Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 37 allt fór sem fór held ég að þú haf- ir verið heppinn að fá að kveðja með önn í hönd og þurfa ekki að lifa þá kvöl að sjá ævistarfið í rúst Og búsmalann fallinn. Það var aldrei taktur þinn að fjasa um hlutina eða bera tilfinn- ingar þína á torg. Þú laðaðir böm að þér með hlýju og umhyggju, þau treystu þér og leið vel í návist þinni. Slíkt mun oft einkenni tilfínninga- ríkra manna er hirða ekki um að láta þær daglega í ljós. Ég veit líka að þér hefði verið það ómetanleg gleði að sonur þinn skyldi bjargast á svo undursamlegan hátt. Að lokum þakka ég þér áratuga vináttu, greiðasemi og skemmtun. Fjölskyldan hér á Hellisbraut 20 vottar konu þinni, sonum og öðrum ættingjum og vinum innilegustu samúð. Jens Guðmundsson. Góðvildin var greypt í hug og sál og geislaði frá hveijum andlitsdrætti. Glettni og kímni gæddi allt sitt mál, græskulaust, en létti skap og bætti. Sumum er slík hjálparhendi léð að hika aldrei nætur jafnt sem daga. Geta ekkert aumt né dapurt séð án þess helst að bæta um og laga. (Jakob Jónsson.) Sumir samferðamenn okkar hafa meiri áhrif á okkur en aðrir. Óli frændi á Grund er einn þeirra sem ég á alltaf eftir að minnast sem helsta uppalanda míns enda gekk hann mér næstum í föður stað. Við Óli eyddum ófáum stundum saman þau sumur sem ég var á Grund. Kringum kýrnar og tuddana skeggræddum við heil ósköp. Óli var einstaklega mikill dýravinur, enda skepnurnar á Grund gæfari og hrekklausari en maður vandist. Tuddarnir okkar Óla voru mitt stolt enda komu kýr nálægra bæja árlega í heimsókn og þá var handagangur og læti. Óli gaf mér nafnbótina kúarektor og lagði fyrir mér allar reglur um fóðrun og hirðingu. Fyrsta verk mitt á vorin á Grund, eftir að heilsa fólkinu og hundinum Móra, var að hlaupa uppí fjós og fagna iðandi tuddunum. Eg var viss um að þeir þekktu mig frá síðasta sumri, þá bara kálfar, en Óli var ekki í nokkrum vafa um að þeir myndu eftir mér. Kvað tuddana lengi óhressa eftir brottför mína síðasta haust. Það var mikið sem Óli gaf mér: Tók af öll vafaatriði þegar þess þurfti, hrósaði þegar vel var gert og leiðbeindi í villu. Hvatning og hrós Óla er veganesti sem ég bý ennþá að. Eldhúsið á Grund er mér eftir- minnilegt. Það er örugglega gest- setnasta eldhús sveitarinnar. Fólk naut gestrisni Lilju og Óla í hví- vetna. Hver man ekki eftir Óla, kímnum í framan í horninu sínu við eldhúsborðið, Lilju á þönum eftir kaffi og kökum, skrafinu, hlátrinum og læraskellunum? Oftast var Óli sjpaugsamur og á stundum stríðinn. Oli sá hlutina frá skemmtilegu sjón- arhorni þroskaðs og umburðarlynds manns. Undir glensinu leyndist djúpgreindur heimsborgari sem átti sín hugarefni. Um sín áhugamál talaði Óli af staðfestu og þekkingu. Ef svo bar við rak hann fagmenn á gat á þeirra sérsviði. í gamni eða alvöru er eitt þó alveg víst, að fólk kvaddi alltaf létt í lund eftir kaffi- sopa á Grund. Óli var afskaplega varkár maður. Sumarið sem ég var ellefu ára var ég orðinn nokkuð stálpaður að mínu mati, þá suðaði ég mikið um að fá að keyra traktorinn. Því var aldrei viðkomið og var þar borið við ung- um aldri rnínum. Einhvern tímann þetta sumar steig ég á nagla nokk- uð frá bænum og þurfti ÓIi þá að bera mig emjandi heim. Eitthvað hefur hann vorkennt stráknum því hann lofaði að ég mætti fá að prófa að keyra traktorinn. Svo mikil var gleðin yfir þessu að sársaukinn gleymdist á stað og stund. Svo rann stóra stundin upp og ég fékk að keyra traktorinn (í fanginu á Óla) frá haughúsinu og heim. Það er, MINNINGAR eins og þeir vita sem þekkja til á Grund, mjög stutt en nægði mér það sumarið. Það var tárvotur drengur sem yfírgaf sveitina sína á haustin. Ekki svo að skilja að ég hlakkaði ekki til að hitta fjölskyldu og vini eftir þriggja mánaða fjarvera, en að kveðja Óla, Lilju og strákana var erfið stund á hveiju hausti. Kristján Zophaníasson. Það má segja að búskapartími okkar Grandarhjóna sé svipað lang- ur hér í sveit. Þegar ég kom hingað þá fluttist ég í allt öðruvísi samfélag en ég hafði þekkt. Við hjón voram afar heppin með nágranna þá er bjuggu sitt hvoru megin við Miðhús. Ég hef fylgst með dugnaði og þrautsegju þeirra. Það er ekki ofsagt að þau Grand- arhjónin hafi breytt kotbýli í stór- býli á okkar mælikvarða. Þau hjón breyttu ófijórri jörð í gjöful tún og byggðu útihús og áhaldahús af framtakssemi og hagleik. Einnig endurbyggðu þau hjón íbúðarhúsið og stækkuðu. Grund, sem eitt sinn var hjáleiga, var komin í hóp betri býla. Þau hjón Lilja Þórarinsdóttir frá Reykhólum og Ólafur Sveinsson frá Gillastöðum vora samhent. Gest- risni réði þar ríkjum. Alltaf kaffí á könnunni eða matur á borðum og mátti segja að þau hafi byggt hús sitt yfír þjóðbraut þvera. Auðvitað er margs að minnast eftir svona langa kynningu. ÓIi var þéttur á velli og þéttur í lund. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Hann var laginn og vandvirk- ur og gott að leita til hans þegar eitthvað bjátaði á. Við sem kynnt- ust honum fundum frekar til vel- vildar hans en hann segði það með orðum. Þau Lilja eignuðust tvo drengi, Guðmund framkvæmdastjóra og Unnstein Hjálmar, sem vann með foreldram sínum að framgangi bús- ins. Skilarétt okkar Reyknesinga var á Grund og allir urðu að koma inn og fá sér kaffi og tertur og annað góðgæti. Oft komu þangað yfir 100 manns á réttardaginn og öllum var Grundarheimilið opið. Ef til vill er það forréttindi þess er fæst við kennslu að kynnast bet- ur foreldrum og nemendum en ann- ars væri kostur. Guðmundur og Unnsteinn vora eitt sinn nemendur mínir og mér þykir vænt um alla mína nemendur. Allir höfðu sín ein- kenni. Eins atviks vil ég minnast. Það var vorið 1956 að það vantaði ýmis- legt til heimilisins. Sauðburður rétt ókominn. Þá var leitað til Óla á Grund og hann átti góðan vörabíl og var hann fenginn til þess að fara inn í Króksfjarðarnes að sækja þangað vörur og þar á meðal kjam- fóður. Þá var síldarmjölið í 100 kg pokum. Ferðin inneftir gekk allvel þó að vegir væru blautir og þungir. Svo þegar haldið var heimleiðis og komið í hallann fyrir utan Hríshól sökk bíllinn ofan í aurbleytu og festist. Orðalaust var byijað að taka af bílnum og þegar það var búið var bíllinn tjakkaður upp og gijót sótt og hlaðið undir hjólin. Svo var bílnum ekið upp úr en nú þurfti að bera allt dótið að bílnum og hlaða á nýjan leik. Ekki hraut hnjóðsyrði af vörum Óla. Hjónaband þeirra Óla og Lilju var farsælt. Það sem hægri höndin gaf vissi ekki vinstri höndin. A stóru svæði hér kom Lilja í hvert barna- afmæli með einhveija gjöf. Á mínu heimili var ekkert afmæli komið fyrr en Lilja var komin og svo mun hafa verið um mörg heimili hér um slóðir. Ég veit að það er ekki í anda Óla að vera með óþarfa mælgi og því skal hér stansa. Við hér á Miðhúsum þökkum Óla fyrir samfylgdina og sendum fjöl- skyldu hans dýpstu samúðarkveðj- ur. Sveinn Guðmundsson. SIGURÁST SÓL VEIG SIG URÐARDÓTTIR + Sigurást Sól- veig Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 16. desember 1994. Foreldrar hennar voru Sig- urður Guðmunds- son og Málfríður Jónsdóttir. Sigurást var elst 11 alsyst- kyna. Hálfsystkini hennar voru fimm. Fjögur alsystkin- anna eru látin, Ingi- björg og Petrún létust ungar, Sigurður og Haraldur létust fyrir nokkrum árum. Þau sem eru á lífi eru Lilja, Aðalheiður, Jóna Málfríður, Petrún yngri, Bjarkey og Guðni. Hinn 5. desember 1942 giftist Sigurást Gunnari Jónssyni, f. 25. mars 1909, verkamanni í Reykjavík, og eignuðust þau eina dóttur, Gyðu, 26. janúar 1944. Gunnar lést 16. apríl 1976. Seinni maður Sigurástar, Elías Sigurðsson, var fæddur 30. apríl 1908, vörubílsljóri í Reykjavík og áttu þau engin börn. Elías lést 2. mars 1979. Sigurást var jarðsungin frá Fossvogskirkju 29. desember 1994. AMMA okkar og langamma er dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki heimsótt ömmu aftur og langömmubarn hennar sem er tveggja ára talar alltaf um að heim- sækja langömmu ef maður keyrir í þá átt sem hún átti heima. En svona er þetta alltaf, það kemur að því að þetta líf tekur enda og vonandi er eitthvað annað betra sem tekur við af því. Það era margar minningar sem streyma um hugann þegar maður hugsar um gömlu góðu stund- imar með ömmu. Ég sem skrifa þessar línur man fyrst eftir ömmu þegar ég var fimm ára því þá fór ég til Reykja- víkur í pössun til ömmu og afa í nokkrar vikur því mamma og pabbi þurftu að vinna. Þessar vikur voru eins og einn dagur að líða því allt var gert til þess að hafa ofan af fyrir manni, vegna þess hve maður var mikið mömmubarn. Það var alltaf gaman að fá ömmu í heimsókn því hún kom alltaf með eitthvað handa okkur systkinunum og í staðinn fékk hún að sofa í her- bergjum okkar. Amma var mjög gjafmild og hafði einnig gaman af því að fá gjafir frá okkur eða bara teikningar sem við systkinin teikn- uðum og gáfum henni. Amma var alltaf hjá okkur á jólunum eftir að afi dó fyrir nokkrum árum en nú var hún ekki hjá okkur þó að við höfum fundið fyrir henni í nálægð okkar. Amma okkar var félagslynd manneskja og hafði gaman af því að ferðast og segja frá því sem á ævidaga hennar hafði drifið. Nú er amma lögð af stað í langt ferðalag þar sem hún vonandi mun eignast marga vini. Amma og langamma okkar mun lifa með okkur í huga okkar. Sólveig Arndís Hilmarsdóttir, Ellas Hilmarsson, Ásta María Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir mín, LISE GÍSLASON, andaðist í Borgarspítalanum 2. febrúar. Eva Ólafsdóttir. Maðurinn minn + og faðir okkar, ÓLAFUR S. SIGURGEIRSSON, lést 2. febrúar. Auður Tryggvadóttir og börn. t Mágkona mín og föðursystir okkar, INGA RUNÓLFSDÓTTIR CHUDACOFF, áðurtil heimilis á Hraunteigi 19, andaðist f Kaliforníu 21. janúar. Ragnhildur Lárusdóttir, Lilja Bragadóttir, Lárus Bragason, Særún Bragadóttir, Bryndís Bragadóttir. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIGERÐUR MARTEINSDÓTTIR frá Hólum í Norðfirði, lést 21. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Geir Björgvinsson, Helga Ásmundsdóttir, Katrín Inga, Björg Helga, Sóley Ósk, Sonja Iðunn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SNORRA PÉTURSSONAR, Skipalóni. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir, Lovísa Snorradóttir, Hilmir Helgason, Jónfna R. Snorradóttir, Ævar Ármannsson, Unnur Björk Snorradóttir, Jónas Marinósson, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs sonar, dóttursonar og sonarsonar okkar, ÞORSTEINS HELGA ÁSGEIRSSONAR, Viðarrima 42. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks barnadeildar Landakotsspítala fyrir ein- staka umönnun og vináttu. Magnea Hansdóttir, Ásgeir Þorsteinsson, Jónina Böðvarsdóttir, Hans Hilaríusson, Vilhelmína Sveinsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og veitta aðstoð við útför móður okkar, ÍSAFOLDU JÓNATANSDÓTTUR, Skarðshlið 22, Akureyri. Kveðja, Valrós Kelly, Þórður Pálmason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.