Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MÁLEFIMI ÚA Bæjarstjórinn á Akureyri um sinnaskipti framsóknarmanna í UA-málinu Völdum SH fremur en áhrifaleysi A Gengið til samninga við SH og sölu hlutabréfa í UA frestað SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar undirritar fundargerð að loknum bæjarráðsfundinum. Fyrir aftan standa Jakob Björnsson og Þórarinn E. Sveinsson BÆJARRAÐ Akureyrar ákvað í gær að taka til- boði Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um flutning starfsemi til bæjarins, gegn því að fara áfram með sölu afurða Útgerð- arfélags Akureyringa. Framsóknar- menn í bæjarstjórn féllu frá að greiða atkvæði með því að taká til- boði íslenzkra sjávarafurða, sem þeir höfðu hallazt að, til þess að bjarga meirihlutasamstarfinu við Alþýðuflokkinn. Jafnframt ákvað bæjarráð að fresta því að taka ákvörðun um sölu á hlutabréfum bæjarins í ÚA. I upphafi bæjarráðsfundar var lesin upp yfirlýsing þessa efnis frá meirihlutanum og er þar tekið fram að þeim aðilum, sem skrifað hafi bænum vegna hugsanlegra hluta- bréfakaupa, verði svarað skriflega. Hefðum setið eftir áhrifalausir Jakob Björnsson, bæjarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir bæjarráðsfundinn að Framsóknar- menn hefðu frekar kosið að ganga til samninga við ÍS en SH. Fyrir því hefði hins vegar ekki verið meiri- hluti í bæjarstjóm og Framsóknar- menn því valið að halda áfram sam- starfinu við Alþýðuflokkinn með því að fallast á að SH seldi áfram afurð- ir ÚA. „Hefðum við ekki náð saman við Alþýðuflokkinn hefði nákvæm- lega það sama gerzt, en við setið eftir áhrifalausir," sagði Jakob. Hann sagði að framsóknarmenn, og síðar meirihluti bæjarstjórnar, hefðu haft fmmkvæði að því að reyna að fá físksölufyrirtækin til bæjarins til að efla þar atvinnustarf- semi. „Það frumkvæði varð til þess að tveir kostir voru í stöðunni. Okk- ur þótti ÍS betri kostur, en það þýð- ir ekki að SH sé slæmur kostur,“ sagði Jakob. „Málið hefur aldrei verið lagt þannig upp að SH væri slæmt sölufyrirtæki. Útgerðarfélag- ið er traust og gott fyrirtæki og hefur orðið það í samvinnu við SH,“ sagði Jakob. Sölu hlutabréfa verður að undirbúa rækilega Jakob vildi ekki tjá sig um það hvort söiu á hlutabréfum bæjarins yrði frestað til lengri tíma eða hvort sá möguleiki yrði fljótlega athugaður á ný. Hann sagði hins vegar að það mál yrði þá að undirbúa rækilega. í þetta sinn hefði verið um það að ræða að bærinn hefði aldrei boðið nein hlutabréf til sölu, heldur hefðu honum borizt erindi, þar sem lýst var áhuga á bréfunum. Jakob sagði að nú hæfust viðræð- ur við Sölumiðstöðina um tilhögun þeirrar atvinnuuppbyggingar, sem fyrirtækið hefur gefíð fyrirheit um að standa fyrir á Akureyri, þar á meðal flutning hluta starfsemi SH, stofnun umbúðaverksmiðju, fjölgun skipaferða Eimskips og fleira. Bæj- arstjóri sagðist ekki eiga von á öðru en að allt yrði efnt, sem talað hefði verið um í þessu sambandi. „Fyrir- tæki á borð við SH og Eimskip skrifa ekki bæjarfélagi bréf öðruvísi en að meina það, sem í þeim stendur,“ sagði hann. Taka meirihlutann fram yfir sannfæringuna Sigríður Stefánsdóttir, bæjarráðs- fulltrúi Alþýðubandalags, lagði fram bókun og tillögu á bæjarráðsfundin- um, svohljóðandi: „Það er augljóst að framsóknar- flokkurinn telur meirihlutasamstarf- ið í bæjarstjórn mikilvægara en að láta reyna á sannfæringu sína í sölu- málum UA. Það er mitt mat að hags- muna ÚA hafi ekki verið nægilega gætt í þeim umræðum, sem staðið hafa undanfarnar vikur, og að fyrir- tækið hafí þegar beðið skaða af. Ég tel að mikil vinna sé eftir til að tryggja að tilboð SH komi að sem mestum notum fyrir atvinnuupp- byggingu í bænum. Því legg ég til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum allra flokka til að taka nú þegar upp viðræður við SH.“ Bjöm Jósef Arnviðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, studdi tillög- una. Hún hlaut ekki fylgi bæjar- stjórnarmeirihlutans og var því vísað til bæjarstjórnar. Jakob Björnsson sagðist ekki telja að sérstakan starfshóp þyrfti til að semja við SH, málið væri í sínum höndum sem bæjarstjóra og framkvæmd þeirrar atvinnuuppbyggingar, sem fram færi, í raun á hendi annarra en bæjaryfirvalda. Alþýðubandalag leggst ekki gegn sölu Sigríður Stefánsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að hún teldi mikilvægt að fulltrúar allra flokka stæðu að viðræðum við SH, vegna þess óróa sem skapazt hefði í kringum Útgerðarfélagið og þær væntingar, sem bæjarbúar hefðu gert sér um atvinnuuppbyggingu. Sigríður sagði að Alþýðubanda- lagið teldi að að svo komnu máli væri skynsamlegt að selja ekki bréf- in í ÚA. „Við höfum verið mjög varkár í að selja bréfin og verið ein- dregið fylgjandi meirihlutaeign bæj- arins. Hins vegar tel ég að nú sé kannski að nokkru leyti komin upp ný staða. Það hefur sýnt sig í þess- um viðræðum að pólitískur meiri- hluti getur ráðskazt með mál Út- gerðarfélagsins og jafnvel afhent bréfin á því verði, sem hann kýs. Með tilliti til þess og stöðu Fram- kvæmdasjóðs á ég ekki von á að við myndum leggjast gegn því að eitt- hvað af bréfunum yrði selt, en ekki þó í stórum stíl," sagði Sigríður. Afstaða Alþýðubandalagsins á Akureyri í heild til tilboða sölufyrir- tækjanna tveggja hefur enn ekki komið fram. Sigríður sagði það vera sína afstöðu, að hafa yrði hagsmuni ÚA í fyrirrúmi. „Mitt mat var að það þjónaði ekki hagsmunum ÚA að skipta um sölusamtök með þeim hætti, sem þarna var lagft til,“ sagði hún. Það eina rétta í stöðunni Björn Jósef Arnviðarson lét bóka á bæjarráðsfundinum að hann fagn- aði niðurstöðu meirihlutans og að þar með væri óvissu um málefni ÚA eytt. Þar kom jafnframt fram að niðurstaðan væri í samræmi við af- stöðu bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins til sölumála ÚA. „Ég tel þetta vera það eina rétta í stöðunni. Annað hefði stefnt hagsmunum Út- gerðarfélagsins í voða,“ sagði Björn Jósef í samtali við Morgunblaðið. Hvað varðaði sölu á hlutabréfun- um í ÚA, sagði Björn Jósef að sín afstaða væri sú að bréfin ætti að selja í smáum skömmtum og tryggja sem hæst verð fyrir þau. Verðið á bréfunum væri nú of lágt, og rétt- læti ekki sölu nema í mjög takmörk- uðu magni til að athuga áhrifin á markaðinn. Engin áhrif á meirihlutasamstarfið Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að meirihlutinn hefði komizt að skynsamlegri niður- stöðu út frá framtíðarhagsmunum ÚA. Hvað sölu á hlutabréfum í Út- gerðarfélaginu varðaði, yrði hún skoðuð „á réttum tíma“. Gísli Bragi sagðist ekki telja að neinir brestir væru í meirihlutasam- starfí sínu og Framsóknarflokksins, þótt það hefði um tíma staðið tæpt. Menn myndu áfram taka afstöðu til mála, eftir þvj sem þau kæmu til ákvörðunar. „Ég held ekki að þessi niðurstaða hafi nein áhrif á meiri- hlutasamstarfið," sagði Gísli Bragi. Halldór Jónsson Fagna nið- urstöðunni HALLDÓR Jónsson, formaður stjórnar Útgerðarfélags Akur- eyringa, segist fagna þeirri niður- stöðu bæjarráðs Akureyrar að fela Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna áfram sölu afurða ÚA en færa þau ekki yfir til íslenskra sjávarafurða. Tveir kostir „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég hefði Iagt til og því hlýt ég að vera sáttur við þessa niðurstöðu. Ég fagna því líka að samhliða þessu er verið að taka ákvörðun sem kemur Akureyrarbæ til góða. Menn áttu tvo kosti og báðir taldir góðir og til þess fallnir að efla atvinnulíf og blása nýju lífi í það. Það er ljóst að þá hluti munum við uppskera vegna þessa máls og það er full ástæða til að fagna því rnjög," sagði Halldór Jónsson. „Eg gat ekki séð í þeim gögnum sem fyrir Iágu rök sem réttlættu að skipt yrði um söluaðila," sagði hann. „Ahættan yrði of mikil og ekkert sem benti til þess að fyrirtækið yrði betur sett, í besta falli yrði það jafn vel sett og þá eftir einhvern tíma, 1-3 ár. Fjölmargir óvissuþættir voru uppi á borðinu og það hefði kostað mikið átak að skipta en alls ekki fyllilega ljóst um árangur. Það finnst mér einfaldlega of mikil áhætta, einkum þegar til þess er iitið að við höfum ágætan kost í hendi,“ sagði Halldór. Bent var á það í skýrslum um sölumál ÚA að landfræðilega yrðu höfuðstöðvar IS miðsvæðis væru þær á Akureyri en ÍS selur mikið af fiski frá Norður- og Austurlandi og velti Halldór því fyrir sér hvort það væru ekki hagsmunir IS að vera á Akureyri hvað sem sölumálum fyrir ÚA liði. Benti hann á að framkvæmdastjóri Samheija hefði í blaðaviðtali talið að tilboð IS um að flytja höfuðstöðvar sínar norður væri betri kostur en sá er SH bauð. „Það eru fleiri framleiðendur hér, ekki allir bundnir sölusamtökum, og því er spumingin hvort fleiri aðilar ættu ekki að bjóða upp á viðskipti með sínar afurðir sem hugsanlega dygðu til að fá IS hingað norður,“ sagði Halldór. Benedikt Sveinsson Dálítið tapsárir „ VIÐ ERUM dálítið tapsárir,“ sagði Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdasljóri ísienskra sjávaraf- urða, eftir að niðurstaða bæjar- ráðs Iá fyrir í gær. „Það var full meining á bak við okkar boð um að flytjast norður og það vildum við gjaman, en við tökum niður- stöðunni eins og heiðursmenn, þeir kunna að taka tapi vel.“ Benedikt sagði að ef markmið Akureyrarbæjar hefði verið að fá fleiri störf til bæjarins væri Akur- eyri sigurvegarinn í málinu, en ef það hefði verið að byggja Akur- eyri upp sem höfuðstað hefði markmiðið ekki náðst. „Ég vona bara að Akureyringar fá sem mest út úr þessu,“ sagði Benedikt. Hann sagði að sér fyndist sem Akureyri hefði látið sína eigin hagsmuni fyrir hagsmuni Reykja- víkur, Akureyringar sættu sig við að fá molana þegar brauðið hefði verið í boði. Tækifærið hefði ekki verið gripið til að byggja bæinn upp sem höfuðstað á Norðurlandi þegar ljóst væri að ÍS hefði verið tilbúið að flytja út á land sem hefði haft mjög jákvæð áhrif á bæjarfélagið. Þá nefndi hann einnig að hefði tilboð ÍS um flutn- ing norður ekki komið til hefðu engin önnur tilboð um eflingu atvinnulífs í bænum komið til. Vel unnið að málinu „Að mínu mati var vel unnið að þessu máli, bæjarstjórn og bæjarstjóri hafa unnið mjög vel í málinu og samskiptin verið afar ánægjuleg, það var unnið af áhuga, ánægju og heiðarleika á öllum sviðum og ég held að heimamenn hafi unnið eins vel og kostur var. Ég hef látið þau orð falla að Reykvíkingar gætu vel notað svona borgarstjóra eins og bæjarstjórinn á Akureyri er,“ sagði Benedikt. Varðandi þær vangaveltur sem upp komu í kjölfar ákvörðunar bæjarráðs í gær þess efnis að ÍS flytti höfuðstöðvar sínar eftir sem áður til Akureyrar þó þeir fengju ekki viðskipti með afurðir ÚA t.d. gegn því að fá að selja afurðir Samheija eða annarra sagði Benedikt að ef eftir slíku yrði leitað yrði málið eflaust skoðað. Það væri hins vegar ekki uppi á borði. ÍS hefði átt gott samstarf við Samheija og eins verið lengi í viðskiptum við KEA. Staðan í málinu væru sú að nú yrði farið að leita að framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega yrði tekin ákvörðun í því máli á fundi næsta miðvikudag. Jón Ingvarsson Skynsamleg ákvörðun „EG er mjög ánægður með þessi úrslit og tel að með þessari ákvörðun hafi bæjarráð fyrst og fremst haft hagsmuni Útgerðar- félagsins í huga. Þá fagna ég því einnig að um málið náðist víðtæk pólitísk samstaða," sagði Jón Ing- varsson, stjórnarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, um þá ákvörðun bæjarráðs að _ felaSH áfram sölu á afurðum ÚA. „Ég trúði því alltaf innst inni að SH myndi hafa betur, það voru engin rök fyrir því að skipta um söluaðila," sagði Jón og benti m.a. á þá óvissu sem fylgdi því að ÍS tæki við allt að helmingi meira magni til sölu á sama tíma og flutningar milli landshluta stæðu yfir. Bæjarráð hefði að sínu mati tekið skynsamlega ákvörðun með hagsmuni ÚA í huga. Stöndum við okkar tilboð Jón sagði Akureyringa ekki þurfa að óttast að SH stæði við sín tilboð um eflingu atvinnulífs á Akureyri, við þau yrði staðið og yrði nú farið í að undirbúa þau verkefni sem framundan væru á því sviði. Þeirra viðamest væri flutningur um 30 starfa úr höfuðstöðvum SH í Reykjavík norður, þar væri um að ræða þverskurð af allri starfsemi fyrirtækisins en slíkum flutningi fylgdi væntanlega að nokkuð margt fólk kæmi til bæjarins. Sú starfsemi SH sem flutt verður norður hefst í sumar, á tímabilinu frá júní til ágúst. Þá mun SH setja upp um- búðaframleiðslu sem skapar um 38 ný störf sem Akureyringar gætu nýtt sér. Hugsanlega yrði Ieitað samstarfs við heimaaðila varðandi þá framleiðslu, en þar sem óvissa hefði ríkt um úrslit sölumálanna væri ekki farið að skoða slíkt samstarf enn. Jón sagði að starfsemi umbúðafram- leiðslunnar yrði væntanlega að stærstum hluta komin í gagnið innan hálfs árs, en 74 hluti hennar innan 12 mánaða. Þá verða til á Akureyri 10 störf kringum aukin umsvif á vegum Eimskips og sagði Jón að ráð væri fyrir því gert að þau ættu að verða til eftir um 9 mánuði eða á haustdögum. Til athugunar er hjá SH að flytja starfsemi dóttur- fyrirtækis síns, Jökla hf., til Akureyrar og einnig er verið að skoða aukna ígulkeravinnslu á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.