Morgunblaðið - 09.03.1995, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Einar Guðfinnsson
um brottför Halldórs
Hermannssonar
Vona að
leiðir liggi
saman síðar
„VIÐ sjálfstæðismenn viijum skoða
spurninguna um afstöðu til Evrópu-
sambandsins betur. Við bendum á
að ríkjaráðstefnan, sem mun vænt-
anlega breyta eðli og uppbyggingu
Evrópusambandsins í grundvallar-
atriðum, verður ekki haldin fyrr en
á næsta ári og mun væntanlega
standa í nokkur ár. Við segjum ein-
faldlega að það sé ótímabært að taka
afstöðu til einhverrar framtíðar með
Evrópusambandinu, sem við vitum
ekki hvemig lítur út,“ segir Einar
K. Guðfínnsson, efsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum.
Halldór Hermannsson, sem um
langan tíma hefur verið einn af
áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokkn-
um á Vestfjörðum, hefur sagt skilið
við flokkinn vegna ágreinings við
hann um afstöðuna til Evrópusam-
bandsins. Halldór vill að ísland óski
eftir aðild að ESB. Hann hefur lýst
yfir stuðningi við Alþýðuflokkinn.
„Mér þykir mjög miður að Halldór
skuli að þessu sinni ætla að kjósa
Alþýðuflokkinn. Okkar leiðir hafa
jafnan legið saman. Ég vona að þó
að það skilji með okkur að þessu sinni
þá eigi leiðir okkar eftir að liggja
saman fyrr en síðar. Ég vek athygli
á því að það er einungis í þessu
máli sem ber á milli okkar og hans,“
sagði Einar.
Einar sagði að spumingin um af-
stöðu til ESB hefði ekki verið ofar-
lega á baugi fram að þessu í kosn-
ingabaráttunni. Það væm önnur mál
sem brynnu á kjósendum á Vestfjörð-
um.
-------». » »-----
Kvennalistinn á
Sauðárkróki
HÚSFYLLIR varð er Kvennalistinn
I Norðurlandskjördæmi vestra opn-
aði kosningaskrifstofu á Sauðár-
króki hinn 4. mars sl., segir í frétt
frá Kvennalistanum.
Stefnuskrá Kvennalistans var
kynnt og rætt um helstu baráttu-
mál komandi kosninga m.a. launa-
munur kynjanna og atvinnumál.
Kosningaskrifstofan verður opin
virka daga frá kl. 14-18 og um
helgar kl. 14-17. Kosningastýra
er Ingileif Oddsdóttir.
FRÉTTIR
Forsætisráðherra á kosningafundi
Forræði yfir
auðlindum sjávar
ekki fórnað
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að ekki komi til greina að
fóma forræði yfír auðiindum sjáv-
ar fyrir aðild að ESB. EES-samn-
ingurinn sé í fullu gildi og íslend-
ingar njóti ábatans án þess að
þurfa að gefa eftir yfirráð yfir
fískimiðunum við landið.
Þetta kom fram á fjölmennum
fundi í kosningamiðstöð Sjálfstæð-
isflokksins við Lækjartorg á
þriðjudaginn en fleiri frambjóð-
endur á lista flokksins í Reykjavík
munu efna til funda þar á næst-
unni.
Davíð sagði að EES-samningur-
inn þýddi að ísland sæti við sama
borð og þjóðir Evrópusambandsins
að því undanskildu að við hefðum
ekki áhrif á ákvarðanatöku innan
ESB. Áhrifín sem stæðu okkur til
boða, ef við gengjum í sambandið,
væm hins vegar ekki mikil og lít-
ils virði ef þau þýddu að við gætum
ekki lengur haft áhrif á okkar eig-
in mál.
Stöðugleiki allra hagur
Forsætisráðherra taláði al-
mennt um stöðu þjóðmála og lagði
áherslu á, að brýnt væri að byggja
á þeim árangri sem náðst hefði í
tíð núverandi ríkisstjórnar við erf-
iðar aðstæður. Nauðsynlegt væri
að viðhalda stöðugleika í þjóðfé-
laginu enda væri það allra hagur.
Davíð fullyrti meðal annars að
engin ríkisstjórn hefði haft jafn
mikil afskipti af atvinnulífínu. Að
vísu hefði hann ekki staðið á tröpp-
um Stjórnarráðsins og úthlutað
milljónum enda mætti hafa skyn-
samlegri afskipti af atvinnulífinu.
Þá sagði Davíð að fjögurra flokka
vinstristjórn að loknum kosningum
væri ávísun á kollsteypu.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, á fundi í
kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins á þriðjudag.
Morgunverðarfundur Verslunarráðs um atvinnulíf og pólitískt umhverfi
Lítil framleiðni og lítið eigið fé
veikleiki efnahagskerfísins
VERSLUNARRÁÐ íslands gekkst
fyrir morgunverðarfundi með for-
ystumönnum Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks og Þjóðvaka í gær-
morgun, en þar var fjallað um ís-
lenskt atvinnulíf og pólitískt um-
hverfí og hvert sé stefnt í sam-
keppni þjóðanna.
Þetta var fyrri stjórnmála-
fundurinn af tveim sem Verslunar-
ráð gengst fyrir þar sem forystu-
menn stjómmálaflokka gera í
hnotskum grein fyrir stefnu
flokka sinna í þessum málaflokki
og svara fyrirspumum.
Forystumenn stjómmálahreyf-
inganna vom sammála því á fund-
inum í gær að lítil framleiðni og
bágborin eiginfjárstaða væra
helstu veikleikar íslensks efnahag-
skerfis.
Uppræta þarf fákeppni og
einokun
Aðspurðir um hvernig þeir vildu
taka á þessum vanda og leysa
hann til frambúðar sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, að þegar horft væri
til velferðarkerfisins og ríkisvalds-
ins þyrfti fyrst og fremst að beita
gagnrýnni skoðun á alla sjálfvirkni
þar og stýra ekki út frá sjónarmið-
um hagsmuna heldur þjónustunni
og þeim vandamálum sem þyrfti
að leysa.
„Við verðum að halda áfram á
þeirri braut að uppræta einokun
og fákeppni, hvort heldur það er
ríkisvaidsins eða annarra aðila.
Við verðum að innleiða hér sam-
keppni og beygja íslenskt atvinnu-
líf undir aga samræmdra sam-
keppnisreglna, og við þurfum auk-
ið erlent fjármagn inn í þetta þjóð-
félag, fyrir utan það að hvetja
þjóðina til spamaðar.
Viðskiptasambönd
ónýtt auðlind
í framhaldi af EES-samningnum
þýðir þetta það að við eigum auð-
vitað að setja okkur það markmið
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu og vera fullgild Evrópu-
þjóð til borðs með lýðræðisþjóðum
í því hagkerfi sem skiptir okkur
mestu máli,“ sagði Jón Baldvin.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, sagði
að svokölluð útflutningsleið Al-
þýðubandalagsins væri svar við
því hvemig komast ætti út úr
kreppu íslensks þjóðfélags. Að-
ferðirnar væra í grófum dráttum
fólgnar í því að búa til með eðlileg-
um hætti sóknarlínur í þeim grein-
um sem vilji væri fyrir að sækja
fram í.
Þá þyrfti að koma til samvinna
innflutnings- og útflutningsfyrir-
tækja, þar sem viðskiptasambönd
innflutningsfyrirtækjanna úti í
heimi væru ein af þeim auðlindum
sem ekki befðu verið notaðar hér
á landi.
Komið að fyrirtækjunum
að bæta sig
„Nýr hugsunarháttur, ný
heimssýn í viðskiptum, nýjar
vinnuaðferðir um allt ríkiskerfíð
og einnig hjá viðskiptalífínu era
eina leiðin til að ná okkur út úr
þessari kreppu. Ef útflutningsleið-
in verður ekki framkvæmd hér á
næstu áram þá verður þetta áfram
þjóðfélag stöðnunar,“ sagði Ólafur
Ragnar
Agúst Einarsson, ritari Þjóð-
vaka, sagði að þar sem kominn
væri stöðugleiki í efnahagslífínu
væri komið að fyrirtækjunum
sjálfum að bæta sig, og þau mættu
ekki alltaf snúa öllu upp á ríkis-
valdið þannig að það sé óvinurinn.
„Þetta er ekki svo, því nú eru
komnar þær aðstæður að fyrirtæk-
in sjálf verða að sýna hvað í þeim
býr og að við þurfum ekki að vera
hér með eitt Iægsta tímakaup í
Evrópu. Ef við ætlum að auka
spamað þá geram við það ekki
öðruvísi en með því að auka verð-
mætasköpun í landinu, og með því
getum við aukið batann í þessu
landi.
Fyrirtækin eiga fyrst og fremst
að taka stöðugleika síðustu miss-
era sem áskoran til framtíðarinnar
um að bæta hér lífskjör með því
að taka til í eigin húsi en ekki
sífellt að gera ríkisfjármál og ann-
að sem viðvíkur hinu opinbera að
sérstöku umtalsefni, því ég full-
yrði að mjög margt í opinberum
rekstri, t.d. á sviði heilbrigðismála
og menntamála, gerist ekki betra
miðað við það fjármagn sem þar
er varið í,“ sagði Ágúst.
3
ts
'TO
tfí
H-
co
o
r-
■
o
CN
3
ts
'JS
v>
M—
ra
20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsíáttuT
Borgardagar í Borgarkringlunni
8.-11. mars
Úrvalsvörur
á afsláttarverði
o
I
o
OJ
ro
o
-j
o
fi>
u>
5T'
C
ro
O
l
-J
o
Opið: Virka daga 10-1830 og laugardaga 10-16 • 10-11 matvöruverslun 10-11
■ jnHB|S*B %0Z-0Z - Jn»B|S*B %0Z-03 - JnHB|S|B %OZ-0Z - JnuB|S*B %0Z-0Z - JnUB|S*B %0Z-0Z - Jnu?|S*B %0Z-0Z - Jn«B|SiB %0Z*0Z
Ð)
óT'
7t
b
i
c
<
€
(
C:
í
(
(
C
1,
(
C'
1
c.
(
c
c
c
(
I
«■