Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 25
LISTIR
Fjölhæfur
tónlistargestur
Wayne Marshall kvaðst aldrei
hafa komið til íslands fyrr. „Það
var yndislegt að koma hér í gær,“
sagði hann. „Hér er allt svo hreint
og loftið svo tært. Engin ljós voru
en ég sá móta fyrir landslaginu í
mánaskini, það var skemmtilegt
að sjá. Ég þekkti aðeins ísland af
afspurn og Sinfóníuhljómsveitinni
hafði ég aldrei heyrt í fyrr en í
dag, hún er er mjög góð.“ Islensk-
an djass kvaðst Marshall aldrei
hafa heyrt en vildi gjarnan kynn-
ast honum.
Wayne Marshall þykir sérlega
fjölhæfur tónlistarmaður, þekkt-
astur er hann sem orgelleikari.
Nýlega lék hann orgelkonsert eftir
Poulenc með Dallas-sinfóníuhljóm-
sveitinni undir stjóm Richard
Hickox.
„Ég leik mína eigin tegund af
djass, hann er að vissu leyti í ætt
við sígilda tónlist. Ég hef þá gjarna
spilað með litlum hljómsveitum,“
sagði Marshall. Hann býr í London
en ferðast mikið starfs síns vegna,
hann er bæði konsertpíanóleikari
og stjómandi. „Ég ætla að fara
og skoða orgelið í Hallgrímskirkju
á morgun," sagði Marshall. Hann
kvaðst hafa heyrt frá Roger Sayer
að það væri mjög gott orgel.
Wayne kvaðst vera gefinn fyrir
ferðalög enda væri ekkert sem
bindi, hann er hvorki kvæntur né
á börn ennþá, eins og hann orðar
það brosandi. Marshall er fæddur
í Manchester af foreldrum sem
bæði eru tónlistarfólk. Systur hans
tvær em líka hljóðfæraleikarar.
„Ég fór að læra tónlist þegar ég
var þriggja ára og hóf píanónám
þegar ég var sjö ára,“ sagði hann.
Síðar stundaði hann nám í Royal
College of Music í Manchester þar
sem aðalhljóðfæri hans vom píanó
og orgel, jafnframt hefur hann
lagt fyrir sig söng og hljómsveitar-
stjórn. Hann tók þátt í þekktustu
uppfærslu í Bretlandi á óperu Gers-
hwins, Porgy and Bess á Blyndebo-
urne-tónlistarhátíðinni, en þar
söng hann hlutverk Jasbo Brown,
auk þess var hann þar kórstjóri
og lék píanópart hljómsveitarinnar.
„Ég hlakka til tónleikanna í Há-
skólabíói, ég hef æft eftir bestu
getu með hljómsveitinni og ég vona
að þetta verði skemmtilegt, það
er aðalmálið," segir þessi fjölhæfi
og glaðlegi breski tónlistarmaður.
Efnisskrá tónleikanna T Há-
skólabíói í kvöld er samansett af
verkum eftir George Gershwin.
Hann fæddist í Brooklyn í New
York 1897. Hann var af fátæku
fólki kominn en foreldrar hans
voru rússneskir gyðingar sem
fluttust til Bandaríkjanna. Fyrst
mun hljómsveitin leika Strike up
the Band sem hér verður fluttur í
útsetningu Don Rose. Þá verður
fluttur Konsert í F sem frumfluttur
var 3. desember 1925 með tón-
Síðustu dag-
ar Magnúsar
í Ráðhúsinu
Á MORGUN föstudag lýkur í Ráð-
húsi Reykjavíkur sýningu á hljóð-
og innsetningarverki eftir Magnús
Pálsson myndlistarmann.
I kynningu segir að verkið sé
eins konar óður til Tjarnarinnar.
Sjábu
hlutina
í víbara
samhcngi!
skáldið sem einleikara. Eftir hlé
koma Songs for Jazz Band sem
þeir leggja báðir nafn sitt við Gers-
hwin og Duke Ellington, hinn
ókrýndi konungur bandarískrar
alþýðu- og djasstónlistar, en Wa-
yne Marshall hefur útsett. Tónleik-
arnir enda. á Sinfónískum myndum
úr Porgy and Bess, því fræga verki
Gershwins, sem lengi mun eflaust
halda nafni hans á lofti.
Það verður mikil sveifla
í Háskólabíói í kvöld.
Sinfóníuhljómsveit Is-
lands mun leika lög eft-
ir George Gershwin,
stjórnandi er Wayne
Marshall og leikur hann
líka einleik á píanó.
Guðrún Guðlaugsdótt-
ir hitti Marshall að máli
fyrir skömmu.
WAYNE Marshall.
Mbl./Sverrir
Nœsta mál!
Kosning gjaldkera húsfélagsins
>ð
‘5.
Cl
r
Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býöur sig fram
til oð sjá um fjárreiöur húsfélaga
Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei þótt eftirsóknarvert, enda bœöi tímafrekt og oft
vanþakklátt. Auk þess gera ný lög um fjöleignarhús enn meiri kröfur um bókhald og uppgjör en áöur.
Húsfélagaþjónusta íslandsbanka tryggir öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir
greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrirkomulag er því öllum íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta.
Helstu þœttir Húsfélagaþjónustu íslandsbanka:
Innheimta - öryggi og betri upplýsingar
Bankinn annast mánaöarlega útskrift gíróseöils á hvern greiöanda húsgjalds. Á gíróseölinum eru
þau gjöld sundurliöuö sem greiöa þarf til húsfélagsins. Hœgt er aö senda ítrekanir til þeirra sem ekki
standa í skilum. Húsfélagiö fcer mánaöarlega yfirlit yfir ógreidda gíróseöla.
Rekstraryfirlit - nákvcem yfírsýn yfír rekstur
í lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og hvert peningarnir hafa
fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur íbúa og skuldir þeirra í lok árs.
Viö upphaf viöskipta fœr húsfélagiö möppu undir yfirlit og önnur gögn.
Framkvœmdalán - betri kjör og lengri lánstími
íslandsbanki býöur nú húsfélögum betri kjör og lengri lánstíma á framkvœmdalánum. Lánsupphœö
getur veriö allt aö 300.000 kr. fyrir hverja íbúö og lánstími 5 ár. Húsfélög njóta hagstœöra vaxtakjara
og þau geta einnig fengiö yfirdráttarlán meöan á framkvœmdum stendur.
Lögfrœöiþjónusta - góö ráö og skilvirk innheimta
Húsfélög í viöskiptum viö íslandsbanka geta gerst aöilar aö Húseigendafélaginu á sérstökum afsláttar-
kjörum. Þar er hœgt aö fá ráögjöf varöandi nýju fjöleignarhúsalögin og aöra lögfrœöiþjónustu sem tengist
rekstri húsfélaga. Bankinn hefur milligöngu um lögfrœöiinnheimtu húsgjalda sem eru í vanskilum.
Allar nánari upplýsingar fást í neöangreindum útibúum bankans sem veita Húsfélagaþjónustu.
★ KYNNINGARTILBOÐ TIL 12. APRÍL ★
Bankastrœti S, sími 560 8700
Dalbraut 3, sími S68 5488
Culiinbrú, Stórhöfba 17, sími 567 5800
Háaleitisbraut 58, sími 581 2755
Kringtan 7, sími 560 8010
Laugavegur 172, sími 562 6962
Lóuhólar 2-6, sími 557 9777
Suburlandsbraut 30, sími 560 8400
Eibistorg 17, Seltjarnarnesi, sími 562 9966
Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi, sími 555 0980
Carbatorg 7, Garbabœ, sími 565 8000
Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 554 2300
Þverholt 6, Mosfeiisbæ, sími 566 6080
Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555
Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255
Hafnarstrœti 1, ísafirbi, sími 94-3744
Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-71305
Hrísalundur la, Akureyri, sími 96-21200
Stórigarbur 1, Húsavík, sími 96-41500
Þau húsfélög sem hefja
viöskipti fyrir 12. apríl
fá ókeypis handbókA
um ný lög fyrir
fjöleignarhús.
ISLANDSBANKI
-í takt viö nýja tíma!