Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR AXEL HELGASON + Ragnar Axel Helgason, lög- reglufulltrúi, Vest- mannaeyjum, fædd- ist á Kálfatjörn á V atnsley sustr önd, 20. febrúar 1918. Hann lést á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 27. janúar síðastlið- inn. Ragnar var tí- unda barn hjónanna Friðriku Þorláksínu Pétursdóttur og Helga Jónssonar frá Tungu í Reykjavík. Af þrettán systkin- um hans eru eftirlif- andi þijár systur, Elísabet, As- laug og Sjöfn. Ragnar kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Vilborgu Há- konardóttur frá Siglufirði, árið 1939. Foreldrar Vilborgar eru Guðrún Vilhelmina Guðmunds- dóttir og Hákon Kristjánsson. Ragnar og Vilborg byijuðu bú- skap á heimaslóðum hennar í RAGNAR A. Helgason starfaði í lögregluliði Vestmannaeyja, fyrst sem afleysingamaður, en síðan sem fastur starfsmaður frá árinu 1951 til ársins 1988, eða samtals í 38 ár. Árið 1968 var hann skipaður aðstoð- arvarðstjóri og síðan varðstjóri 1970 og rannsóknarlögreglumaður og lög- reglufulltrúi frá 1978 til starfsloka, en hann var einnig einn af stofnend- um Lögreglufélags Vestmannaeyja og heiðursfélagi þess. Hann reyndist alla tíð farsæll í starfí sínu og ávallt var hann sjálfum sér samkvæmur. Það fundum við allir, að hann var góður félagi og gott var að starfa með Ragnari, því hann var ætíð traustur og ráðagóður ef einhver vandkvæði komu upp í starfínu. Heimili þeirra hjóna Ragnars og Borgu stóð ætíð opið fyrir okkur lögreglumönnum og ósjaldan bauð hann okkur heim til sín í kaffisopa og meðlæti hjá Borgu, en hún taídi ekki eftir sér að hlaða borð af kræs- ingum fyrir okkur og skipti oftast litlu hvað klukkunni leið í vaktavinn- unni hjá okkur. Þar var ætíð gest- risnin í fyrirrúmi. í frístundum leitaði hugur hans gjaman til hvers konar veiðiskapar og má segja að hann hafi þar verið Vestmannaeyjum og giftu sig þar 1. júní 1941. Börn þeirra eru fjögur. Þau eru: 1) Friðrik Helgi, f. 12. febrúar 1941, maki Erla Víglundsdóttir og eiga þau tvö börn, Sigurð Vigni og Vil- borgu. 2) Anna Birna, f. 18. septem- ber 1948 og á hún þijá syni, Ragnar Vilberg, Hákon Vil- helm og Grétar Mar. 3) Hafsteinn, f. 1. desember 1952, maki Steinun Hjálmarsdóttir og eiga þau þijú börn, Guðrúnu Vilhelminu, Hjálmar Rúnar og Hafstein Elvar. 4) Ómar, f. 14. júní 1958. Barnabarnabörn Ragnars og Vilborgar eru tvö, Friðrik Þór og Elvar Þór. Útför Ragnars fer fram frá Landakirkju í dag. í essinu sínu, sama hvaða veiðiskap hann lagði fyrir sig. Þar kom fram dugnaður hans, þolinmæði og lagni. Hann var einnig virkur félagi í Bridsfélagi Vestmannaeyja um margra ára skeið og svo stálminn- ugur var hann að hann rakti oft heilu spilin og umgangana fyrir okk- ur, þegar farið var að ræða um hvernig hefði gengið það og það kvöld í spilamennskunni. Hann stundaði sjómennsku á sín- um yngri árum og eftir að hann kom til Eyja eignaðist hann fljótlega trillu sem hann hafði mikið yndi af að nota í frístundum sínum. Hann var einnig snjall með háfínn í lundaveið- inni á sumrin í Stórhöfðanum og þá helst á Lambhillunni, sem var hans uppáhaldsveiðiskapur og það eru ófáar þúsundirnar af fuglinum, sem hann bar á bakinu upp brekkurnar í gegnum árin, að loknum veiðidegi. Varla leið það haust sem hann sleppti í gæsaveiðinni og var feng- urinn oft dijúgur, því hann var snill- ingur með byssuna og þekkti vel inn á atferli fuglanna og samspil náttúr- unnar. Ragnar var hafsjór af fróð- leik ef þessi mál bar á góma og það var ekki ónýtt fyrir byijanda að fá tilsögn frá honum í veiðimennsk- unni, enda var hann óspar á að miðla ELISA ELIASDOTTIR + Elísa Elíasdóttir fæddist á Nesi í Grunnavík 6. ágúst 1913 og andaðist á dvalarheimilinu Hlíf á ísafirði 23. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir Elíasar Hall- dórssonar og Engil- ráðar K. Jónsdóttur. Pálína er eina systk- ini hennar sem er á lífi en Sigurður, Magnús, Jóhannes, Guðrún og Jónína eru dáin, sem og Steindór Sæmunds- son sem var fóstur- bróðir þeirra. Elísa giftist Sím- oni J. Helgasyni skipstjóra 2.6. 1940. Hann lést 16.2. 1988. Börn þeirra eru; Kristín Þuríður, fædd 1.9. 1944, Sigríður Rósa, fædd 5.10. 1945, Elísa, fædd 16.6. 1947, og Stef- án, fæddur 15.3. 1953. Útför Elísu fer fram frá ísafjarð- arkapellu í dag. Sérfiwðingar i hlómuskrryliii^iim >ió öll lækiljrri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrsetis, sími 19090 í DAG kveðjum við elskulega ömmu okkar. Hún var einstaklega ljúf og góð amma. Okkur fannst allt- af gott að koma til hennar. Aldrei . hraut styggðaryrði af vörum hennar í garð okkar bamanna þrátt fyrir ýmis uppátæki okkar. En við fundum á okkur ef henni mislíkaði eitthvað og vorum fijót að taka tillit til þess. Amma og afí áttu heima á Túngöt- unni á Isafírði. Við áttum heima í Bolungarvík og fórum oft í sunnu- dagsbíltúra til Isafjarðar. Var þá oft komið við á Túngötunni og drukkið kaffí. Það sem okkur fannst hvað mest spennandi var danska sælgætið sem amma bauð okkur svo oft upp á eftir kaffið en hún fékk það frá Pöllu systur sinni sem býr í Dan- mörku. Samband ömmu og afa var gott. Hún stóð við hlið hans í gegnum líf- ið og hélt þeim gott heimili. Eftir MINNiNGAR þekkingu sinni ef einhver leitaði eft- ir. Ég get varla látið hjá líða að minn- ast. á atvik, sem henti okkur í einum af gæsaveiðitúrum okkar, og lýsti Ragnari vel og sýnir að hann var hreystimenni og mikil kempa. Þetta var eitt síðdegisflug, sem við vorum í, neðst við Þverá í Rangárvalla- sýslu. Þegar þetta gerðist var tals- vert frost og kalsi í veðrinu. Við hugðumst vaða yfir ána, til þess að komast í veiðistað, en áin er þarna nokkuð straumhörð og vatnsmikil. í fyrstu tilraun tókst ekki betur til en það, að Ragnar blotnaði uppfyrir mitti í djúpum ál sem var í ánni. Eftir þetta vildi ég hætta við, fara til baka til þess að hann gæti skipt um föt. Ragnari fannst það óþarfí og hafði ég af þessu nokkrar áhyggj- ur, en það var ekki við það komandi og eftir að Ragnar kom upp úr ánni snaraði hann sér úr fötunum og vatt rækilega og fór síðan í þau aftur. Síðan var sest niður og veiðin gekk vel og heim í ból komum við ekki fyrr en þremur til fjórum tímum seinna. Ekki varð Ragnari meint af volkinu og aldrei kvartaði hann um kulda, þó blautur sæti hann og hreyfingarlítill þtjá tíma í frostinu. Með þessum fátæklegu orðum viljum við, lögreglumenn í Vest- mannaeyjum, fyrrum starfsfélagar hans, kveðja Ragnar A. Helgason, lögreglufulltrúa, og minnast góðs félaga, um leið og við vottum konu hans Vilborgu Hákonardóttur, böm- um þeirra hjóna og barnabömum innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans. Fyrir hönd lögreglunnar í Vest- mannaeyjum, Agnar Angantýsson, yfirlögregluþjónn. Kveðja frá barnabömum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvaem stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekká þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku ömmu okkar og okkur öll. Kveðja, Vilborg og Sigurður Vignir. að afi féll frá flutti amma fljótlega í þjónustuíbúðir aldraðra á Hlíf. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, . friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við viljum biðja Guð að blessa og varðveita ömmu og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með henni. Blessuð sé minning hennar. Jónína Salóme, Guðbjartur og Símon Þór. Elsku amma mín. Nú ert þú horf- in á braut. Það var erfitt að trúa því fyrst er ég frétti að amma væri farin frá okkur. En nú er hún komin til afa. Þegar ég kvaddi þig á laugardeg- inum datt mér ekki i hug að þú myndir kveðja þennan heim tveim dögum seinna. Ég held bara fast í minningar um þig og afa nú þegar þið eruð saman á ný, minningar um allar þær góðu stundir sem ég átti með ykkur á Túngötu 12. Margt kemur í hugann þegar ég kveð þig í hinsta sinn í dag. Megi góður Guð geyma þig að eilífu. Elísa Stefánsdóttir. SJÖFN MAGNÚSDÓTTIR + Sjöfn Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 10. sept- ember 1948. Hún lést á Landakots- spítala 26. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 3. febrúar. MEÐ örfáum orðum vil ég kveðja kæra vin- konu mína, Sjöfn Magnúsdóttur. — Þótt liðin séu rúm tuttugu ár síðan ég fyrst hitti Sjöfn og Sigga Viggó í sendiráði íslands í Washington, DC, virðist það hafa verið í gær. Margt var þar um manninn, enda verið að haldá upp á 17. júní. Þau hjónin stóðu þó upp úr mannhafínu, glæsileg og tignar- leg; Siggi, myndarlegur, ljóshærður víkingur, og Sjöfn, yndisfögur með sitt fallega dökka hár og ómót- stæðilega, fagra bros. Þessi kynni, sem enn eru svo tær í minning- unni, voru upphaf djúprar og traustrar vináttu. Vináttu sem ég þakka þér nú, kæra vinkona. í dag komu öll blóm æskunnar til mín og brostu í dag (Nína Björk Ámadóttir) til að gera allt fyrir mig og sjálfsagt var að taka á móti mínum gestum að heiman, hvort sem var fjöl- skyldu minni eða vin- um. Svandís og Hildur, systir mín, urðu mjög góðar vinkonur og síð- ustu þrjú sumur hafa þær farið saman í sumarbúðir og haft gagn og gaman af. Við höfum alltaf hald- ið sambandi síðan, hist hér heima eða talast við í síma og yfirleitt hringdi ég til þeirra ef ég var stödd í Bandaríkj- unum. Ég hitti Sjöfn síðastliðið sumar þegar hún var í fríi hér heima á yndislega fallegum júnídegi, það var sól og hiti og við sátum úti í garð á Markarflötinni. Hún leit svo vel út, geislaði, og það var svo auð- velt að hrífast með henni og smit- ast af hlátrinum og gleðinni. Þann- ig verður minningin um hana í huga mér. Elsku Siggi, Svandís, Lilja, Unn- ur, systkini og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari erfíðu stund. Kristín Guðjónsdóttir. Minninguna um birtuna sem fylgdi þér og brosið sem varð enn fallegra eftir að þú eignaðist bamið þitt, Svandísi Unni, brosið sem þú að lokum sofnaðir með, þakka ég guði. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. (Einar Benediktsson) Elsku Siggi og Svandís, Krissi, Níní og aðrir ástvinir, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Megi minn- ingin um yndislega konu styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði. Toby S. Herman. Lýsir af morgni, ljós af skari dvín. Hljóð úti í homi, harpan bíður mín. Mýkri skildu mundir, mínum strengi bæra elfur taka undir, álftakvakið skæra. Græt ég og greiði, gjaldið eina er má læt ég á leiði, laufín bleik og fá. Sígræn blöð þér breiði, björk í fegri heimi mildur blær á meiði, minning þína geymi. (Sigurður Sigurðsson frá Amarholti) 1. apríl 1990 flaug ég til Amer- íku. Ég var nýbúin að ráða mig í vinnu sem barnfóstra hjá Sigga og Sjöfn. Sjöfn tók á móti mér í New York og þaðan flugum við til Pitts- burg. Þar bjó ég hjá þeim og pass- aði Svandísi. Ég var úti í tíu mán- uði og á þeim tíma fluttu þau til Flórída. Þetta var yndislegur og erfiður tími. Það er erfítt að fara frá fjölskyldu og vinum í svona langan tíma, en Sjöfn og Siggi gerðu allt sem þau gátu til að mér liði vel. í dag sé ég að þetta voru tíu yndislegustu mánuðir sem ég hef Iifað. Það má segja að á hveijum degi vitni ég í þennan tíma sem var mér svo lærdómsríkur. Manni fínnst óréttlátt þegar fólk eins og Sjöfn er tekið burt frá okk- ur, en ég trúi því að það sé þörf fyrir það annars staðar. Og að við hittumst öll aftur. Siggi og Svandís, megi algóður guð vera með ykkur og hjálpa ykk- Uý í þessari miklu sorg. \ Bryndís Hrund. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðrar konu sem ég var svo heppin að fá að kynnast og búa hjá í tæpt ár þegar hún bjó í Flórída. Eg hugsaði um Svandísi og keyrði hana til og frá skóla. Þetta var frá- bær og ógleymanlegur tími. Sjöfn og Siggi voru alltaf boðin og búin Kveðja til elskulegrar mágkonu. Þegar ég kom til San Francisco fyrir tæpum tuttugu árum ásamt þáverandi eiginmanni, var stefnan tekin heim til Sjafnar. Og jafnvel þó að við hefðum heimilisfangið niðurskrifað tók það okkur nokkurn tíma að finna staðinn. Ég gleymi ekki hve gott það var þegar við loksins komum á leiðarenda eftir allt brekkuklifrið. Þá hitti ég Sjöfn mágkonu mína í fyrsta sinn. Ég man að hún var í síðu pilsi og fal- legri mussu, dökka hárið glansandi og augun gáskafull og var að vökva blómin. Mér fannst hún falleg og spennandi. Hún og Siggi höfðu búið sér einstaklega fallegt heimili þar sem blómin skipuðu sérstakan sess en Sjöfn hafði ótrúlega græna fingur og þetta fallega heimili stóð okkur bróður hennar opið eins lengi og við þurftum. Sjöfn var yndisleg og skemmtileg mágkona, gat alltaf séð broslegu hliðarnar ef vandamál komu upp og hjálpað við að leysa þau. Eftir að við fluttum .öll burt frá San Francisco varð sambandið stijálla en við vissum þó alltaf hvor af annarri. Við gátum glaðst hvor með annarri, þegar við uppgötvuð- um á 35 ára afmælinu hennar, sem hún hélt upp á héma heima, að við áttum báðar von á fyrsta barninu okkar. Stelpurnar okkar fæddust svo með tæplega mánaðar millibili. Næstu ár liðu hratt og við hitt- umst ekki oft, en þó bæði þegar elskulegur fyrrverandi tengdafaðir minn Magnús Björnsson og þegar Magnús Brynjólfur, bróðir Sjafnar, voru jarðsungnir. Ef máltækið „hláturinn lengir lífið“ ætti við ein- hver rök að styðjast væri þessi minningargrein óþörf. Mín elsku- lega mágkona hefði lifað í að minnsta kosti þrjú hundruð ár. En þrátt fyrir öll vísindi þarf mann- skepnan enn að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómum og öðrum hörm- ungum. Fólk á besta aldri er burt- kallað úr þessum heimi og eftir stöndum við hin og verðum að læra að lifa með missinum. Við fráfall vinkonu minnar og mágkonu hugga ég mig við að hún verður ekki ein hinum megin, ég efast ekki um að Maggamir taka á móti henni. Elsku Siggi, Svandís, systkini Sjafnar og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð í missi ykkar, en veit jafnframt, að Sjöfn mun lifa í minningum okkar allra um ókomna tíð. Júlía Hannam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.