Morgunblaðið - 01.03.1995, Page 35

Morgunblaðið - 01.03.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 35 leiðarlokum þakka ég forsjóninni fyrir hversu lengi við fengum að njóta vináttu hans. Björg Kofoed-Hansen yngri. „Ég er orðinn svo gamall og þeg- ar ég dey hafa allir gleymt mér,“ sagði vinur minn, Óli Magnús ísaks- son, við mig fyrir nokkrum árum. Honum sýndist að flestar minninga- greinar væru skrifaðar um böm og ungt fólk og um gamla fólkið væm aðeins ritaðar örfáar línur pg sagði að hinir öldnu féllu í gleymsku. Eg sannfærði hann um það, að þegar hann væri allur myndu margir minn- ast hans með greinum í víðlesnu blaði. Hann hló við og ég held að hann hafí vonast til að ég yrði sannspá. Við Óli hittumst fyrst sumarið 1955 þegar ég réðst sem sendill til Heklu og P. Stefánsson h/f, fyrir- tækja sem þá voru til húsa að Hverf- isgötu 103. Óli hafði skrifstofu á neðri hæð hússins og vom tvær blómarósir honum þar til aðstoðar. Þetta var sérdeild, sem hann stjórn- aði, traktorar og Landrover-jeppar vom aðal söluvaran, að mig minnir. Það var sérstakt andrúmsloft þarna á neðri hæðinni, létt og þægilegt og hann Óli var í einhvers konar sérstöðu þar, reffilegur karl, fínn í tauinu og kíminn. Hann tók vel á móti mér, eins og allir sem þarna störfuðu, þrátt fyrir að sumir hafi verið efins um að stelpa gæti upp- fyllt kröfur um röskan sendisvein og ég gæti trúað að Óli hafi verið í þeim hópi. Ég hitti hann ekki eftir þetta sumarlanga samstarf, fyrr en mörg- um ámm síðar þegar ég tengdist honum fjölskylduböndum og giftist Boga ísak, bróðursyni hans, sem hann einnig svaraði fyrir á brúð- kaupsdegi okkar. Þau hjón, Unnur og Óli Magnús, sýndu okkur ætíð hlýhug og vinsemd, þótt samgangur yrði ekki mikill. En það var fyrir átta árum að sameiginlegt áhugamál okkar Óla, bókalestur, varð upphaf að vináttu okkar. Óla var þá farin að daprast sjón og saknaði þess að geta ekki lesið. Lengi reyndi hann að lesa Morgunblaðið með aðstoð lestrar- skerms en honum þótti það seinlegt og leiðinlegt til lengdar. Hann lét tilleiðast, eftir mjög langan umhugs- unartíma, að prófa þjónustu Blindrabókasafnsins. Það var þegar hann sannfærðist um að hann gæti auðveldlega handleikið hljóðbands- tæki, að fyrsta spólan var sett í gang og hann byijaði að hlusta. Þar opnaðist fyrir honum nýr heimur. í upphafi hafði hann ákveðnar skoð- anir á því hvaða efni hann vildi hlusta á. Rit eftir Gunnar Gunnars- son skyldu það vera, eitthvað eftir Skjoldborg og svo Bör Börson, sem hann hlakkaði til að „lesa“ aftur. Þar ætlaði hann að láta við sitja. En þegar hann komst á bragðið undi hann öllum stundum við að endurlesa eftirlætis bækur sínar og síðan tók nýtt efni við. Það kom fyrir að hægt var að plata inn á hann bækur sem hann hafði engan áhuga á og var fyrirfram ákveðinn í að væru leiðinlegar, og viti menn, oftar en ekki kveikti það áhuga hans á frekari fróðleik og kynnum af nýjum höfundum. Bókaverðir Blindrabókasafnsins voru famir að þekkja óskir Óla og tóku til í pakka það sem hann hafði áhuga á. Oftast var 'þar í bland ævisögur og skáldsögur. Hann hafði ekki á móti ástarsögum og einnig las hann bækur Guðrúnar frá Lundi og líkaði bara vel, þrátt fyrir efa- semdir í upphafí. Nei, hann var ekki hrifmn af Nóbelskáldinu okkar, en hann endurskoðaði það álit sitt og komst að sömu niðurstöðu og áður og rökstuddi hana. Við röbbuð- um oft saman um það sem hann hafði hlustað á og mér er sérstak- lega minnisstætt að honum var meinilla við ljótt orðbragð og skrum- skælingu á móðurmálinu. Óli dá- samaði bókaþjónustu Blindrabóka- safnsins og talaði oft um hve stór- kostleg hún væri og sá eftir að hafa ekki nýtt sér hana fyrr en hann gerði. En þótt sjónin bilaði og heyrnin minnkaði var Óli svo lánsamur að hafa heilabúið í lagi allt fram á síð- ustu stund. Hann fylgdist vel með og spurði um veg og vanda vina og MINNINGAR ættingja og hann gladdist þegar hann heyrði góðar fréttir af þessu fólki. Pólitíkin var alltaf ofarlega í huga hans og honum fannst að stjórnmálamennirnir þekktust af verkum sínum og hann tók afstöðu með og á móti. Síðustu árin spurði hann óspart um hvernig viðmælend- um þætti menntamálaráðherrann standa sig og líkaði vel ef hól var haft á orði, en oft þótti honum stormasamt um ráðherrann, systur- son sinn. Honum var það því sér- stakt ánægjuefni að heyra jákvæð ummæli um hann. Frændgarðurinn var stór en ekki var samgangur við hann að jöfnu mikill. Hann hafði gaman af því að grufla í ættartengslum sínum við fólk og var ótrúlega minnugur á slíkt. Öli var sendur í fóstur 6 ára gamall til skyldmenna og er ég viss um að það hefur haft áhrif á lund hans að vera hrifinn burt frá foreldr- um og stórum systkinahópi, þótt hann nyti góðra daga og umhyggju í uppvextinum. Óli gat verið þurr á manninn og snöggur upp á lagið, en í raun var hann ljúfur, gaman- samur og góður maður, sem bar hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. En eflaust hefur honum ekki þótt það karlmannlegt að bera tilfinningar sínar á torg. Það er ekki hægt að segja að húsbóndinn á Dyngjuvegi 4 hafi beinlínis laðað að sér fólk. Hann hafði ákveðnar skoðanir á fram- komu fólks við sig og átti það til að móðgast af minnsta tilefni. Þrátt fyrir það var hann lánsamur og eignaðist marga kunningja og vini, einkum hin síðari ár. Hann hafði í kringum sig, allt fram á síðasta dag, hóp fágætra vina, fólk sem studdi hann og stytti honum stund- ir. Stundum fannst mér hann ekki meta nægilega þann stuðning sem hann naut frá þessu fólki sem nán- ast var í hlutverki verndarengla. En í ljós kom, að undir hijúfu yfir- borði var hann auðmjúkur og þakk- látur þótt hann flíkaði því ekki og hann gerði sér grein fyrir því, að án þeirra gæti hann, háaldraður maðurinn, ekki gengið einn og óstuddur. Óli hélt sér sérstaklega vel og var ótrúlega unglegur. Bakið beint, eig- in tennur í munni og ekki var ein einasta hrukka á andliti hans. Hann hafði lúmskt gaman af því þegar fólk talaði um unglegt útlit hans og upp með sér og broshýr sagði hann frá því þegar hann fékk unga menn til þess að slá lóðina hjá sér í hittifyrra og hafði hann talað við þá áður en þeir hófu verkið. Ná- granni kom að og spurði piltana hvort þeir hefðu hitt húseigandann og hvort þeir vissu að hann væri orðinn 95 ára gamall, nei, þeir höfðu ekki hitt gamla manninn, en þeir höfðu talað við son hans! Bræðumir Óli Magnús og Nils, sögðu oft í gamni að þeir væm eins og sýningargripir, unglegir, gamlir menn. Og það var gaman að vera með þeim. Þeir þekktu marga og höfðu frá mörgu að segja. Eitt sinn fyrir allmörgum árum, fór ég með þeim í Hagkaup í Skeifunni. Þeir höfðu heyrt að þar væri hægt að kaupa gleraugu án þess að hafa uppáskrift frá augnlækni. Gleraug- un urðu aukaatriði þegar inn var komið, stærð verslunarinnar, mann- fjöldinn og vöruúrvalið var borið saman við gamla daga og Lefolii á Bakkanum forðum og þeir urðu eins og smástrákar og spaugsemin réð ríkjum. Óli hafði aldrei áður komið þarna inn, hann fór nefnilega sína venjulegu rútu þegar hann var á ferð og þar var enginn út úr dúr. Þessir karlar sem fæddir vom á Eyrarbakka fyrir aldamót höfðu upplifað sitt af hveiju og miklar þjóðfélagsbreytingar og þótti mér upphefð í því að leiða þá inn í nýja veröld, þar sem gleraugu voru til í sjálfsafgreiðslu eins og hveiti og skór. Bræðmnum þótti mjög vænt hvor um annan, þótt þeir hafi ekki verið samferða nema stöku sinnum, en áhuga og ást. á hestum áttu þeir sameiginlega alla tíð, og mér hefur verið sagt frá því að Öli hlakkaði mjög til þess þegar Nils flutti búferl- um frá Siglufirði til Reykjavíkur 1967, þá 74 ára gamall. Eftir það fóru þeir saman í marga útreiðart- úra. Sama máli gegndi um Boga bróður þeirra, hestar og útreiðar voru hans hjartans áhugamál og vom þeir Óli miklir félagar. Það var í einni slíkri ferð í desember 1951, að þeir Óli og Bogi vora á leið heim þegar hestur Boga rann á hálku og féll og Bogi lést samstundis. Óli sagði mér frá þessum atburði og hve mikil áhrif slysið og bróðurmiss- irinn hafði á hann og hefur það eflaust verið dýpra sár en nokkum granaði. Ég mun aldrei gleyma kveðju- stund skömmu fyrir andlát Nils, 16. febrúar 1991. Innilegt faðmlag næstum aldar gamalla bræðra, þakklæti hvors til annars sem inn- siglað var með kossi, vitandi að þeir myndu ekki hittast aftur í þess- ari tilveru. ^ Nokkrum dögum fyrir andlát sitt sagðist Óli oft verða var við Nils bróður sinn og Unni konu sína hjá sér og þegar ég spurði hann hvort honum þætti það ekki gott að vita af þeim, játti hann því og við vomm viss um að þau biðu komu hans. Unnur og Óli eignuðust ekki böm, en þau vom afskaplega barngóð og nutu böm nágranna á Dyngjuvegi góðs af því. Hjónin Björg og Agnar Kofoed-Hansen og böm þeirra vom nánustu vinir Óla og Unnar og sú fjölskylda varð í raun fjölskyldan þeirra og reyndist þeim sem slík, þar til yfír lauk. Börnin lífguðu heimilislífið á Dyngjuvegi 4 og ekki síst naut hann þess þegar hann var orðinn einn að fá barnaböm Bjargar og Agnars í heimsókn eða kveðju frá þeim, oft frá útlöndum. Honum þótti innilega vænt um þessa fjöl- skyldu og hann fann öryggið sem var fólgið í umhyggju Bjargar, en ekki er ég viss um að. hann hafi haft mörg orð um það. Ásdis Jak- obsdóttir hannyrðakona, sem vann á saumastofu Unnar Ólafsdóttur og var vinkona hennar, annaðist hana í veikindum hennar áður en hún dó 18. ágúst 1983. Það má segja að Ásdís hafi helgað Unni og Óla starfskrafta sína því hún hélt áfram þjónustu sinni við Óla eftir fráfall Unnar og gerði honum kleift að SJÁNÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.