Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 13 LAIMDIÐ Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki Minntust þeirra sem létust í náttúru hamförunum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal HAFDÍSITF-FIH Boeing 575-vél Flugleiða hefur að undanförnu verið í svokallaðri C-skoðun sem er umfangsmesta skoðun á flugvélum sem gerð er hér á landi. Boeing 757-vél Flugleiða í C-skoðun Umfangsmesta skoðun sem gerð er Hræddi innbrots- þjófana í burtu Fagradal - Tilraun var gerð til innbrots hjá byggingarfé- laginu Klakki í Vík í Mýrdal að kvöldi þriðjudags en fyr- irtækið stækkaði verslun sína fyrir jólin. Svo heppilega vildi til að einn starfsmaður fyrirtæk- isins, Ingi Már Björnsson, var enn að vinna á staðnum og varð hann var við þjófana þegar þeir reyndu að bijót- ast inn um glugga á húsinu. Tókst honum að hræða mennina í burt og lögðu þeir á flótta. Fyrr um daginn sást til ferðar brúnnar sendibif- reiðar í akstri um Víkurþorp. A miðvikudagsmorgun var lögreglunni í Hvolsvelli bent á brúnan sendibíl sem stoð í vegkantinum austan Hvols- vallar. Þegar lögreglan kom að bílnum voru í honum tveir sofandi menn en þeir höfðu orðið bensínlausir fyrr um nóttina. Bíllinn var óskoðað- ur og hafði verið settur stol- inn skoðunarmiði ’95 yfir þann gamla. í bílnum fann lögreglan einnig verkfæri og áhöld sem nota mátti til inn- brots. Eigendur fyrirtækja í Vík eru alvarlega farnir að hugsa um að ráða vaktmann til að líta efitr fyrirtækjum sínum á nóttunni. NEMENDUR í Fjölbrautaskólan- um á Sauðárkróki komu saman í Sauðárkrókskirkju til þess að eiga þar kyrrláta helgistund í minningu þeirra sem létust í náttúruhamför- unum sem gengu yfir landið og sérstaklega Vestfirði, nú fyrir skemmstu. Aður en gengið var til kirkju söfnuðustu nemendur saman á torginu fyrir framan kirkjuna og kveiktu þar á friðarljósum sem raðað var í snjóinn og loguðu þar á meðan athöfnin fór fram. Prófastur, sr. Hjálmar Jónsson, flutti ávarp og bæn, kirkjukórinn söng, en síðan lásu nemendur skól- ans ritningargreinar og kvæði eft- ir Kristján frá Djúpalæk. Kór Fjöl- brautaskólans söng lagið Sofðu unga ástin mín, undir stjóm Hilm- ars Sverrissonar, en síðan var flutt bæn og blessun og kirkjukórinn söng. Fjölmennt var við athöfnina, sem var látlaus og hátíðleg. Keflavík - „Hafdís er fyrsta vélin af fjónim sem við erum að taka í svokallaða C-skoðun og mun þetta verkefni væntanlega standa fram að páskum," sagði Kristinn Hall- dórsson forstöðumaður viðhalds- og tæknideildar Flugleiða. Að sögn Kristins er þessi skoðun sú umfangs- mesta sem félagið annast og tekur um 6.000 vinnustundir. Verkið hefur tekið um 3 vikur og hafa um 50 flug- virkjar og aðrir starfsmenn félagsins annast þetta verkefni. Hafdís er af gerðinni Boeing 757 og er fyrsta vélin af þremur þessar- ar gerðar sem nú verða teknar í skoðun, en hún er framkvæmd að loknum 5.000 flugtímum. Að sögn Kristins er félagið nú að leita eftir verkefnum erlendis á þessu sviði. í fyrra tóku Flugleiðir að sér skoðan- ir á Fokker 50 fyrir norskt félag sem tókust vel og sagði Kristinn að nú væri unnið að fá fleiri verk- efni til landsins og þá Fokker 50- vélar. Morgunblaðið/Björn Bjömsson NEMENDUR Fjölbrautaskóla Sauðárkróks kveikja friðarljós áður en gengið er til kirkju. Innstavogs- hólmar Æðaroddi |j Sólmumdar* hölBi KROSSVlK Land það sem Akranes- kaupstaður festi kaup á Langasker// J FuglaskcrD» AKRANES (Skipaskagi) 2km Hólmur ytri FRÁ undirritun samnings um kaup á Innsta-Vogi. Fyrir framan eru Gísli Gíslason, bæjarstjóri, og Júlíus Þórðarson sem undirritaði samninginn f.h. Ásmundar hf. Að baki þeim standa bæjarfulltrúar og fulltrúar fyrrum eiganda. Akranesi - Akraneskaupstaður hefur keypt jörðina Innsta-Vog á Akranesi og er kaupverðið 20 milljónir króna. Það var fyrirtækið Ásmundur hf. sem átti jörðina, en það félag var í eigu barna Þórðar Ás- mundssonar, útgerðarmanns, sem keypti jörðina 1941. Akra- neskaupstaður hefur lengi haft augastað á þessari jörð og hefur oft komið til tals að kaupa hana á undanförnum árum, en ekki Akranes kaupir Innsta-Vog orðið af því fyrr en nú. Jörðin er röskir 100 hektarar að stærð og spannar yfir nær Þriggja kílómetra landsvæði frá Miðvogi að Æðarodda. Ekki er að fullu ákveðið hvernig nýtingu þessa landsvæðis verður háttað, en lengi hefur verið talað um það sem útivistarsvæði bæj- arbúa með fjölbreyttum mögu- leikum. Þarna er fjölbreytt dýralíf og ótefjandi möguleikar fyrir hendi. Búist er við að efnt verði til samkeppni um hönnun á land- svæðinu. Húsakostur á jörðinni er nokkuð kominn til ára sinnar en hefur verið i útleigu til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.