Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 37
MINNINGAR
ÞÓRARINN
GUÐNASON
+ Þórarinn Guðnason fæddist
í Gerðum í Landeyjum 8.
maí 1914. Hann lést i Reykjavík
17. febrúar síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 28. febrúar.
„HANN var mannvinur, hann Þór-
arinn,“ sagði gamall sjúklingur er
hann frétti lát hans og bætti við,
„hann hefði alveg getað látið ógert
allt sem hann gerði fyrir mig“.
Margir geta sagt hið sama. Þór-
arinn var önnum kafinn heimilis-
læknir og skurðlæknir í hálfa öld.
Það var þó varla hægt að merkja á
honum þvi að hann virtist alltaf hafa
nægan tíma til að sinna þeim sem
leituðu til hans. Hógværð, lipurð og
lítillæti einkenndu manninn. Þetta
viðmót gerði hann vinsælan lækni
sem fólk treysti og hafði að trúnaðar-
manni. Því minnast hans nú margir
með trega.
Þórarinn lifði umbrotatíma og
byltingar í lífsháttum og bar gæfu
til að nýta sér hið besta af þeim
breytingum. Hann ólst upp við bú-
skaparhætti sem haldist höfðu lítt
breyttir öldum saman, stóð við engja-
slátt og stundaði önnur sveitastörf í
æsku. En hugur hans stefndi lengra,
hann braust til mennta þótt kreppu-
tímar væru og sigldi síðan til fram-
haldsnáms í London á tímum síðari
heimsstyijaldar þegar loftárásir voru
hvað harðastar á borgina.
Heim kominn varð hann heimilis-
faðir á stóru heimili og æ síðan klett-
urinn sem ekki haggaðist. Margir í
stórfjölskyldunni leituðu til hans
bæði sem læknis og hins ráðholla
manns og nutu góðs af kunnáttu
hans, visku og næmleika. Þar hallað-
ist á í samskiptunum því að hann
var ávallt veitandinn en við hin þiggj-
endur. Hann ætlaðist aldrei til endur-
gjalds, honum var eðliiegt að gefa
af sjálfum sér. Þó fór ekki hjá því
að hann uppskar ævilanga vináttu
og þakklæti þeirra sem hann liðs-
innti.
Starfandi úti í þjóðfélaginu, þar
sem hann kynntist misjöfnum kjörum
manna, hlaut Þórarinn að taka af-
stöðu til stjómmála. Það var áreiðan-
lega engin tilviljun að hann varð ein-
dreginn sósíalisti, því honum var
eðlislæg réttlætiskennd í bijóst borin.
Þótt hann væri enginn byltingarmað-
ur vildi hann beijast fyrir sann-
gjarnri skiptingu arðs vinnunnar og
leysa klafa fátæktar af hálsi verka-
mannsins.
Ætla mætti að við daglegan eril
og lýjandi starf hefðu fáar tómstund-
ir gefist, en frá ungum aldri var Þór-
arinn bókhneigður og unnandi góðrar
tónlistar. Hann náði að þroska þessi
fagurfræðilegu áhugamál sín svo að
hann varð víðlesinn bókmenntamaður
og sjálfur snjall ritari með afburðanæ-
man stílsmekk. í tónsmíðum klassísku
meistaranna var honum fátt ókunn-
ugt, því hann var brunnur þekkingar
í þeim efnum sem hans nánasti vina-
hópur naut góðs af og reyndar fleiri.
Þórarinn var símenntamaður og
fór reglubundið í námsferðir til út-
landa. í þessar ferðir trúi ég að þau
hjón hafí ekki farið án þess að leita
uppi þær leiksýningar og tónleika
sem hæst bar á hverjum stað, því
að þeim var það sameiginlegt að
kunna að njóta þess sem vel er gert.
Nú þegar Þórarinn var hættur
læknisstörfum var það e.t.v. tákn-
rænt að síðustu klukkustundirnar í
lífinu sinnti hann þrennu: Sótti ný-
opnaðan bókamarkað til að kanna
hvað þar væri nýtilegt að finna, dró
að til heimilisins og bjó sig á tóníeika
sem hann þó aldrei fékk að heyra.
í huga okkar sem eftir stöndum
heldur heimilið á Sjafnargötu 11 og
húsráðendur þar áfram að vera órjúf-
anleg eining þótt Þórarinn sé horfinn
af sviðinu.
Gylfi Pálsson.
Þórarinn Guðnason er látinn. Með
honum er genginn einn af þessum
hógværu og umburðarlyndu mönn-
um, sem var okkur hinum fordæmi
án þess að vita af því.
Hver þjóð á sér menn, sem auka
manngildi hennar með nærveru
sinni. Þeir þurfa ekki að slá um sig,
standa á verðlaunapalli né berast á
til að hljóta virðingu samferða-
manna sinna. Þeim nægir að vera til.
Þegar öllu er á botninn hvolft
vildu allir vera þannig, því með þeim
hætti brúum við best bilið milli dag-
legs lífs og afreksverka, sem reynd-
ar er hin eina sanna mennska og
menning.
Eins vildum við öll geta kvatt
þetta líf eins og þú gerðir; hljóðlega
og átakalaust. Samt fórstu alltof
snögglega til að okkur, sem eftir
sitjum þyki það réttlátt. Þú hefðir
að ósekju mátt ná gamalsaldri.
En svona óskhyggja jaðrar við
frekju, því vissulega ættu allri að
fá að fara meðan þeir eru enn svona
ungir í anda. Við skulum því ekki
kvarta um of heldur harka af okkur
og þakka fyrir einstæða samfylgd.
Þótt hún væri of stutt var hún engu
að síður ógleymanleg.
Margrét og Halldór Björn.
Ég varð harmi slegin þegar ég
frétti lát Þórarins Guðnasonar, en
líka svo undrandi, því ég var alla
tíð handviss um að þessi mikli mann-
vinur myndi lifa okkur öll. Þegar
ég var að alast upp var Þórarinn
heimilislæknir fjölskyldunnar. Og
þvílíkt lán. Hann vitjaði mín stund-
um í veikindum og mér batnaði á
svipstundu við það eitt að horfa á
hann. Augun róandi, röddin þýð og
hendurnar hlýjar og traustar. Síðar
meir kynntist ég honum betur í
gegnum kæra vinkonu mína, hana
Helgu dóttur hans. Þá skynjaði ég
enn betur þessa óumræðilega sterku
nærveru sem Þórarinn hafði. Að
hlústa á hann segja frá var engu
líkt. Frásögnin ávallt lifandi, litrík
og persónuleg. Svo var líka hægt
að spyija hann ráða um allt milli
himins og jarðar. Af hans fundi
fannst mér ég ætíð fara örlítið betri
manneskja. Stundum hitti ég Þórar-
in í sundi og engu var líkara en
laugin breyttist í smápoll þegar
hann stakk sér til sunds. Sennilega
hefði hann getað stöðvað eldgos
með nærveru sinni.
Elsku Helga mín, Sigga og fjöl-
skylda. Það er ykkar hamingja að
hafa fengið að vera samvistum við
Þórarin öll þessi ár. Nú, þegar minn-
ingarnar streyma fram, fallegar og
græðandi, veit ég að lífssýn hans,
ástúð og umhyggja mun áfram ráða
ríkjum á Sjafnargötunni. Ég og fjöl-
skylda mín sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur.
Rósa Hrund Guðmundsdóttir.
Kveðjuorð frá Siðaráði
landlæknis
Með Þórarni Guðnasyni er geng-
inn einn virtasti læknir landsins.
í læknisstarfi sínu var hann
þekktur af að hafa til að bera góða
faglega þekkingu byggða á vísinda-
legum grunni, góða faglega reynslu
og bregðast rétt við hvers kyns
vanda. Hann var einnig þekktur af
að geta sýnt samhygð, samúð, geta
talað við fólk án yfirlætis og geta
tjáð sig um tilfinningar annarra og
sínar eigin. Þórarinn sameinaði
þannig raunvísindi og húmanisma
flestum læknum betur. Eins og
flestum er kunnugt sinnti Þórarinn
öðrum hugðarefnum en lækningum
og er einkum minnisstæður fyrir
ritstörf sín og þýðingar.
Vegna þessara eðliskosta sinna
var Þórarinn fenginn til setu í Siða-
ráði landlæknis strax við stofnun
þess. Meginverkefni Siðaráðs land-
læknis er að fjalla um og gefa álit
sitt á siðfræðilegum álitaefnum og
rannsóknaráætlunum um vísinda-
rannsóknir innan heilbrigðisþjón-
ustunnar. Siðaráð landlæknis er
skipað sjö einstaklingum sem til-
nefndir eru af Alþýðusambandi ís-
lands, Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, Háskóla íslands, Land-
lækni og Samtökum heilbrigðis-
stétta. í því sitja læknar, hjúkrunar-
fræðingar, siðfræðingur og lögfræð-
ingur. I Siðaráði kemur þannig sam-
an fólk sem býr yfir mismunandi
þekkingu og reynslu og situr í ráð-
inu fýrir hönd ólíkra hópa. Fjallað
er um vandasöm mál í heilbrigðis-
þjónustu sem erfitt en nauðsynlegt
er að kryfja til mergjar. Þar reynir
því á viðhorf og mannkosti ekki síð-
ur en þekkingu.
í þessum hópi var Þórarinn leið-
togi. Hann var formaður ráðsins frá
upphafi þar til er hann lét af starfi
fyrir um það bil einu ári. Hann sat
áfram í ráðinu, var þar aldursfor-
seti sem miðlaði 'af visku sinni og
reynsiu til samráðsmanna sinna,
sem allir voru þremur til fjórum
áratugum yngri.
Þórarinn var víðsýnn og afstaða
hans til viðfangsefna mótaðist ein-
att af trú hans á því að mál leyst-
ust farsællega, því horfði hann til
hins jákvæða í fari hvers mann og
í hveiju máli og felldi aldrei áfellis-
dóma. Þórarinn kunni á þvi lagið í
erfiðum umræðum að segja sögur
eða fara með vísur sem vörpuðu ljósi
á viðfangsefnin og gerði þau
skemmtilegri.
Þórarinn sat síðasta fund sinn í
Siðaráði rúmum sólarhring fyrir
andlát sitt.
Þórarinn vissi mörgum mönn-
umm betur, bæði úr starfi og einka-
lífí, að „það ynni aldrei neinn sitt
dauðastríð", eins og Steinn Steinarr
sagði einhvern tíma. Nú hefur hann
háð sitt. Það var stutt og snarpt,
og flest myndum við líklega kjósa
að fá að kveðja heiminn á þennan
veg, eftir jafn gifturíkt og langt
ævistarf.
Við viljum þakka honum sam-
fylgdina.
Bryndís Hlöðversdóttir,
Ólöf Ásta Ólafsdóttir,
Ragnheiður Haraldsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Vilborg Ingólfsdóttir,
Vilþjálmur Árnason.
Þórarinn Guðnason er látinn.
Ég kynntist Þórami fyrst er við
unnum saman hjá Læknafélagi ís-
lands fyrir 25 árum. Áður hafði ég
kynnst Sigríði, er seinna varð eigin-
kona hans, og fjölskyldu hennar er
ég ásamt skólafélögum Páls bróður
hennar vomm heimagangar á Sjafn-
argötu 11. Systurnar Soffía og Sig-
ríður stjómuðu þar heimilishaldi en
foreldrar þeirra systkina höfðu látist
frá þeim ungum. Á Sjafnargötu-
heimilinu ríkti menningarbragur,
gestrisni og hlýja. Umræðuefnið var
málefnið frekar en náunginn.
Er Þórarinn kom heim frá fram-
haldsnámi í London settu þau Sig-
ríður og Þórarinn niður bú sitt á
Sjafnargötunni. Þó að málið sé mér
ekki vel kunnugt er ég viss um að
Þórarinn hafí fallið vel inn í heimil-
ishætti þar.
Þórarinn stundaði skurðlækning-
ar á Hvítabandinu og síðan á Borg-
arspítalanum en auk þess sinnti
hann störfum á stofu. Þórarinn var
fæddur læknir. Hóværð, traustvekj-
andi framkoma og sjálfsgagnrýni
einkenndu störf hans. Honum var
líklega ljósara en flestum að læknir-
inn er ráðgjafí fólksins og ber að
breyta á þann hátt, því að fáar eða
engar stéttir geta haft jafn afdrifa-
rík áhrif á örlög fólks en læknar.
Hann ráðskaðist því ekki með fólk.
Ýmsir sjúklingar hans og félagar
hafa tjáð mér að þeir hafi fyrst
skilið inntak og þýðingu „bedside
manners" er þeir sáu hann að verki.
Þar var hann fremstur meðal jafn-
ingja. Án efa hefur það að nokkru
mótað Þórarin að hann var óvenju-
vel lesinn í heimsbókmenntum og
læknisfræði. Hann þvingaði ekki
skoðunum sínum inn á aðra. Margir
leituðu því til hans og þar á meðal
eiginkona mín, sem starfar sem
skólahjúkrunarfræðingur. Vill hún
færa honum þakkir fyrir góðar úr-
lausnir.
Góðir eiginleikar Þóararins urðu
til þess að ég kallaði hann til þess
að taka við formennsku í Siðaráði
Landlæknisembættisins er það var
stofnað 1987. Siðaráðið fjallar um
viðkvæmustu samskiptamál sjúk-
lings og læknis. Sem að líkum lætur
leysti Þórarinn það starf vel af hendi
og verður því að teljast brautryðj-
endastarf.
Þórarinn var óvenju ritfær maður
og kunni flestum læknum betur að
skýra flóknustu læknisfræðileg
vandamál á þann veg að leikmenn
skildu.
Með þessum orðum vil ég færa
Þórami þakkir Landlæknisembætt-
isins fyrir brautryðjandastarf.
Við Inga flytjum Sigríði og böm-
um innilegustu samúðarkveðjur.
Ykkar einlægur,
Olafur Ólafsson.
Flest kynnumst við góðu fólki.
En sjaldan hittir maður mann sem
skiptir sköpum, hefur djúp og sívirk
áhrif, skilur við mann í þakkarskuld
sem aldrei verður goldin. Þórarinn
Guðnason læknir var mér slíkur
maður. Hann og Sigríður kona hans
opnuðu mér hús sín og fóstmðu
mig um skeið, þegar mest lá við.
Aðrir munu gera góðan róm að
athöfnum hans og afrekum, me#to'
réttu. Góðsemin og hógværðin, tig-
inmannlegt áreynsluleysið, er mér
ofar í huga. Engum manni hef ég
kynnst sem hefur verið svo athafna-
samur og áhrifaríkur sem Þórarinn
án sýnilegrar áreynslu. Nálægðin
var mest um verð. Hann uppörvaði
og hvatti en krafðist einskis, hafði
áhuga en forvitnaðist ekki, kenndi
án þess að leiðbeina, gaf án þess
að taka eftir því, var fyrirmynd með
því einu að vera. Og fegurðin bjó
sér stað í hjarta hans.
Ég hef átt því láni að fagna að
kynnast ýmsum góðum mönnum og
fáeinum ágætum en ágætastur
þeirra allra var Þórarinn Guðnason.
Vertu sæll fóstri.
Halldór Ármann Sigurðsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÍSLEIFUR ARASOIM,
Lindargötu 57,
iést í Landakotsspítala að morgni 27. febrúar.
y Klara Karlsdóttir,
Karl ísleifsson, Steinunn Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
áður Hólagötu 29,
Vestmannaeyjum,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans mánudaginn 27. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gréta Guðjónsdóttir, Haukur Þorkeisson,
Friðrik Guðjónsson, Sigrún Birgit Sigurðardóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELÍAS JÓN DAGBJARTSSON,
Brúarflöt 7,
Garðabæ,
sem andaðist 22. febrúar í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 13.30.
Jóna Kristin Jónasdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
ENSKA ER OKKAR MAL
SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ
FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN, UNGLINGA OG FULLORÐNA
V.R. OG FLEIRI VERKALÝÐSFÉLÖG TAKA ÞÁTT í NÁMSKEIÐSKOSTNAÐI
Julie
Samuel
Victoria
■Áhersla á talmál
■10 kunnáttu stig
■Hámark 10 nem. í bekk
Julia
Lorcan
Enskuskólinn
TÚNGATA 5 - SÍMI 25330