Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
MT 6RAMMA 5AY5
5HE ALWAYS BROUSHT
AN APPLE TO 5CW00L
FOR HE(? TEACHEI?..
I M W0NPERIN6
IF MAVBE I
5H0ULP PO
THAT..
BRIN6 HER 5IX OR
5E\/EN,MARCIE,AND
5HE CAN MAKE
A DIC
Amma mín segir að hún Ég er að velta því Færðu henni sex eða
hafi alltaf komið með epli fyrir mér hvort sjö, Magga, og hún
í skólann handa kennaran- ég ætti að gera getur búið til epla-
um... það... köku!
N0THIN6,
MA'AM.JUST
IPLE
CHATTER..
Ekkert, kenn-
ari... bara blað-
ur...
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hug'leiðing’ar
um starf kennara
Frá Sesselju Arnadóttur:
NÚNA þessar vikur sem verkfall
kennara hefur staðið yfir hef ég
aftur og aftur farið að bera saman
þau störf úti á vinnumarkaðinum
sem ég sinni.
í haust tók ég upp á þvi að fara
að vinna hjá hreingerningaþjónustu
samhliða kennslunni. Þar fæ ég
greitt samkvæmt Sóknartaxta.
Þetta gerði ég einfaldlega þar sem
ég sá að launin fyrir kennslu mína
og umsjón með 10 ára bekk hrykki
alls ekki fyrir nauðþurftum. Sú
ræsting sem ég sinni er reiknuð 4
klukkustundir og 15 mínútur á dag
og launin fynr janúarmánuð voru
kr. 40.219. Ég komst að því að
þessi vinna mín skilaði hlutfallslega
meiru en kennslan sem er 70%
vinna en fyrir hana fékk ég í jan-
úar kr. 56.774 (þess má geta að
ég hef 11 ára starfsaldur/prófald-
ur). Þessi staðreynd fínnst mér
hrein móðgun við kennarastarfið
með fullri virðingu fyrir ræstingu.
Auk þess er miklu auðveldara að
taka eftir- eða yfirvinnu í ræsting-
unni þar sem því fylgir ekki undir-
búningur.
Samanburður á þessum störfum
er e.t.v. fáránlegur en ég kemst
ekki hjá því að hugsa svona þegar
ég sinni þeim báðum. Það sem þessi
störf eiga sameiginlegt er að þau
þarf að vinna af samviskusemi og
natni. Kennarinn þarf að hafa há-
skólamenntun, ómælda þolinmæði
og vera skilningsríkur á þarfir og
líðan barnanna. Hann þarf alltaf
að vera vel upplagður, sama á
hveiju gengur. Ræstingin krefst
þessa ekki, ef ég er illa upplögð
gengur starfið jafnvel betur, ég
geng rösklegar til verks. Ruslaföt-
unum er alveg sama þó ég taki
hránalega í þær og starfsfólki sem
ég hugsanlega mæti þarf ég ekkert
að sinna, kreisti samt fram bros til
að vera vinaleg. Svo kem ég heim
búin að skeyta skapi mínu á rusla-
tunnum, skít sem varð að láta í
minnipokann og hugsa ekki meira
um vinnuna. í kennslunni gengur
hinsvegar allt á afturfótunum þegar
ég er illa upplögð og heim kem ég
með bakþanka og samviskubit yfir
því sem ég e.t.v. sagði eða gerði.
Kennslunni fylgir mjög mikil
ábyrgð.
Nú kann einhver að segja: „En
er ekki kennarastarfið miklu meira
gefandi?" Svarið hjá mér er sannar-
lega: „Jú, þegar vel gengur er vinna
með börnum vissulega mjög gef-
andi.“ Þegar hlutirnir ganga upp í
kennslu, t.d. langþráðar framfarir
eða annar sigur er í höfn þá nán-
ast flýgur kennarinn, hann slítur
ekki skónum sínum þann daginn.
En á sama hátt eru skrefin jafn-
þung þegar illa gengur.
Ástæðan fyrir því að kennarar
haldast í kennslu er e.t.v. sú að
starfið er krefjandi og þar af leið-
andi gefandi. Vissulega má líta á
þetta sem bestu launin sem kennar-
inn fær. En vandinn við þennan
hluta launanna er sá að hann er
ekki gjaldgengur miðill og þú lifir
ekki af þeim. Það er enginn banki
eða búð sem tekur við svona gleði-
eða vellíðunartékkum. Þess vegna
legg ég til að stjórnvöld láti verða
af því að koma á laggirnar slíkri
stofnun fyrir okkur kennara og
aðrar stéttir sem eigum að lifa af
gleðinni og sigrunum í starfinu.
SESSELJA ÁRNADÓTTIR,
kennari.
„Þyrnirósarsvefn
í verkfalli“
Frá Ósk Siguijónsdóttur:
ÞAÐ ER alltaf sorglegt þegar dóm-
greind fólks truflast / hita og þunga
umræðunnar og það lætur frá sér
umsagnir um kennara og kennara-
starfið án þess að sýna sanngirni
eða að skoða málin á raunhæfan
hátt áður en um þau er rætt.
Þegar málflutningur of margra
sem láta í sér heyra, er á einn veg,
á neikvæðan veg, þá er eitthvað að.
Hvar er meinið að finna? Það er
spurning!
Það vantar sárlega inn í umræð-
una allt það jákvæða og alla þá
góðu hluti sem kennarar eru að
vinna að vetur eftir vetur með nem-
endum sínum, á lágum launum sem
fyrirfinnast ekki hjá öðru fagfólki
með háskólamenntun að baki og
meira til.
Það er ljóst að kennarar eiga
undir högg að sækja. Ótrúlegt en
satt! Hvaðan fá þeir stuðning?
Ekki er óalgengt að kennari kenni
tveimur bekkjum i almennum
grunnskóla. Hann kennir að meðal-
tali 45 nemendum dag hvern yfír
veturinn. Þar af leiðandi hefur kenn-
arinn samskipti við 45 heimili og
ætla mætti að við sögu komi u.þ.b.
90 foreldrar/forráðamenn nemenda.
Það að þrýsta á að samið sé við
kennara er ekki síður hagur nem-
enda! Er ekki komin tími til að vakna
upp af þyrnirósarsvefninum, hann
er þegar orðinn of langur?
Krafa kennara er að ríkisvaldið
standi við menntastefnu sína, líka
þann hluta sem fjallar um nauðsyn
þess að leiðrétta laun og starfsað-
stæður í skólum.
Foreldar/forráðamenn, vinnum
saman að því að þeir hæfu og
áhugasömu kcnnarar sem sinna
kennslu barna og unglinga í skólum
landsins (eins og af hugsjón því hin-
ir hafa flúið stéttina) fái leiðréttingu
sinna mála!
Bestu kveðjur.
ÓSK SIGURJÓNSDÓTTIR,
kennari.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.