Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 45 ALOE vera. Kraftaverkajurtin aloe vera Frá Ragnari Þjóðólfssyni: í GLUGGUM margra má sjá jurt með þykkum grænum blöðum sem vaxa í krans. Plantan líkist mest kaktus en er í raun af liijuætt og til eru yfir 300 tegundir af henni. Safinn úr þeim minni dugar ágæt- lega á brunasár og við húðþurrki en hin eiginlega aloea vera sem átt er við í lyfja- og læknisfræðibókum er Aloe barbadensis. Plantan er fullþroskuð þegar hún nær 50-130 cm hæð og þá má sneiða af henni ystu blöðin og nýta til lækninga. Saga aloe vera-lækningajurtar- innar er mjög löng. Á leirtöflum frá Mesópótamíu er hennar getið um 1750 fyrir Krist og 550 f. Krist er minnst á lækningamátt hennar gegn sýkingum í húð i egypskum bókum og Kleópatra notaði hana sem fegrunarmeðal. Grískir læknar skrifa um hana mannsaldri fyrir fæðingu Krists og í gegnum aldirn- ar hefur hún verið notuð með góð- um árangri gegn hvers konar exemi og til búkhreinsunar. Læknar brunasár Á Vesturlöndum er lítið fjallað um jurtina frá miðöldum og þar til 1935 að geislalækningar hefj- ast. Sjúklingar fengu oft erfið sár á þá staði sem geislunum var helst beitt. Kaunin greru illa og fylgdi mikill kláði og sýkingarhætta. Ýmis lyf voru reynd en ekkert náði að græða sárin né veita líkn frá kláðanum fyrr en konu nokk- urri hugkvæmdist að leggja afhýdd blöð aloe vera-jurtarinnar beint á sár sín. Innan sólarhrings hafði kláðinn minnkað og á fimm vikum voru sárin gróin. Eftir þetta var farið að beita aloe vera í auknum mæli til lækninga. í ljós kom að hún dugði sérlega vel á hvers kyns brunasár og ekki er til betra efni við sólbruna og sól- arexemi. Víða í Bandaríkjunum nota brunaliðsmenn sérstök teppi vætt aloe vera-safa til að veíja um fórnarlömb bruna. Drepur bakteríur Jurtin reyndist einnig vinna mjög vel innvortis, en seyði af henni vinnur gegn mörgum teg- undum baktería. Þeirra á meðal lungnabólgu og berklum, en einnig gegn herpes-veirunni og sveppum í meltingarfærum af gerðinni Candida. Frá Danmörku berast þær fréttir að asma í börnum megi halda niðri með aloe vera-safa. Gegn psórasis og gigt Margir psoriasis-sjúklingar nota aloe vera. Áburður með yfír 70% hreinum safa úr jurtinni dregur mik- ið úr húðþurrki og græðir sár sem oft myndast á þeim stöðum þar sem psoriasis-exem er slæmt. íslensk kona hafði lengi verið slæm af psor- iasis á höndunum og húðin var oft mjög þurr og sprungin. Allt jók ert- ingu húðarinnar og jafnvel það eitt að þvo sér í vatni orsakaði sársauka og kláða. í tvö ár hefur hún borið'1 gelið á hendumar á kvöldin, dregið á þær bómullarhanska og sofíð með þá til morguns. Húðin er mjúk, óspr- ungin og að mestu laus við psorias- is-bletti. Víða á Norðurlöndum er farið að nota aloe vera-gelið, en það er 98% hreinn jurtasafí gegn gigt og bólgu í liðum. Sjúkraþjálfarar nudda gelinu inn í auma liðina og vöðva og við það dregur merkjanlega úr bólgum og sársauka. Hér á landi hefur gelið verið notað á nokkrum sjúkrastofn- unum með góðum árangri. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartanga 17, Mosfellsbæ. Hver hefur áhuga á amerískum fótbolta? Frá Sigurði Jónssyni: NÚ í vetur hefur nokkrum sinnum verið fjallað um amerískan fótbolta, eða ruðning eins og farið er að kalla þetta fyrirbæri hér á landi, á íþróttas- iðum blaðsins. Ég get ekki orða bundist, því að á sama tíma eru rit- stjórar blaðsins að biðja þá sem senda greinar til blaðsins að vera ekki of langorðir vegna þess að pláss er ekki ótakmarkað í blaðinu. Þetta á sjálfsagt líka við um íþróttasíðuna. Áf hveiju í ósköpunum er þá verið að eyða plássi og kröftum starfs- manns í umfjöllun um ruðning? Á sama tíma er ýmsu sleppt sem flest- ir teldu eflaust eðlilegt að um væri fjallað, margir sakna t.d. 2. deildar í handknattleik og ísknattleiks. Ég hef aldrei séð skrifað um leiki í ann- arri deild handboltans, stundum eitt- hvað um ísknattleik en það mætti vera meira. Um síðustu helgi var haldið unglingamót á skautasvellinu í Laugardal, ekkert var fjallað um það á íþróttasíðunum en ein mynd inni í blaðinu og texti undir sem ekki bendir til þess að meira verði fjallað um þetta mót. Morgunblaðið mætti taka DV sér til fyrirmyndar og fjalla meira um íþróttir barna og unglinga og þær íþróttir sem stundaðar eru hér á landi en hætta að eltast við óskir vina eða duttlunga íþróttafréttamanna. Ef það er stefna blaðsins að verða við óskum fámennra þrýstihópa þá vil ég fyrir mína hönd og margra félaga minna biðja um að fjallað verði um göfugar íþróttir eins og krikket og póló svo ég minnist nú ekki á rugby. SIGURÐUR JÓNSSON, Hörgshlíð 16, Reykjavík. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu biaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má fínna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Átak gegn umframþyngd, A-tími. Átak gegn umframþyngd framh. B-tími. - Átak gegn umframþynd, A - tími 8 vikna námskeið fyrir þá sem vilja losna við aukakílóin. Tilvalið fyrir byrjendur af báðum kynjum. Lokaður hópur. - Námskeiðið hefst 6. mars. og er skráning þegar hafin. Takmarkaður fjöldi. - Átak gegn umframþyngd framhald, B - tími, nýtt 8 vikna námskeið fyrir þá sem þegar hafa lokið námskeiði A, og aðra sem komnir eru í einhverja æfingu en vilja gott aðhald. Lokaður hópur. - Námskeiðið hefst 7. mar. og skrán- ing þegar hafin. Takmarkaður fjöldi. verð 10.990,- Þeir sem missa 8 kíló eða meira fá frítt mánaðarkort Morguntímar Frí barnapössun TÆK)ASAIUR • ÞOLFIMI • LJÓSABEKKIR FROSTASKJÓLI 6 • SÍMI: 551 2815 OG 551 2355

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.