Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 39
GUÐSTEINN
ÞORBJÖRNSSON
lét ekki ráðskast með sig. Hann var
því sú manngerð sem menn kusu
að hafa í návist sinni.
Það var árið 1986 sem Jón hóf
störf hjá Almennu kerfisfræðistof-
unni. Árið 1988 kaus hann að skipta
um vinnustað, öðlast meiri reynslu
og auka þekkingu sína og réð sig
til starfa hjá Vífilfelli. Kynni okkar
af Jóni á þeim árum sem hann vann
hjá AKS urðu til þess að það var
með miklum fögnuði að við heimtum
hann til baka til okkar árið 1991,
en það ber vott um það traust sem
Jón ávann sér alls staðar að stjóm-
endur Vífilfells vildu halda áfram
að leita til hans eftir að hann kom
til AKS.
Á lífsleiðinni liggja leiðir manna
saman á vinnustöðum og myndast
þá oft á tíðum vinskapur sem helst
til æviloka þó að leiðir skilji er menn
skipta um starf. Þau vinabönd sem
bundust eru nú óvænt rofin. Fyrir
samverustundimar með Jóni þökk-
um við af heilum hug. Foreldrum
Jóns og systkinum viljum við votta
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
um að styrkja þau í sorg þeirra sem
á sama degi misstu tvo ástvini því
afi Jóns lést hinn sama örlagaríka
sunnudag.
Samstarfsfólk á Almennu
kerfisfræðistofunni hf.
Kveðja frá ferðafélögum
Það var um mitt sumar 1993 að
við komum saman 16 góðir félagar
til að stofna ferðaklúbb sem við
gáfum nafnið „Þvert á leið“. Að-
dragandinn að stofnun hans var
langur og spannaði vináttu fjöl-
margra ára. Áldrei hefði hvarlað að
okkur að nú aðeins tæplega tveimur
árum síðar myndum við setjast nið-
ur til að skrifa minningarorð um
einn af okkur. Síðla dags hinn 19.
febrúar sl. barst þessum nána vina-
hóp þau hörmulegu tíðindi að Jón
Harðarson hefði yfirgefið þessa
jarðnesku vist á sviplegan hátt. Þó
að félagsskapur okkar sé ungur
hefur vináttan varað mun lengur,
annaðhvort í gegnum starfið í Hjálp-
arsveit skáta í Kópavogi eða með
því að ferðast saman um landið á
sumrin og ekki síst vetuma. Jón var
mjög traustur ferðafélagi og fór
ávallt með gætni og varúð. Við
slæmar aðstæður fór hann aldrei
af stað að vanhugsuðu máli -enda
hefur hann ferðast í mörg ár og var
kominn með mjög mikla reynslu í
fjallaferðalögum á jeppa sem sleða.
Voru þeir fáir staðimir á íslandi sem
hann átti eftir að heimsækja.
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í. lítinn hóp sem okkar og
verður aldrei fyllt. Það er erfitt að
sætta sig við þau örlög sem lífíð
skapar og hart að sjá á eftir traust-
ur félaga í blóma lífsins. Við þökk-
um fyrir að hafa átt eins góðan og
traustan vin sen Jón reyndist okk-
ur. Foreldmm hans, systkinum og
öðmm aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei mun ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Ferðaklúbburinn Þvert á leið.
l| '
I Góður og traustur vinur er fallinn
frá. Það er erfitt að sætta sig við
er hraustir og lífsglaðir menn hverfa
svo skyndilega. Jóni Harðarsyni, eða
Nonna eins og við kölluðum hann,
kynntumst við fyrir um 10 ámm
og lágu leiðir okkar saman gegnum
Hjálparsveit skáta í Kópavogi, þar
sem hann starfaði að mörgum mál-
. um. Það var svo sameiginlegur
áhugi á jeppaferðum að vetri sem
1 olli því að vinskapurinn þróaðist.
I Ófáar ferðir voru farnar til fjalla í
samfloti með Nonna það sem hann
miðlaði okkur af mikilli reynslu úr
slíkum ferðum og við söfnuðum
saman nýjum áfangastöðum og leið-
um um hálendi og jökla landsins.
Með Nonna er horfinn ljúfur og
varkár ferðafélagi sem mikill missir
er af. Við þökkum fyrir þær stundir
. er við fengum að njóta með honum
og vottum ástkærum foreldrum
' hans og systkinum okkar dýpstu
| samúð.
Oddgeir og Elín Brynja.
+ Guðsteinn' Ingvar Þor-
björnsson fæddist í Vest-
mannaeyjum 9. september 1910.
Hann lést á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði 14. febrúar síðast-
liðinn og var jarðsunginn frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík 21.
febrúar.
í formála minningagreina um
Guðstein á blaðsíðu 37 í Morgun-
blaðinu á þriðjudag var farið rangt
með nafn tengdadóttur hans. Hún
heitir Jórunn Guðsteinsson. Þá var
fósturdóttir Guðsteins, Helga Arn-
þórsdóttir, óvart nefnd fóstursyst-
ir. Þetta leiðréttist hér með.
ÞEGAR mér barst frétt um lát Guð-
steins tengdaföður míns til Banda-
ríkjanna setti mig hljóðan. Minning-
arnar tóku að hrannast upp í hugan-
um. Þegar við kvöddumst í desem-
ber síðastliðnum rétt fyrir jólin þá
höfðum við ekki mörg orð en fáein
tár féllu. Okkur grunaði sennilega
báða að við ættum ekki eftir að sjást
aftur í þessu lífi.
Samband okkar var mjög náið.
Við vorum eins og feðgar og bestu
vinir í senn. Aldrei man ég eftir að
okkur hafi orðið sundurorða eða
styggðaryrði hafi fallið okkar í milli
þau þijátíu ár sem ég hefi verið hlut.i
af fjölskyldu hans. Heimili mitt og
þeirra Guðsteins og Möggu var oft
eins og eitt heimili, samgangurinn
var það mikill. Fjölskylda mín og
Guðsteinn og Magga ferðuðumst
saman bæði innanlands, til Englands
og vítt og breitt um Bandaríkin.
Einnig unnum við Guðsteinn saman.
Hann keypti sig inn í fýrirtæki mitt
Skilti og plasthúðun í Reykjavík
fljótlega eftir að ég kvæntist Eygló
Björk og rákum við fyrirtækið sam-
an í mörg ár. Áður hafði Guðsteinn
verið sjómaður og skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, unnið í vélsmiðju og
ekið vörubíl eftir að hann hætti á
sjónum. Guðsteinn var einstaklega
laghentur og samviskusamur. Hann
komst fljótt upp á lagið með að vinna
á leturgrafvélum og smíða ljósaskilti
eða umferðarmerki. Létt lund hans
og kímnigáfa gerðu það að verkum
að það var sérlega gaman að vinna
með honum. Á kvöldin héldum við
síðan oft áfram að vinna saman og
þá við bílana okkar. Ég gerði upp
vélarnar í bílunum hans en hann
ryðbætti mína, því hann var mjög
góður suðumaður.
Synir mínir voru mjög hændir að
afa sínum eins og reyndar öll börn
sem kynntust honum. Þeir fóru með
honum í veiðitúra og þessi fyrrver-
andi útgerðarmaður taldi það ekki
heldur fyrir neðan virðingu sína að
fara með þeim niður á bryggju í
Hafnarfirði að dorga. Hann vissi líka
allt um trillurnar þarna og hvernig
veiðin gekk hjá þeim. Þegar strák-
amir stækkuðu, .gátu þeir spjallað
við afa sinn um bíla og mótorhjól
því hann hafði þekkingu á þessu
öllu og gat auðveldlega breyst í
ungling þegar honum datt í hug.
Nú þegar hann er horfinn af sjónar-
sviðinu getum við sem þekktum
hann yljað okkur við góðu minning-
arnar um hann og hlökkum til að
hitta hann aftur handan grafar.
Þangað til bið ég Guð að vera með
og styrkja ástkæra tengdamóður
mína sem nú hefur misst maka sinn
eftir 64 ára farsælt hjónaband.
Róbert Brimdal.
Elsku amma mín.
Ég vildi að ég gæti verið hjá ykk-
ur á Islandi þessa daga. Minningarn-
ar sem ég hef um afa eru margar
og fallegar. Afi var alltaf tilbúinn
að glettast og leika sér við mig.
Þegar ég var lítill snáði í heimsókn
hjá ykkur átti hann það til að bíta
í fötin mín og bera mig þannig um
stofuna og þykjast vera ljón. Mér
fannst ég líka vera alvöru bílavið-
gerðarmaður þegar ég fékk að „að-
stoða" afa þegar hann var að gera
við bílinn sinn. Stundum fórum við
líka saman að gefa öndunum.
Ég man líka. þegar afi var að svíða
kindahausa og hvað mér fannst það
skrýtið, eða þegar hann var að „tala
frönsku" og var alveg undrandi yfir
því að við Vanessa skyldum hann
ekki! Eða þegar ég meiddi mig á
höfðinu þegar ég var að elta hana
Vanessu systur (þá var ég 5 ára)
og það blæddi þessi ósköp. Vegna
þess hvað ég grenjaði mikið sagði
afi mér að hætta þessu öskri svo
það hætti að blæða. Það hvarflaði
ekki að mér að gegna ekki og auðvit-
að hætti að blæða! Ég mun ávallt
minnast þess hvað hann var góður
og elskulegur. Hann átti alltaf bros,
var sífellt hlæjandi, var alltaf að
stríða mér og var fullur af prakkara-
skap.
Því miður getum við Vanessa,
makar okkar og pabbi ekki verið
með ykkur til að tala um minningar
okkar og gráta saman, en ég veit
að mamma mun faðma þig að sér
fyrir okkar hönd. Við eigum öll eftir
að sakna hans. Við biðjum Guð að
styrkja þig og blessa í sorg þinni
og missi og einnig alla aðra í fjöl-
skyldunni. í trú bíðum við þess
morguns þegar afi mun rísa upp
með glettna brosið sitt og geta hald-
ið okkur í örmum sér aftur.
Andrés Terry Johnson.
Elsku amma.
Það er erfitt að kveðja þá sem
við elskum, sérstaklega þegar farið
er um langan veg. I gegnum árin
hafið þið afi þurft að kveðja margt
af bömum ykkar og bamabörnum
er þau hafa flutt sig til annarra landa
og heimsálfa. Þrátt fyrir vegalengd-
ir hafa kærleiks- og fjölskylduböndin
verið sterk. Nú í sumar áformuðu
margir að kom heim á ættarmót að
hitta ykkur afa sérstaklega. Það
verður stórt skarð á þeim samfund-
um. Afa er sárt saknað.
Það eru margar góðar minningar
sem rifjast upp þegar við kveðjum
afa. Gamli blái tmkkurinn hans var
vinsæll í Eyjum. Alltaf var hann fús
að taka lítinn pjakk með þegar hann
ók fiski, trönum eða öðru hlassi. Ég
man þegar Surtsey fór að gjósa, hve
hann var fljótur að breyta pallinum
í fína rútu og skutlast með okkur
krakkana vestur eftir til að virða
fyrir okkur gosstrókinn koma upp
úr hafinu. Sem verkstjóri og við-
haldsmaður á Hlíðardalsskóla var
hann alltaf svo liðlegur við okkur
unglingana, tilbúinn að hlusta og
sprella. Alltaf kátur og lífsglaður og
fljótur að breyta áhyggjum tánings-
ins í örugga trú á sjálfan sig. Ekki
vantaði heldur ævintýraþrána þegar
honum bauðst tækifæri til að taka
í spymutæki, 69 Mustang. Þó hann
væri hættur að aka eigin bíl vildi
hann fyrir engan mun sleppa tæki-
færinu að þenja fákinn og láta væla
svolítið í dekkjunum. Jafnvel í
sjúkrarúmi, í sársauka veikinda,
voru glaðlyndið og vonin í fýrir-
rúmi. Er hann kvaddi bamabörn sín
áður en þau fluttu utan, var brosið
breitt, hjartað stórt og sprellið í fyr-
irrúmi. Á sama tíma opinberuðu
votir hvarmar stökk á hjartalínurit-
inu og sterkir armar djúpan kærleika
sem myndi teygja anga sína í öll
heimshorn.
En fyrst og fremst munum við
eftir honum sem góðum afa, sem
trúði af öllu hjarta á persónulegan
Guð. Hann þurfti ekki að prédika
trú sína, hann lifði hana, og nú lifir
trú hans áfram í lífi barna hans og
barnabarna.
Já, það er sárt að kveðja þá sem
við elskum því við syrgjum mest þá
sem við elskum mest. A sama tíma
vitum við að þessi kveðjustund er
ekki endanleg kveðja. Eins ög ferðir
um fjarlæg lönd taka enda, svo
munum við hittast heil á ný. Þannig
er þessi ferð um stundarsakir. Því
vinur okkar afa, Drottinn Jesús
Kristur, kemur senn til að gefa afa
æskuþrótt og glampandi bros á nýj-
an leik.
Við hlökkum til að hittast á því
mikla ættarmóti, þar verður hann
ekki þróttlaus öldungur sem horfir.
á aðra leika sér, heldur kraftmikið
ungmenni fær í allan sjó, fremstur
í ærsl og leik þar sem hlátrasköllin
óma án nokkurs endis.
Með söknuði og tilhlökkun.
Þröstur, Haukur, Guðsteinn,
Harpa og fjölskyldur.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNAR INGI EINARSSON,
Búhamri 58,
Vestmannaeyjum,
lést af slysförum sunnudaginn 26. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Birna Hilmisdóttir,
Alda Gunnarsdóttir,
Hrefna Gunnarsdóttir,
Iðunn Gunnarsdóttir.
t
Eignmaður minn, faðir okkar, stjúpfað-
ir, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI KRISTJÁNSSON
frá Heiðarbrún
í Vestmannaeyjum,
sem lést í Vífilsstaðaspítala 26. febrúar,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
föstudaginn 3. mars kl. 15.00.
Kristín Símonardóttir,
Ingimundur Gíslason, Ingunn Þóroddsdóttir,
Gunnsteinn Gfslason, Edda Farestveit,
Ingibjörg Júlfusdóttir, Jón Kr. Hansen,
Halldór Kr. Júlfusson, Ólfna Guðmundsdóttir,
Lára V. Júlíusdóttir, Þorsteinn Haraldsson,
Sigurður Júlíusson, Anna G. Eyjólfsdóttir,,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Sambýlismaður minn, faðir okkar og
sonur minn,
KARL HARRÝ SVEINSSON,
lést 27. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Marfa Weiss,
Stefán Bachmann Karlsson,
Fanney Karlsdóttir,
Sveinn Kr. Magnússon.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað-
ir og afi,
GUÐMUNDUR BJÖRNSON
ÁRSÆLSSON,
Hólmgarði 28,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 3. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeir, sem vilja minnast hans,
láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Sigfrfður Níeljohníusdóttir,
Ólöf Guðmundsdóttir, Jón Heiðar Gestsson,
Júlíus Guðmundsson, Helga Gottfreðsdóttir,
Ársæll Guðmundsson, Gunnnhildur Harðardóttir
og barnabörn.
t
Útför ástkærs sambýlismanns míns,
sonar okkar og bróður,
HILMARS B. GUÐMUNDSSONAR
tannlæknis,
Hjarðartúni 7,
Ólafsvík,
fer fram frá Kristskirkju f Landakoti
fimmtudaginn 2. mars og hefst athöfn-
in kl. 13.30.
Björgunarsveit Ólafsvíkur hefur stofnað
sérstakan minningarsjóð um Hilmar við Sparisjóð Ólafsvíkur,
reikningsnúmar 401802, og eru þeir, sem vildu minnast hans,
t.d. með krönsum og blómum, beðnir að láta andvirðið renna í
þann sjóð.
Kolbrún Steinunn Hansdóttir,
Hedwig Meyer og Guðmundur Guðjónsson,
Guðjón Karl Guðmundsson.
J