Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 FRÉTTIR Hr. Karlsson viltu segja Davíð hvað þér finnst ofboðslega gaman að vera kominn í ESB??? Staðhæfingar um há stöðvargjöld leigubílastöðva sagðar rangar „Óánægja bifreiða- stj óra orðum aukin“ FRAMKVÆMDASTJÓRI Bif- reiðastöðvar Reykjavíkur segir að Jón Smith leigubílstjóri fari með rangfærslur þegar hann fullyrðir að stöðvargjöld séu óeðlilega há, og að hægt sé að reka leigubíla- stöð með 50 bílum með lægri stöðv- argjöldum en tíðkast í dag. í Morg- unblaðinu á laugardag greindi Jón frá áformum hóps leigubílastjóra um stofnun nýrrar stöðvar vegna óánægju hans með stöðvargjöld. Guðmundur Börkur Thoraren- sen framkvæmdastjóri BSR segir að staðhæfing Jóns um að stöðv- arnar veiti allt að 41,5% afslátt til viðskiptavina sinna eigi ekki við um BSR. Þama sé stöðvunum skellt saman í eina sæng. Þessu til viðbótar verði að at- huga að innan þeirra tæplega 26 þúsund króna sem Jón talar um sem stöðvargjöld, séu margvíslegir liðir sem stöðin innheimti, ótengdir rekstri stöðvarinnar. Heildarupp- hæðin nemi 25.975 krónum, en innan hennar sé 1.700 króna gjald til Frama, stéttarfélags leigubíl- stjóra, 800 krónur fyrir starfs- mannafélag BSR, afsláttargjald til viðskiptavina sem dreifist jafnt á alla bflstjóra og 1.695 króna gjald tímabundið til sex mánuða vegna þess að stöðin er að taka í notkun nýtt símanúmer. Hæsti afsláttur BSR 20% í'seinasta mánuði hafi komið til framkvæmda afsláttarsamningar við nokkra af stærstu viðskiptavin- um stöðvarinnar, þ. á m. Reykja- víkurborg, sem njóti hæsta afslátt- ar sem stöðin veiti eða 20%, og þeir hafi fyrst og fremst hafa haft áhrif til hækkunar á stöðvargjöld- um. Gjaldtaka stöðvarinnar hafi hins vegar ekki aukist og hafi BSR til ráðstöfunar 17.593 krónur frá Stöðvargjöld hækka í samræmi við annað í þjóð- félaginu hveijum bílstjóra, sem gangi til að greiða launakostnað, rekstur skrif- stofu og auglýsingar. Samkvæmt breytingum á lögum um leigubifreiðar muni BSR ekki eftirleiðis þurfa að innheimta gjöld fyrir Frama, sem lækki heildarupp- hæðina, auk þess sem gjaldið vegna símanúmerabreytingarinnar sé tímabundið. Þessu til viðbótar þurfi fyrirtækið að greiða virðis- aukaskatt af stöðvargjöldum sem nýtist að mjög litlu leyti til inn- skatts. Leigubílstjórar fái þennan virðisaukaskatt ekki til baka þar sem leigubílaaksturs er ekki virðis- aukaskattskyldur. „Lægstu stöðvargjöldin sem mér er kunnugt um, eru strípaðar 9.600 krónur auk virðisaukaskatts á ónefndri sendibílastöð. Sú stöð er lokuð á kvöldin, á nóttunni og um helgar. BSR er opið allan sólar- hringinn, allt árið. Það er alveg útilokað að Jón Smith og félagar geti rekið leigubílastöð með 50 bílum fyrir þá upphæð sem hann nefndi að væri eðlileg f stöðvar- gjöld, eða um 16 þúsund krónur á mánuði með öllu inniföldu. Þá kunna þeir eitthvað fyrir sér sem hinar leigubílastöðvarnar kunna ekki,“ segir Guðmundur. Um meinta óánægju bílstjóra með stöðvargjöld, segir Guðmund- ur að stöðvargjöld hækki í sam- ræmi við annað í þjóðfélaginu og allar hækkanir skapi óánægju, hveijar svo sem orsakirnar eru. Hins vegar sé óánægja bflstjóra mjög orðum aukin. Haldinn hafi verið fundur um málið með þeim bílstjórum sem vildu ræða málið, og hafi sá fundur þótt gagnlegur og skilað árangri. Guðmundur kveðst ekki reikna með að áform um stofnun nýrrar leigubílastöðvar verði að veruleika, en ef svo yrði, teldi hann ekki að slíkt yrði bílstjórastéttinni til fram- dráttar. Rangfærslur í byrjun Hallkell Þorkelsson fram- kvæmdastjóri Bæjarleiða segir að talsmaður leigubílstjóra, Jón Smith, fari með rangfærslur í sam- tali Morgunblaðsins við hann, fyrst og fremst um stöðvargjöldin. „Ég tel að það kunni ekki góðri lukku að stýra fyrir menn sem ætla að hefja atvinnurekstur, að koma §yona til dyranna, með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila,“ segir Hallkell. Eftir er að fjalla um málið innan stjórnar Bæjarleiða og kvaðst Hall- kell ekki vilja tjá sig frekar um fullyrðingar Jóns að svo stöddu. Sæmundur Sigurlaugsson fram- kvæmdastjóri Hreyfils segir að það komi sér á óvart ef bifreiðastjórar frá Hreyfli séu í hópi þeirra sem hyggja á stofnun nýrrar stöðvar. Bifreiðastjórar hafi haldið nokkra fundi seinustu ár og þreifað á þessu máli, en bílstjórar Hreyfíls hafi ekki verið í þeim hópi þó að ekki sé útilokað að svo sé nú. Jón hafi verið að undirbúa stofnun stöðvar á þriðja ár og hann bíði enn eftir því að verði af framkvæmdum. Honum hafi hins vegar ekki verið kunnugt um að óánægja með stöðvargjöld væri ástæða áforma um nýja stöð. Óvíst sé með öllu að Jón hafi einhveija vitneskju um stöðvargjöld á Hreyfli. MORGUNBLAÐIÐ 174 núlifandi íslendingar fæddir 29. feb. Morgunblaðið/Sverrir KLEMENZ Jónsson rýnir í dagatalið en á næsta ári getur hann haldið upp á afmæli sitt á afmælisdegi sínum í 19. skipti. 75 árameð 18 afmæli að baki KLEMENZ Jónsson leikari, leikstjóri og fyrrverandi leiklistarstjóri Ríkisút- varpsins hélt upp á 75 ára afmæli sitt- í gær í faðmi fjölskyldunnar. Þó má segja að Klemenz hafi ekki átt afmæli í gær, því að hann-er einn þeirra sem fæddir eru 29. febrúar, en eins og flestum er kunnugt skýtur dagurinn sá aðeins upp kollinum fjórða hver ár, eða á hlaupári. „Það er óneitanlega svo- lítið sérkennilegt að eiga afmæli á fjögurra ára fresti, því árin bætast nú samt sem áður við. Samkvæmt Ijölda afmælisdaganna er ég 18 ára núna,“ segir Klemenz. Hlaupár er á næsta ári og þá getur Klemenz haldið upp á afmæl- ið sitt á réttum degi. Hann kveðst hafa haldið þá hefð að halda ann- ars upp á afmæli sitt 28. febrúar, og þá hefð hafi móðir hans skapað þar sem henni þótti miður fyrir hans hönd að eiga aðeins afmæli á fjögurra ára fresti. Ekki útundan „Ég man að þegar ég var krakki voru leikfélagar mínir stundum að tala um afmælið sitt, og þá þurfti ég að horfast í augu við þá stað- reynd að ég myndi ekki eiga af- mæli fyrr en jafnvel tveimur, þrem- ur eða fjórum árum síðar. Þá var farið að stríða mér með þessu og þá var það mamma sem tók af skarið og ákvað að haldið yrði upp á afmælið 28. febrúar, því það væri síðasti dagur mánaðarins. Hún var góð kona og vildi ekki láta mig vera útundan. Ég hef þó aldrei orðið fyrir öðrum óþægind- um vegna þessa afmælisdags, þótt að hann þyki alltaf ögn sérstakur afmælisdagur. Að ----------------- niinnsta kosti er hann fátíðara en hitt, þó að allmargir séu nú þessu marki brenndir. Ég hef að minnsta kosti hitt ““““““““ nokkra með sama afmæiisdag," segir Klemenz. Hann kveðst geta haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir fímm ár endist honum aldur 6g heilsa, þótt að árin eigi að vera áttatíu þá. Hann hafi haft tækifæri til að halda 24 sinnum hlaupársdag- ur á öldinni Fjöldi núlifandi íslendinga, með lögheimili á íslandi, sem fæddir eru 29. febrúar < VOtl 1936 Í5 1940 2 1944 «1948 C 1952 5 1956 (B 1960 U. 1964 1968 1972 1976 1980 1984 1988 1992 seinustu 34 ár, því hann hefur haft hönd í bagga með vali fjall- konunnar og leiðbeint þeim og er stundum kallaður faðir fjallkon- unnar fyrir vikið. Hann kveðst gjarnan vilja halda því starfi áfram en það velti skiljanlega á borgaryf- irvöldum. Hann var lengi kennari við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og margar leikkonumar sem hann valdi til að gegna hlutverki fjall- konunnar voru nemendur hans þar. Klemenz kveðst telja vöxt og viðgang í íslenskri leikarastétt mikinn og að ungir íslenskir leikar- ar samtímans séu ákaflega fram- bærilegir. „Ég hef ekkert sinnt leiklistinni sjálfur að undanförnu, fyrir utan lítilsháttar vinnu í útvarpinu, enda hefur bókin tekið hug minn og tíma allan um tveggja ára skeið. Því er hins vegar ekki að neita að það fer einhver fiðringur um mig þegar ég sé sviðshlutverk sem ég tel við mitt hæfi, þótt ég hafi aldrei átt sér- “*™™“ stök óskahlutverk. Ég hef nú í huga að skrifa nokkra þætti fyrir útvarp og mun þá kannski Ieikstýra þeim einnig.“ 174 hlaupársbörn Hermann Þráinsson á Hagstofu Islands tók saman fyrir Morgun- nokkrum sinnum upp á stórafmæli blaðið tölur um fjölda núlifandi á réttum degi, svo sem fertugsaf- Isléndinga með lögheimili hérlend- is sem fæddir eru 29. febrúar á þessari öld, miðað við þjóðskrá 1. desember síðast liðinn. Þar kemur fram að 29. febrúar hefur verið 24 sinnum á þessari öld og er næsta ár, 1996, hlaupár. Enginn þeirra sem fæddust 29. febrúar árið 1900, 1904, 1908 og 1916 eru enn á lífi og búsettir hérlendis. Þeir sem fæddust 29. febrúar 1912, 1920 og áfram til ársins 1992, eru alls 174 talsins. Sjö núlifandi íslendingar fædd- ust 29. febrúar 1920 og er Klem- enz einn þeirra og kveðst hann telja að það hafi verið sunnudagur. mælið og sextugsafmælið. Faðir fjallkonunnar Klemenz segist vera við ágæta heilsu andlega og líkamlega og hafi seinast í gær sagt endanlega skilið við bók sína Hátíð í hálfa öld, sem kom út fyrir skömmu en hún fjallar um lýðveldishátíðir í Reykjavík frá 1944 til 1994. Þetta er mikið verk, upp á tæp- ar 400 blaðsíður og fjöldi mynda. Klemenz hefur unnið að þessu verki seinustu tvö ár. Hann hefur jafnframt komið mjög við sögu hátíðarhalda á 17. júní ár hvert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.