Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 23 Leeson ekki einn að verki STEPHEN Pollard, lögfræðing- ur Nick Leesons, sem setti Bar- ingsbanka, einn af elstu bönk- um í Bret- landi, á haus- inn, sagði í gær, að Lee- son hefði ekki verið einn í leiknum þótt skella ætti allri skuldinni á hann. „Ef einhveijurn dettur í hug, að Leeson hafi gert bankann gjaldþrota upp á eigin spýtur, þá vita menn ekki um hvað þeir eru að tala,“ sagði Pollard og bætti því við, að Leeson hefði gefið sér „mjög fróðlegar uppiýsingar" um inn- anbúðarmál hjá Barings. Mafíósar handteknir MONYA Elson, sem sagður er leiðtogi rússnesku mafíunnar í New York, var handtekinn í gær á Ítalíu. Er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir tvö norð og morðtilræði. Elson er fæddur í Rússlandi en er nú bandarísk- ur ríkisborgari. ítalska lögregl- an hefur einnig handtekið Ang- elo Clemente Leone, mafíósa, sem hefur farið huldu höfði í tvö ár, en hann hefur verið dæmdur fjarstaddur fyrir morð. Olæknandi lygari EMAD Salem, einn helsti upp- ljóstrari ákæruvaldsins í málinu gegn þeim, sem eru sakaðir um að hafa staðið að sprengjutil- ræðinu í World Trade Center í New York, hefur viðurkennt að vera ólæknandi lygari. Er hann fyrrverandi foringi í egypska hemum en eftir að hann kom til Bándaríkjanna þóttist hann vera stór karl og laug til um flest, sem honum viðkom. Hon- um tókst að komast inn í hóp- inn með Omar Abdel-Rahman og tíu öðrum múslimum, sem sakaðir eru um tilræðið. Eignaupptak- an standi TÉKKNESKI stjómarskrár- dómstóllinn úrskurðaði í gær, að forsetátilskipun frá árinu 1945 skyldi standa en með henni voru Þjóðveijar bú- settir í Tékkó- slóvakíu svipt- ir eignum sín- um. Það var Edvard Be- nes, sem und- irritaði til- skipunina, en eftir stríð voru 2,5 milljónir Súdeta-Þjóðveijar reknar til Þýskalands fyrir sam- starf við nasista þótt margir væru saklausir af því. Ekki látið undan IRA BRESK stjómvöld neituðu því í gær, að dregið hefði verið úr kröfum um, að IRA, írski lýð- veldisherinn, afhenti vopn sín áður en gengið yrði til samninga um frið á Norður-írlandi. Það voru þingmenn Sambandsflokks mótmælenda á Norður-írlandi, sem sökuðu bresku stjórnina um eftirgjöf að þessu leyti. Edvard Benes Stephen Pollard „Réttað“ í máli heit- trúarmanna Skotárás á Bandaríkjamenn í Karachi Tveir létu lífið og einn særðist Karachi. Reuter. TVEIR starfsmenn bandarísku aðalræðismannsskrifstofunnar í Karachi í Pakistan voru skotnir til bana í gær. Voru þeir á leið til vinnu sinnar í bíl þegar menn á öðrum bíl eltu þá uppi og létu kúlnahríðina dynja á þeim. Hugs- anlegt er talið, að morðin tengist handtöku írasks hryðjuverka- manns og framsali hans til Banda- ríkjanna. Þriðji Bandarílq'amaðurinn særðist í árásinni en pakistanskur ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Ekki er vitað hvort um var að ræða sendimenn en bandaríska sendiráðið í Islamabad ætlaði að skýra frá stöðu þeirra þegar haft hefði verið samband við ættingja. Fyrir íjórum vikum var íraskur maður, Ramzi Ahmed Yousef, handtekinn í Pakistan og strax framseldur til Bandaríkjanna. Er hann grunaður um að hafa skipu- lagt sprengjutilræðið í World Trade Center í New York 1993. Hugsan- legt er talið, að atburðirnir tengist en það eru þó aðeins getgátur. Mikið ofbeldi ' Ofbeldi og morð eru daglegt brauð í Karachi en þar hafa um 1.000 manns verið myrt á einu ári, þar af hátt í 300 í átökum milli íslamskra trúflokka. Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakist- ans, var stödd í Singapore þegar hún fékk fréttirnar af morðunum en vildi ekkert um þær segja að sinni. Túnis. Reuter. ALSÍRSKAR konur sviðsettu í gær réttarhöld í Algeirsborg yfir leiðtog- um múslimskra heittrúarmanna. Saka þær heittrúarmenn um að bera ábyrgð á því að þúsundir kvenna hafi misst eiginmenn sína og að hundruð kvenna hafí verið myrtar, eða þeim rænt og nauðgað. Enginn hinna „ákærðu" var við- staddur réttarhöldin en konur sem hafa misst eiginmenn sína í hermd- arverkum samtaka heittrúarmanna báru vitni. Samkvæmt upplýsingum samtaka fórnarlamba borgarastríðsins í land- inu hafa tíu þúsund konur misst menn sína og 140 þúsund börn feð- ur sína á síðustu þremur árum. Enginn „dómaranna" vildi gefa upp nafn sitt af ótta við ofbeldis- verk. „Sama hvað það kostar þá höfnum við því að Alsír gefist upp fyrir ógnarstefnu heittrúarmanna,“ sagði kona er kallaði sig Zazi í sam- tali við blaðið Le Matin. Reuter PAKISTANSKIR lögreglumenn við bíl Bandaríkjamannanna. Bandaríkjastjórn hefur ráðið þegnum sínum frá því að fara til Karachi og annarra svæða þar sem ofbeldisverk eru tíð. Argentískur herforingi segir frá manndrápum í tíð herforingja Föngum kastað lif- andi út úr flugvél Buenos Aires. Reuter. FORINGI í argentínska flughern- um, sem lýsti því í síðustu viku hvernig þúsundum pólitískra fanga hefði verið kastað lifandi út úr flug- vél á áttunda áratugnum, hefur verið sviptur metorðum innan hers- ins. Er það að sögn vegna dóms, sem hann hefur hlotið fyrir ýmiss konar misferli. Adolfo Francisco Scilingo er fyrsti foringinn í argentínska hern- um, sem játar það, sem landsmenn hafa vitað árum saman, að her- stjórnin fyrrverandi losaði sig við þúsundir andstæðinga sinna með því að láta kasta þeim út úr flug- vél yfir sjó. Lýsti hann því nákvæm- lega hvernig herlæknir hefði sprautað fangana, sem voru oft svo illa á sig komnir eftir pyntingar að það varð að bera þá um borð, með róandi lyfjum og hvernig hann og annar foringi hefðu afklætt þá og kastað meðvitundarlausum í sjóinn. „Óhreina stríðið" Scilingo fór á eftirlaun 1986 en hann segir, að minningarnar um OPINBERLEGA er 10.000 manns saknað úr „óhreina stríðinu" en ýrnsir mannrétt- indahópar segja, að talan sé hærri, allt að 30.000. Hér eru argentnskar mæður á mót- mæiafundi sncmma á síðasta áratug með myndir af horfn- um börnum sínum. tvær flugferðir af þessu tagi og pyntingar, sem hann hefði verið viðstaddur, hefðu aldrei látið hann í friði. Sagði hann loks blaðamann- inum Horacio Verbitsky sögu sína en segir, að hann hafi áður reynt að fá yfirstjóm hersins til að segja allt af létta um „óhreina stríðið". í því voru 4.000 manns drepin og 10.000 hurfu sporlaust. Carlos Menem, forseti Argent- ínu, sem var sjálfur fangelsaður á dögum herstjórnarinnar, gagnrýndi Scilingo harkalega fyrr í vikunni og kallaði hann „glæpamann". Varði hann þá ákvörðun sína að gefa herforingjunum upp sakir og sagði, að ekki hefði verið um annað að ræða til að koma í veg fyrir valdarán. Tveir biskupar í Argentínu hafa beðið landsmenn að fyrirgefa kirkj- unni hugsanlegt skeytingarleysi gagnvart manndrápum herforingja- stjórnarinnar en Scilingo segir, að kirkjunnar menn liafi haft þau orð um, að það væri „kristilegur dauð- dagi“ að vera kastað út úr flugvél. SÆLKERA SAGA í Grillinu - margrétta|£ ævintýri fyrir ungt fólk á öllum aldri fostudaginn 10. mars Nú er txkifærið komið að bregða sér í Grillið á Sögu og upplife spennandi sælkerakvold. Sigurður HaU verður á staðnum og spjallar við gesti en hann ásamt Ragnari Wessman annast matseldina og hin vinsæla hljómsveit Skárra en ekkert leikur ljúía tónlist f\TÍr mataigesti. í boði er fjögurra rétta málu'ð ásamt fbidrykk fyrir aðeins X Komið og upplifíð ævintýraltgt kvöld í Grillinu, góðan mat og Ijúfe lifándi tónlist. Fordrykkur Ravioli fyUt gæsaparfáit, með madeirasósu og tómatkjöti eða Grænn spergill og humar í Sautemsósu Svepparagout í volgri sherry vinaigrette Léttsaltaður hunangs braseraður Iambahryggur < með rósmarinsoði og 2 rifiBuðu rótargrænmeti < eða Q Franskur fiskipottur „Pot-au-féu de poisson" Sablé með perum og Sabayon sósu Pantanir í síma 552 5033 -þín saga!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.