Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGU NBLAÐIÐ STÆKKUN ÁLVERSIIMS Formlegar viðræður hafnar við Alusuisse-Lonza um stækkun álversins í Straumsvík far verðhruns á álmarkaði hefði komið í ljós að sú ákvörðun hefði verið réttlætanleg, því fyrirtækin hefðu beinlínis lent í erfiðleikum ef farið hefði verið af stað með það mál. „Það var alveg ljóst að ekki yrðu teknar neinar ákvarðanir um stækkanir neins staðar, og það hafa satt að segja engar slíkar ákvarðan- ir verið teknar í heiminum. Núna hefur þróunin snúist við og álverð hefur hækkað verulega, en það eru ennþá ýmsir óvissuþættir í því. Það hefur verið lokað fyrir verulega framleiðslugetu til að reyna að koma jafnvægi á verðið en það kemur áreiðanlega í notkun aftur. Engu að síður er allt útlit fyrir að framundan sé nokkurra ára góð- æri, eða að minnsta kosti sæmilegt árferði í þessari grein, meðal ann- ars vegna þess að það eru ekki fyrirsjáanlegar verulegar viðbætur á næstu árum og efnahagsástandið í heiminum er hagstætt," sagði hann. Þrátt fyrir þá verðhækkun sem orðið hefur á álmarkaði hefur að sögn Jóhannesar hvergi í heiminum verið tekin ákvörðun um að byija á alveg nýjum álverum, en hins vegar væri ljóst að stækkanir á borð við þá sem nú er rætt um í Straumsvík væru áreiðanlega byij- aðar að koma til álita. Þess vegna teldi hann allt benda til þess að stækkun álversins í Straumsvík geti verið mjög arðbær fram- kvæmd. Frá sjónarmiði Alusuisse líkt og íslenskra stjórnvalda væri mikilvægt að þetta mundi lækka meðalframleiðslukostnaðinn í Straumsvík með því að nýta betur það sem þar er fyrir, og það mundi gera álverið að sterkari framleiðslu- einingu til lengri tíma en ella. Betri von en oft áður Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar, sagði að meiri von væri til að þessi áætlun um stóriðjuframkvæmdir gæti orðið að veruleika en oft hefði verið áður í skyldum áætlunum, í’érstaklega vegna þess að ekki væri um mjög stóra framkvæmd að ræða. „Það sem verið er að tala um er kannski fjárfesting upp á um 150 milljónir dollara, á meðan nýtt álver kostar um 1.000 milljónir dollara. Að taka ákvörðun um þetta er því miklu minni ákvörðun. Við erum líka núna mjög snemma í þessari bylgju sem álverð hefur risið, en það er búið að vera á uppleið í 6-9 mánuði, og menn sjá að framhald verði á því. Ég held líka að eigend- ur Alusuisse geri sér kannski enn betur grein fyrir mikilvægi þess að t-rygg]'a samkeppnisstöðu ÍSAL til framtíðar, en þetta er eina álverið sem þeir eiga eftir eitt og sér. Það er búið að lækka framleiðslukostn- aðinn með alls konar hagræðingu og fækkun starfsfólks, en lengra verður ekki komist á þeirri leið. Hið næsta er því að stækka eining- una til þess að auka hagkvæmn- ina,“ sagði Geir. Ekkert hægt að fullyrða um gang viðræðna Aðspurður um hvort í þetta sinn væri einungis um að ræða enn eitt skiptið sem ráðherra Alþýðuflokks væri að kynna möguleika á sviði stóriðju sem síðan yrði ekkert úr svaraði Sighvatur Björgvinsson því til að viðræðunefnd um stóriðju hefði verið í langan tíma í sam- bandi við ýmsa aðila um mögulega kosti á þessu sviði, en núna fyrst væru að hefjast raunverulegar samningaviðræður. „Auðvitað getum við ekki fullyrt í upphafi hvernig þær samningavið- ræður enda. Okkur fannst hins veg- ar rétt að gera grein fyrir þessu nú þegar farið hafa fram viðræður milli þessara aðila og Alusuisse- Lonza hefur lýst yfir áhuga á að hefja efnislegar viðræður og athug- anir, sem þeir hafa ekki gert áð- ur,“ sagði hann. VERÐI af stækkun álversins í Straumsvík mun nýr kerskáli væntanlega verða reistur á opnu svæði sem er á milli núverandi kerskála og Reykjanesbrautarinnar. Annað hvort yrði um að ræða 900 metra langan og sambærilegan skála þeim sem þ'egar eru til staðar, eða tvo 300-400 metra skála sem yrðu sér framleiðslueining. FORMLEGAR viðræður eru hafnar milli íslenskra stjórnvalda og sviss- neska fýrirtækisins Alusuisse- Lonza um möguleika á stækkun álversins í Straumsvík, og er flutn- ingur á nýlegum kerskála í eigu þýska álfyrirtækisins VAW einn af þeim kostum sem sérstaklega hafa verið kannaðir. Byggingartími slíks álvers er um tvö ár, og leiði viðræðurnar til já- kvæðrar niðurstöðu ætti því nýr kerskáli að geta tekið til starfa síð- ari hluta ársins 1997, en áætlað er að um 6 mánuði taki að komast að niðursöðu um stækkunina. Um yrði að ræða 60% aukningu á ál- framleiðslu við Straumsvík, en nú- verandi framleiðslugeta ÍSAL er 100 þúsund tonn á ári, og er áætlað- ur kostnaður við stækkunina um 10 milljarðar króna. A blaðamannafundi, sem haldinn var til að kynna viðræðumar sem nú eru hafnar um stækkun álvers- ins, kom fram í máli Sighvats Björgvinssonar iðnaðarráðherra að um 200 manns myndu starfa við framkvæmdimar ef af þeim yrði, en viðbótarstarfslið í Straumsvík þegar skálinn væri risinn yrði 100-120 manns. Skálinn myndi væntanlega rísa austan við núver- andi kerskála í Straumsvík sam- hliða Reykjanesbrautinni, en frá upphafí var gert ráð fyrir möguleika á helmings stækkun álversins á því svæði. Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, segir að orkuþörf þeirrar viðbótarálfram- leiðlsu sem rætt er um í Straums- vík sé á bilinu 800 til 900 gígawatt- stundir, en það samsvarar nánast allri þeirri umframorku sem nú er til í landinu. Sagði hann að orku- verð til álversins myndi taka mið af þeim aðstæðum sem em í dag. Stefnt að niðurstöðu fyrir marslok Að fmmkvæði íslenskra stjórn- valda hafa nokkrir kostir varðandi aukningu álframleiðslu við Straumsvík verið til athugunar síð- ustu mánuði, en leitað hefur verið leiða til að njóta góðs af þeirri hækkun álverðs-sem orðið hefur á heimsmarkaði. Stækkun álversins í Straumsvík hefur áður verið til umræðu, en af hálfu viðsemjenda íslenskra stjómvalda hefur það til þessa ekki verið álitinn fýsilegur kostur. Fulltrúar AIusuisse-Lonza og ís- lenskra stjómvalda áttu fyrsta við- ræðufund um málið í London 30. janúar síðastliðinn, og var þar tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega úttekt á þeim kostum sem til greina koma varðandi stækkun álversins, en athugunin mun taka bæði t;l tæknilegra og rekstrarlega þátta. Stefnt er að því að komast .að sam- eiginlegri niðurstöðu fyrir lok mars næstkomandi um hver muni verða hagkvæmasti kosturjiess að byggja nýjan kerskála við ISAL, en sam- hliða þessu verður rætt um fyrir- komulag eignarhalds og reksturs. Jóhannes Nordal sagði að kraftur hefði komist í athuganir á stækkun álversins þar sem nú gæfist tæki- færi á að kaupa tæki og kerskála sem þegar er búið að loka í Þýska- landi, en þar væri um tiltölulega nýlega og hagkvæma tækni að ræða. „Næsta skref er að ganga úr skugga um hvort sá kostur er sá Morgunblaðið/Sverrir VIÐRÆÐUR um stækkun álversins voru kynntar á blaðamanna- fundi í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Halldór J. Kristjáns- son, skrifstofustjóri iðnaðarráðuneytisins, Geir A. Gunnlaugsson, stjómarformaður Markaðsskrifstofu iðanaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra, og Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar. sem bestur væri að taka nú eða hvort það eigi að nota aðra tækni við þessa stækkun. Það er enginn vafi á því að þessi möguleiki er hagkvæmari en flestir aðrir mögu- leikar sem finnast í heiminum í dag til þess að bæta við álframleiðslu. í nýjum álverum er stofnkostnaður- inn miðað við framleiðslutonn áreið- anlega hátt í helmingi hærri heldur en stækkun af þessu tagi, og það eru ekki mörg álver þar sem er möguleiki til stækkunar með svip- uðum hætti og hér eru fyrir hendi. Hér er öll aðstaðan fyrir hendi og það þarf ekki að bæta við mann- virkjum þama að neinu ráði fyrir utan kerskálann sjálfan, og þar að auki er öll orkan tilbúin fyrir þessa stækkun,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að þar sem sú orka sem til þarf sé þegar fyrir hendi þurfi ekki að bæta við orkufram- leiðsluna hér á landi strax, en hins vegar þyrfti að gera það mjög fljót- lega. Ymsir kostir væru þar fyrir hendi en ekki hefði verið tekin nein afstaða til þess hvaða leiðyrði farin. Útlit fyrir góðæri framundan Jóhannes sagði að þegar Atlanta- hópurinn hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að fresta áætlunum um framkvæmdir í Keilisnesi í kjöl- Tíu milljarða fjárfest- ing sem skapaði 120 framtíðarstörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.