útvarpi Rás 1 tólf óperum frá Metropolitan. Meðal þeirra eru mörg vin- sælustu verk óperubókmennt- anna, en dagskrá óperukvölda Útvarpsins verður næstu vik- urnar sem hér segir: Madame Butterfly eftir Puccini, (Metropolitan), 11. febrúar. Leðurblakan eftir Jo- hann Strauss, _ (Metropolitan), 18. febrúar. Ástardrykkurinn eftir Donizetti, (Metropolitan), 25. febrúar. Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, (Metropolitan), 4. mars. Fordæming Fásts eftir Berlioz (Bastilluóperan), 11. mars. Rakarinn í Sevilla eftir Rossini, (Metropolitan), 18. mars. La Traviata eftir Verdi, (Metropolitan), 25. mars. Sim- on Boccanegra eftir Verdi, (Metropolitan), 1. apríl. La Bohéme eftir Puccini, (Metro- politan), 8. apríl. Idomeneo eft- ir Mozart, (Metropolitan), 22. apríl. Tosca eftir Puccini, (Metropolitan), 29. apríl. Púrít- anarnir eftir Bellini, (Genfaróp- eran), 17. júní. Meðal þeirra ópera sem verða á dagskránni seinna í vor eru: Lodoiska eftir Luigi Che- rubini, Rómeó og Júlía eftir Gounod, Ubu konungur eftir Krzysztof Pendereci, Ermione eftir Rossini, Draumur á Jóns- messunótt eftir Britten og Fjár- hættuspilarinn eftir Prokofljev, SVIÐINU voru tvær dömur að ræða saman í sterkum geisla sviðsljóssins þegar blaðamaður kom inn. „Reykjavík gæti verið paradís norðurhvelsins ef verðlagið væri aðeins lægra,“ segir sú minni, sem klædd er í grænan kjól með hvítum doppum. Hún er ör, opinská og sannfærandi í tilraun- um sínum til að sannfæra fámæltari kynsystur sína. „Hér er hægt að stunda frjálst og aðgengilegt kynlíf með næstum hveijum sem er,“ held- ur hún áfram. „Alheimsferðir ætla að markaðssetja ísland sem kynlíf- sparadís ... markaðssetja landið á erótískan hátt,“ heldur sú í doppótta kjólnum áfram og verður æ ákafari. Væg lýsing varpar hlýjum bjarma á hvítmálaða timburveggi, bita og gömul húsgögn og veggskrautið, myndir, veski og gamalt reiðhjól, hjálpa til að skapa þarna notalegt andrúmsloft. En atferli stúlkunnar á sviðinu er ekki í sama anda, hún verður æ æstari og skvettir loks vatni á samleikara sinn. „Þetta er afneitunin,“ segir leikstjórinn, stúlk- unni varð enda svona mtkið um því sú fámæltari stakk upp á að hún færi í eyðnipróf. „Nú vantar okkur einn leikar- ann,“ segir leikstjórinn þegar fyrr- nefnd sena er á enda. Einmitt þegar allt lítur út fyrir áð vera að komast í þrot birtist leikarinn, Valdimar Örn Flygenring. Hann vindur sér í leik- búninginn. „Það er eitthvað sem SÝNING á úrvali vatnslitamynda Ásgríms Jónssonar verður opnuð í safni hans í Bergstaðastræti 74. Á sýningunni eru um 25 myndir, aðallega frátímabilinu 1904-30. Auk mynda úr Iistaverkagjöf Ás- gríms eru þar fjórar vatnslita- myndir frá fyrri hluta starfsferils meiðir mig aftan í buxnastrengn- um,“ segir hann í kvörtunartón og tekur sér stöðu í ljósgeisla sviðsins. „Það er ábyggilega bara vörumerk- ið,“ segir Hlín leikstjóri - hefur lausn á öllum vandamálum, sem er aðalsmerki góðra leikstjóra. Ása Richardsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffileikhússins, situr á móti mér við borðið. „Alnæmis- umræðan hefur dalað, það veitir ekki af svona sýningu. Þetta er miklu sterkara en öll viðtöl,“ segir hún. Sem dæmi um áhrifamátt slíkra sýn- inga segir hún mér að komið hafi fyrir að fólki í salnum hafi verið mjög brugðið á sýningum á leikritinu „Þá mun enginn skuggi vera til“, sem fjallar um sifjaspel! á áhrifarí- kan hátt og hefur verið sýnt 50 sinn- um víða um land, m.a. í Hlaðvarpan- um. Músík heyrist og sú í doppótta kjólnum, sem heitir Erna í leikritinu, endurlifír gamlan ástafund. Hún dansar við Jóhann, sem Valdimar holdgerir, klæðir hann úr skyrtunni - það liggur erótík í loftinu. „Það voru fleiri en þú sem tóku þátt í slíkum helgarleik með Jóhanni, bæði konur og karlmenn. Jóhann var ómótstæðilegur,“ segir alvarlega stúlkan. Umræðan er eldfim, al- næmið komið inn í myndina. „Leikritið var sýnt þrisvar sinnum á Akureyri,“ segir Hlín leikstjóri þegar blaðamaður spurði hana nokk- urra spurninga um leikverk hennar Ásgríms sem safnið eignaðist á siðasta ári. Sýningin stendur til marsloka og er opin á opnunar- tíma safnsins kl. 13.30-16 laugar- daga og sunnudaga. Auk þess geta hópar pantað tíma til að skoða sýninguna í Safni Ásgríms Jónssonar eða I Listasafni Islands. í æfingahléi.„Nú eru tveir nýir leik- arar í verkinu, Ásta Arnardóttir og Valdimar Örn Flygenring, en Anna Elísabet Borg og Steinunn Ólafs- dóttir tóku þátt í sýningum á leikrit- inu fyrir norðan. Margt hefur breyst síðan, bæði eru nú leikaraskiptin og ekki síður hitt að endurskoða hefur þurft textann. Sú endurskoðun sprettur fyrst og fremst af því að sífelit eru að koma fram nýjar upp- lýsingar um alnæmi og eyðni og það eru tvö ár liðin síðan ég skrifaði verkið. Ég hef því orðið að fella úr og bæta inn í textann eftir því sem nýjar upplýsingar um sjúkdóminn gefa tilefni til. Þetta er hins vegar ekki bara leik- rit um alnæmi. Þetta er leikrit um afstöðu íslendinga til skypdikynna og kynferðismála, inn í það fléttast umræðan um alnæmi. Við erum allt- af að monta okkur af fijálslyndi okkar. „Hér er svo auðvelt að ná sér í einhvern til að sofa hjá,“ segja menn, og það er gert út á það. Allt sem snertir dýpri ábyrgð er látið liggja milli hluta. Þetta viðhorf hefur NÚ STANDA yfir æfingar í Borg- arleikhúsinu á finnsku verki, Heimili dökku fiðrildanna, sem er leikgerð á samnefndri skáldsögu eftir skáldkonuna Leenu Lander. Það er finnskur leikstjóri, Eija- Elína Bergholm, sem heldur um stjórnvölinn í sviðsetningunni en þetta er önnur sviðsetning á leik- gerð skáldsögunnar. Er ætlunin að frumsýna verkið í byrjun mars. Samstarfsmenn Eiju-Elínar við sviðsetningu Borgarleikhússins verða Steinþór Sigurðsson sem er höfundur leikmyndar, Lárus Björnsson hannar ljós, Stefanía Adolfsdóttir sér um búninga og Nanna Ólafsdóttir semur dansa. í Heimili dökku fiðrilda segir frá ungum manni, Juhani Johanssyni, sem stendur á tímamótum. Vold- ugt byggingarfyrirtæki vill ráða hann til ábyrgðarstarfa en hann er spurður óþægilegra spurninga um atvik úr bernsku sinni. Hann var á unga aldri tekinn frá foreldr- ekki breyst þrátt fyrir umræður um kynsjúkdóma, en mikil aukning er að mér skilst á þeim sjúkdómum.“ Að sögn Hlínar er leikritið Al- heimsferðir Erna ekki bara alvara og „drama“, heldur er þar líka verið að sýna spaugilega hlið á viðbrögð- um fólks gagnvart kynferðismálum, svo sem hvernig fólk nærist á slúðri um einkalíf annarra, t.d. hina maka- lausu umfjöllun um kynlífsvandamál bresku konungsfjölskyldunnar. „Hvaða þörf er verið að fullnægja þar?“ sagði Hlín. „Við nærumst á gamansögum um kynlíf og óförum fólks í þeim efnum en getum svo ekki rætt þessi mál opinskátt þrátt fyrir allt þetta svokallaða frjáls- lyndi. Ég held að allir geti séð sjálf- an sig að einhveiju leyti í þessu leik- verki sem hér á að fara að frum- • sýna, ekki síst er margt þar séð frá sjónarhorni kvenna.“ Sýning Kaffileikhússins á Al- heimsferðir Erna hefst klukkan níu, salurinn í Hlaðvarpanum tekur 70 manns í sæti og hægt er að borða léttan málsverð á undan sýningunni. um sínum sökum óreglu þeirra og komið í fóstur á uppeldisstofnun. Sagan er í senn lýsing á aðstæðum fólks á einangruðu betrunarhæli á sjötta áratug aldarinnar og upp- gjör við örlög mannsins í heimi þar sem grið eru rofin og lífríki náttúr- unnar er ógnað . Stór hópur leikara kemur fram í sýningunni: Þröstur Leó Gunnars- son, Steinunn Ólafsdóttir, Guð- mundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigrún Edda Björg- vinsdóttir, Sigurður Karlsson, Jón Hjartarson, Margrét Vilhjálms- dóttir, Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Benedikt Erlingsson, Magnús Jónsson, Theodór Júlíusson, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sig- uijónsson, Ari Matthíasson og fleiri. Frumsýning á Heimili dökku fiðrildanna er áætluð í byijun mars í tengslum við norræna listahátíð sem þá verður haldin hér á vegum Norðurlandaráðs. V atnslitamyndir í Safni Asgríms Jónssonar Borgarleikhúsið Æfingar á Heimili dökku fiðrildanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.