Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 39 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og ailt. Gekkst þú mgð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja. Hallgrímur, Asa, Asgeir, Aðalheiður, Eyjólfur, Guð- rún, Hafdís, Sólveig, Lauf- ey, Gísli, Kristín, Svala, Gunnar, Aðalheiður R, Sig- urlaug, Aðalheiður S., Hólmfríður, Eva makar og langafa börn. Hann hét fullu nafni Lórenz Ing- olf Halldórsson, alltaf kallaður Lolli. Hann var fæddur á Eskifírði 23. febrúar 1904, sonur hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur og Hall- dórs Sveinssonar, en þau eignuðust tvö börn, Lolla og Aðalheiði, sem látin er fyrir mörgum árum. Hall- dór lést frá þeim systkinum mjög ungum. Stóð þá Guðrún ein uppi með börnin tvö. Hún gifstist síðar Guðna Sveinssyni, bróður Halldórs, og eignuðust þau saman tvö börn, Halldóru og Eirík. Þær voru syst- ur, Guðrún og amma mín, Stefanía Sigurðardóttir Austfjörð, sem gift var Jóni Austljörð, en þau áttu þrjú börn. Þessar tvær ljölskyldur byggðu sér hús sem heitir Bakki. Þetta var lítið hús, herbergjaskipan var ekki stórkostleg. Niðri voru tvær stofur og tvö lítil eldhús, en uppi voru tvö herbergi, sitt fyrir hvora fjölskyldu. Þarna bjuggu þau saman í mörg ár með sjö börn, svo börnin voru sem systkini. Á þessum árum tók amma ástfóstri við Lolla, og var hún honum sem móðir alla tíð síðan. Afi og amma fluttust til Akureyrar árið 1920, en þá hafði móðir mín gifst þangað. Amma sá alltaf eftir Eskifirði, fannst henni sá staður fegurstur og bestur allra staða. Hún saknaði litla lækjarins, sem rann fyrir utan húsið, það var svo yndislegt að sofna við lækjar- niðinn eftir annir dagsins. Svo var það Hólmatindurinn, sem henni fannst fegurstur og tignarlegastur allra fjalla. Þó að þau flyttu í burtu var alltaf gott samband á milli þessara ljölskyldna. Lolli gerðist sjómaður, fékk skipspláss á norsku flutningaskipi og var í mörg ár í siglingum, þar sem hann upplifði mörg ævintýrin. Þessi skip sigldu um öll heimsins höf. Fyrir utan Norðurlöndin sigldi hann til Ítalíu, Sikileyjar, Spánar og eitt sinn alla leið suður til Ríó. Ég man hvað hann var hugfanginn af þeirri fegurð sem blasti við, þeg- ar siglt var inn til Ríó, og fannst honum það fallegasta borgin sem hann hafði komið til. Það fór ekki hjá því, að hann kæmist í kynni við Bakkus á þess- um árum og margar voru frásagn- ir hans ævintýri líkastar, hvort sem Bakkus var með eða ekki. Já, hann Lolli var hafsjór af sögum úr sínu sjómannslífi, og hann lærði norsku og talaði hana vel. Afí hafði líka verið á norskum og dönskum skipum og eins og Lolli siglt vítt og breitt um heim- inn. Þegar fram liðu stundir, og Lolli var sestur að á Akureyri, var gaman að hlusta á þá rifja upp sjóferðaævintýrin sín, einkum á sunnudagsmorgnum þegar þeir brugðu gjarnan fyrir sig norskunni yfir kaffinu og jólakökunni hjá ömmu, en hjá henni fékk Lolli sinn skammt af andlega fóðrinu, og síð- an var hlegið að öllu saman. Kátín- an fylgdi Lolla allt til enda. Við áttum heima á Eyrarlands- vegi 12, pabbi, Einar Jóhannsson byggingameistari, og mamma, Ingibjörg Austfjörð, afi, amma og við systkinin. Eg var sex eða sjö ára þegar ég man fyrst eftir Lolla. Það var sumardagur, yndislegt veð- ur, logn og sólskin eins og alltaf í endurminningunni. Ég var úti og var að baka moldarkökur, raðaði þeim á jjöl, skreytti þær með fíflum og sóleyjum og setti þær í sólina til þerris. Mér varð litið niður í brekkuna fyrir neðan Eyrarlands- veginn, sem þá var blessunarlega laus við allan tijágróður. Sé ég þá hvar kemur maður, heldur illa til reika, upp brekkuna, tekur stefn- una heim og beint upp tröppurnar sem þá voru austan á húsinu. Mamma kippir honum inn í for- stofu og lokar. Eftir smástund kemur svo yfirvaldið, „Gunnar póli“ eins og hann var kalíaður, á eftir manninum. Ekki var „Gunnar póli“ betur útlítandi, húfulaus og gylltu hnapparnir á „uniforminu" höfðu týnt tölunni. Hann gengur upp tröppurnar, bankar á útidyrnar og krefst þess að fá manninn fram- seldan, en þessi maður var enginn annar en Lolli. Þegar hér var kom- ið sögu hafði amma bæst í hópinn og „skjaldmeyjarnar" því orðnar tvær, og yfirvaldinu sagt að nú væri maðurinn á þeirra ábyrgð, og var Lolli því ekki framseldur. Málið var það, að Lolli var á norsku skipi sem hét Nordland og lá hér í höfn. Hann vildi fara hér í land fyrir fullt og allt, en mátti það ekki, því það þurfti að afskrá hann úti í heimahöfn skipsins, og var hann því kyrrsettur um borð. Lolli undi þessu illa, stökk frá borði. Var „Gunnari póla“ falið að handsama hann, en þeirra viðskipti enduðu sem fyrr segir með því, að yfírvald- ið týndi bæði húfu og hnöppum. Nordland lét úr höfn, en Lolli varð eftir. Um þessar mundir var Kristnes- hæli í byggingu. Faðir minn var þar byggingameistari ásamt Jóni Guðmundssyni og fékk Lolli strax vinnu frammi í hæli eins og það var kallað þá. Þar voru fyrir hraust- ir, kátir strákar á sama reki og Lolli og varla komnir af strákapara- aldrinum enda féll Lolli vel inn í þennan hóp og sagði margar, góðar sögur þaðan. Á þessum tíma kynntist Lolli heilladísinni sinni, henni Öllu. Hún hét Aðalheiður Antonsdóttir, fædd 2. janúar 1907 á Urðum í Svarfað- ardal. Hún fluttist ung að árum til Reykjavíkur, var þar sín unglingsár og lærði ýmsar hannyrðir, t.d. út- saum, baldýringu og kniplingar. Þau gengu í hjónaband á nýársdag 1928 og byijuðu sinn búskap á „Norðurpólnum" sem nú er horfinn sjónum okkar Akureyringa. Þegar Lolli kvæntist kvaddi hann Bakkus og gekk í stúku. Nú fóru erfiðir tímar í hönd. Hér var kreppa og atvinnuleysi og erfiðleikar fyrir barnafólk. Lolli var harðduglegur og vann alla vinnu sem til féll. Tunnuverksmiðjan var starfrækt fyrir atvinnubótavinnu, og þar vann Lolli. Gleðin og hamingjan voru þeirra ríkidæmi, börnin fæddust hvert af öðru og það var þeirra lán að geta keypt lítið hús í Fróða- sundi 3. Þar bjó svo þessi fjölskylda og undi glöð við sitt. Alla, þessi myndarkona, saumaði á hópinn sinn en börnin urðu sjö. Lolli eign- aðist trillu og reri til fiskjar. Á stríðsárunum flutti hann beitu út í Hrísey. Eitt sinn var hann stopp- aður af Bretum, en þeir voru þá á Hjalteyri og fannst þeim eitthvað grunsamlegt að sami bátur var þar alltaf á ferðinni fram og til baka. Þeir komust að raun um að þetta voru hættulausar ferðir og varð Lolli góður vinur þeirra og fór allra sinna ferða óáreittur. Það sem einkenndi heimilislíf þeirra Öllu og Lolla var gleðin og hamingjan sem fluttu fjöll i þeirra erfíðleikum. Aldrei var æðrast og smám saman greiddist úr. Þau gerðu vel við húsið sitt og byggðu góð kvistherbergi uppi og þegar börnin stækkuðu urðu þau góðar hjálparhellur. Amma leit á þau sem sín barnabörn, enda kölluðu þau hana ömmu. Innileg vinátta var milli þeirra ömmu og Öllu og mörg voru sporin heim á Eyrarlandsveg. Stutt var úr Barnaskólanum heim í eldhúsið hennar ömmu og komu börnin oft og fengu mjólkurbolla og brauðsneið. Mér er í fersku minni, þegar Maggi sagði við mömmu sína: „Ég fór til ömmu í MINNINGAR dag og fékk mjólk og brauð, en það er verst hvað hún lætur alltaf mikið smjör á brauðið." Þegar við fluttum hingað í Goða- byggð 2, fluttu þau með okkur afi og amma. Varð nú heldur lengra á milli vina og ekki voru bílar al- gengir í þá daga. En þau töldu ekki eftir sporin þó þau yrðu fleiri og alltaf báru þau með sér gleði og ferskan blæ. Börn Öllu og Lolla eru: Pálína, gift Hauki Hallgríms- syni; Gunnar, verkstjóri hjá ÚA, ókvæntur; Magnús, vélstjóri, kvæntur Elínu Eyjólfsdóttur; Gísli Kristinn, aðstoðarslökkviliðsstjóri, kvæntur Rögnu Fransdóttur; Guð- björg, gift Þorgeiri Gíslasyni, húsa- smíðameistara; Ingibjörg, gift Reyni Valtýssyni, rafvirkjameist- ara; Skúli, brunavörður, kvæntur • Guðrúnu Þorkelsdóttur. Öll hafa börnin komið sér vel áfram qg stór ættboginn sem kominn er af þeim og upp til hópa er þetta hið vænsta fólk. Ekki get ég skilið við hann Lolla minn án þess að minnast veiði- mannsins sem í honum bjó. Hann renndi færinu eða kastaði út línu af stönginni hvar sem tækifæri gafst, hvort sem það var á, fljót eða lækjarspræna. Hann var fiskinn vel og sagði margar góðar veiðisögur. í mörg ár vann Lolli hjá ÚA við brýnslu á hnífum fyrir konurnar sem unnu við fiskinn og veit ég að það fólk sem með honum vann minnist hans sem gleðigjafa, enda veit ég að við afhendingu á hnífun- um sem hann brýndi, lét hann yfir- leitt falla nokkur vel valin orð. Lolli fór alltaf heim í morgunkaffi klukkan níu, og var húsfreyjan þá ævinlega búin að hella á könnuna. Svo var það líka morguninn 9. ágúst 1978, er Lolli kom heim. Hann opnaði forstofudyrnar og kallaði: „Alla, rósirnar þínar þurfa svona einn sólardag til að geta sprungið út,“ en hún ræktaði rósir í garðinum þeirra. Kaffiilminn lagði á móti honum, en hann fékk ekk- ert svar. Á gólfinu lá Alla, hún hafði fyrir nokkrum mínútum kvatt þetta jarðneska líf. Þetta var sorg- arstund fyrir Lolla og alla fjölskyld- una, en með stuðningi þeirra hvert við annað komst tilveran aftur í samt lag. Nokkru síðar flutti Lolli i Birkilund 13, til Gunnars sonar síns. Hann seldi húsið sitt í Fróða- sundi, húsið sem þau Alla höfðu búið í öll sín hamingjuár. Fyrir nokkrum árum keypti Gunnar rað- hús í Víðilundi 3 og þar bjuggu þeir sér yndislegt heimili, prýtt öll- um fallegu mununum sem hún Alla hafði unnið, en eftir því sem ung- arnir flugu úr hreiðrinu, gafst henni meiri tími til að sinna uppá- haldsiðju sinni, hannyrðum. Hún saumaði myndir, stólaáklæði, vegg- teppi, klukkustrengi og púða. Hún bæði kniplaði og baldýraði á ís- lenska búninginn og voru öll henn- ar verk fullkomin að allri gerð. Lolli minn, nú ertu farinn. Ekki datt mér það í hug, örfáum dögum áður en þú varst allur, þegar við kvöddumst með kossi hérna í Goða- byggðinni, að það væri okkar hinsta kveðja. Nú hefur þú hitt aftur hamingjudísina þína, hana Öllu. Guð blessi minningu ykkar beggja. Hafið þið þökk fyrir allt og allt. Áslaug Jónína Einarsdóttir. Fleiri minningargreinar um Lórenz Halldórsson bíða birt- ingar ogmunu birtast hér í blaðinu næstu daga. t Astkær sonur okkar, litli bróðir og barnabarn, ALEXANDER WILLIAM S. ERWIN, sem lést á heimili sínu í London mánu- daginn 30. janúar sl., verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu í dag, föstudag- inn 3. febrúar, kl. 16.00. Ragnhildur Pálsdóttir Erwin, Austin A.S. Erwin, Adrian Óskar og Kristine Heiða, Sjöfn Óskarsdóttir, Páll Ól. Pálsson, Jean S. Erwin. t Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DANÍELS KRISTINS KRISTINSSONAR, Hjaltabakka 6. Guð blessi ykkur öll. Dýrley Sigurðardóttir, Magnús Karl Daníelsson, Sveinbjörn Daníelsson, Anna Katarina Næs, Lára Daníelsdóttir, Sigurður Harðarson, Þórey Daníelsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Reynir Daníelsson, Valgerður Sveinsdóttir og barnabörn. t Öllum þeim, sem heiðruðu minningu EINARS STEFÁNS SIGURÐSSONAR, Hólabraut 18, Akureyri, er lést 15. janúar sl., færum við hugheilar þakkir. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki SELS fyrir hlýlega umönnun í veikindum hans. Hulda Guðnadóttir, Sigurður Einarsson, Birna Jóhannsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar systur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNBORGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Gelti í Grímsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á vistheimilinu Kumbaravogi. Borghildur Brynjólfsdóttir, Sigríður Kragh, Pálmi Kragh, Brynjólfur Kragh, Stefán Kragh, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU JÓNU JÓHANNESDÓTTUR, Lindargötu 60. Guðmundur Jóhansen, Sigriður Jónsdóttir, Óskar Ágústsson, Elísabet Guðfinna Jónsdóttir, Sævar Hallgrímsson, Sumarliði Jónsson, Guðmunda J. Colyer, Jón Kristján Jónsson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Gunnar Ævar Jónsson, Ásgeir Jónsson, Bjarni Jónsson, Guðbjörg Lilja Jónsdóttir, Rut Jónsdóttir, Hafdís Karlsdóttir, Einar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún Einarsdóttir, Jerry Colyer, Hjördís Jóhannesdóttir, Ásgerður Kristjánsdóttir, Lárus Hjaltested Ólafsson, Kristín Guðmundsdóttir, Deborah Jónsson, Sigurður Ásgrimsson, Þórarinn Jónasson, Erfidrykkjur || Höfnm glœsilega = sali og tökum að okkur erftdrykkjur ÍDTEL j&LAND sfmi 687111 t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför sonar okkar og tengdadóttur, SVEINS GUNNARS og HRAFNHILDAR. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Andrea Guðmundsdóttir, Kristinn Pálsson, Ásvallagötu 49, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.