Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, 60 ára Starf í þágu stúdenta í 60 ár í ÞAU sextíu ár sem liðin eru frá stofnun Vöku hefur félagið tek- ið þátt í að móta stúd- entabaráttu í Háskól- anum og gengið á ýmsu. Birgir Ar- mannsson stiklar á stóru í sögu félagsins. VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnað 4. febrúar 1935. Þá voru krepputímar hér á landi, eins og annars staðar á Vest- urlöndum, og stjómmálaástandið einkenndist af miklum öfgum. í Háskóla íslands kvað mikið að samtökum kommúnista og þjóðem- issinna, en stuðningsmenn lýðræðis og borgaralegs þjóðskipulags vom í nokkurri vörn. Vaka var stofnuð til að vera vettvangur þess fólks, og um leið til að stemma stigu við uppgangi hinna pólitísku öfgaafla. Strax í upphafí átti Vaka miklu fylgi að fagna í Háskólanum. Fé- lagið náði fljótt stuðningi um helm- ings stúdenta og var í áratugi oft- ast nær í meirihluta í Stúdenta- ráði, ýmist eitt eða í samstarfi við aðra. Áttu Vökumenn á þeim tíma mikinn þátt í að móta starfsemi ráðsins og um leið allt háskólasam- félagið. í byijun áttunda áratugarins breyttust aðstæður hins vegar til mikilla muna og vom andstæðingar Vöku úr röðum vinstri manna einir við völd í Stúdentaráði samfellt í níu ár, eða frá 1972 til 1981. Á níunda áratugnum einkenndist starf Stúdentaráðs hins vegar af samsteypustjómum, þar sem til sögunnar hafði komið miðjuafl, Félag umbótasinnaðra stúdenta, sem til skiptis starfaði með Vöku og Félagi vinstri manna. Vökumenn og umbótasinnar áttu þó fremur samleið framan af, en síðar tóku vinstrisinnar innan Félags umbótasinna völdin og leiddi það að lokum til sammna félagsins við Félag vinstri manna. FVá 1988 til 1991 vom Vökumenn við völd í Stúdentaráði, en frá þeim tíma hefur Röskva, samtök félags- hyggjufólks, haldið um stjómar- taumana. Hagsmunir stúdenta í öndvegi Veigamikill hluti af starfi Vöku hefur frá upphafi verið að vinna að hagsmunamálum stúdenta. Strax á fyrstu ámm sínum barðist félagið fyrir því að stúdentum væm veittir styrkir til náms og síðar átti félagið dijúgan hlut að máli þegar námslánakerfi var komið á hér á landi. Lánamálabaráttan hefur sett svip sinn á starf félagsins á undan- fömum ámm og hefur það lagt áherslu á, að lánin væm miðuð við raunvemlega framfærsluþörf stúd- enta og að ekki væri dregið úr sjálfsbjargarviðleitni manna með því að draga of mikinn hluta náms- láns frá vegna sjálfsaflatekna. Fé- lagið hefur ekki talið óeðlilegt að námsmenn greiddu lán sín til baka, en hafa hins vegar staðið gegn því að endurgreiðslur yrðu of þungar og að fullir markaðsvextir væm reiknaðir á lánin. Félagið hefur einnig látið sig önnur hagsmunamál stúdenta varða. Þar má nefna, að stúdentar fengu aðild að háskólaráði fyrir eindregna baráttu félagsins, það beitti sér fyrir yfirtöku stúdenta á Bóksölu stúdenta, opnun kaffistofa í Háskólanum, stofnun ferðaþjón- ustu og sumarhótels, þar sem hús- næði stúdentagarðanna var nýtt á þeim tíma, sem stúdentar þurftu þess ekki með. Þá má nefna, að Vökumenn höfðu forystu um stofnun Félags- stofnunar stúdenta árið 1968, sem tók yfir veigamikla þætti í háskóla- lífinu, svo sem rekstur garða, kaffi- stofa, Ferðaskrifstofu stúdenta, Bóksölu og fleira. Hafa Vökumenn jafnan lagt mikla áherslu á, að stofnunin stæði undir rekstri sínum og gæti jafnframt lagt fé í áfram- haldandi uppbyggingu í þágu stúd- enta. Enn má geta þess, að Vaka hef- ur unnið að þvi, að bæta starfsemi Háskólans að ýmsu leyti, og nefna má að á síðari árum hefur félagið unnið að því að koma á gæðakönn- unum í sambandi við kennslu, færslu haustmisserisprófa frá jan- úar og fram í desember og að því, að lýmkaðar yrðu heimildir stúd- enta til að sækja námskeið í öðrum deildum en sínum eigin. Þá má geta þess að lokum, að félagið hefur nýlega lagt fram heildstæða menntastefnu, þar sem lögð er áhersla á að skipulag og kennsluhættir háskólans séu í sam- ræmi við þarfir atvinnulífsins og fullnægi jafnframt þeim gæðakröf- um, sem gerðar eru til háskóla í vestrænum samfélögum. Pólitík eða hagsmunabarátta Vaka var stofnuð við þær að- stæður, að höfuðandstæðingar fé- lagsins stefndu að róttækum þjóð- félagsbreytingum. Það sem sam- einaði Vökumenn var hins vegar vilji til þess að vinna að umbótum, án þess að teknar væru kollsteyp- ur. Þeir vildu viðhalda grundvallar- atriðum lýðræðislegs og borgara- legs þjóðskipulags hér á landi en voru opnir fyrir umbótum á þeim grundvelli. Félagið átti lengi í bar- áttu við andstæðinga sína í þessum efnum og ekki síður í afstöðunni til utanríkismála, sem lengi skipuðu mikinn sess í stúdentapólitíkinni. Átakalínumar í utanríkismálun- um voru lengi þær, að Vökumenn studdu samstarf íslendinga við aðrar vestrænar þjóðir og varnar- samstarfið við Bandaríkjamenn. Höfuðandstæðingar úr röðum vinstri manna töldu hins vegar í upphafi, að samstarfs bæri að leita við sæluríki öreiganna í austri og síðar, að íslendingum bæri að gæta hlutleysis í deilum stórveldanna. Á árunum upp úr síðari heims- styrjöldinni og allt fram á áttunda áratuginn voru þetta þau átök, sem mestan svip settu á baráttu póli- tísku fylkinganna í Háskólanum. Þá fór hins vegar að draga úr umræðu af þessu tagi, en lengi eimdi þó eftir af deilum um utanrík- ismál á vettvangi Stúdentaráðs. Átök um utanríkismál og þjóð- mál hafa löngum sett svip sinn á stúdentapólitíkina. Þegar vinstri menn fóru einir með völd í Stúd- entaráði á áttunda áratugnum keyrði þó um þverbak. Ráðið álykt- aði út og suður um þessi málefni, og jafnvel var gengið svo langt, að Stúdentaráð gerðist aðili að samtökum á borð við Víetnam- nefndina, sem barðist gegn afskipt- um Bandaríkjamanna af styijöld- inni þar í landi, og studdi samtökin með fjárframlögum. Forystumenn vinstri manna á þessum árum litu svo á, að þjóðfé- lagsbylting væri nauðsynleg, og eðlilegt væri að hún hæfist í há- skólasamfélaginu. Þær miklu öfg- ar, sem ríkjandi voru meðal forystu stúdenta á þessum tíma, kölluðu á andsvar, sem kom fram bæði af hálfu Vökumanna og Félags um- bótasinna á árunum upp úr 1980. Félögin náðu málefnalegri sam- stöðu um, að eðlilegt væri að Stúd- entaráð einbeitti sér að hagsmuna- og félagsmálum stúdenta, en léti utanríkis- og þjóðmál afskiptalaus. Stúdentar kæmu úr ýmsum áttum og hefðu mismunandi lífsskoðanir og því væri óeðlilegt að samtök þeirra væru að taka afstöðu til heitra deilumála, sem ekki snertu hagsmuni þeirra beint. Umbótasinnar reyndust, þegar fram liðu stundir, ekki alltaf tilbún- ir til að fylgja þessari stefnu eftir, en hún hefur verið kjaminn í af- stöðu Vökumanna til Stúdentaráðs í meira en áratug. Þegar Vöku- menn fóru með völd í ráðinu á árun- um 1988 til 1991 var þessari stefnu fylgt fast eftir, og má fullyrða, að hún hefur sett sitt mark á starf Stúdentaráðs frá þeim tíma, þótt Vökumenn hafi ekki alltaf verið við völd. Hefur þannig umræða um al- menn stjórnmál og utanríkismál að mestu horfið af vettvangi Stúd- entaráðs á síðari árum. Hins vegar hafa andstæðingar félagsins úr röðum Röskvu ávallt haldið því fram, að ekki mætti „slíta hags- munabaráttu stúdenta úr samhengi við önnur mál“, hvað svo sem það nú þýðir, og jafnvel sagt, að bar- átta fyrir almennum félagshyggju- sjónarmiðum væri í óijúfanlegum tengslum við hagsmunabaráttu stúdenta. Vikulöng afmælishátíð BIRGIR Tjörvi Pét- ursson, varafor- maður Vöku, er for- maður afmælis- nefndar félagsins, sem staðið hefur fyrir mörgum uppá- komurn í þessari viku í tilefni af af- mælinu. Þegar blaðamaður Morg- unblaðsins tók hann tali var hann önnum kafinn við að und- irbúa afmælisveislu félagsins, sem hald- in var í gærkvöldi. „Afmæiishátíð Vöku stóð yfir í heila viku og var haldið upp á afmælið með ýmsum uppákom- um og viðburðum," segir Birgir Tjörvi. „Hátíðin var sett síðastlið- inn mánudag með ávarpi Svein- bjarnar Björnssonar rektors Há- skólans. Þá var nemendum boðið upp á veitingar og Háskólakór- inn flutti nokkur lög.“ Næstu daga var meðal annars haldinn fundur um félagshyggju þar sem Hannes H. Gissurarson og Ogmundur Jónasson tókust á, en fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar var Illugi Gunnarsson. Einnig var boðið upp á kaffispjall með Jóni Baldvin Hannibalssyni í Vökuheimilinu og kvöldvöku á Kofa Tómasar frænda, þar sem Árni Bergmann, Ómar Ragnars- son, unglingahýómsveitin Kósí og Súpergrúppan Vökubandið komu fram. Rúsínan í pylsu- endanum á þessari afmælishátíð var af- mælisveisla sem haldin var í Þjóðleik- húskjallaranum fyrir fullu húsi í gær- kvöldi, þar sem Fjall- konan og Súpergr- úppan Vökubandið léku fyrir dansi fram á nótt. Birgir Tjörvi er spurður að því hvort hann sé ánægður með hvernig tókst til með afmælishátíðina og svarar því játandi: „Það sýndi sig í afmælisvikunni að það er góður hugur í garð Vöku í Há- skólanum og mæting var fram úr björtustu vonum. Það sjást engin þreytumerki á Vöku og mér sýnist allt benda til þess að félagið lifi í að minnsta kosti sextíu ár til viðbótar. Annars er Birgi Tjörva efst í huga þakklæti að afstöðnum þessum hátíðarhöldum. „Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að skapa þá stemmningu sem náðist í afmælisvikunni. Þá ekki síður þeim sem tóku þátt í hátíð- arhöldunum og höfðu gaman af. Að lokum vil ég svo þakka göml- um Vökumönnum hlýhug í garð félagsins á þessum tímamótum. Það er skemmtilegt til þess að vita hversu margir hafa taugar til Vöku. Þurfum að komast upp úr hjólförunum GÍSLI Marteinn Baldursson er formaður Vöku á 60 ára afmæli félagsins. Hann var tekinn tali af því tilefni og eins og eðlilegt verður að teljast var fyrsta spurn- ingin hvernig Vaka stæði að vígi á þessum tímamótum.' „Eg held að félagið standi mjög vel,“ segir Gísli Marteinn. „Félag- ið sem slíkt er búið að koma vel undir sig fótunum. Við eigum gott félagsheimili og byggjum á ýmsum hefðum og venjum sem auðvelda okkur hið eiginlega starf, sem er að vernda og veija hagsmuni stúdenta í stóru og smáu. Málefnalega stendur Vaka líka vel að vígi um þessar mundir. Undanfarin fjögur ár höfum við verið í minnihluta í Stúdentaráði og nýtt þann tíma mjög vel til þess að fara yfir stefnu okkar, endurskoða hana og betrumbæta. Flokkum og fylkingum sem eiga í hagsmunabaráttu er að mörgu leyti hollt að lenda annað slagið í minnihluta. Við höfum haft gott af mótlætinu og mætum tvíefld til leiks, sátt við okkar stefnu." - Er þörf á tveimur andstæð- um fylkingvm í Háskólanum? Verður það ekki aðeins til að sundra stúdentum Háskólans í stað þess að sameina þá á bakvið málstað stúdenta? „Ég held að hvorug fylkingin standi í þessari baráttu barátt- unnar vegna. Þótt einhveijum kunni að finnast það ótrúlegt þá eru það þrátt fyrir allt málefnin sem ráða því að fylk- ingarnar renna ekki saman í eina sæng. Minnihiutinn veitir þar að auki meiri- hlutanum nauðsyn- legt aðhald." - / hveiju felst málefnaágreiningur- inn? „Málefnastaða fylkinganna er að mörgu leyti n\jög ólík og í mörgum málum er hyldýpisgjá á millL Ég get nefnt sem dæmi afnám skylduaðildar að Stúdentaráði, sem við höfum barist fyrir. Einn- ig viljum við stórauka tengsl Háskólans við atvinnulífið og loks má nefna grunnhugmyndina á bak við Stúdentaráð. Við vi^jum að það einbeiti sér að hagsmuna- baráttu, því þar er svo sannarlega af nógu að taka og hætti að burð- ast við að halda uppi félagslífi með misgóðum árangri, enda eru í háskólanum um fimmtíu deilda- félög sem eru betur til þess fallin." - Þannig að Vaka hefur nóg til málanna að leggja... „Já, á því er enginn vafi. Það þarf að eiga sér stað hugarfars- breyting. Vaka hefur bent á að til þess að Háskólinn komist í fremstu röð, þurfum við að kom- ast upp úr þeim þjólförum sem við erum föst í. Við þurfum til dæmis að hætta að einblína á rík- ið sem einu mögulega tekjulind skólans. Vaka hefur lagt fram vel igrundaðar hug- myndir um að Há- skólinn geri við ríkið langtímasamning um fjárveitingar, sem við teljum forsendu fyrir því að atvinnu- lífið og Háskólinn geti eflt tengsl sín á milli. Okkur dugai- ekki eitt og sér að grepja utan í sljórnvöldum um auknar fjárveit- ingar til Háskólans. Við þurfum líka að sýna frumkvæði og huga að öðrum möguleikum til tekjuöflunar. Á því sviði hefur Vaka haft algjöra forystu og lagt fram þaulhugsaðar hugmyndir þar að lútandi. Meöal annars að komið verði á fót hollvinakerfi, eins og tíðkast í háskólum erlend- is, þar sem útskrifaðir háskóla- nemar geta gerst hollvinir skólans með því að borga ákveðna upphæð á hveiju ári til síns gamla háskóla. Ég efast ekki um það í eina sekúndu að þessar tillögur Vöku verða ofan á að lokum. Það sjáum við meðal annars af þrómiinni í erlendum háskólum. Fleiri tillög- ur eru í hraðri sókn, til dæmis um afnám skylduaðildar, þannig að þótt umgjörð félagsins sé göm- ul er andinn í félaginu ferskur eins og ungur haukur í gömlu hreiðri, sem er þess albúinn að hefja sig til flugs, svo vitnað sé til fleygra orða Sigurðar Nordals fyrrverandi háskólarektors."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.