Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 25 LISTIR Sinfóníuhljómsveitin Tónleikar fyrir ungt fólk Harri Lidsle túbuleikari. TÓNLEIKAR fyrir ungt fólk verða haldnir á vegum Sinfóníu- hljómsveitar íslands i Háskóla- biói í kvöld kl. 20 þar sem leik- in verða verk eftir Manchini, Monti, Beethov- en, tónlist úr kvikmyndum, s.s. Júragarðin- um, Bleika pard- usinum og Ja- mes Bond. Ein- leikari á tónleik- unum er Harri Lidsle túbuleik- ari og hljómsveitarstjóri Osmo Vanska. Einn þáttur í starfi Sinfóníu- hljómsveitarinnar er að halda árlega tónleika sérstaklega ætl- aða ungu fólki. Hljómsveitin reið á vaðið með slíka tónleika í fyrra og var þá leikið fyrir fullu húsi og voru viðtökur góðar. I þetta sinn hefur verið fenginn til leiks með hljómsveitinni finnskur túbuleikari Harri Lidsle að nafni. Túba er ekki algengt einleiks- hljóðfæri, sennilega er túban þekktust hér á landi af tónverk- inu Tobbi túba sem oft hefur verið leikið á tónleikum SI. I þetta sinn verður Tobba sleppt en farið á næsta bæ því Harri mun leika Göngulag fílsungans (Baby Elephant Walk) eftir Manchini og Czardas eftir Monti. Þess má geta að Czardasinn er skrifaður fyrir fiðlu og er mikið ------------»••♦.♦----- Dostojevskíj í bíósal MÍR FJODOR Dostojevskíj og verk hans verða á sýningarskrá bíósalar MÍR næstu tvo sunnudaga. Sunnudaginn 5. febrúar kl. 16 verður myndin „26 dagar í lífi Dostojevskíjs" sýnd, en „Fávitinn" sunnudaginn 12. febrúar. í kvikmyndinni „26 dagar í lífi Dostojevskíjs“ er lýst tæplega fjög- ura vikna tímabili í lífi hins fræga rússneska skálds, en 4 vikur var sá frestur sem útgefandinn Stellovskíj gaf rithöfundinum tii að ljúka við nýja skáldsögu, ella fengi útgefand- inn allan höfundarrétt að verkum skáldsins og skáldið missti öll sín höfundarlaun. Dostojevskíj skrifaði þá skáldsöguna „Fjárhættuspilar- inn“ og naut í Límaþrönginni aðstoð- ar einkaritara síns, Önnu Snitkinum, sem síðar varð eiginkona hans. Leik- stjóri myndarinnar er Alexander Zarkhi, en með aðaihluverkin fara Anatolíj Solonitsyn og Jevgenía Sim- onova. Islenskur texti er með mynd- inni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ♦ ♦ ♦■ „virtuosa“ verk. Harri Lidsle hóf að læra á básúnu níu ára gamall en sneri sér að túbunni 13 ára gamall því túba er ekki fyrir smábörn. Harri hefur víða komið fram sem einleikari. Auk áður- nefndra verka eru á efnisskrá tónleikanna þáttur úr 5. sinfóníu Beethovens, tónlist úr kvikmynd- um s.s. Júragarðinum eftir John Williams, Bleika pardusinum og James Bond eftir Henry Manc- hini o.fl. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vanska en kynnir er hinn þekkti tónlistar- og útvarpsmað- ur Einar Orn Benediktsson. Hófstillt rómantík og villt dulúð TONOST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt verk eftir Beethoven og Stra- vinskij. Einleikari Elmar Oliveira. Stjórnandi Osmo Vanska. Fimmtu- daginn 2. febrúar. ÞEGAR viðfangsefni tónleika eru meistaraverk og flutningur þeirra afburða góður, er í rauninni aðeins hægt að hrópa „bravó“. Fiðlukonsertinn eftir Beethoven sem er eitt af fegustu skáldverkum tónlistarsögunnar var fyrra við- fangsefni tónleikanna. Elmar Oli- veira er snilldar fiðluleikari og var tónfagur og þrunginn leikur hans eins og geirnegldur í verkið, ofinn úr klassískri ögun og hófstilltri rómantík. Það er sama hvar borið er niður í verkið, í hinn virðulega og allt að tiginborna upphafskafla, hæga þáttinn, sem er hljóðlát íhugun, nær því að vera bæn, er fær sérstaka merkingu sem for- spil að glaðlegúm og fagursyngj- andi lokakaflanum. Allt þetta bjó í fagurmótuðum leik fiðlusnillings- ins Oliveira og Osmo Vánská fékk hljómsveitina, með ágætum leik sínum, til að undirstrika skáldskap þessa meistaraverks. Seinna stórverkið á efnisskránni var Vorblót eftir Stravinskíj og þrátt fyrir að viðkvæmt upphaf verksins væri svolítið reikult, náði hljómsveitin að leika betur en nokkru sinni áður og verður þessa flutnings trúlega minnst er tímar iíða. Það fer ekki á milli mála, að Osmo Vánská er frábær stjórnandi og náði hann að laða fram bæði dulúð og villt eðli þessa magnaða tónverks. Eins og fyrr segir voru við- fangsefni tónleikanna meistara- verk og flutningur þeirra sannar- lega góður, svo enn má árétta þakklæti til fiðlusnillingsins Elm- ars Oliveira og hljómsveitartjór- ans, Osmo Vánská, og þá ekki síður til Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, fyrir glæsilegan tónflutn- ing. Jón Ásgeirsson Renault hátíð um helgina á nýjum heimaslóðum! Við hjá Bifreiðum & landbúnaðarvélum hf. erum stolt yfir því að geta nú boðið viðskipavinum okkar hina frábæru Renault bíla. Renault er einn elsti bílaframleiðandi heimsins og enn í dag í hópi þeirra stærstu. íslendingar kynntust Renault bílum fyrir alvöru með „hagamúsinni” 1946. Síðan hefur landinn kunnað vel að meta Renault. Gæði og aksturseiginleikar þessara frönsku eðalvagna eru vel kunnir öllum þeim sem áhuga hafa á bílum. Fjölmörg alþjóðleg verðlaun og sigrar í aksturskeppnum bera þess glöggt vitni. Renault línan er svo fjölbreytt og spennandi að allir geta fundið sér bíl við hæfi. Við gerum þér svo kaupin auðveld og þægileg. Opnunartilboð: Fyrstu 10 Renault bílunum sem B &L selurjylgir gangur af vetrardekkjum, Jullur bensíntankur og mottur Síðustu sjálfskiptu Renault bílamir af árgerð 1994 á sérstöhu tilboðsverði. Sýning- á járn- myndum í Lista- safni ASÍ HALLSTEINN Sigurðsson mynd- höggvari opnar sýningu á járnmynd- um í Listasafni ASÍ í dag, laugardag 4. febrúar. Á sýningunni verða 13 járnmyndir allar gerðar árið 1994. Fimm verkanna eru loftmyndir (mó- bíl). Verkin eru unnin út frá pýr- amídum, skelja- og keiluformum. Verkin heita nöfnum eins og fönsun, viðjar og bugar. Hallsteinn hefur haldið fjölda einkasýninga og eru verk eftir hann í eigu ýmissa aðila. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14-19. Safnið er lokað á miðvikudögum. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. febrúar. Verið velkomin í sýningarsal okkar að Ármúla 13 um helgina og kynnist betur hinum stórskemmtilega Renault. \npU Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf ' ÁRMÚLA 13 • SÍMl 568 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.