Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hvergi verði hvikað frá kröfugerðinni FJÖLMENNI var á félags- og bar- áttufundi kennarafélaganna sem haldinn var í verkfallsmiðstöð þeirra í Lóni við Hrísalund á Akur- eyri í gær. Farið var yfir stöðu mála á fundinum og mætti Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður KÍ á fundinn. Um 210-220 manns voru á fund- inum og sagði Sveinbjörn Markús Njálsson, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, að mikill einhugur ríkti í röðum kenn- ara sem væru staðráðnir í að þeirra tími væri kominn. I ályktun fundarins var þeirri stefnubreytingu stjórnvalda fagnað sem birtist í fyrirvörum um samn- ings- og lögbundin lífeyris- og ráðningarréttindi kennara og skólastjóra við grunnskóla sem samþykktir voru við lokaafgreiðslu frumvarps um grunnskóla á nýaf- stöðnu Alþingi. „Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við einarða afstöðu samn- inganefndar kennarafélaganna í viðræðum við ríkisvaldið um nýjan kjarasamning. Fundurinn hvetur samninganefnd félaganna til að hvika hvergi frá kröfugerð okkar, er lögð var fram 25. nóvember 1994, um verulega grunnkaups- hækkun og lækkun kennslu- skykiu," segir í ályktun sem sam- þykkt var á fundinum. Jafnframt skoraði fundurinn á forsætisráð- herra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs að ganga strax til alvöru samningaviðræðna um gerð nýs kjarasamnings sem kennarafé- lögin hafa stefnt að allt frá því í nóvember á síðasta ári og lýsti fundurinn allri ábyrgð á seinagangi samningaviðræðna á hendur við- semjenda. Þróttmikið starf Að sögn Sveinbjarnar hefur starfsemin í verkfallsmiðstöð kenn- ara í Lóni verið afar þróttmikil og þangað komið um 70-80 kennarar dag hvern til að ræða málin. „Menn telja það frekar skítt að vera í verk- falli til að krefja stjórnvöld á hvaða tíma sem er að framfylgja stefnu sinni í skólamálum, en það er ekki enn farið að vinna eftir yfir 20 ára gömlum grunnskólalögum," sagði Sveinbjörn. Kennurum á Norðurlandi þykir sem skort hafi að viðræðurnar væru teknar alvarlega. „Þeim hefur verið líkt við að menn ætli að kaupa fullan poka af kartöflum en borga bara hálft verð fyrir hann,“ sagði formaðurinn. Þungt hljóð var í þeim fundar- mönnum sem til máls tóku á fund- inum. „Hljóðið er þannig í mönnum að þeir hugsa ekki að þeirra tími muni koma, hann er kominn og menn ætla sér að ná fram sinni kröfugerð um leiðréttingu. Engin vandræði Að sögn formanns BKNE hafa engin ágreiningsmál komið upp í verkfallinu. Undanþágur hafa verið veittar vegna fatlaðra nemenda m.a. í Hvammshlíðarskóla. „Hér hefur ekki borið á neinum vandræð- um, bæði kennarafélögin hafa ósk- að eftir góðu samstarfi og við höf- um leitað eftir áliti manna og látið verkfallið njóta vafans ef eitthvað er,“ sagði Sveinbjörn. Morgunblaðiö/Björn Gíslason EINHUGUR ríkti á fjölmennum fundi kennarafélaganna sem haldinn var í verkfallsmiðstöðinni í Lóni á Akureyri í gær. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KI, fór yfir stöðuna í samningaviðræðunum á fundinum. Fjölmennur fundur kennara í verkfallsmiðstöðinni á Akureyri Morgunblaðið/Björn Gíslason Margir eiga smáar bækur FJÖLDI fólks virðist eiga afar smáar bækur, en eftir að frétt birtist í Morgunblaðinu síðastlið- inn fimmtudag um örsmáa bók frá Tævan hefur fólk haft samband við blaðið og greint frá bókum af svipaðri stærðargráðu. Kona á Akureyri á bók sem virðist við fyrstu sýn vera minni en bók Astu Gunnarsdóttur sem sagt var frá í blaðinu á föstudaginn var. í bók- inni er, eins og í bók Astu, Faðir vorið á sjö tungumálum og lesmál- ið er einnig 3,5 millimetrar. Akureyrska konan fékk sína bók að gjöf þegar hún var barn, fyrir um 20 árum og kvaðst hún hafa óljósan grun um að hún hefði á sínum tíma verið keypt í Banda- ríkjunum. Bókin er í leðurbandi með gull- bryddingum og er hún varðveitt i glerkassa sem geymir stækkun- argler í lokinu. Félag verslunar- og skrifstofufólks Samning- arnir sam- þykktir FÉLAGSMENN í Félagi verslunar- og skrifstofufólks hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning. Við atkvæða- greiðslu um samninginn urðu úrslit þau að 30 sögðu já, 10 seðlar voru auðir, 2 sögðu nei og 1 var ógildur en alls mættu 43 á fundinn þar sem samn- ingurinn var kynntur og at- kvæði greidd. Jóna Steinbergsdóttir for- maður félagsins sagðist vera nokkuð sátt við samninginn, þau meginatriði sem áhersla hefði verið lögð á, að lægstu launin hækkuðu mest og krónutöluhækkun, hefðu náðst. Vissulega hefði hún kosið að sjá hærri tölur, en einnig yrði að líta til þess að stöðugleiki héldist í þjóðfé- laginu. Atvinnuleysi er enn mikið í félaginu en um 100 manns eru án atvinnu um þessar mundir sem er um 10% fé- lagsmanna. „Það lækkað dá- lítið á skránni hjá okkur fyrir jólin en rauk upp aftur eftir áramót," sagði Jóna en þegar hvað mest atvinnuleysi var hjá félagsmönnum voru 140 án atvinnu. „Ég treysti því að eitthvað fari að birta til í atvinnumálum hér á Akur- eyri, maður trúir ekki öðru.“ Kjarasamn- ingar kynntir BJÖRN Snæbjörnsson for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar verður gestur á samverustund á opnu húsi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í dag, miðvikudaginn 1. mars frá kl. 15.00 til 18.00. Björn mun kynna nýgerð- an kjarasamning verkalýðsfé- laga og atvinnurekenda og svara fyrirspurnum þátttak- enda. Kaffi og brauð verður á borðum að vanda öllum að kostnaðarlausu og dagblöð liggja frammi. Um 4.000 tonn til Krossaness UM 4.000 tonn af loðnu hafa borist til Krossanesverk- smiðjunnar á síðustu dögum, en hráefnislaust er í verk- smiðjunni sem stendur og bíða menn eftir að loðnan berist að nýju. Þrjú skip hafa landað hjá verksmiðjunni. Að sögn Jóhanns Péturs Anderssen er allt tilbúið til hrognatöku í verksmiðjunni, en búnaður var settur upp nú í vetur. Föstumessa FÖSTUMESSSA verður í Akureyrarkirkju í kvöld, mið- vikudagskvöldið 1. mars kl; 20.30. Sungið verður úr Pass- íusálmunum. Metró kaupir Linduhúsið METRÓ, Akureyri, hefur keypt fasteignina Hvannavelli 14, svokall- að Linduhús, þar sem Súkkulaði- verksmiðjan Linda hefur verið til húsa um árabil. Ingimar Friðriksson fram- Elsti íbúi Ólafsfjarð- ar látinn Morgunblaðið. Ólafsfirði. ELIN Björg Guðbjartsdóttir, elsti borgari Ólafsljarðar, er látin. Elín fæddist á Skeri á Látraströnd þann 24. desember 1891 og var því á 104. aldursári er hún lést. Elín var gift Sigurði Jóhannessyni, skósmið á Ólafsfirði, en hann lést árið 1981. Síðustu árin dvaldi Elín á elli- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Olafsfirði. kvæmdastjóri Metró á Akureyri sagði að með kaupunum hefði fyrir- tækið eignast framtíðarhúsnæði og athafnasvæði. Bílastæðamál væru í kjölfarið í góðu horfi og þá hefði athafnasvæði stækkað mjög. Húsið er á þremur hæðum, sam- tals um 3.000 fermetrar að flatar- máli, en Metró mun fyrst og fremst nýta neðstu hæð þess. Þar verður afgreiðsla á timbri, spónaplötum, sementi, einangrun og öðrum bygg- ingavörur. Metró hefur selt timbur í smáum stíl en eftir að verslunin hefur flutt sig um set í stærra hús- næði hefst salan af alvöru. „Salan hefur aukist jafnt og þétt frá því við opnuðum hér og veltan fer vaxandi, við erum sífellt að bæta við okkur nýjum vöruflokkum og lokaátakið í þeim efnum er timb- ursalan sem hefst af krafti eftir flutningana," sagði Ingimar. Með vorinu verður farið í að lag- færa húsið að utan og innan, auk nauðsynlegra framkvæmda við lóð og bílastæði. Þau fyrirtæki sem nú eru í húsinu, Linda og fleiri, verða þar áfram fyrst um sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.