Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐSKIPTALEG SJÓNARMIÐ LÁTIN RÁÐA NÚ ÞEGAR niðurstaða er fengin í baráttu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávaraf- urða, um hvor sölusamtökin fái að selja afurðir Út- gerðarfélags Akureyringa, ber að fagna því sérstak- lega, að það voru viðskiptaleg sjónarmið sem voru látin ráða, við ákvörðun bæjarstjórnar Akureyringa. Akureyrarbær lét kanna hver áhrif það gæti haft fyrir ÚA, ef viðskipti félagsins væru flutt frá SH yfir til ÍS. Framsóknarmenn í bæjarstjórn Akureyrar hölluðust að því að flytja viðskiptin yfir til ÍS og laða þannig fyrirtækið til þess að flytja höfuðstöðvar sínar norður til Akureyrar. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akur- eyri lét augljósa hagsmuni ÚA ráða afstöðu sinni og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins beygðu sig að lokum fyrir bæði viðskiptalegum og pólitískum stað- reyndum. Frá upphafi var ljóst, að mikil áhætta var fólgin í því fyrir Útgerðarfélag Akureyringa, að skipta um söluaðila, svo mikil, að ekkert fyrirtæki í einkaeign hefði látið sér til hugar koma að taka slíka áhættu. Fyrir nokkrum árum hefðu pólitískir fulltrúar í sveit- arstjórn ekki hikað við að láta pólitísk sjónarmið ráða afstöðu til máls af þessu tagi. Það markar því ákveð- in tímamót, þegar viðskiptaleg sjónarmið verða ofan á. Ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar leiðir til þess að umsvif Sölumiðstöðvarinnar og Eimskipafélags íslands aukast umtalsvert á Akureyri, sem leiðir til aukinnar atvinnu þar. Niðurstaðan er því jákvæð fyr- ir Akureyringa og það skiptir að sjálfsögðu mestu. ÓGNIN AF OFSATRÚ WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, hefur látið hafa það eftir sér í viðtali við þýskt dagblað að hann telji að Vesturlönd- um stafi ekki minni ógn af íslömskum bókstafstrúar- mönnum en af kommúnismanum á sínum tíma. Hann segist ekki geta séð hvernig sætta megi íslömsku ofsatrúaröflin og lýðræðisríkin. Hins vegar telur hann að NATO geti orðið að liði í þessum efnum og að hafa beri það í huga nú, þegar til stendur að endurskilgreina hlutverk bandalagsins eftir endalok kalda stríðsins: „NATO er miklu meira en hernaðar- bandalag. Það hefur skuldbundið sig til að veija grundvallarhugmyndir siðmenningarinnar, sem bind- ur Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu saman.“ Þessi ógn hefur verið að ágerast á undanförnum árum. Bókstafstrúarmenn náðu völdum í Iran árið 1979 og áhrif þeirra hafa stöðugt farið vaxandi síðan. íslömsk bókstafstrú er vaxandi vandamál í mörgum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og öfgasinnuð sam- tök múslima ógna friðarþróuninni í Mið-Austurlönd- um. Margar ríkisstjórnir Norður-Afríku standa líka tæpt í baráttunni við ofsatrúarmenn. Þeir hafa háð mannskæða baráttu gegn egypskum stjórnvöldum og oftar en ekki hafa hermdarverk þeirra beinst gegn vestrænum ferðamönnum. Ógnvænlegast er þó ástandið í Alsír þar sem tugir þúsunda hafa fallið í togstreitu herstjórnarinnar og bókstafstrúarmanna á síðastliðnum þremur árum. Ef stjórnin í Alsír fellur gæti hið sama gerist í Marokkó og Túnis. Það er síður en svo sjálfgefið að kristnir menn og múslimar geti ekki lifað í sátt og samlyndi. Það er hins vegar rétt, sem Claes bendir á, að erfitt hefur reynst að sætta lýðræðissjónarmið Vesturlanda og ofsatrú nútímans. Samlíking framkvæmdastjóra NATO sýnir á hversu alvarlegt 'stig málið er komið. LIÐLEGA 200 af um 370 sérfræðilæknum sem vinna á eigin læknastof- um samkvæmt samningi við Tryggingastofnum ríkisins hafa sagt sig frá samningi eins og þeir eiga rétt á samkvæmt ákvæðum í samningnum. Gera þeir þetta til að leggja áherslu á andstöðu sína við tilvísanakerfi í heilbrigðisþjón- ustunni sem Sighvatur Björgvins- son, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, vill koma á í apríl. Upp- sagnirnar taka gildi 1. maí. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir, ritari stjórnar Sérfræðingafélags íslenskra lækna, segir reyndar að í samningum læknafélaganna við Tryggingastofnun sé ákvæði sem heimili þeim að segja samningun- um tafarlaust upp ef tilvísanakerfi verði komið á og muni þeir því hætta 15. apríl ef heilbrigðisráð- herra heldur fast við áform sín. Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, bendir á að í samningi lækna sé ákveðið ójafn- vægi. Sérfræðingarnir geti hvenær sem er sagt sig inn á samninginn aftur og komi þá samstundis til starfa eftir honum. Þeir taki því enga áhættu með uppsögninni. Látið reyna á sjúkratrygginguna? í ráðuneytinu er stefnt að útgáfu reglugerðar um tilvísanir í næstu viku og þá þegar myndu heimilis- læknar byija að vísa á sérfræðinga eftir nýju reglunum. Hins vegar verður sjúklingum gefin ákveðinn aðlögunartími þannig að Trygg- ingastofnun mun greiða sam- kvæmt núverandi kerfi til 15. apríl. Guðjón segir að eftir þann tíma muni Tryggingastofnun ríkisins (TR) ekki greiða reikninga sér- fræðinga nema eftir tilvísun heimil- islækna. Spurður um stöðu fólks eftir þann tíma segir hann ef sjúkl- ingar vildu njóta kostnaðarhlut- deildar ríkisins yrðu þeir að fara með tilvísun til sérfræðings sem starfaði eftir samningum TR. Ef sjúklingur kysi frekar að fara til læknis sem starfaði án samnings, myndi hann væntanlega leita eftir upplýsingum um kostnað áður en hann pantaði tíma hjá sérfræðingn- um, á svipaðan hátt og nú tíðkað- ist í fegrunarlækningum sem væru nú þegar utan samninga TR. Guð- jón segir að samkvæmt samkeppn- islögum væri sérfræðingum ekki heimilt að hafa sameiginlega gjald- skrá. Það yrði þvLháð samningum hvers læknis og sjúklings hvað við- talið eða aðgerðin kostaði, og hvort til dæmis öryrkjar eða aldraðir fengju afslátt. Tryggingastofnun ríkisins væri ekki heimilt að greiða neitt af þessum kostnaði nema hafa samning við lækninn. „Við erum ekki að gera þetta til þess að valda sjúklingum erfiðleik- um, við erum aðeins að hindra að þetta vonda kerfi komist á,“ segir Bárður. Hann bendir á að læknum sé fijálst að starfa á stofum sínum, þó þeir hafi ekki samning við Tryggingastofnun. Og þó að ríkið greiði ekki sérfræðiþjónustu eftir 1. maí geti sjúklingar áfram leitað til læknanna og greitt fullt verð fyrir en látið síðan reyna á það hvort Tryggingastofnun endur- greiði þeim ekki þann hluta sem sjúkratryggðir eigi rétt á sam- kvæmt almannatryggingalögum. Kveðst Bárður eiga von á að svo verði. Vonandi þurfi þó ekki til þessa alls að koma. „Sighvatur Björgvinsson verður væntanlega farinn úr ráðuneytinu þegar á þetta UPPSAGNIR SÉRFRÆÐINGA Rætt um að heimila endur- greiðslu lækna- reikninga Ástæðan fyrir harðri andstöðu sérfræðilækna við áform heilbrigðis- ráðherra um að taka upp tilvísanakerfí virðist stafa af ótta þeirra við að það sé fyrsta skrefíð til að leggja niður stofurekstur þeirra. Helgi Bjamason telur að komi uppsagnir læknanna á samningi við ríkið til framkvæmda muni það hafa mikil áhrif á heilbrigðiskerfíð. Aldrað- ir og öryrkjar, sem nú njóta ókeypis eða ódýrustu læknishjálpar, þurfa þá eins og aðrir að greiða fullt verð fyrir þjónustu sérfræðinga. í heilbrigðisráðuneytinu eru uppi hugmyndir um að heimila Trygg- ingastofnun að endurgreiða sjúklingum hluta lækniskostnaðarins, en þó aðeins eftir tilvísun heimilislækna. reynir. Hann er að kveikja bál sem aðrir verða að slökkva." Göngudeildarþjónusta aukin Guðjón segir að það muni skapa vandamál ef heilu sérfræðingahóp- arnir segðu sig af samningi. Trygg- ingastofnun gæti þá ekki séð hin- um sjúkratryggðu fyrir þjónustu. Óöryggi myndi verða meðal veikra. Hægt yrði að leysa hluta vandans á göngudeildum sjúkrahúsanna en þar er ekki krafist tilvísana og tel- ur hann ekki ólíklegt að ráðuneytið myndi hvetja sjúkrahúsin til að auka göngudeildarþjónustu sína. Þá bæri á það að líta að sum tilfell- in væru bráðavandamál sem jafnan leiddu til komu á heilsugæslustöð eða bráðamóttöku sjúkrahúss en aftur á móti gæti biðtími lengst fyrir endurkomur vegna langvinnra sjúkdóma. Guðjón segir að það sé mat lög- fræðinga að almannatryggingalög- in heimili Tryggingastofnun ekki að taka upp þá framkvæmd að endurgreiða sjúklingum hluta af reikningi sérfræðinganna. Það sé hins vegar spurning hvort gera þurfi breytingar til að hægt yrði að grípa til þessa úrræðis í neyð. Segir hann að til greina gæti kom- ið að setja upp svipað kerfi og nú er í endurgreiðslum tannlækna- þjónustu fyrir ákveðna aldurshópa. Tryggingastofnun endurgreiði hluta kostnaðar sjúklings vegna komu til sérfræðings. Það myndi ýta undir verðsamkeppni sérfræð- inga. „Gallinn er hins vegar sá að þá verða engir samningar í gildi og sérfræðingar setja sjálfir upp gjald fyrir þjónustuna. Sjúklingar eru oft illa settir fjárhagslega og enginn gætir hagsmuna þeirra eins og Tryggingastofnun hefur gert með samningum við læknasamtök- in,“ segir Guðjón. Kostnaður getur skipt tugum þúsunda Kostnaður sjúklinga við þjónustu sérfræðinga er ákaflega mismun- andi, eins og þjónustan. Húðlæknir tekur til dæmis 1.600 kr. fyrir við- tal og sjúklingurinn sjálfur greiðir 1.355 kr. af því og Tryggingastofn- un um 250 kr. Sjúklingurinn þyrfti því aðeins að greiða 250 kr. meira þó læknirinn starfaði utan samn- ings eða sjúklingurinn kæmi til hans án tilvísunar í nýja kerfinu. Hins vegar yrði munurinn mikill hjá öryrkjum og þeim sjúklingum sem hafa afsláttarkort. Sumir geiða núna sama og ekkert fyrir þessa þjónustu, þegar ákveðnu hámarki er náð, en þyrftu að greiða alla fjárhæðina. Viðtölin eru mun dýrari hjá ýmsum öðrum hópum sérfræðinga, til dæmis geðlæknum, og tölurnar eru fljótar að hækka þegar menn leita eftir stærri lækn- isaðgerðum á einkastofum, þá get- ur kostnaðurinn numið tugum þús- unda og yrði flestum ofviða. Rannsókn ef sjúklingur hefur tilvísun Heilbrigðisráðherra gaf í skyn þegar læknar boðuðu uppsagnir sínar að það myndi leiða til þess að þeir gætu ekki vísað sjúklingum sínum á þjónustu tryggingakerfis- ins, hvorki hjá öðrum læknum né í rannsóknir og skoðanir. Guðjón Magnússon segir að það sé mat lögfræðinga að Tryggingastofnun geti ekki að óbreyttum almanna- tryggingalögum greitt fyrir aðrar rannsóknir en þær sem læknar á samningum vísi á. Sérfræðingar muni hins vegar geta ávísað á lyf, hvort sem þeir yrðu áfram á samn- ingi eða ekki. Hann segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um fyrirkomulag rannsókna við þessar aðstæður en lagt hefði verið til að Trygginga- stofnun myndi greiða rannsóknar á öllum sjúklingum sem hefðu til- vísun heimilislæknis á sérfræði- greinina, hvort sem sá sérfræðing- ur sem sjúklingurinn færi til væri á samningi eða ekki. Þá þyrfti við- komandi rannsóknarstofa að hafa samning við stofnunina. Fólk hefði yfirleitt möguleika á að leita til einhverra lækna í hverri sérfræði- grein en ef heilu greinamar segðu sig af samningi yrði fólk að greiða fullt gjald fyrir læknishjálpina en Tryggingastofnun myndi taka þátt í kostnaði við rannsóknina, að því gefnu að sjúklingurinn hefði tilvís- un, annars ekki. Hann segir að erfiðara yrði fyrir sérfræðinga að vinna með þessu fyrirkomulagi, þrýstingur á þá myndi aukast. „En þetta er hið rétta eðli trygginganna. Það er óeðlilegt að víkja frá því þó sér- fræðingur sé ekki á samningi. Það á ekki að bitna á sjúklingum, ef þeir hafa tilvísun." „Ég tel að ekki sé hægt að setja rannsóknarbann á sjúklinga, því þetta bitnar á þeim en ekki okkur. Fyrir utan það að vera mjög hættu- leg aðgerð, tel ég ekki að ráðherra sé stætt á þessu samkvæmt lögum, hann er að taka sjúkratrygginguna af fólki,“ segir Bárður Sigurgeirs- son. Hann segir einnig að læknar telji að lækningaleyfi sínu fylgi réttur til ávísana á lyf og rannsókn- ir og rannsóknabann væri í raun afnám lækningaleyfis þeirra. Hann segir að með því að taka sjúktryggingarnar af fólki sem leit- aði beint til sérfræðinga sé verið að fæla fólk frá því að leita sér lækninga. Kostnaður við sumar aðgerðir og rannsóknir sé mikill og geti enginn risið undir honum án þátttöku sjúkratrygginganna. Það hefði í för með sér sparnað fyrir ríkið til skemmri tíma en auk- inn kostnað til lengri tíma litið. Sjúkdómar muni greinast síðar og leiddi til aukins kostnaðar við lækn- ingar, auk þeirra áhrifa sem það hefði á heilsu og líðan sjúkling- anna. Tekist á um faglegu rökin Talsmenn sérfræðinga og ráðu- neytis nota fagleg rök mest í átökunum um tilvísanakerfið, kostnaðarþættinum hefur meira verið ýtt til hliðar. Það liggur þó fyrir að ráðuneytið ætlar að ná fram 100 milljóna kr. sparnaði á þessum útgjaldalið á árinu og Bárð- ur Sigurgeirsson viðurkennir fús- lega að aðgerðirnar muni hafa áhrif á tekjur sérfræðinga, þó það sé ekki aðalatriði málsins í þeirra huga. Bæði ráðuneyti og sérfræðingar telja að upptaka tilvísana kunni að leiða til þess komum til sérfræðinga fækki um fimmtung. Bárður segir hins vegar að sérfræðingar telji að það muni ekki leiða til sparnaðar fyrir ríkið og byggja þá skoðun sína á því að flestar heimsóknir til sérfræðinga séu í raun ódýrari fyr- ir ríkissjóð en heimsóknir á heilsu- gæslustöðvar. Telja að leggja eigi niður stofurekstur Þegar Bárður er spurður um ástæðu hörkunnar í andstöðu sér- fræðinga við tilvísanakerfið segir hann að málið snúist um grundvall- aratriði í uppbyggingu heilbrigðis- þjónustunnar, tilverurétt sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Þeir trúi því að ætlunin sé að koma allri þjón- ustunni inn á göngudeildir spítal- anna. „Við teljum að til- ________ vísanakerfið sé aðeins upphafið, meira hangi á spýtunni og þetta sé að- eins liður í því að leggja niður allt starf lækna utan sjúkrahúsa. Rökin Geta ekki séð sjúkratryggð- um fyrir lækn- isþjónustu sem færð hafa verið fyrir þessu nýja kerfi eru ákaflega veik og mörg fundin eftirá. Það styrkir okkur í þeirri trú að annað og meira liggi að baki,“ segir Bárður. Bárður segist sjálfur hafa starf- að á stórri göngudeild erlendis og hann sé ekki tilbúinn að taka þátt í að innleiða þá þjónustu hér á landi, hún sé bæði ópersónuleg og ómarkviss. íslendingar myndu heldur aldrei láta bjóða sér upp á þannig læknishjálp. Guðjón Magnússon neitar því harðlega að fyrir heilbrigðisyfir- völdum vaki að leggja niður stofu- rekstur. Fullyrðir að þau hafi í langan tíma ýtt undir þessa starf- semi á ýmsa lund og sett upp hvata til að ýmis læknisverk flyttust af sjúkrahúsum á stofur. Segir hann að hér sé enn of mikið um innlagn- ir á sjúkrahús. í mörgum tilvikum sé ódýrara að gera minni aðgerðir á göngudeildum eða læknastofum og sjúklingarnir fljótari að komast í gang. Hann segir að vissulega séu þau sjónarmið uppi að styrkja þurfi göngudeildir sjúkrahúsanna og skilgreina hlutverk þeirra enda sé það ekkert náttúrulögmál að öll starfsemin fari fram á læknastof- um úti í bæ. í mörgum tilvikum sé mikilvægt að hafa miðstöð sér- fræðigreinar á göngudeild. Ekki sé þar með sagt þessi þróun muni leiða til samdráttar á stofunum því draga þurfi enn frekar úr innlögn- um á sjúkrahús og þá muni fjölga læknisverkum sem komi til skipt- anna hjá göngudeildum og lækna- stofum. -------- „Það þarf að skilgreina betur hvar vinna á verkin og auka eftirlit með þeirri þjónustu sem fram fer á stofum úti í bæ, bæði gæðum og kostnaði,“ seg- ir Guðjón. í þessu sambandi bendir hann á að sérfræðingar á sjúkra- húsum vísi of mikið á læknastofur, meðal annars sínar eigin. Þar skar- ist hagsmunir þeirra og vinnuveit- andans en sjúkrahúsin hafi látið þetta óátalið. Sjálftökukerfi Og þá kemur að því sem Guðjón telur grunnástæðuna fyrir tilvís- anakerfinu, núverandi fyrirkomu- lag sé of opið og það bjóði heim hættu á misnotkun. „Það er óviðun- andi að kerfið sé þannig að hvaða sérfræðingur sem er geti hvenær sem er opnað stofu og tilkynnt að hann ætli að hefja vinnu fyrir rík- ið. Eins og samningum Trygginga- stofnunar við lækna er nú háttað hefur verkkaupinn ekkert vald til að ákveða hvað hann vill kaupa mikla þjónustu. Þetta er sjálftöku- kerfi sem þarf að koma böndum á.“ Segir hann að í tvö ár hafi verið reynt að ná samningum við lækna um takmarkanir. Reynt hafi verið að semja um hámarksfjölda læknis- verka alls, um hámarksfjölda ein- inga þeirra lækna sem væru í fullu starfi á sjúkrahúsum þannig að aðrir fengju meira svigrúm eða að loka á nýja sérfræðinga. Sérfræð- ingar hefðu hafnað öllum þessum hugmyndum. Það væri fyrst nú að þeir gæfu í skyn að þeir vildu samn- inga. Telur Guðjón að vafalaust kæmi til greina að endurskoða ákvarðanir um tilvísanakerfið ef læknar kæmu fram með hugmynd- ir sem leiddu til sömu niðurstöðu. Bárður segist telja að núverandi kerfi sé mjög gott. Sjúklingar geti leitað þangað sem þeir vilja, hvort heldur er til heimilislæknis eða beint til sérfræðings. Samkeppni ríki á milli sérfræðinga, þeir verði að standa sig til að fá sjúklinga. Tilvísanakerfið setji óeðlileg höft á fólk sem vildi leita til læknis. Það ________ gæti lent í því að teppast hjá heilsugæslulækni, komast ekki áfram til sérfræðings þó það vildi. Eins væri hætta á hags- munaárekstrum, heim- "..... ilislæknir vildi hafa hönd í bagga með því til hvaða sérfræð- ings sjúklingur færi, þó ekki væri gert ráð fyrir því í reglugerð. Þá gætu skapast vandræði ef sérfræð- ingur vildi til öryggis leita álits annarra sérfræðinga á einhveijum tilfellum því miklar takmarkanir væru á heimild sérfræðinga til að vísa á aðra sérfræðinga. Læknabréfin Eitt af þeim mörgu atriðum málsins sem ráðuneyti og sérfræð- inga greinir á varðar læknabréf og þar ber mikið í milli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur m.a. rökstutt upptöku hins nýja kerfis með því að allar upplýsingar um heilsu sjúklingsins og meðferð þurfi að liggja fyrir hjá heimilis- lækni. Guðjón segir að boðskiptin séu í miklum ólestri. Ef heimilis- læknir sendi tilvísun eigi sérfræð- ingur að svara. Nú sé staðan sú að heilu sérgreinarnar svari ekki og hafi ástandið farið versnandi. Hann spyr hvert sé öryggi sjúkl- inga þegar ástandið sé svona, ekki liggi til dæmis fyrir upplýsingar um grundvallaratriði eins og lyfjagjöf sjúklinga. Hann segir að læknabréf sé reiknað inn í gjald sérfræðinga og séu þeir að svíkja samninga með því að senda þau ekki. Læknafélögin hefðu haft tækifæri til að taka á þessu máli en ekkert aðhafst. Bárður segir að sérfræðingar séu sammála því að sem mest af upplýsingum um sjúklinga og fjöl skyldur þeirra séu fyrirliggjandi hjá heimilislæknum. Það sé hið besta mál. Hins vegar sé óskiljanlegt að ráðuneyt ið noti jafn veik rök og þessi til svo róttækra breytinga á heilbrigðis kerfinu. Það byggði mál- flutning sinn á fimm ára Sjúklingur gæti þurft aö greiða tugí þúsunda gamalli könnun sem bent hefði til að í einungis þriðjungi tilvika sendu sérfræðingar skýslu um samskipti sín við sjúkling. Síðan hafi ástand ið batnað mjög og nýlegar kannan- ir sýni að skýrslur séu sendar 70-90% tilvika. Þá sé vitað að sumum greinum, til dæmis geð- lækningum, væri mikið um að sjúklingar óskuðu eftir að skýrsla um samskiptin væri ekki send. Þá bendir Bárður á að læknar hafi boðið þetta mál fram í samningum en ekki fengið undirtektar. „Vald- boð er einungis til að spilla þessum boðskiptum,“ segir hann. „Málið er í alvarlegum hnút. Ég tel að það verði ekki leyst nema með því að hætta við allar áætlan ir um tilvísanakerfi. Enda er það vilji almennings," segir Bárður spurður að því hvaða lausn hann sæi á deilumálinu. Viðkvæmt málí læknastétt Tilvísanamálið er afar við- kvæmt í læknastétt. Hluti heim- ilislækna styður málið. Bárður Sigurgeirsson telur að sérfræð- ingar séu einhuga í sinni afstöðu en heimilislæknar skiptist í tvo hópa. „Ég hef rætt við marga heimilislækna og sýnist að flestir séu þeirrar skoðunar að ágrein- ingurinn skemmi mikið fyrir samskiptum lækna en þau hafa verið með ágætum og að tilvís- anakerfið verði ekki til mikils gagns.“ Úr röðum sérfræðinga hafa heyrst þær raddir að líta megi svo á að óeðlilegir hagsmuna- árekstrar séu í tilvísanakerfinu. Heimilislæknar hafi gengið í lið með heilbrigðisráðuneytinu til að skara eld að eigin köku eða auka völd sín. Spurður um þetta segist Bárður telja að fjárhags- legir hagsmuni ráði ekki ferðinni þjá heimilislæknum, heldur hug- myndafræðin. Þeir trúi því að >eir geti minnkað kostnað og bætt boðskipti. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Félags íslenskra heimilis- lækna, segist meta stöðuna svo, eftir að hafa kannað félagahóp- inn, að góður meirihluti sé fyrir tilvísanakerfinu. Menn séu al- mennt þeirrar skoðunar að ástandið sé slæmt, nýting mann- afla ekki nægilega góð og sjúkl- ingarnir fái ekki eins góða lækn- isþjónustu og íslenska heilbrigð- iskerfið geti boðið þeim upp á. Segist hann telja fráleitt að menn taki afstöðu til málsins vegna eigin fjárhagslegra hags- muna. Breytingin muni hafa í för með sér aukið álag, að minnsta kosti í byrjun. Tekjuaukning heilsugæslulækna yrði ekki nema lítið brot af heildartekjum þeirra og miðað við fyrirhöfnina og óþægindin vegna ágreinings í læknastétt gangi það ekki upp að halda því fram að fjárhagsleg- ir hagsmuni ráði afstöðu manna. Tilvísanakerfið hefur mest áhrif í heilbrigðisþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu og ef til vill á Akureyri því almennt hafa læknar á landsbyggðinni í raun þurft að vinna eftir tilvísana- kerfi. Sigurbjörn viðurkennir að menn séu dálítið kvíðnir vegna aukins álags í byijun því flestir séu þegar önnum kafnir. Hann bendir þó á að þegar stofugjald hafi verið tekið upp hafi orðið samdráttur á heilsugæslustöðv- unum án þess að starfsfólki hafi fækkað og því ætti að vera svig- rúm í kerfinu. Þá sé við því að búast að jafnvægi komist á eftir ákveðinn tíma. Ef á þyrfti að halda væri aðstaða þegar fyrir hendi á heilsugæslustöðvum til að bæta við læknum. Sigurbjörn metur það svo að af um 90 þúsund einstaklingum sem leita til sérfræðinga árlega hafi um 30-40 þúsund farið án tilvísunar. Þeir muni nú leita til heimilislækna. Það þýði innan við 10% fjölgun heimsókna til heimilislækna. Heilsugæslukerf- ið ætti að ráða vel við það. Heil- brigðisráðuneytið hefur komist að sömu niðurstöðu, þ.e. að álag á heilsugæslukerfið á höfuð- borgarsvæðinu muni aukast um 10% þegar tilvísanakerfið kemst á. Guðjón Magnússon telur að svigrúm sé í kerfinu til að taka við aukningunni og ekki hafi verið talin ástæða til að gera sérstakar ráðstafanir vegna til- vísanakerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.