Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti bústaðurinn af 18 afhentur fórnarlömbum flóðsins í Súðavík „ Morgunblaðið/Ámi Sæberg GLÆSILEG hús á Bústaðavegi í Súðavík. A innfelldu myndinni taka hjónin Björg Hansdóttir og Frosti Gunnarsson ásamt börnum sínum, Elmu Dögg og Gunnari, við Iyklum að nýju heimili úr höndum Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambands íslands. „Hjálpar okkur að sofa óttalaus“ Súðavik. Morgunblaðið. FYRSTA bráðabirgðahúsið af átj- án fyrir íbúa Súðavíkur var afhent í gær. Samkvæmt upplýsingum frá hreppsskrifstofunni er nú ver- ið að ganga frá rafmagni, síma, skólpleiðslum og öðru því sem þarf til að bústaðirnir allir verði íbúðarhæfir og miðað við fram- kvæmdahraða, standa vonir til að allir íbúarnir, um 67 manns, geti flutt inn á laugardag. Nýja sum- arbústaðabyggðin gengur nú und- ir nafninu Bústaðavegur. Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnaðarsambands ís- lands afhenti Frosta Gunnarssyni og fjölskyldu hans lykla að bú- staðnum, en þau misstu hús sitt í snjóflóðinu í Súðavik 16. janúar sl. Guðmundur óskaði nýju íbúun- um velfarnaðar í húsinu og lofaði aðstoð sambandsins í hvívetna, þyrfti fjölskyldan einhveija að- stoð vegna nýrra vistarvera. „Það hefur geysimikla þýðingu fyrir okkur að fá þak yfir höfuðið að nýju og alveg ómetanlegt að kom- ast i húsnæði sem við getum kall- að okkar eigið,“ sagði Frosti í samtali við Morgunblaðið. Súða- víkurhreppur hefur boðið ýmsum félagasamtökum að kaupa bústað- ina átján og lána íbúum Súðavíkur þá endurgjaldslaust til 1. júní á næsta ári, þegar þeir eiga af hafa fundið sér framtíðarhíbýli. Raf- iðnaðarsambandið samþykkti fyrst féiaga þessa málaleitan. „Við höfum hangið í lausu lofti og ekki áttað okkur á tilverunni ennþá, lifað á vinum og ættingjum, en nú höfum við fastan punkt i til verunni og getum reynt að lifa lífinu eðlilega að nýju,“ sagði Björg Hansdóttir, kona Frosta. „Bústaðurinn er 60 fermetrar að stærð og því minna en húsið sem við misstum, en það er ekkert verra að byija smátt á meðan við Súðvíkingar erum að sameinast aftur og eignast búslóðir á nýjan leik. Við þurfum að kaupa allt niður í diska upp á nýtt, og því er þetta eins og að hefja búskap aftur, 22 árum síðar. Þetta er sér- staklega skrýtin tilfinning.“ Fjölskyldan ætlar að flytja inn í dag og Ijúka því starfí á morg- un, laugardag. Frosti segir Súð- vikinga bíða og vona að hús þeirra sem enn standa uppi og eru á hættusvæði, verði keypt af Ofan- flóðasjóði eða öðrum opinberum aðilum. Þeir sem hafa verið hús- næðislausir síðan flóðið féll, hafa flestir búið annaðhvort í verbúð sem stendur innan við bæinn eða á Isafirði, en þegar veður hefur versnað hafa íbúar kauptúnsins gjarnan kosið að leita skjóls i grunnskólanum. „Ekki má gera vind, þá er fólk farið úr húsum sinum. Hræðslan á orðið svo sterk ítök í fólki. Bústaðirnir munu hjálpa okkur og öðrum þeim sem misstu hús sin eða eiga hús á hættusvæði, til að sofa óttalaus því að þeir standa á öruggu svæði. Lífíð fellur fyrr í fastar skorður," segir Frosti. Efnt hefur verið til samkeppni á meðal arkitekta um deiliskipu- lag á nýju byggingarlandi á Eyrardalssvæði austan við barna- skóla Súðavíkur. Jón Gauti Jóns- son sveitarstjóri í Súðvík kveðst telja tilkomu bústaðanna átján lykilþátt við endurreisn mannlifs í Súðavík. Lögð verði áhersla á að fólk sem missti aleigu sína í flóðinu geti hafið byggingafram- kvæmdir i sumar. Framkvæmdir eftir 1. maí „Við vonum að þeim fram- kvæmdum geti lokið fyrir 1. júni á næsta ári og ég heyri það á þeim sem ég hef rætt við, að fólk hyggst koma upp fokheldu húsi fyrir haustið. Samkeppninni lýkur 14. mars nk. og þá hefur dóm- nefndin viku eða tiu daga til að velja eina lausn og þá gerum við ráð fyrir að viðkomandi aðili og verkfræðistofa hefji fullhönnun, þannig að áætlanir okkar um að hefja framkvæmdir 1. maí stand- ist,“ segir Jón. Hann segir að nýtt deiliskipulag og gerð hættumats sé grundvöllur samkomulags við Ofanflóðasjóð um þátttöku í kostnaði við framkvæmdir. Trú manna sé að stærsti hluti Súðavík- ur standi á hættusvæði, enda hafi stór hluti kauptúnsins staðið á hættusvæði og flóðið í janúar fall- ið utan þess, á svæði sem talið var iqjög öruggt. Þjófar sækja í geymslur í blokkum INNBROT í geymslur fjölbýlis- húsa hafa verið tíð undanfarið og hafa fjölmarg’ir orðið fyrir tjóni af þeim sökum. í fyrrinótt var brotist inn í 6 geymslur í fjölbýlishúsi vð Grandaveg. Engu virtist hafa verið stolið að sögn lögreglu en miklar skemmdir höfðu verið unnar á lásum og dyraumbún- aði. I fyrrinótt var einnig brotist inn í 6 geymslur í fjölbýlishúsi við Súluhóla og þaðan var svip- aða sögu að segja um aðkom- una. Forvamadeild lögreglunnar og hverfalöggæslustöðvar í Reykjavík hafa að sögn lagt áherslu á að ná tali af forráða- mönnum húsfélaga til að ráð- leggja þeim um hvemig standa skuli að öryggismálum til að torvelda þjófum aðgang að þeim verðmætum sem oft er að fínna í geymslum fjölbýlis- húsa og komast hjá þeim kostn- aði sem oft hlýst af vitjunum þjófa og skemmdarvarga í sam- eignir í fjölbýlishúsum. Skeljungsránið Varðhald staðfest HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 31 árs manni, sem RLR hefur í haldi vegna gruns um aðild að ráninu á peningum Skelj- ungs í Lækjargötu á mánudag í síðustu viku. Maðurinn hefur, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, ekki gengist við neinni aðild að ráninu. Hann hefur hins vegar við yfírheyrslur ekki getað gert grein fyrir ferðum sínum-dag- inn sem ránið var framið og ekki skýrt frá því hvemig hann komst yfír þær um það bil 700 þúsund krónur sem hann var með í fórum sínum við handtöku sl. fimmtudag. Fjöldi rannsóknarlögreglu- manna vinnur enn að rannsókn ránsins en aðrir en gæslufang- inn hafa ekki verið handteknir eða yfírheyrðir vegna gruns um aðild að því, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Vísitala neysluvöruverðs reiknuð út í fyrsta skipti samkvæmt nýsettum lögum Lækkaði um 0,2% frá febrúar Vísitala neysluverðs ímare 1995 (172,0) Ferðir og flutningar (20,0) Húsnæði, rafmagn og hiti (18,3) Matvörur(16,1) Tómstundaiðkun og menntun (11,8) Húsgögn og heimilisbúnaður (6,6) Föt og skófatnaður (5,9) Drykkjarvörur og tóbak (4,4) Heilsuvernd (2,8) Aðrar vörur og þjónusta (14,1) -0,6% -0,3% -0,4% +0,3% ■ +0,1% *°% Breyting H+0,1% i ' í ; 0,0% frafyrri ■ +0,1% manuði VISITALA NEYSLUVERÐS -0,2% Tölurísvigumvísatil ’ vægis einstakra liða af 100. HAGSTOFA íslands hefur reiknað út vísitölu neysluverðs eftir verðlagi í byijun mars og reyndist hún vera 0,2% lægri en í febrúar. Vísitala neysluverðs tekur við af vísitölu framfærslukostnaðar samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru fyrir þinglok í vetur og er reiknuð út með sama hætti og vísitala fram- færslukostnaðar var áður reiknuð út. Að auki fær þessi vísitala nýtt hlutverk, þar sem verðtrygging fjár- skuldbindinga mun miðast við vísi- tölu neysluverðs og breytingar á henni frá og með næstu mánaða- mótum. í frétt frá Hagstofunni segir að breytingar á vörugjöldum hafí vald- ið 1,2% lækkun á verði nýrra bif- reiða sem hafí í för með sér 0,09% lækkun á vísitölunni. Þá olli lækkun bílatrygginga um 1,2% lækkun vísi- tölunnar um 0,03% og auknar niður- greiðslur á rafmagni til húsahitunar lækkaði vísitöluna einnig um 0,03%. Hins vegar olli hækkun innlendra tímarita um 11,4% hækkun vísi- tölunnar um 0,03%. Vísitala neysluverðs í mars er því 172,0 stig og hefur hækkað um 1,4% síðustu tólf mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hins vegar hækkað minna síðastliðið ár eða um 0,7%. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,8% verðbólgu á heilu ári, en þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án húsnæðis jafngildir 1,8% verðbólgu á heilu ári. , Gamla lánskjaravísitalan breytist nu I hlutfalli við breytingar á vísi- tölu neysluverðs og lækkar því um 0,2% milli mánaðanna mars og apríl. Lánskjaravísitalan 3.402 gilti þann- ig í marsmánuði, en lánskjaravísital- an 3.296 gildir í apríl næstkom- andi. Lánskjaravísitala verður áfram reiknuð út vegna eldri fjár- skuldbindinga sem verðtryggðar voru samkvæmt henni, en eins og fyrr sagði munu breytingar á henni miðast við breytingar á vísitölu neysluverðs. Ef gamla lánskjaravísi- talan hefði gilt óbreytt hefði ekki verið hægt að reikna hana út fyrr en um 20. þessa mánaðar þegar byggingarvísitala og launavísitala hefðu verið reiknaðar út, en hvor um sig gilti þriðjung í grunni láns- kjaravísitölu, auk framfærsluvísi- tölu. Vegna nýgerðra kjarasamn- inga mun næsta launavísitala vænt- anlega hækka talsvert og hefði það því orðið til þess að gamla lánskjara- vísitalan hefði einnig hækkað nokk- uð ef reglur hefðu verið óbreyttar. Nýjar verðtryggðar Ijárskuld- bindingar sem stofnað verður til í aprílmánuði verða hins vegar verð- tryggðar miðað við vísitölu neyslu- verðs og gildir vísitalan 172,0 í apríl eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.