Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hreint fyrir dyrum BENEDIKT Steingrímsson gat átt notalega stund og notið útsýnisins í fallegu vetrarveðri eftir að hafa gert hreint fyrir dyrum húss síns á Nesi við Hafravatn. Yfir 70 leigubílsljórar á fundi um stofnun nýrrar stöðvar Greiddu 26 milljónir í afslátt í fyrra RÚMLEGA 70 leigubílstjórar mættu á fund í fyrrakvöld sem efnt var til af hópi bifreiðastjóra sem eru óánægðir með stöðvar- gjöld á bifreiðastöðvunum og hyggjast stofna nýja stöð. Þar var skipuð nefnd manna frá hverri stöð til að kanna grund- völl slíkrar stofnunar. Jón Smith, bifreiðastjóri á BSR, situr í undirbúningsnefndinni og segir hann næsta skref að kanna fjármögnun, lánsmöguleika o.fl. Menn hugsi sér að besta leiðin sé að gefa út hlutabréf, eitt að baki hveiju akstursleyfi. Fjölgun leigu- bílastöðva sé kannski ekki besti hugsanlegi möguleikinn, en takist ekki samkomulag við leigubíla- stöðvamar um lækkun stöðvar- gjalda og afsláttar, eigi menn fárra kosta völ. Framkvæmdastjóri BSR hafí í fyrradag lækkað það gjald sem stöðin innheimti um 2.000 krónur sem sé góðs viti, en nægi ekki til að brúa bilið. Tilboð frá sendibílastöð Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur Nýja sendibíla- stöðin boðið leigustjórunum að sam- nýta símanúmer og aðstöðu með fyrirtækinu, og aðspurður viður- kennir Jón að slíkur kostur sé í athugun en virðist við fyrstu sýn ekki ýkja vænlegur. Jón gagnrýnir málflutning fram- kvæmdastjóra bifreiðastöðvanna í Morgunblaðinu í gær og hafnar því með öllu að hann hafi farið með rangfærslur, eins og þeir héldu fram. Vill afnema afslátt Jón segir að hver einasti bilstjóri á BSR, sem séu um 120 talsins, hafí greitt 204.605 krónur í stöðv- argjöld með virðisaukaskatti og húsaleigu til fyrirtækisins í fyrra, að viðbættum 16.750 krónum vegna afsláttar sem stöðin veiti við- skiptavinum sínum. Bílstjórar Bæjarleiða, sem séu um 175 talsins, hafi borgað 180.610 krónur á mann í fyrra í stöðvar- gjöld með vsk. og húsaleigu, auk 45.390 króna í afslátt til viðskipta- vina stöðvarinnar. Á Hreyfli, þar sem séu um 201 bílstjóri, hafi hver bílstjóri greitt 206.400 krónur í stöðvargjald með vsk. og húsaleigu, auk 80.482 króna i afslátt. „Samtals greiddu þessir tæplega 500 bílstjórar á stöðvunum þremur því rúmar 26 milljónir króna á sein- asta ári vegna afsláttar s'em stöðv- amar veittu og veita viðskiptavin- um sínum,“ segir Jón. Hann telji að afsláttur fari hækkandi og verið sé að etja saman mönnum á milli stöðva, því að vinnan færist á milli. Væri þessi afsláttur ekki til staðar myndi vinnan dreifast jafnt á stöðv- amar. „Höfuðverkurinn er þessar 26 milljónir. Við viljum afnám þessa afsláttar því okkur fínnst of dýrt að borga 26 milljónir fyrir að kroppa augun hver úr öðmm. Eg held að þessi vinna hverfí ekki þótt að afslætti yrði útrýmt, því hún er að mínu viti ekki mjög dýrseld hvort eð er,“ segir Jón. Hann fullyrðir að fyrir utan Hreyfil fái bílstjórar ekki að vita hversu hár þessi afslátt- ur er í hverju tilfelli gagnvart við- skiptavininum. Getur átt rétt á sér Eigi afsláttur til stórra viðskipta- vina hins vegar að viðgangast, finn- ist honum eðlilegra að stórfyrirtæki og opinberir aðilar semji um jafnhá- an afslátt við allar stöðvamar, eins og Reykjavíkurborg hafí gert. Af- sláttur geti eflaust átt rétt á sér í einhveijum tilvikum, en hann verði þá að vera vinnuhvetjandi, t.d. á þann hátt að viðskiptavinur fái 10% afslátt af viðskipum fyrir milljón krónur á mánuði, 1% fyrir hver 250 þúsund til viðbótar á mánuði o.s.frv. „Okkur sárnar líka að þurfa að greiða niður samninga við t.d. rík- ið, á sama tíma og ríkið tekur ekk- ert tillit til leigubílstjóra í vörugjöld- um eða öðru slíku. Við erum eina stéttin sem hefur atvinnu af akstri sem borgar eldsneyti sitt og bíla fullu verði,“ segir Jón. Tóku við góðum búum „Framkvæmdastjórar BSR og Bæjarleiða tóku við mjög góðum búum frá feðrum sínum, og þessar stöðvar eru sjálfsagt mjög vel reknar frá bæjardyrum eigenda, en mjög illa frá sjónarhóli bílstjór- anna. BSR hefur t.d. samning um bensínkaup við Shell þannig að í hvert skipti sem bílstjóri þaðan kaupir bensín, fær stöðin af- greiðslugjald til baka upp á 1-2 krónur af lítra. Vel getur verið að þetta fé renni til reksturs stöðv- anna, en við fáum ekki að sjá nein skjöl sem staðfesta það.“ Ný verðskrá hjá ÁTVR NÝ VERÐSKRÁ tók gildi fyrir áfengi hjá Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins í gær, 1. mars. Er hækk- unin til komin vegna verð- og geng- isbreytinga erlendis og nemur 0,54% að meðaltali miðað við árs- neyslu, að sögn Bjama Þorsteins- sonar hjá ÁTVR. Hækkaði verð- skráin síðast í maí í fyrra að hans sögn en sumar tegundir hækka ekkert. Verð á tóbaki helst óbreytt. Uppsetningu verðskrárinnar hef- ur verið breytt og einnig hefur ver- ið bryddað upp á þeirri nýbreytni að prenta hana í lit. Henni fylgja líka umsagnir um tilteknar áfengis- tegundir að þessu sinni, sem Bjami segir að tilteknir smökkunarhópar hjá fyrirtækinu hafí umsjón með. Loks gefst viðskiptavinum nú kost- ur á því að koma kvörtunum og ábendingum til skila með því að fylla út eyðublöð sem liggja frammi á útsölustöðum ÁTVR. Geir H. Haarde tekur við forsætinu íslendingar þurfa að standa vörð um hagsmuni sína GEIR H. Haarde þing- flokksformaður Sjálf- stæðisflokksins hefur tekið við forsetaemb- ætti Norðurlandaráðs, svo það kemur í hlut íslendinga að fara með forystu ráðsins einmitt á þeim tíma, þegar nor- ræn samvinna er í end- urskoðun. Endurbótahópur skipaður norrænu sam- starfsráðherrunum og fulltrúum þingmanna hefur unnið undanfama mánuði að því að setja saman tillögur um áframhaldandi starf Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Ein megin niður- staðan er að starfíð skiptist í þijú svið. í fyrsta lagi hefðbundin norræn áhersluatriði, meðal annars menn- ingar- og menntamál, í öðru lagi evrópsk samskipti og í þriðja lagi samstarf við nágrannasvæðin, til dæmis við Eystrasalt og í Rússlandi. í samtali við Morgunblaðið sagði Geir að megin verkefnið væri að halda áfram þeirri umbótavinnu, sem nú stæði yfir innan Norðurlandaráðs og sagðist hann vona að á þinginu yrðu teknar stefnumótandi ákvarðanir um skipulag ráðsins og verkefni. Hann lagði áherslu á að vegna breyttrar stöðu hinna norrænnu ríkja þyrfti að laga norræna samvinnu að nýjum aðstæðum. Meginverk- efnið væri að fylgja end- urskipulagningunni eftir og ljúka henni. Hætta á aðskilnaði Auk þess væm ýmis önnur verkefni til að takast á við. Þar mætti í fyrsta lagi nefna heim- skautasamstarf og stofnun ráðs þeirra landa, sem eiga land að Norðurheimskautinu. í öðra lagi mætti nefna norræn upplýsinga- skipti og hvemig nota mætti norrænt samstarf sem upplýsingaglugga, bæði gagnvart ESB en einnig fyrir umheiminn gagnvart Norðurlöndum. í þriðja lagi hvemig varðveita mætti norræna samvinnu á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðunum. Skemmtileg áskorun Á þinginu hafa verið ákafar um- ræður um hver væri framtíð norræns samstarfs og sagði Geir það skemmtilega áskoran að taka við forsæti í ráðinu einmitt nú. Þrátt fyrir að mikils velvilja og áhuga gætti á starfi ráðsins gætti enginn hagsmuna íslendinga nema þeir sjálfir og því væri mikilvægt að þeir fylgdust þar vel með og stæðu vörð um hagsmuni sína. Geir H. Haarde Sjávarútvegsráðherra Noregs Eigum miklu fleira sameiginlegt en við deilum um JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að enn hilli ekki undir lausn á deilum Noregs og ís- lands um þorskveiðar í Barentshafí, Olsen sat sjávarútvegsráðherra- fund Norðurlanda hér á landi í vikunni í tengsl- um við Norðurlanda- ráðsþing. Þar ræddu hann og Þorsteinn Páls- soh ekki um Smugudeil- una. Olsen segir að lausn hennar sé enn ekki í sjónmáli. Slíka lausn verði að finna á breiðum grundvelli og ræða um fleiri fiskistofna en Bar- entshafsþorskinn. Norðurlönd hafi áhrif á ESB Í endurskipulagningu norræns samstarfs, sem til umræðu er á Norð- urlandaráðsþinginu í Reykjavík, er gert ráð fyrir að Norðurlöndin hafi með sér samráð um ýmis mál á vett- vangi Evrópusambandsins. Olsen sagði að þetta samráð þyrfti meðal annars að nýta til að fá norrænu ESB-ríkin til að vinna málstað strandríkja fylgi innan sambandsins. „ESB hefur færzt nær sjónarmiðum strandríkjanna, en ennþá vantar tals- vert uppá,“ sagði Olsen. „Bretland leggur mesta áherzlu á málstað strandríkjanna og við eigum mikið undir því að áfram þokist í þessu máli. Næsti fundur á úthafsveiðiráð- stefnunni verður nú í marz og von- andi verður skrifað undir nýjan út- hafsveiðisamning um mánaðamótin júlí-ágúst í New York.“ Olsen sagði aðspurður að ekki færi á milli mála að ísland styddi málstað strandríkja á úthafsveiðiráðstefn- unni. Það hefði komið skýrt fram á millifundi ráðstefnunnar í Genf í febrúar. „íslendingar lögðu fram skýrar orða- lagsbreytingar, sem þjónuðu hagsmunum strandríkjanna,“ sagði Olsen. Hann sagðist vona að nýjar reglur um úthafs- veiðar gætu stuðlað að því að Smugudeila Norðmanna og Islend- inga leystist. Aðspurður hvort það yrði þá nauð- synlegt að bíða nið- urstöðu á úthafsveiðiráðstefnunni, sagði sjávarútvegsráðherrann: „Ég veit það ekki. Við vinnum á tvennan hátt 'í þessu máli, annars vegar með tvíhliða tengslum við ísland og hins vegar á úthafsveiðiráðstefnunni. Við höfum átt fundi með íslenzkum emb- ættismönnum af og til allt frá því að deilan hófst. En við eram ekki komnir með neinn samkomulags- grandvöll - langt í frá.“ Samið á breiðum grundvelli Olsen segir að leysa verði Smugu- deiluna á breiðum grandvelli. íslend- ingar hafi til dæmis hagsmuni af samningum um sfldina í Sfldarsmug- unni og karfann suður af landinu. Hann leggur þó áherzlu á að karfa- veiðar Norðmanna séu ekki sambæri- legar við þorskveiðar Norðmanna í Barentshafí, þar sem í síðara tilfellinu sé um að ræða stofn, sem að fullu sé stjómað með kvóta, en ekki í því fyrra. „Það verður að fínna heildar- lausn. Við eigum miklu fleira sameig- inlegt en við deilum um,“ segir hann. Jan Henri T. Olsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.