Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Gengið frá samningum um aflaheimildir Færeyinga hér við land Aflaheímildir eitt þúsund tonnum minni en í fyrra Sjávarútvegsráðherra Færeyja sættir sig við niðurstöðuna enda sé um hreina gjöf að ræða þar sem ekkert komi á móti AFLAHEIMILDIR Færeyinga hér við land verða þúsund tonnum minni í ár, en á því síðasta. Alls verður þeim leyfilegt að veiða hér 5.000 tonn af botnfiskí nú, þar af 1.000 tonn af keilu, 700 tonn af þorski, 200 tonn af lúðu og 100 af grálúðu, auk annara tegunda, aðallega löngu. Samið var um þetta milli þjóðanna á fundi í Reykjavík í gær. Ivan Johannesen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, segist sætta sig við þessa niðurstöðu, enda hafi ís- lendingar þurft að skera niður leyfi- legan afla sinna eigin skipa. Hann segir þó, að hann hefði vonazt til að fá það sama nú og í fyrra, eða 6.000 tonn alls. Hér sé í raun um hreina gjöf að ræða, því ekkert komi á móti. Þó Færeyingar hafi boðið heimildir til veiða á síld og makríl, hafi íslenzka útgerðin ekki náð að nýta sér þær. Færeyingar spurðust einnig fyrir um möguleika á rækjuk- vóta hér við land, en Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, segir ekki hægt að verða við því. „Við höfum haft áhuga á því að halda áfram góðum samskiptum við Færeyinga og ég hef ekki viljað fall- ast fá þær kröfur að það eigi að afnema allar þeirra veiðiheimildir," segir Þorsteinn í samtali við Morgun- blaðið. „Ég tel að við eigum að rækta vinskap og vináttu við Færeyinga. Hitt er staðreynd að fyrir liggja þær tillögur Hafrannsóknastofnunar, sem gera þáð að verkum, að við verðum að taka tillit til vísindalegrar ráðgjafar varðandi nokkrar af þeim tegundum, sem þeir hafa veitt hér. Við þurfum að takmarka veiðar á þeim.“ Þetta leiðir til þess, að sögn Þor- steins, að heildarkvóti Færeyingaa minnkar úr 6.000 tonnum í 5.000. „Auk þess að takmarka lúðuveiðar, gerum við ráð fyrir því að þær byiji ekki fyrr en eftir fyrsta júní. Hvað grálúðuna varðar, er verið að veiða úr sameiginlegum stofni. Færeying- ar hafa verið að auka grálúðuveiðar innan lögsögu sinnar, meðan við höfum dregið úr þeim okkar megin. Því er útilokað að við getum leyft þeim að veiða meira. Engar tak- markanir voru á grálúðuveiði þeirra áður, en í fyrra varð grálúðuafli Færeyinga tæplega 1.000 tonn. Tak- mörkun á keiluveiðum er einnig nauðsynleg og gerum við ráð fyrir að keiluafii þeirra fari úr 1.300 tonn- um í 1.000. Þessi niðurskurður er byggður á vísindalegri ráðgjöf, fyrst og fremst,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þó rækjuveiðar hafí aukizt mikið hjá okkur, geri það ekki annað en að fylla svolítið upp í hið mikla tap, sem við höfum orðið fyrir vegna niðurskurðar á þorski. Við svo búið sé ekki hægt að verða við því. Hefjum hugsanlega laxveiðar í sjó á ný Ivan Johannesen segir, að nokkur vandi sé á höndum Færeyinga vegna þessa niðurskurðar. Það eigi meðal annnars við lækkunina á lúðukvót- anum. Átta færeyskir bátar hafí haft leyfí til þeirra veiða, en nú verði að fækka þeim niður í fjóra. „Þessir bátar stunduðu áður laxveiðar í sjó, og það er fátt annað sem við getum gert til að bæta þeim upp lúðumiss- inn, annað en hefja laxveiðar í sjó á ný. Við höfum ekki selt laxveiðik- vóta okkar í sjó í ár og það kemur vel til greina að við hefjum slíkar veiðar á ný,“ segir Ivan Johannesen. Lítil út- breiðsla inflúensu INFLÚENSA af A-stofni, sem greinst hefur hér á landi, hefur ekki náð mikilli út- breiðslu, að sögn Helga Guð- bergssonar, héraðslæknis í Reykjavík. Helgi sagði að auk inflúensu væri að ganga svo- kölluð RS-veira (respiratory syncytial), en einkenni veik- inda af hennar völdum eru um margt lík inflúensuein- kennum. Helgi sagði að greinst hefðu tæplega 20 tilfelli inflú- ensu og RS-tilfelli væru einn- ig undir 20 talsins. „Fyrstu einkenni inflúensu eru háls- bólga, hár hiti og höfuðverk- ur, en RS-tilfelli byija oftast með kvefeinkennum. Hitinn er oftast lægri en við inflú- ensu, en þó er það ekki algilt. í báðum tilfellum getur verið um að ræða einkenni frá nefi, hálsi, eyrum, barka og berkj- um.“ Helgi sagði að erfitt væri að greina veirusóttirnar í sundur. Inflúensa skyti oftast upp kollinum á þessum árs- tíma, en RS-veiran gæti látið á sér kræla allan ársins hring. „Það er mikilvægt að böm fari ekki í leikskóla eða skóla þegar þau eru með einkenni sýkingar og jafni sig vel eftir veikindin. Þá er vert að benda fullorðnu fólki á að fara ekki í vinnu á meðan það er veikt,“ sagði Helgi. Aukaþing Alþýðu- flokksins um helgina AUKAÞING Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís- lands verður haldið um helg- ina á Hótel Loftleiðum. Þingið verður sett klukkan 10 fyrir hádegi í dag og síðan flytur Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokks- ins, ræðu og formenn Sam- bands alþýðuflokkskvenna og Sambands ungra jafnaðar- manna. Eftir hádegi verður kosningastefnuskrá kynnt og vinnuhópar um Evrópumál taka til starfa. Dagskráin á sunnudag er helguð Evrópumálum og af- greiðslu kosningastefnuskrár, en áætluð þingslit eru klukk- an 16. Þingið er opið öllum flokks- mönnum, en einungis þeir sem kjömir voru fulltrúar á 47. flokksþing Alþýðuflokks- ins hafa atkvæðisrétt. 14 til 15 milljónir í lottópotti EF SPÁ íslenskrar Getspár reynist rétt verður fyrsti vinn- ingur í laugardagslottóinu í kvöld kominn upp í 14 til 15 milljónir þegar sölustöðum verður lokað. Hjá íslenskri Getspá er búist við mikilli þátttöku og er áhugasömum lottóspilurum bent á að fara tímanlega á sölustaði. Fyrsti vinningur er fjórfaldur. Fimm sinnum áður hefur fyrsti vinningur verið fjórfaldur. Morgunblaðið/Rax KVÓTINN ákveðinn. Frá samningafundi ráðherranna og embættismanna í gær. Færeysku fulltrúarnir eru til vinstri; Ulla Wang, Ivan Johannesen og Kjartan Hoydal, en íslenzku fulltrúarnir eru Snorri Rúnar Pálmason, Jón B. Jónasson, Jakob Jakobsson, Þorsteinn Pálsson og Árni Kolbeinsson. Fjórir til fimm kaupstaðir sýna áhuga á íslenskum sjávarafurðum Stefnt að ákvörðun um staðarval í næstu viku Akurcyri. Morgunblaðið. BENEDIKT Sveinsson, framkvæmdastjóri ís- lenzkra sjávarafurða hf., segir að fyrirtækinu hafí borizt formleg bréf frá tveimur kaupstöðum og óformleg samtöl hafí farið fram við tvo til þijá aðra um flutning höfuðstöðva ÍS. Benedikt segir stjóm ÍS stefna að því að ákveða staðarv- al á miðvikudag í næstu viku. Akureyri komi nú ekki lengur til greina eftir að bæjarráð ákvað að taka fremur boði Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna en tilboði ÍS um að flytja höfuðstöðv- amar norður gegn því að fá afurðir Útgerðarfé- lags Akureyringa í sölu. Ekki kannað hjá starfsfólki hvort það vitfi flutning Vestmannaeyjabær sendi ÍS bréf á fimmtudag og bauð aðstöðu við höfnina og niðurfellingu ýmissa opinberra gjalda, gegn því að höfuðstöðv- amar yrðu fluttar til Eyja. Þá segir Benedikt að formlegt bréf hafí í gær borizt frá Suður- nesjabæ, þar sem lýst sé áhuga á höfuðstöðv- unum. Benedikt segir að Hafnarfjörður og Kópavog- ur hafí einnig sýnt áhuga og hafí forráðamenn ÍS rætt óformlega við bæjaryfirvöld þar. Að- spurður hvort Reykjavíkurborg hefði ekki áhuga á að halda í fyrirtækið sagði Benedikt: „Eg held að borgin vilji mjög gjaman halda í okkur og við emm að skoða hér lóðir og aðstöðu eins og gengur.“ Þegar rætt var um að flytja fyrirtækið til Akureyrar kom fram tregða hjá sumu starfs- fólki ÍS við að flytja út á land. Aðspurður hvort líklegt væri að fleiri vildu fara t.d. til Eyja, sagði Benedikt að slíkt hefði ekki verið kannað meðal starfsfólksins. „Eflaust er það svo að einhveijir vilja fara og aðrir ekki, en það er ekki tíma- bært að ræða það,“ sagði hann. Guðjón Hjörieifsson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, sagðist ekki hafa fengið nein svör frá ÍS við tilboði bæjarins. Hann sagði að innifalið í því væri tugþúsunda fermetra svæði og góð hafnaraðstaða. Öll byggingar-, gatnagerðar- og tengigjöld yrðu felld niður og opinber gjöld til bæjarins í a.m.k. fimm ár. Til bráðabirgða væri mjög mikið af húsnæði í bænum á lausu fyrir fyrirtækið. Aukinheldur sagði Guðjón að skipafélag eins og Samskip yrði að hugsa um framtíðina. Það væri nú í leiguhúsnæði og þröngt væri um félag- ið. „Hér gæti orðið umskipunarhöfn fyrir alla viðskiptavini þeirra í skjóli Heimakletts," sagði Guðjón. Fyrirtæki á Suðurnesjum tilbúin í viðskipti við ÍS Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, sagði ekki beinlínis um tilboð að ræða af hálfu bæjarihs, heldur hefði ÍS verið sent minnisblað, þar sem vakin væri athygli á því hvaða möguleik- ar væru til staðar í bænum. Þar væri til dæmis um að ræða 1.700 fermetra skrifstofuhúsnæði, sem hægt væri að kaupa eða leigja Iangtímale- igu, húsnæði fýrir Þróunarsetur IS og hafskipa- höfn í Helguvík, sem tilbúin yrði á næstu vikum. „Hér eru líka þónokkur öflug fyrirtæki í sjáv- arútvegi, sem væru reiðubúin að koma til við- ræðna við íslenzkar sjávarafurðir um samstarf, meðal annars að þær sæju um sölu afurða fyrir þau,“ sagði Ellert. Hann vildi ekki nafngreina fyrirtækin, en sagði að forráðamenn þeirra hefðu komið að máli við sig_ að fyrra bragði. „Við viljum bjóða ÍS-mönnum til skrafs og ráðagerða ef hagsmunir gætu legið saman,“ sagði Ellert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.