Morgunblaðið - 09.03.1995, Side 40

Morgunblaðið - 09.03.1995, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______________MIMNIIMGAR VALGERÐUR HILDIBRANDSDÓTTIR + Valgerður Hildibrands- dóttir fæddist í Hafnarfirði 2.9. 1906. Hún Ó1 allan sinn aldur í Hafnar- firði, siðustu 12 árin á Hrafnistu, þar sem hún lést 1. mars sl. Faðir hennar var Hildibrandur Jón Gunnlaugsson f. 14.7. 1859 í Miðhús- um, Álftanesi. Hann drukknaði með Sig- fúsi á Steinum fyrir Austurlandi 11.8. 1911. Móðir hennar var Guðrún Hermannsdóttir, f. 28.10. 1866 í Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Hún dó á heimili Val- gerðar dóttur sinnar 5.11.1963. Systkini Valgerðar voru: Gunn- laugur Hildibrandsson af fyrri sambúð Hildibrands, Eiríkur Þórir Sveinbjörnsson af fyrra hjónabandi Guðrúnar, lést í Ameriku. Börn Hildibrands og Guðrúnar voru Sveinbjörn Sveinþór, f. 1900, drukknaði 1924, Hermann Karl, f. um 1901, lést kornungur af voða- skoti á Seyðisfirði, Valdimar, fv. símaverkstjóri, f. 21.12. 1893, lifir nú einn þeirra systk- ina í Reykjavík, Gísli, iðnverka- maður með ráðherrabréf í vél- virkjun, f. 17.9. 1909, d. 12.5. 1972, og Katrín, fiskverkakona og húsmóðir, f. 8.2. 1911, d. 13.11. 1987. Valgerður giftist Guðiaugi Asgeirssyni, mat- sveini, 23.2. 1927 á Sjónarhæð, Isafirði; Hann var fæddur 27.6. 1904 á ísafirði, elsti sonur hjón- anna Asgeirs Jónssonar, vél- sljóra, f. 16.8. 1878, d. 18.1. 1958, og Rebekku Dagbjartar Hjaltadóttur, húsmóður þar, f. 10.1. 1880, d. 9.4. 1929. Heimili Valgerðar og Guðlaugs var á Austurgötu og Hverfisgötu í Hafn- arfirði. Hann drukknaði í dokk í Fleetwood í Eng- 30.10. 1940. Eftir lát hans flutti hún, ásamt móður sinni og börnum í verkamannabústað- inn á Selvogsgötu 15, Hafnarfirði, og bjó þar þar til hún fór á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. 12 árum. Börn Valgerðar og Guð- laugs eru: 1) Gunnhildur, f. 8.12. 1927, gift Clyde Spruell Smit- hson jr. frá N-Karólína, Banda- ríkjunum. Hún dvelur á hjúkr- unarheimili fyrir alzheimer- sjúklinga í Alexandria. Þau eiga þrjú börn. 2) Ásgeir Bekk fyrrv. matsveinn, framkvstj., f. 18.12. 1929, kvæntur Arndísi Lilju Níelsdóttur, húsmóður m.m. frá Reykjavík, þau eiga fimm börn á lífi. Fyrri kona hans var Guð- rún Þorkelsdóttir, Kópavogi, þau eiga einn son, sem flutti með móður sinni til Bandaríkj- anna og býr þar. 3) Eiríkur Þórir Sævar, fv. skipstj., versl- unareigandi, f. 8.2.1931, kvænt- ur Karenu Ólafsdóttur, frá Garðabæ, fyrri kona hans var Sólveig Jónsdóttir, sjúkraliði frá Suðureyri við Súgandafjörð, þau eiga tvær dætur. 4) Gísli Hildibrandur Guðlaugsson, tæknifræðingur, f. 15.3. 1933, kvæntur Jónu Valgerði Hö- skuidsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, frá ísafirði, þau eiga fimm börn. Afkomendur Valgerðar og Guðlaugs eru 54. Útför Valgerðar verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði i dag, fimmtudaginn 9. mars, og hefst athöfnin kl. 15.00. MARGUR dregst með djúpa und þótt dult fari. Með þessum sundurlausu línum sem eru minningabrot langra kynna, vil ég kveðja almúgakonu og dugnaðarfork, sem barist hefur við langvinnan lungnasjúkdóm og fleiri alvarlega sjúkdóma um ára- tugi, borið hðfuðið hátt, bein í baki, kvik á fæti, fljót til. Hversdagskonu íslands frá fyrri hluta aldarinnar, tengdamóður mína, Valgerði Hildi- brandsdóttur. Það var ekki laust við að ég væri svolítið smeyk þegar ég gekk í fyrsta sinn upp stigann á Selvogs- götu 15. Það var fyrir atbeina örlag- anna og tilstuðlan föðurbróður míns og konu hans, að ég var hálfan vetur í Flensborgarskóla, til þess að ljúka gagnfræðaprófi. Flens- borgarskólinn blasir við gluggum húsa vestanmegin Selvogsgötunn- ar. Þar var iðandi líf unglinganna í Flensborg allan daginn og leik- gleðin frá tístandi smáfólki leikvall- arins, líf, fjör og fegurð hvert sem litið var. Ég reyndi að bera mig vel og. látast ófeimin. Betra var kannske að segja fátt og tala lágt. Mikið var þama hreint og flnt og greini- lega vel um allt hugsað. íbúðin virk- aði ekki þröng þótt hún væri lítil. Amma okkar alira, sem á heimilið komum, var þarna líka. Lítil, glett- in, ljúflynd, gömul kona, sem vann dóttur sinni og barnabömum af slíkri ást og umhyggju að leitun er á. í andlit hennar var skráð sátt við Guð og menn. Eilífðaljósgeisli í minningum mínum. Hún kenndi bömunum mínum faðirvorið og sjálfri mér svo ótal margt sem aldrei verður þakkað eða metið að verð- leikum. Hún átti sér þá bæn að verða öðmm ekki til byrði og að geta gert gagn. í því var hún bæn- heyrð. Ég sé fyrir mér sem í gær broshýra andlitið sem heilsaði og kvaddi frá herbergisglugganum, skyggnt var fyrir augu með ann- arri höndinni og vinkað með hinni. Það sem sást og gerðist fyrir utan gluggann uppfyllti hógværar kröf- umar, en okkur var það heilög skylda að líta upp, brosa og vinka á móti. Það gerðu líka flestir sem um götuna gengu. Hún og tengda- mamma vora vinir og stuðnings- menn vina bamanna hennar Völu, það brást ekki. Gísli frændi heyrði líka til, þótt hann byggi á Selvogsgötu 13. Með smiðshöndunum hafði hann gert manngengar, litlar dyr milli íbúð- anna. Seinna kynntist ég listinni við gerð hinnar lystugustu kjöt- súpu, sem um getur. Gísli frændi keypti kjötið, amma kastaði út á, annars var súpan hvorki með réttu lagi eða bragði. Best á öðram eða þriðja degi. Vala lagði á borð og bauð fram. Þá var hátíð. Fátt var það sem Vala mat meira en að hafa getað skapað móður sinni samastað. Móðirin endurgalt ríku- lega. Dísa hans Gísla og Vala bjuggu lengi hlið við hlið eftir að Gísli bróðir hennar lést um aldur fram og reyndust þær hvor annarri vel.Pönnukökur tengdamömmu voru frægar og öllum minnisstæð- ar. Staflinn hækkaði ótrúlega hratt. Alltaf fögnuðu bömin okkar þegar skotist var til ömmu og langömmu, hvort sem var í stutta' heimsókn, eða gistingar um tíma meðan við bjuggum fjær. Pönnukökurnar, fé- lagsskapurinn, pottaskápurinn í eldhúsinu, spilastokkurinn í glugga- kistunni, útvarpið á kollinum hjá langömmu, einhver sem rak inn nefið, félagsskapurinn og umhverf- ið fyrir utan. Þetta allt var meira en nóg. Aldrei átti hún leikfang svo að ég vissi og aldrei heyrðist frá börnunum, að ekki væri nóg við að vera, þeim til afþreyingar. Hún hafði sem smástelpa og unglingur öll þau einkenni hreysti og dugnaðar, sem prýða mega. Var tápmikil og elskaði útileiki, minntist oft dvalar hjá frændfólki á Seyðis- firði. Sagðist eiginlega hafa verið hálfgerður strákur í sér. Ung elsk- aði hún að dansa, Fara á böll og taka þátt í fjöri, alltaf þó með gát, ábyrgðin hennar. Ákaflynd, skapmikil, vinnusöm og dugnaðarforkur til allra verka. Gilti einu hvort störfin fólust í fisk- vinnu á reitum, með drengina með sér. Síldarsöltun á sumrin, bömin send til ættingja úti á landi. Síðar meir fínu, hekluðu húfurna á son- ardætranum, allar mátulegar, út- saumur, silkimálun, matargerð. Al- staðar bára störf hennar af. Innan við miðjan aldur tók hún ólýsanlega nærri sér að geta ekki sótt um vinnu, vegna þess hve heilsufarið gerði hana að stopulu vinnuafli. Ekki var hugsanlegt að taka á sig skyldur sem ekki var örugglega hægt að rækja. Hún var kona ekki allra en traustur vinur þar sem hún tók því. Velferð og hag fjölskyld- unnar setti hún ofar öðru og tók afskaplega nærri sér þegar þar urðu samvistaslit, samskiptaslit og ann- að ósætti. Hún þoldi hvorki bak- mælgi né nágrannaslúður. Hún gat virst harðlynd á yngri árum en mildaðist mjög er á ævina leið og varð þá oft tíðrætt um fyrirgefning- una, allir hefðu jú við sitt að stríða og sína bresti við því yrði ekkert gert, en það yrði að fyrirgefa. Ann- að var of sárt og meiddi of marga. Hún var sérlega bamgóð, hændi að sér smáfólkið og gladdist mjög yfir hveijum nýliða í ættinni, vina- og nú síðast starfsmannahópnum á Hrafnistu. Allaf var eitthvað til í dós, sem aldrei gleymdist að bjóða úr þegar komið var í heimsókn. Fylgi þér drottinn á framtíðarbrautum. fótspor þín greiði um lífdaga skeið. Vermi þitt hjarta frá voða og þrautum, vertu sem geisli á annarra leið. Gæti átt vel við óskir hennar til afkomendanna. Fram að því síðasta hugsaði hún um bamabömin. Guðs- trú hennar var einlæg, djúpstæður arfur frá móður. Bein í baki, létt á fæti, sem kött- ur liðug,_ smekkvísin eðlislæg, óskeikul. Áhuga á útliti okkar. „En hvað þú ert í fallegri blússu." Eða, „ertu í nýrri kápu?“ Og við meira en sextuga strákana, sem hún hafði lagt svo mikla natni í að baða, spari- klæða og vatnskemba sem smá- stráka „Naumast þú ert fínn, í nýrri úlpu og stífpressuðum buxum.“ Næmt auga fyrir því sem vel fór. Með ríka kennd fyrir því, að að- finnslur gætu ekki ekki átt við. í fyrstu var enginn alveg ánægð- ur með samdrátt okkar ungmenn- anna. Við vorum ung, áttum alveg eftir að læra, lítil efni, ekkert vit í þessu. Ég var styrkleikaprófuð, sem vera bar, ef úr skyldu verða mægð- ir. Ég varð heimagangur á Selvogs- götu 15, fór og lærði hjúkrun. Að loknu námi í vélvirkjun ákvað Hilli að fara til Danmerkur í tækninám. Ég kynntist fljótt áþján þess erfiða, langvinna sjúkdóms sem fylgdi og íþyngdi verðandi tengdamóður minni til líkama og sálar á langri ævi. Og eins og gerist með alvar- lega, langvinna sjúkdóma þá íþyngdi hann ekki bara henni, held- ur öllum henni nákomnum. Hún fann oft sárt til þess og sagðist vel vita þegar erfitt væri. Ivaf sjálfs- ásakana vegna stuttrar reykinga- sögu létti ekki. Hún bað afkomend- ur sína að reykja ekki. Þekkti best afleiðingamar. Henni þótti slæmt þegar hún talaði fyrir daufum eyr- um. Hún hélt mikið upp á nafnið sitt. Aldrei og hvergi mátti hún vamm sitt vita. Guðlaugur var allan þeirra bú- skap til sjós, þénaði vel á þeim tíma, siglt var með aflann. Hann færði sífellt björg í bú. Þannig gekk þeim vel að byggja upp. Fallegir hlutir og varningur báru vott smekkvísi hans og umhyggju fyrir fjölskyldu og heimili, svo sem títt er um sjó- menn. Við drakknun hans voru við- brigðin harkaleg, sorgin yfirþyrm- andi. Drengimir hennar allir fóra síðar til sjós um mislangan tíma. Öll börnin hennar reyndu að sjá fyrir sér og leggja til heimilisins. Hún mat þau mikils, ekki síst fyrir það. Börnin fluttu smám saman að heiman. Ættboginn stækkaði, hún fylgdist vel með velferð allra. Eftirsjáin var mikil og söknuður- inn sár, þegar einkadóttirin giftist og flutti til Ameríku. Hún varð að treysta því að útlendur maður henn- ar reyndist vel. Áköf og kjarkmikil lagði hún á ráðin um Ameríkuferð, með dyggum stuðningi sona sinna, sem hún reiddi sig alltaf á. Fór á nokkur námskeið og lærði ensku til þess að geta notið heimsókna sinna til Bandaríkjanna betur. Og það gerði hún ósvikið. Hún fór nokkram sinnum utan, naut þess til hlítar að kynnast nýju landi dótt- ur sinnar, eiginmanni, vinum og tengdafólki hennar. Henni þótti al- staðar svo fallegt og tilkomumikið þarna, unaðsleg veðursæld og blíða á völdum árstíma. Að ógleymdum ' verslunum með hagkvæmt verðlag. Fögnuðurinn var mikill þegar barnabörnin fæddust og þær mæðgur vora saman með þau úti, elegant og léttklæddar, með sólhatt í veðurblíðunni. Tihlökkunin og spenningurinn var ekki síðri þegar þau komu í heimsóknir til íslands, Þá var nú undirbúið og vandað til. Þarna úti bjó hópur íslenskra kvenna, sem höfðu gifst Banda- ríkjamönnum. Sumar höfðu þekkst áður, aðrar kynnst gegnum öflugt starf íslendingafélagsins. Vinátt- una yfirfærðu þær á mæðumar og skapaðist þannig auðugur tengsla- heimur, sem aldrei rofnaði. Það var andblær frá hennar nánustu, sem fylgdi kærkomnum heimsóknum tryggra vina, sem aldrei gleymdu að líta við. Sama gilti um vinkonur dóttur hennar, sem búa í Danmörku og hér. Heimsóknir þeirra og ein- stök umhyggja lýstu og vermdu. Sárasta raunin í lífinu var ugg- laust þungbær veikindi dótturinnar, þar sem móður var meinað að leggja lið sakir fjarlægðar og heilsubrests. Óvissuárin, meðan ekki var vitað hvað að var og hvort hjálpar væri að vænta. Ótti, afneitun og höfnun andlegra traflana vora nánast óbærileg. Hún reyndi að semja við Guð en fannst hún standa eftir með skarðan hlut. Hún yfírvann höfnun- ina og veitti þeim alzheimersjúk- lingum, sem á vegi hennar urðu, alla þá vernd og allt það lið sem hún gat meðan hún mátti. Þakklát fyrir að í fjarlægðinni er traustur mannkosta tengdasonur sem gerir bjargarvana dóttur hennar allt það gott, sem í mannlegu valdi stendur. Vonandi gefst henni nú kostur á að heimsækja álfuna sem hún hreifst svo mjög af og alla þá sem hún unni hugástum og þráði sam- vistir við þar. Stórlynd var hún blessunin og svo nákvæm og mikill jafnaðarmað- ur að það hálfa var meira en nóg fyrir svona „sirkabát" og hérumbil persónuleika eins og mig, sem not- ast við lífssýn í stað pólitískra skoð- ana. Okkar samband var ekki alltaf á mjúku og þjálu nótunum. En þeg- ar mest á reyndi stóðum við hlið við hlið, alveg frá fyrstu tíð til síð- asta andartaks hennar. Undanfarið varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta beitt því „tungutaki" sem skilst þar sem minninu og rökhugs- uninni sleppir. Við ræddum oft og af einurð um dauðann og biðina eftir honum. Ég lofaði af einlægni að þegar þar að kæmi skyldi ég ek'ki hamla gegn langþráðri hvíld hennar en engu fengi ég ráðið. Þrátt fyrir þjáningu var hún sátt við að mennimir réðu ekki í því efni, því eins og hún sjálf sagði eitt sinn, „það yrði ljóta ósamkomu- lagið“. Þegar pláss á Hrafnistu í Hafnar- fírði bauðst fyrir u.þ.b. 12 árum fór hún þangað glöð og ákveðin í að. láta allt ganga vel. Það stóð hún við. Fann að hún kom sér vel og var vel liðin. Fann það best á við- mótinu þegar svo var komið, að hún þekkti öll andlit en mundi engin nöfn. Góð ár gengu í garð, léttir, daglegu amstri lauk, staðfast ör- yggi og stijálli spítalavistanir, fé- lagsskapur og tækifæri til hann- yrða. Stóra, fallegu, óaðfinnanlegu stykkin, sem streymdu til afkom- endanna. Hver og einn skyldi fá sinn hlut. Leiðbeiningar og stuðn- ingur við margháttaða iðju, allt var skipulega unnið, ákveðið fyrirfram hver skyldi fá sérhvert stykki. Fest- an og jafnaðarmennskan í því sem öðra. Gleðin og þakklátssemin til stúlknanna, sem leiðbeindu og liðs- inntu af stakri prýði, alltaf reiðu- búnar og brosandi. Tískusýningam- ar á Hrafnistu með tilheyrandi tæki- færam til fatakaupa vora alveg sér- stakur kafli í sögu hennar. Sjaldan naut hún sín betur en eftir vel heppn- aða sýningu, sem hún gat sýnt myndir af. Hún ljómaði slíkri útgeisl- an að líkast var sem hún lyftist á æðra tilverasvið. Ekki spillti hár- greiðslan, snyrtingin og svo í lokin hagkvæm kaup vandaðra flíka. Sér- stakar þakkir til starfsfólks lungna- deildar Vífilsstaðaspítala og Hrafn- istu í Hafnarfírði, sem sinntu henni langtímum saman og lögðu sig fram um að létta henni þraut. Þegar að lokum leið og líkn tók við vorum við í fjölskyldunni, öll sem einn maður, innilega þakklát fyrir að vera heyrð, að þjáningastríð hennar þyrfti ekki að verða lengra. Eins og í öllu hennar lífí, sýndi sig í lokin, að hún var ótrúlega sterk og seig. Hún lauk Iöngu, ströngu en þrátt fyrir allt góðu og verðugu lífí fyrsta dag í lönguföstu í fæðing- arbæ sínum Hafnarfírði, þar sem sólböðuð, lognkyrr höfnin blasti við. Oft hafði hún hvarflað augum út á hafið, þar sem hún beið komu föð- ur, eiginmanns og sona. Hafíð sem skildi hana frá dótturinni einu. Daufur sólargeisli baðaði dánarbeð hennar og lýsti henni leið inn í ljós- heima gleði, léttleika og langþráðra endurfunda við alla þá sem á undan vora gengnir. Það hlýtur að hafa verið stór og fagnandi hópur sem stóð að baki Lykla-Péturs, þegar hann loksins dró upp kippuna sína og opnaði hið Gullna hlið þar sem friður og fyrirgefning ríkir. Af létti laumast tár af brá og klökkvi í rödd, er ég samgleðst henni við leiðarlok. Vertu sæl, Vala mín, þín tengda- dóttir, Jóna V.H. Það er alltaf sorglegt þegar ein- hver nákominn manni deyr. Þar sem ég er við störf í fjarlægum heims- hluta barst mér fréttin um að Val- gerður amma mín væri dáin. Það rifjuðust upp margar berskuminn- ingar frá Selvogsgötunni. Margar af mínum bestu bernsku- stundum átti ég á þeim slóðum. Góðu minningarnar verða ekki af manni teknar. Þama var ævintýra- land bamanna. Hamarinn með allri sinni dulúð og glæsileik, útsýnið yfir höfnina, leikvellirnir, Gísli frændi, hrekkju- svínin í götunni, ásamt tijánum stóru, sem endalaust var hægt að klifra í. Þama var líka langamma, sem kenndi okkur öllum faðirvorið með góðum árangri. Hún er líklega sú ímynd gæsku og friðar sem aldr- ei líður ungum sveini úr minni, þótt víða hafi brotið á síðar á lífsleiðinni. Að lokum má ekki gleyma bless- uðum pönnukökunum hennar Völu ömmú, sem vora á heimsmæli- kvarða. Líklega mætti skrifa fallega barnabók um öll þau undraverk, sem þarna áttu sér stað. Ég er þeirrar skoðunar, að það hafi verið gott að hún amma mín fékk loksins frið hjá almættinu. Við Astrid sendum kveðjur til ykkar allra. Höskuldur. Ég átti því láni að fagna að vera næstelsta bamabarnið hennar Völu ömmu af sextán barna hópi. Hún bjó á Selvogsgötunni í Hafnarfirðin- um með Guðrúnu langömmu. Og í sama húsi bjó Gísli frændi og Dísa, en Gísli var bróðir ömmu. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fékk fyrst að gista hjá ömmu og langömmu á Selvogsgötunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.