Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ vera á heimili sínu þar til hann fór á sjúkrahús sl. haust. Slík þjónusta sem Ásdís lét í té á heimilinu að Dyngjuvegi 4 er sjaldgæf og vand- fundin. „Hún Ásdís sér um þetta,“ var viðkvæðið hjá honum Ola. - Guð launi henni trygglyndið og alúð- ina við gamla manninn. Óli sagði mér að það væri _hægt að stilla klukkuna eftir henni Ásdísi því svo nákvæm var hún á kaffí og matmálstíma. Ég gæti nú frekar trúað því að slík stundvísi hafi verið tilkomin til að þóknast húsbóndan- um, fremur en annað. Þegar talað var um ákveðinn tíma þýddi ekki að koma á mínútunni eða tvær, þijár yfir. Nei, minnst tíu mínútur fyrir skyldi það vera sagði Gunnar Pet- ersen, góðvinur Óla og velunnari til ^margra ára, og segist hann hafa lært stundvísi af vini sínum. Já, það er alveg áreiðanlegt, að það þurfti enginn að bíða eftir Óla Magnúsi, hvorki á vinnustað né á öðrum vett- vangi. Óli var orðinn saddur lífdaga. Hann hafði nýlega hætt störfum hjá Heklu h/f, þegar hann hætti að aka bíl 93 ára gamall og gat þá ekki sinnt hestamennskunni lengur. Þar urðu stór þáttaskil í lífi hans. í einu vetfangi missti hann hestana sína, sem voru hans bestu vinir, vinnuna og bílinn sem var honum mikils virði. Hann æðraðist ekki, en honum þótti dagamir oft langir og sérstak- lega helgarnar, því þá hitti hann fáa. Hann gekk þó lengi til messu í Áskirkju á sunnudögum og þær stundir vom honum kærkomnar ekki síst vegna þess að hann fann vinsemd og hlýhug starfsfólks kirkj- unnar streyma til sín, og veit ég að það saknaði hans þegar hann hætti að koma. Síðustu mánuði dvaldi Óli á hjartadeild Landspítalans og naut þar umönnunar sem er einstök. Hann gat ekki dásamað nóg hve hjúkrunarfólkið var gott við hann og það var leikið við hann á alla lund. Hann var satt að segja hálf hissa á þessu dekri við sig og honum leið sannarlega vel hjá þeim á hjartadeildinni, þótt heilsan væri bágborin. Starfsfólkið var orðið vin- ir hans og það var greinilegt að hlýtt viðmót, snerting og léttur tónn verkuðu ekki síður bætandi á hann en lyfín sem hann fékk. Hann hélt upp á 97 ára afmælið á sjúkrabeði 26. janúar sl. og þá komu vinir hans og skáluðu við hann eins og þeir vom vanir á þorr- anum. Árleg þorrablótin vora hon- um tilhlökkunarefni og voru þau oft haldin nálægt afmælisdegi hans. Nokkram dögum fyrir andlát sitt fór Óli hlýjum orðum um þessa þorrablóts vini sína og sagði að þeir hefðu ekki dregið úr því að heimsækja hann þótt hann væri orðinn gamall spítalamatur. Honum þótti afar vænt um þá og vinskapur þeirra og trygglyndi vora honum mikils virði sem og þessi síðasta kveðjuskál. Það er komið að leiðarlokum. Ég kveð góða vininn minn, Óla Magnús ísaksson, þakka honum vináttuna og bið honum Guðs blessunar. Elsa Petersen. Þegar hérvist vinar þrýtur, kemur að því að kveðja og þakka. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LOFTLEIÐIR Kveðja þig og þakka þá miklu hamingju og ánægju, sem þú veittir mér, með áralangri vináttu þinni. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, eða var það ef til vill í fyrradag, árin eru orðin svo mörg, sem við höfum átt saman, en þó svo fljót að líða. Ég var leiddur fyrir þig til úttekt- ar, er ég hóf störf hjá Heklu hf., en þá varst þú einn af styrku stólp- um þess fyrirtækis. Uttektin var mér til heilla á alla vegu, en þó helst á þann veg, að mér hlotnaðist sú auðna, að fá að kynnast þér. Kynnin fóru hægt af stað í fyrstu, enda starfaði ég fjarri, en eftir að ég kom síðan nærri, jukust kynni okkar stöðugt, alit til óijúfanlegrar vináttu. Á vinnustað vorum við árrisulir gamlingjar, áttum saman stutta stund á hveijum morgni, áður en amstur dagsins hófst, áttum stund, sem gaf gull í mund, örfá orð, lítil snerting, okkar morgunbæn. Og svo kom að því að leiðir okkar skildu hvað vinnustað snerti, og þá reyndi á hvað vináttan risti djúpt. Við héldum uppteknum hætti, sáumst, hittumst og áttum góðar stundir saman, og urðum félagar í „rekstrarfélaginu“, sem hélt uppi öflugri starfsemi undir þínu forsæti, allt til þíns síðasta dags. Gjafmildur varstu, en þó nískur, gafst stórfé til féiaga og stofnana, hélst okkur vinum þínar stórkostleg- ar veislur, ógleymanleg þorrablót, en nískur á sjálfan þig, gleymdir nánast sjálfum þér, og segja má, að eftirfarandi áður sögð orð, eigi vel við þig. „Máttugustu menn á jörð eru þeir, sem gleyma sjálfum sér, og gjalda allt með blessun sinni og góðum verkum.“ Jafnvel þó átjn væra mörg á milli okkar, fannst mér alltaf eins og ég væri að fara að beimsækja jafn- aldra, svo skemmtilégar og góðar stundir áttum við saman, hlógum og höfðum hátt, sögðum orð og sög- ur, sem ekki eru höfð yfir í minning- argreinum. Ég óska þér velfamaðar á þeim leiðum, sem þú hefur nú lagt út á, og bið þess, að hinn hæsti megi leiða þig til hins eilífa austurs. Kæri vinur, ég lýk þessum fátæk- legu orðum mínum með þínum orð- um: „Öllu er afmörkuð stund.“ Sú stund er komin. Dóra mín biður að heilsa eins og alltaf. Hafðu þakkir mínar að eilífu. Gunnar Petersen. Vinur minnist vinar Óli Magnús, þú mikli góði maður, manna helst ég kysi þig úr hel. En frá leiði þínu gengið get ég glaður, því ég veit þér líður vel. (höf.óþekktur) Kynni okkar Óla Magnúsar ísaks- sonar hófust þegar hann hafði ný- hafið sitt nítugasta aldursár. Óli Magnús starfaði þá hjá Heklu hf. og örlögin höguðu því þannig til að við deildum vinnuaðstöðu mestan þann tíma sem við störfuðum saman. Óli Magnús var þekktur fyrir margt, en tangar mig sérstaklega með þessum orðum að minnast per- sónuleika hans. Eyrarbakki, fæðingarstaður Óla, var honum oft ofarlega í huga og má ljóst vera að þar hefur hann átt góða daga sem sinn þátt áttu í mót- un Óla. Eg þekkti ekki hans bemsku eða fyrsta upplag en naut hins veg- ar ávaxta gæfuríkrar æsku sem mótaði þann einstaka persónuleika sem Óli var. Eiginkona Óla, Unnur Ólafsdóttir, sem lést 1981, var jörðuð_ í Graf- arvogskirkjugarði og lagði Óli ávallt mikla rækt við leiði hennar. Hann hafði ánægju af því að koma þangað og fínna fyrir nærveru Unnar og kom þar glöggt í ljós sú tryggð sem Óli hélt við sína og sú sterka Guðs- trú sem hann bar. Kvæða- og ljóðaáhugi Óla var mikill og sérstakt dálæti hafði hann á beinskeyttum og kímnifullum ljóð- um og hafði ævinlega einhver á tak- teinum við hvaða tækifæri sem var. í þessum minningarorðum er að finna nokkur af þeim ljóðum sem MINNIINIGAR Óli hafði gaman af. Léttara er ljúfurinn að látast en að vera. Heimskaðu ekki huga þinn hvað sem aðrir gera. (Guðm. A. Finnbogason) Óli Magnús gerði miklar kröfur til sjálfs síns og annarra og lá aldr- ei á liði sínu þegar gefa þurfti hrein- skilin ráð eða leiða menn af, því sem hann taldi, rangri leið. Oft gat þetta verið óþægilegt en yfirleitt stóðu menn eftir með réttari sýn á hlutina en áður. Hann talaði umbúðalaust og án orðaflaums og sótti sér oft á tíðum tilvitnanir í sannleik ljóðanna sem stundum er beinskeyttur. Fleira fólk með þannig eiginleika myndi án efa styrkja hvaða samfélag sem væri. Þessi eiginleiki Óla gerði það ekki síst að verkum að hann var vina- margur og voru vinirnir á öllum aldri. Kennsla þín í riti og ræðum rann til hjartans, skýr og ljós. Enn er bjarminn af þeim fræðum eldur minn og vegaljós. (Guðm. Ingi Kristjánsson) í kjallaranum á Dyngjuvegi 4, í húsinu sem Óli byggði sjálfur, hafði hann útbúið hesthús og hafði þar hesta til margra ára. Hann um- gekkst hestana sína eins og jafn- ingja og ljóst var að hann hafði meira dálæti á þeim og þeirra kost- um en margra mannanna. Hann reið gjarnan út á hveijum degi, meðan þeirra naut við, og þrátt fyr- ir að vera inn í miðju íbúðarhverfi virtist það ekki valda vandræðum, enda á þeim málum haldið eins og svo mörgu öðru, af æðruleysi og til- litssemi og af mikilli hörku gagnvart sjálfum sér. Óli hætti að ri'ða út um svipað leyti og hann gat ekki lengur keyrt bíl, en þá var hann orðinn 93 ára. Hann bauð hestunum sínum einungis uppá sanna vináttu og þeg- ar hann gat ekki lengur keyrt til þeirra, þegar þeir voru á beit á sumr- in, gaf hann þá til manneskju sem hann treysti til að hugsa vel um þá. Hans fyrsta hugsun var ávallt á þá veru en ekki um eigin hag eða gróða. Hittir þú fátækan á fömum vegi. Gerðu honum gott en grættu hann eigi. Guð mun laun á hinsta degi. (höf. óþekktur) Óli gerði mörgum gott á sinni lífs- leið og er kunnara en frá þurfi að segja. Hann skyldi ekki eyðslusemi margra í dag, þar sem stöðugt er lögð áhersla á að eiga allt það nýj- asta og oft miklu meira en þörf er á. Óli lagði áherslu á að fara vel með alla hluti og þá entust þeir leng- ur og betur. Hann lagði líka áherslu á að fara vel með sálir einstaklinga. Hann var alla tíð meðvitaður um þörf ýmissa fyrir hvers konar aðstoð og nutu þess fjölmargir hópar og einstaklingar og nægir þar að nefna Sólheima í Grímsnesi og Blindra- vinafélagið. Hann hafði þó minnstan áhuga á að sífellt væri verið að hampa honum fyrir og vildi oft lítið úr gera. Hins vegar óskaði hann þess að hans verknaður í þessum efnum yrðu hvati til annarra að gera slíkt hið sama, því það væri margt mannfólk- ið sem þyrfti og ætti skilið, að fá hjálp og þeir væri líka margir sem gætu rétt hjálparhönd, þó fáir gerðu slíkt. Hans viðleitni hefur örugglega stuðlað að lengra og betra sálarlífi margra einstaklinga. Lengstan tíma sinnar ævi starfaði ÓIi með einum eða öðrum hætti við bíla og var hann einn af fáum eftir- lifandi, ef ekki sá eini, sem mundi komu fyrsta bílsins til landsins. Hann hafði mikinn áhuga á öllu er viðkom bílum og eitt af því sem ég undraðist, við upphaf okkar kynna, var viðsýni hans og skilning- ur á rekstri og þróun í bílgreinum sem oft á tíðum einkenndist af nútí- malegri hugsun og þekkingu. Sum kynni manna eru léttvæg og tíminn feykir þeim fljótt burtu og eftir stendur bara mynd af andliti. Önnur kynni marka djúp spor sem aldrei mást án þess að hægt sé að skýra hvers vegna. Óli Magnús Isaksson skilur eftir sig djúp spor sem leiða mann um ýmsar gönguleiðir Óla, sem voru bæði margar og athyglisverðar. Hann náði að tileinka sér þá list, að halda sér ungum í hugsun, hjarta og skapgerð sem eflaust átti stóran þátt í gifturíkri ævi einstaks manns. Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til ættingja og vina. Oft ég sótti á þinn fund, eitt var það sem réði; Mér fannst alltaf styttast stund og stöðugt hlýna í geði. Alltaf hafa yljað mér óður þinn og ríma, því er skylt að þakka þér þennan liðna tíma. (Jóhann Magnússon) Ég minnist þín. Jón Garðar Hreiðarsson. Þegar ungir menn fara út á vinnu- markaðinn mæta þeir oft mönnum sem verða þeim ógleymanlegir vegna mannkosta. Óli Magnús var rúmlega fimmtug- ur þegar leiðir okkar lágu saman. Óli sá um pantanir og lager Caterpill- ar-vinnuvéla og sölumaður fyrir Volkswagen og Land-Rover, ásamt fleiri störfum fyrir Heklu. Minnis- stætt er hversu fljótur hann var að setja sig inn í flóknar varahlutabæk- ur og áhugi hans á því að þjóna við- skiptamönnum kom sér oft vel. Á löngum starfsferli var Óli virtur verslunarmaður, eignaðist marga góða vini og nú að leiðarlokum minn- ast menn gamansemi og heiðarleika þessa góða drengs og hlýja sér við minninguna* Þegar litið er til baka og rifjuð upp ævi Óla kemur kona hans, Unn- ur Ólafsdóttir, upp í hugánn, en hana missti Óli 1983. Stórbrotin listakona og persónuleiki, en þau Óli numu land við Dyngjuveg og byggðu þar eitt sérstæðasta og fallegasta hús borgarinnar. Innbú og innréttingar minna á vel búið listasafn. Hluti lista- verka þeirra hjóna prýða nú Ás- kirkju, kirkjuna sem Óla þótti svo vænt um og sótti hann þar messur á meðan heilsan leyfði, en þar átti hann sitt ákveðna sæti. Eftir lát Unnar sá Ásdís Jakobs- dóttir um heimilið með miklum myndarbrag og gerði Óla kleift að búa heima á meðan heilsa hans leyfði. Aðaláhugamál Óla alla tíð var hestamennskan. í kjallaranum í hús- inu við Dyngjuveg var vel búið hest- hús, sem ávallt var snyrtilegt og vel um það gengið. Hestarnir voru mikið aðdráttarafl fyrir börn og unglinga í nágrenninu og eiga þau margar góðar minningar um Óla og hestana hans. í desember 1990 fór Óli Magnús í heimsókn að Sólheimum í Gríms- nesi. Hann hreifst af starfseminni þar á staðnum og þeirri uppbyggingu sem hann sá þar. Hann taldi sig þurfa að borga fyrir kaffisopann og pönnukökurnar og skrifaði ávísun fyrir einni milljón króna og þakkaði fyrir kaffið. Síðan hefur Óli fylgst vel með starfseminni og gefið Sól- heimum stórar gjafir á hveiju ári, svo og til annarra líknarfélaga. Á árinu 1992 tók Óli fyrstu skóflu- stunguna að nýjum vinnustofum á Sólheimum. Vinnustofurnar eru í dag rúmlega fokheldar og að stóram hluta byggðar fyrir fégjafir Óla Magnúsar. Heimilisfólk á Sólheimum er búið að nefna vinnustofurnar „Ólasmiðju" í virðingarskyni við vel- unnara sinn. Nöfn Unnar Ölafsdóttur og Óla Magnúsar ísakssonar skipa veglegan sess í sögu Sólheima. Kær vinur er nú kvaddur. Það vantar eitthvað í tilverana að geta ekki spjallað um atburði í atvinnu- sögu og lífi fólksins í byrjun aldarinn- ar, m.a. á Eyrarbakka og Seltjarnar- nesi, heyra góðar vísur eða hlusta á gamansögur liðinna ára og frásagnir af ævintýram í hestaferðum eða mótorhjólaferðum á yngri árum. Við kveðjum Óla Magnús með þökk og virðingu. Heimilisfólkið á Sólheimum minnist manns sem lét sér annt um velferð þess og sýndi í verki stórhug og höfðingsskap til að létta því lífið. Tómas Grétar Ólason. Þegar fréttin um andlát Óla M. Isakssonar barst mér rifjuðust upp ýmsar gamlar og góðar endurminn- ingar. Óli hafði starfað með föður mín- um, Sigfúsi í Heklu, næstum svo lengi sem ég man og það samstarf var ætíð afar gott og byggt á trausti og virðingu: Eftir lát föður míns, árið 1967, áttum við Óli eftir að starfa saman alla tíð fram að þeim tíma er hann hætti störfum hjá Heklu árið 1993, þá 93 ára gamall. Það er að sjálfsögðu óvenjulegt að fólk starfí jafn Iengi og Óli gerði, en hann var jafnan heilsuhraustur og skapgerðin með besta móti. Það var mikill sómi að því fyrir Heklu að njóta starfskrafta hins aldna heið- ursmanns svo lengi. Reynsla hans var mjög mikilvæg og það var þýðingarmikið að geta tengt fortíðina og nútímann saman á þennan hátt. Við, yngra fólkið, leituðum mikið til Óla og hann miðl- aði okkur af reynslu sinni og þekk- ingu. Við Valgerður erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með þeim Unni Ólafsdóttur og Óla M. ísaks- syni. Sú samleið var okkur mikiis virði og var mannbætandi. Blessuð sé minning þeirra. Ingimundur Sigfússon. HÓLMFRÍÐ UR GUÐMUNDSDÓTTIR Hólmfríður Guðmundsdótt- ir fæddist í Litlu- Tungu í Miðfirði, V estur-Húnavatns- sýslu, 18. ágúst 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 17. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Krist- veig Sigvaldadóttir og Guðmundur Guðmundsson. Hún var þriðja í röð fimm systkina. Hin voru í aldursröð: Jóhannes, Kjartan, Sigvaldi og Margrét sem nú er ein eftirlifandi af systkinunum. Útför Hólmfríðar fór fram frá hvítasunnukirkj- unni Skarðshlíð 28. febrúar. „FEL Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Sálmur 37:5.) Þessi orð voru oft á vörum Fríðu frænku á Akureyri. Hún helgaði líf sitt Drottni og betra veganestis út í lífið en bænir hennar er vart hægt að óska sér. Hún átti fastan sess í huga okk- ar. Á hveijum jólum var beðið með eftir- væntingu eftir stóra póstbögglinum sem var umvafinn brúnum umbúðapappír og allt- af vissum við systkinin að hann kom frá Fríðu frænku á Akureyri. Alltaf mundi hún eftir öllum frænd- systkinunum og fylgd- ist með högum þeirra og þegar eitthvert þeirra kom í heimsókn til Akureyrar stóð ekki á blíða bros- inu hennar og allt var gert til að gleðja. Er heimsókninni lauk fylgdu bænir gefnar af alhug. Hún vann í lífi sínu að því að breiða út boðskap kristinnar trúar og sinnti um þá sem þurftu á því að halda. Seinna fékk hún það fylli- lega endurgoldið þegar heilsa henn- ar brast, ekki síst frá heimilisfólki sínu, mæðgunum Aðalheiði og Jar- þrúði. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Fríða frænka. Blessuð sé minning þín. Systkinin Barði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.