Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Tannvemdardagur alla daga ársins HÆGT yrði að hafa mörg orð um samspil tannhirðu og fæðuvenju, en stiklað verður á stóru um tannhirð- una. Megin hlutverk tannlæknis er að laga það sem úrskeiðis hefur farið í tyggingarfærunum og að hindra að eitthvað fari úrskeiðis. Slíkt fyrirbyggjandi starf getur verið af ýmsum toga til að ástand hjá viðkomandi verði ekki alvarlegt. Má þar helst nefna að plastbera bit- fleti barna- og fullorðinstanna. Bit- fletir (tyggingafletir) á barna- og fullorðinsjöxlum eru alsettir skorum og pyttum sem illmögulegt er að þrífa tannsýkluna úr. Skemmd verð- ur í slíkum tönnum fyrr eða síðar. Tiltölulega auðvelt er fyrir tann- lækni að útbúa bitflöt jaxla þannig að skemmd verði ekki þar og auð- velt verði fyrir viðkomandi að bursta bitflötinn hreinan. En þá eru 4 aðrir fletir eftir á viðkomandi tönn sem þarf að hreinsa og stundum erfitt að komast að. Tannbursta er hægt að leggja á 3 af 5 flötum hverrar tannar. Hina tvo fletina þarf að nota tannþráð á, eða eitthvað annað verkfæri sem getur hreinsað á milli tanna. Augljós er því nauðsyn þess að nota tannþráð einnig við tannhirðuna. Hreinsir þú tennurn- ar óaðfinnanlega í dag verður tannsýklan búin að mynda sýnilega skán á tennurnar á sama tíma á morgun. Fái sýklan að vera í friði byijar skemmdin, sama hvar er á tönninni. Þá er komið að kjarna málsins. Það skiptir höfuðmáli hve VEL hver tönn er hreinsuð. Hversu OFT á dag þú burstar tenn- urnar skiptir litlu máli Grétar B. Sigurðsson ef þú burstar illa í hvert sinn og notar ekki tannþráð. Heilsusamlegt mataræði og góð tannhirða er það sem þarf til að halda tönnunum heilbrigðum um ókomin ár. Einhver mikilvægasti tími sem fólk getur fengið hjá tannlækni er kennsla í að þrífa tannsettið vel. Aðstæður í munnholi eru misjafnar hjá einstaklingum. Hver og einn gæti þurft sína aðferð til að munn- hirðan verði fullnægj- andi. Ef áhugi er fyrir hendi hjá einstaklingi er lítið mál fyrir tann- lækni að kenna rétt vinnubrögð til tann- hirðu. Ef fólk sinnir verkinu vel, og gefur sér nægan tíma, ætti litlar áhyggjur að þurfa að hafa af tann- heilsunni. í raun þarf ekki nema nokkrar mínútur á dag í tannhirðuna. Hve lengi ert þú vak- andi á hveijum sól- arhring? 16 klst.? Finnst þér mikið að eyða 10 mín. af þeim tíma í góða tannhirðu fyrir þig eða bömin þín? Það er alltaf til tími fyrir tannhirð- una. Ef fólk gæfi sér góðan tíma og vandaði til verks í tannhirðu ætti hver og einn ekki að þurfa nema eftirlit 1-2 sinnum á ári, og þá aðal- lega til að fá staðfestingu hjá tann- lækni um að vel sé að verki staðið. Slíkt kostar ekki margar krónur Drekkið vatn Tannskemmdir og tann- holdsbólga hrjá síður þá, segir Grétar B. Sigurðsson, sem sinna tannhiðru vel og reglulega. og er þeim aurum vel varið. Tannlæknir vinnur ekki nema hluta verks við að halda tyggingar- færunum heilbrigðum. Þú sérð um hinn hlutann. Efni og áhöld Til er ógrynni efna og áhalda sem eiga að halda tannsýklunni og skað- legum áhrifum hennar niðri. Vissu- lega hafa slík efni og áhöld nokkuð til síns ágætis í flestum tilfellum. Þar ber þó að sama brunni og varð- andi tannhirðuna almennt. Þú verður að fræðast um fyrrnefnd efni og áhöld og kunna að beita þeim. I þeim efnum ætti tannlæknir að geta liðsinnt þér. Hið besta verkfæri er gagnsh'tið ef þú kannt ekki að nbta það. Athugið hjá tannlækni hvort þín tæki til tannhreinsunar og þín að- ferð við tannhreinsun sé fullnægj- andi í reynd. Niðurlag Tannvernd verður í raun ef þú þekkir þín verkfæri og beitir þeim rétt. Tannskemmdir og tannholdsbólga ættu ekki að hijá þig að miklu leyti ef þú sinnir þinni tannhirðu vel og ferð reglulega til eftirlits hjá tann- lækni. Góð tannhirða launar sig í vellíðan á margan hátt. Það eina sem þú þarft er að KUNNA að hirða tennur þínar og gefa þér nægan tíma. Af tíma til tannhirðu máttu alltaf sjá. Höfundur er tannlæknir. T annverndar dagur Sverrir Einarsson ÞAÐ mun vera tann- vemdardagur í dag. A hveiju ári tileinkum við einum degi það hlut- skipti að ýta við þegn- um þessa lands og minna þá á að í andlit- inu rétt fyrir neðan miðju er hólf þar sem skaparinn hefir komið fyrir líffæri, sem kallast tennur. Inn milli tann- anna er svo komið fyrir einni tungu, nema kannski hjá sumum, sem eru í pólitík. Þeir, sem fæðst hafa í þennan heim, minnast þess ekki að hafa verið spurðir um hvort þeir væru tilbúnir að dvelja í þessari jarðvist sem nemur einni mannsævi. Það er bara pobbs! og Þú ert þar með vistaður og situr uppi með þetta vandamál — og han- anú! En vandamálið er ekki bara eitt. Nei, nei. Þau eru mörg, heil legíó. Eitt af þeim er þetta með tennurnar og það er satt að segja með endem- um hvað margir geta verið áhuga- lausir gagnvart því. Ungir foreldrar, sem hafa nýfengna reynslu af sínu eigin kæruleysi, láta allt of oft undir höfuð leggjast að taka á þessu máli. Þetta með að bursta tennumar er búið að vera á dagskrá í langa eilíbbbð. Þetta er sama vesenið og með sígarettuna. Það vita allir að það er skaðlegt að reykja en menn gera það samt. En þarna er þó mun- ur á. Þeir, sem reykja, bera ekki lungun utan á sér. Þeir sjá þess vegna ekki tjöruna, sem safnast fyr- ir í þeim og þess vegna láta allt of margir skeika at sköptu með það. En skemmdar tennur og óhreinar sjást og verða þeim mun meir áber- andi þar sem eitt það fegursta sem birtist í ytri persónuleika manns er hreint og fagurt bros. Þótt ekki væri nema þessi ástæða ein ætti það að vera áhugaverðara og auðveldara að taka þetta vandamál til úrvinnslu en mörg önnur. Tannskemmd er í allt of mörgum tilfellum heimatilbúið vandamál. Bandaríkjamenn hafa heilbrigðastar tennur allra vest- rænna þjóða en þeir láta sig líka hafa það að setja fluor í drykkjar- vatnið og ná þannig eftirsóknarverð- um árangri. Hjá þeim er vatnið ekki eins heilagt og hjá okkur. Við höfum af einhverri ástæðu talið okkur trú um að íslenskt vatn sé það heilnæm- asta í heimi. Þó er það svo að mörg, allt of mörg, sveitarfélög bjóða íbú- um sínum upp á óhæft drykkjarvatn. Til allrar hamingju er sú þróun í gangi að þeim foreldrum fjölgar með hverju ári, sem sýna tönnum sínum og bama sinna verðugan áhuga og við sjáum árangur í samræmi við það. Það, sem foreldr- arnir þurfa að leggja mesta áherslu á er að alitaf sé til á heimilinu tannkrem, sem inni- heldur flúor. Þar, fyrst og fremst, liggur gald- urinn og svo auðvitað að tannkremið sé notað minnst tvisvar á dag. Þá telst það bónus ef menn skola ekki allt of mikið og vel eftir burstun fyrir svefn. Það er af hinu góða ef eitthvað af kreminu liggur milli tann- anna eftir að tannburstun lýkur. Þá hefir einnig aukist skilningur manna á þvi, að þó svo það sé dýrt að fara til tannlæknis, er' dýrara að fara ekki. Árangur næst því best með að vinna vel sína heimavinnu í munnin- um og fylgja því síðan eftir með því að mæta reglulega hjá tannsa. Það mætti líka skjóta því inn í að pólitík- usar ættu að gjalda varhug við niður- greiðslu tannlækninga, að klípa þar ekki of stóran skammt af. Það er þegar búið að gera of mikið af því og árangur síðustu áratuga í hættu þess vegna. Að lokum þetta: Ekki vera alltaf að maula eitthvað daginn út og daginn inn ... nema kannski gulrót!! Og ekki gleyma vatninu ... í staðinn fyrir gosið !! Foreldrar þurfa að leggja mesta áherzlu á tannkrem með flúor, segir Sverrir Einarsson, þar liggur galdurinn. P.S. Þið afsakið stílinn en það er engin ástæða til að ræða mál sem þetta í einhveijum hvítsloppastíl. Svona mál á helst að ræðast maður á mann, svipað og þeir gera í hand- boltanum. Höfundur er tannlæknir. HEFUR ÞÚ SÉÐ FRAMTÍÐ ÞÍNA? NOSTMDAMUS I Ryðfrítt stál, einstök ending. • Umhverfisvæn einangrun. »Hitar í 80° alveg niður í botn. • Blöndunarloki fyrir frárennsli, 38-80° fylgir með. Engin hætta á húðbruna barna. > Gerð: TermO 200 lítra. • Tvöföld einangrun í topp sparar 20% orku • Öryggis aftöppunarloki fylgir. 0 Eigum einnig 30/50/100/200 og 300 litra standandi, liggjandi eða fyrir veggfestingar. • HAGSTÆTT VERÐ Einar Farestveit&Cohf Frábærir HANKOOK vetrarhjóibarðar á einstöku verði 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 175R14 185R14 4.990 -5r230~ 4c7®0~ 5-.1-00 -5tS60" 6676 5.850 -8460- 6:430" -75200- 2.990 stgr 3.130 stgr 2.860 stgr 2.980 stgr 3.215 stgr 3.340 stgr 3.480 stgr 3.850 stgr 3.850 stgr 4.280 stgr 185/60R14 195/60R14 175/70R14 185/70R14 195/70R14 205/75R14 165R15 185/65R15 195/65R15 205/60R15 7:490- "tJTZuU 6:660 6640- -75830 9686 660CT 75668 6648 9628 4.490 stgr 4.880 stgr 3.990 stgr 4.160 stgr 4.690 stgr 5.460 stgr 3.780 stgr 4.470 stgr 5.300 stgr 5.770 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235/75 R 15 kr.10.200 kr 7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10.550 kr.7.912stgr 31-10,50 R 15 kr.14658 kr.8.960stgr 33-12.50 R 15 kú14.440 kr.10.830 stgr Vörubíladekk 25% afsl. 12 R 22,5 /16PR kr.33.700 kr.25.275 stgr 315/80 R22,5 kr.38.080 kr 29.235 stgr SKÚTUVOGI2 b SÍMI 68 30 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.