Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
SNJÓBÍLLINN kemur í Bjarnarfjörð.
Bjarnarfjörður
Snjóbíll leysir af
moksturinn
Laugarhóli - Hjón úr Bjarnarfirði
komu sl. mánudag á bifreið sinni
til Hólmavíkur. Þau voru á leið
heim í Bjarnarfjörð frá dvöl í
Reykjavík. Það sem mætti þeim
hins vegar var hin algjöra ófærð
vegna snjóa er hefur beinlínis lokað
allri umferð á landi til bæði Bjarnar-
fjarðar og Drangsness auk fleiri
staða á Ströndum.
Þegar þetta er skrifað er lausnin
fundin en hún var að senda snjóbíl
frá Hólmavík með þau hjónin heim
þar sem mokstur, sem kosta mundi
allt að milljón krónur, myndi tæp-
ast gagnast nema ef til vill dag-
langt. Um leið vannst líka mögu-
leiki á að senda vörur með honum
í Bjarnarfjörð en þar er orðinn
skortur á ýmsu og þá ekki síst á
mjólk. Snjómagn í Bjarnarfirði er
að verða meira en elstu menn muna
og er ekki einsdæmi að skaflar séu
orðnir 13 metra djúpir. Þá eru allar
fjallahlíðar orðnar sléttar og ávalar
af snjó og slær á þær fallegum
rauðgulum lit í sólinni þegar hún
nær að skína.
KÁ á Selfossi lækkar skuldir um 400 millj. með eignasölu
Selja Laugardæli og
húsnæði smiðjanna
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
ÞORSTEINN Pálsson framkvæmdastjóri og Guðmundur Búason
aðstoðarframkvæmdastjóri ásamt starfsstúlkum í Vöruhúsi KA.
Selfossi - Kaupfélag Árnesinga á
Selfossi undirritaði tvo stóra sö-
Iusamninga á eignum síðastliðinn
þriðjudag. Samvinnulifeyris-
sjóðurinn keypti jörðina Laugar-
dæli og Landsbanki Islands keypti
húsnæði Kaupfélagssmiðjanna.
Sala þessara eigna er liður í fjár-
hagslegri endurskipulagningu inn-
an KÁ. Þessir sölusamningar hafa
engin áhrif á þann rekstur sem
fram fer í húsnæði smiðjanna.
KÁ hefur verið rekið með
nokkru tapi á undanförnum árum.
í haust var gerð úttekt á rekstri
og stöðu félagsins og í framhaldi
af því ráðist í fjárhagslega og
rekstrarlega endurskipulagningu.
Markmiðið var að lækka nettó-
skuldir um 400 milljónir en þær
voru komnar í um 870 milljónir
króna. Að sögn Þorsteins Pálsson-
ar framkvæmdastjóra KÁ hefur
það tekist með þessum síðustu
sölusamningum og fyrirtækið
komið í viðunandi rekstrarum-
hverfi til að geta myndað peninga-
eign úr rekstri. Afborganir af lán-
um og vaxtagreiðslur lækka um
100 milljónir á ári við þá endur-
skipulagningu sem framkvæmd
hefur verið.
Einkaverslanir
í kaupfélaginu
„Við erum bjartsýnir á að vera
komnir á grunn til að byggja upp
fyrirtækið,“ sagði Þorsteinn Páls-
son. Hann sagði að áfram yrði
unnið að endurskipulagningu
ýmissa rekstrarþátta með það að
markmiði að bæta afkomu rekstr-
arins. Ýmsar nýjungar munu líta
dagsins ljós í verslun fyrirtækisins
á Selfossi með endurskipulagningu
og nýjum innréttingum. Þá mun
einkareknum verslunum og þjón-
ustufyrirtækjum verða gefinn
kostur á að starfa í húsnæðinu og
í kjallara hússins verður bíla-
stæðahús.
Þorsteinn sagði að mikil sölu-
aukning hefði orðið í verslunum
félagsins fyrstu mánuði ársins
ásamt því að aukning hefði orðið
í sölu skrifstofuhúsgagna hjá tré-
smiðju fyrirtækisins. Mat hans var
að fyrirtækið hefði góðan meðbyr
í kjölfar þeirra aðgerða sem fram-
kvæmdar hefðu verið. Hann
kvaðst gera ráð fyrir svipaðri veltu
og var á síðastliðnu ári, um 2,2
milljörðum króna.
FELAG ISLENSKRA STORKAUPMANNA
- FÉLAG MILLIRÍKJAVERSLUNAR OG VÖRUDREIFINGAR -
Aðalfundur
Félags íslenskra stórkaupmanna verður haldinn í dag,
fimmtudag 9. mars 1995, kl. 14:00 í Átthagasal Hótel Sögu.
Dagskrá skv. félagslögum:
1. Fundarsetning.
2. Kjör fundarstjóra og úrskurður um lögmæti fundar.
3. Ræða formanns, Birgis R. Jónssonar.
4. Ávarp gests: Davíð Oddsson forsætisráðherra.
KafFihlé.
5. Skýrsla stjómar.
Ársreikningar 1994.
Fjárhagsáætlun FÍS 1995.
6. Yfirlit um starfsemi sjóða.
7. ÍSLENSK VERSLUN - skýrsla formanns.
8. Lagabreytingar.
9. Kjör formanns.
10. Kjör til stjómar.
11. Kjör tveggja endurskoðenda og tveggja til vara.
12. Kosið í fagnefndir.
13. ÍSLENSK VERSLUN - kjör fjögurra stjómarmanna og
fjögurra varamanna.
14. Ályktanir.
15. Önnur mál.
16. Fundarslit.
Birgir R. Jónsson
formaður FÍS
Davíð Oddsson
forsælisráðherra
Félagsmenn em hvattir til að fjölmenna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku
á skrifstofu félagsins í síma 588 8910
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Mikið fannfergi í
Grundarfirði
MIKLUM snjó hefur kyngt nið-
ur á Grundarfirði að undan-
fömu en ekki hefur snjóað svo
mikið síðan 1984. Á sumum
götum var sryór það mikill að
keyra þurfti snjóinn í burtu.
Kostnaður snjómoksturs á
Grundarfirði er kominn í rúm-
lega eina milljón króna það sem
af er árinu.
Fræðsluhelgi um
alkóhólisma
FJALLAÐ veðrur um alkóhólisma
á fræðsludegi í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum. Fræðari er Flosi
Karlsson, læknir, sem starfar á
geðdeildum Landspítalans og hefur
m.a. sinnt áfengis- og fíkniefna-
meðferð sem rekin er í anda 12
spora kerfis AA-samtakanna.
Dagskrá fræðsluhelgarinnar er
sem hér segir: Á föstudagskvöldið
kl. 20.30 verður opinn fundur í safn-
aðarheimili kirkjunnar um alkóhól-
isma og aðrar ánetjanir. Spurt verð-
ur: Eru vísindin að staðfesta það
sem AA-menn hafa lengi vitað? A
laugardaginn verða tveir fyrirlestr-
ar í boði: Kl. 17: Einkenni og afleið-
ingar alkóhólisma, og kl. 18: Bata:
leiðir - hlutverk æðri máttar. I
sunnudagsguðsþjónustu kl. D
verður sjónum beint til mannkyns-
lausnarans Jesú Krists og í messu-
kaffi mun Flosi Karlsson stjórna
umræðum og svara fyrirspurnum.