Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni ~~y'C 1 þkSSi KLkJNÚHkUNGTA-,— ; v susNtss e/z m'oBMtz ) HUGMVNO/ y F Ée STBIK.I/JZNN/ \ \,ÞO Srjö/ZNAR.... J A ■ i^\ ~~\ J ■ '* J' • | n®ryr\\\ ' ' W W • eo ... ÖG TúMi eere//e göt/a/ j » Þk> Smáfólk 50 HERE I AM ALL ALONE IN TME CAR. UOHILE TME FAMILT60ES SM0PPIN6.. Svo hér er ég aleinn í bílnum á meðan fjölskyldan fer í búðir... Ég var vanur að láta mér leið- ast, en ekki lengur... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Slysavarnir í þágu barna Frá Margréti Sæmundsdóttur: REYJAVÍKURLISTINN hefur sett málefni fjölskyldunnar í önd- vegi og er forgangsröðun verkefna borgarinnar við gerð fjárhagsáætl- unar í samræmi við þá stefnu. Á síðastliðnu ári sem var tileinkað fjölskyldunni samþykkti borgar- stjórn Reykjavíkur að veija tveim- ur milljónum króna næstu tvö árin til sérstaks slysavarnar átak í þágu barna. Átakið verður sam- vinnuverkefni Slysavarnafélags íslands og Reykjavíkurborgar. Sú staðreynd að á hveiju ári koma um 11.000 börn á Slysadeild Borg- arspítalans segir sína sögu. Allir sem vinna að slysavarnamálum viðurkenna að slys eru mikið heil- brigðisvandamál og allt sem gert er til þess að draga úr slysum er ávinningur í þess orðs fyllstu merkingu. Þrátt fyrir að við íslendingar getum hrósað okkar af lægsta ungbamadauða í heimi getum við því miður ekki verið stolt af því hvemig börnum okkar vegna þeg- ar þau eru komin á legg. Slys í heimahúsum af völdum heits vatns, eitrana, rafmagns og vegna fals em allt of algeng. Alskyns slys við nýbyggingar em einnig algeng. Skemmst er að minnast þess að móðir bjargaði bami frá drakknum í húsgranni hálffullum af vatni fyrir nokkrum dögum. Slys á börnum á reiðhjólum eru einnig algeng og era höfuðhögg alvarlegustu áverkar sem hjól- reiðafólk fær. Þessari tegund slysa má þó útrýma með einföldum hætti þ.e. með því að nota hjól- reiðahjálm. Slysum á farþegum í bílum hefur einnig fækkað tölu- vert og má þar þakka aukinni notkun öryggisbúnaðar, m.a. barnabílstóla. Áf þessari upptaln- ingu sést að af nógu er að taka í slyavömum. Öryggi barna verður fyrst og fremst aukið ef foreldrar og ráða- menn þjóðfélagsins horfast í augu við þá staðreynd að börn þurfa eftirfarandi: í fyrsta lagi leiðsögn, í öðra lagi vernd og í þriðja lagi öruggt umhverfi að búa í. Flest slys á börnum verða við aðstæður þar sem við fullorðna fólkið höfum gert okkur grein fyr- ir að hættur eru til staðar. Við höfum haft áhyggjur, en ekki fengið okkur til þess að benda öðram á eða tekist að breyta að- stæðum. Vandamálin hafa gleymst eða ekki verið afgreidd. Það erum við fullorðna fólkið, ekki börnin, sem verðum að bera ábyrgð á öryggi barna. í samfé- lags umræðunni, í skipulagsmál- um og í mikilvægu hlutverki okkar sem foreldrar, afar eða ömmur. Meginmarkmið slysavarnaátaks SVFÍ og Reyjavíkurborgar er að vekja athygli á þessum mikilvægu málum. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, formaður umferðarnefndar Reykjavíkurborgar. Athugasemdir vegna grein- ar um réttarstöðu skuld- ara í frjálsri samkeppni Frá Birni Rögnvaldssyni: VEGNA þeirrar þróunar að nokk- ur Tjöldi lögmanna hefur nýtt sér aukið svigrúm til stóraukinnar gjaldtöku af skulduram vill undir- ritaður benda á að samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga um aðför nr. 90/1989 skal sýslumaður ákvarða til hvers kostnaðar gerðarbeiðandi á tilkall úr hendi gerðarþola vegna undirbúnings gerðarinnar og hennar sjálfrar, að því leyti sem hann fellur til eftir öflun aðfarar- heimildar. Fram kemur í greinargerð með aðfaralögum um 2. mgr. 36. gr. að hér er sett sú regla, að sýslu- maður eigi að ákveða við gerðina fyrir hveijum kostnaði gerðarbeið- anda fjárnám verður gert. Er hér miðað við að sýslumaður ákveði ekki aðeins kostnað af fram- kvæmd gerðarinnar sjálfrar, held- ur einnig að hann ákveði inn- heimtukostnað gerðarbeiðanda og aðra tilfallandi liði, sem afstaða hefur ekki áður verið tekin til í dómsúrlausn eða annarri aðfar- arheimild. Þessari ákvörðun verða málsaðilar að hlíta að minnsta kosti um sinn, hvað umfang fjár- námsgerðar varðar, en um þetta væri unnt að fá úrlausn héraðs- dómara eftir reglum 14. eða 15. kafla eða að fá leyst úr því í tengslum við nauðungarsölu hins! fjárnumda eða í almennu dóms- máli.“ Samkvæmt aðfararlögum getur sýslumaður því við framkvæmd aðfarargerðar lækkað kostnaðar- liði ef hann telur gjaldtöku lög- manns óeðlilega miðað við umfang starfsins. Um skyldu sýslumanns verður að gera greinarmun á því hvort gerðarþoli mætir eða ekki. Mæti gerðarþoli ekki á sýslumaður að gæta af sjálfsdáðum að þeim ; réttindum sem lögin veita gerðar- 1 þola, sbr. 1. mgr. 24. gr. aðfl. Mæti gerðarþoli hins vegar á hann sjálfur að gæta að réttindum sín- um. Sýslumaður getur þó neitað einhverri kröfu gerðarbeiðanda af sjálfsdáðum, þótt hlutverk hans eigi fyrst og fremst að vera það að leiðbeina gerðarþola um réttar- stöðu hans, en ekki að gæta að’ réttindum hans öllu frekar, sbr. 4. mgr. 25. gr. aðfl. Réttast er þó að löggjafarvaldið breyti samkeppnislögum til vernd- ar hagsmunum skuldara en þar til að sú ákvörðun verður tekin má beita 2. mgr. 36. gr. aðfl. til að koma í veg fyrir að einstakir lögmenn geti eftirlitslaust makað krókinn á kostnað skuldara. BJÖRN RÖGNVALDSSQN,! sýslumaður, Ólafsfirði. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.