Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 18
1S FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ► HÁR Berglindar Hallgrímsdóttur var klippt, greitt og litað samkvæmt „Grafískri línu“ frá Tony Guys. Gylltar strípur voru settar í með nýrri að- ferð; hárinu var stjörnuskipt í hvirflin- um og jafnframt var notaður brúnn glans- litur. Umfangsmikil starfsemi Slysavarnafélags íslands er að stórum hluta kostuð af ágóða happdrættis félagsins, sem byggir á góðri þátttöku landsinanna. Slysavarna- deildir félagsins eru 90 að tölu og björgunarsveitir þess einnig 90, af tæplega 130 sveitum á landinu öllu. fkkar pátttaka - akkar styrkur - ykkar áryggt! m tsk Flug og bíll til Lúxemborgar á ýmsum kjörum HJÓN sem ætla að fljúga til Lúxemborgar og taka bílaleigubíl í hálfan mánuð geta sparað sér um 40.000 kr. með því að athuga verð á nokkrum stöðum og panta snemma. Þessa dagana er verið að selja stéttarfélagsfargjöld til ýmissa landa, þ.á m. til Lúxemborgar. Við settum upp dæmi þar sem hjón ætla til Lúxemborgar í maí og vilja leigja sér bíl í C-flokki í hálfan mánuð. Þau vilja komast út á sem hagkvæmastan hátt og athuga því ódýrustu möguleikana. í ljós kom að munurinn var tölu- verður. Hafi hjónin möguleika á að kaupa sér sér miða á stéttarfé- lagsfargjaldi fyrir 9. mars (sem er í dag) þá geta þau komist út og leigt bíl í C-flokki fyrir 88.582 krónur. Miðað er við staðgreiðslu á fargjöldum en bílaleigubílinn greiða hjónin þegar þau koma til Lúxemborgar. Kaupi þau hinsvegar miðann á morgun hækkar verðið um nokkrar þúsundir. Kaupi þau miðann hjá Flugleiðum og nýti sér sumarleyf- isfargjöld fyrirtækisins kostar farið með bílaleigubíl frá Autolux 97.222 krónur. Ekki þarf að staðgreiða þá farseðla við pöntun. Leigi þau bílinn hjá Flugleiðum líka (Hertz) kostar það 108.800 krónur. Símbréf til Lúxemborgar Send voru símbréf á nokkrar bílaleigur í Lúxemborg og forvitn- ast um verð á bíl í C-flokki fyrir hjón sem ætluðu að fara út um miðjan maí. Ekkert tillit var tekið til annars en bíllinn væri í C-flokki, um ótak- markaðan akstur væri að ræða, skatt og nauðsynlegar tryggingar sem þó kunna að vera mismunandi. Mjög mismunandi er síðan hversu háar tryggingarfjárhæðir fólk þarf að skilja eftir komi eitt- hvað fyrir bílinn. Tryggingarnar sem fást endurgreiddar þegar bíln- um er skilað voru frá 14.000 og upp í um 35.000 krónur. Bílaleigan Hertz á íslenska markaðinn Úrval-Útsýn og Alís voru ein- ungis með verðskrá Flugleiða á Hertz-bílaleigum og Samvinnuferð- ir-Landsýn líka. Hvað snertir flug til Lúxemborg- ar voru ekki aðrir sjáanlegir mögu- leikar í boði en það sem Flugleiðir bjóða og síðan umrædd stéttarfé- lagsfargjöld. Ýmsir annmarkar eru á því hvernig flogið er á hinum ýmsu fargjöldum Flugleiða, hvenær er bókað og svo framvegis og stéttar- félagsfargjöldin taka ekki gildi fyrr en 15. maí næstkomandi. Hringt var í Samvinnuferðir- Landsýn, í Alís og Úrval-Útsýn en allar ferðaskrifstofurnar, fyrir utan SL sem eru með stéttarfélagsfar- gjöldin, bjóða upp á það sama, far- gjöld Flugleiða. Hér á síðunni eru nokkur dæmi um verð á flugi og bíl til Lúxem- borgar og eflaust eru til fleiri bíla- leigur í Lúxemborg sem hægt er að hafa samband við annaðhvort símleiðis eða með símbréfi. Ekki er heldur ólíklegt að ýmis tilboð séu í gangi á hveijum tíma. Fjarðarkaup Sjávarréttadagar Handhafar happdrættismiða Slysavarnafélags íslands eru beðnir velvirðingar á leiðum mistökum sem urðu við útsendingu mfðanna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu mistök við val á úrtaki, þannig að sumar konur fengu tvo miða í stað eins, og örfáar fengu báða þá miða með sama númeri. Á sama tíma erum við þakklát fyrir þann stuðning og velvilja sem margar þessarra kvenna hafa sýnt okkur með því að greiða báða miðana. ÞESSA viku eru sjávar- réttadagar í Fjarðarkaup- um. Hægt er að kaupa ýmsa tilbúna sjávarrétti, ferskan fisk og furðufiska. T.d. er boðið upp á 8 teg- undir af sjávarréttagúllasi, 30 tegundir af fiski, þ.á m. öfugkjafta, aldamótakarfa, hámeri, rauðmaga, skötus- el, búra, háf, lúðu og skel- fisk. Rúnar Marvinsson verð- ur gestur búðarinnar í dag, fimmtudag, og mun hann kynna ýmsar matreiðslu- aðferðir. NEYTENDUR Hvað kostar flug og bíll til Lúxemborgar? Flug: Ftug og bíll: Flugleiðir Samvinnuferðir/ Landsýn 28.800 m/skatti Sumarl.fargj., flogið miðv,- og fimmtud., miði keyptur fyrir 10/3. Eftir 10/3 er fargjaldið 30.900 m/skatti. 24.180 m/skatti Stéttarfél.fargjald m/skatti, miði keyptur fyrir 10/3. Eftir 9/3 er fargjaldið 25.240 m/skatti. 53.000 m/skatti 53.000 venji „ largjald m/skatti 49.780 et keyptur erstéttarléiagsmiði Hjðn fara í 2 vikur í maí til Lúxemborgar og leigja þar bíl í C-flokki i n/cnni- Stéttarfél.fargj., keypllyrlr9/3: 2x24.180 '■ Bíll trá Autolux bílaleigunni: 40.222 Samtals: 88.582 o n/ciuu- Stéttarfél.fargj., keypteftir9/3: 2 x 25.240 í. UÆIYII. Bílaleigubíllígegn um Flugl.: 51.200 Samtals: 101.680 o n/CMi- Sumarl.fargj. Flugl., keypte. 10/3: 2 x 30.900 ó. U/ciyil. Bílltrá Autoluxbílaleigunni: 40.222 Samtals: 102.022 4. DÆIVII: Flugleiðir, llug og bíll: 2 x 53.000 Samtals: 106.000 c n/CMl- Sumarl.fargj. Flugl., keyptl. 10/3: 2 x 28.800 U/Clyl1- BflaleigubíllígegnumFlugl.: 51.200 Samtals: 108.800 Hvað kostar bílaleigubíll í C-flokki í 2 vikur í Lúxemborg? Keypt í gegn um: Flugleiðir (Hertz bílal.) Samvinnuf./Landsýn 51.200 51.200 Keypt beint: Autolux 40.222 Europe car/lnterrent 47.616 Avis 88.596 Budget car 67.316 Hertz 57.641 Mikil litagleði og gljái ríkjandi í hártískunni DAGNÝ Oddsdóttir og Sirrý Jónsdóttir, hársnyrti- meistarar á Hárgreiðslustofunni Hrönn, brugðu sér til Lundúna fyrir skemmstu til að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í hártískunni hjá Tony Guy og Vidal Sassoon. Þegar heim var komið fengu þær að hafa hendur í hári þeirra Þorbjargar Eðvaldsdóttur og Berglind- ar Hallgrímsdóttur til að prófa nýjungarnar, sem þær kynntust þar ytra, en Ólöf Sigurðardóttir á Snyrtistofunni Hrönn sá um förðunina. Helstu einkenni sumarhár- tískunnar segja þær Dagný og Sirrý vera beinar, mjúkar línur og áberandi titi, jafnvel fjólu- bláa, bleika og appelsínugula í strípur. Mikil hreyfing á að vera í hárinu og klippingin er öllu stílhreinni og kvenlegri en áður, hvort sem hárið er stutt, millisítt eða sítt. Þeim stöllum finnst mikil notkun lita og glansefna einna skemmtilegasta nýjungin, enda gefi það hárinu einkar fallegan Morgunblaðið/Árni Sæberg ► ÞORBJÖRG Eðvaldsdóttir með greiðstu og klippingu samkvæmt „Bad Girl Glamo- urs“, nýjustu hártískulínunni frá Vidal Sasso- on. Strípjirnar eru rauðar rendur og notað var rauðbrúnn glanslitur. Verðkönnun vikunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.