Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 49

Morgunblaðið - 09.03.1995, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS I sannleika sagt Frá Evu S. Einarsdóttur: úrskarandi siðlegu lög sem setja í ÞÆTTINUM „í sannleika sagt“, sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn þar sem fjallað var um tæknifijóvgun svo og lög- og siðfræðileg mál tengd því, kom fram' í máli lögfræðingsins að sjálfsagt væri og rétt að algjör nafnleynd skyldi viðhöfð um hveijir væru gefendur að sæðis- og egg- frumum, sem notuð væru við tækni- fijóvganir. Jafnframt að þau böm sem getin væru með gjafasæði eða eggjum ættu ekki að fá neinn „rétt“ til að vita hið sanna um uppruna sinn. Ef þannig á að standa að þessum málum þá gefur það augaleið að hálfsystkini gætu átt eftir að giftast og eignast saman böm, — Þó svo að sæðið sé fengið frá Danmörku þá vita það allir að ungt íslenskt fólk dvelur þar í landi mikið t.d. við nám. Og ekki er heldur útilokað að sæði úr sama manni geti verið notað hér á landi fyrir fleiri en eina konu. Því þeir sem gefa sæði til tækni- fijóvgunar eru í raun ekkert öðruvísi en þarfanaut sem notuð eru aftur og aftur til undaneldis. Andlegur þroski þessara manna muni einnig mjög líklega vera á svipuðu stigi. Því varla tækju þeir að sér slíkt hlut- verk væru vitsmunir þeirra eitthvað meiri og bæru þeir einhveija virðingu fyrir sjálfum sér. Ekki bættu yfirlýsingar heilbrigð- isráðherra úr; þegar hann lýsti því yfir að það væri svo sem ekkert við það að athuga þó að systkini eignuð- ust saman börn. Mörgum brá illa í brún, fólk átti ekki von á því að sið- ferðisþroski ráðherrans væri á svona lágu stigi. „Dómgreindin" virtist ekki alveg vera í fullkomnu lagi hjá öllum, sem tjáðu sig í áðurnefndum þætti. — í raun var það aðeins landlæknir sem tók það skýrt fram að hann væri ekki sáttur við allar framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru, né hin fram- Viðurkennum sjálfstæði Tsjetsjeníju Frá Peter Kyhn: VIÐ ERUM mörg í Danmörku sem litum með aðdáun til íslands, þegar það fýrst allra landa viðurkenndi sjálfstæði Litháens 12. februar 1991. I næstu lotu í skiptingu gjaldþrota- bús heimsveldisins Rússlands var þing Eistlands fyrst allra landa til að skora á stjóm sína að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjeníju frá Rússlandi .,um leið og alþjóðleg staða leyfir". Við erum enn nokkur í Danmörku sem vonumst eftir samskonar fram- taki hjá ríkisstjórn íslands eða A!- þingi. Einu sinni enn ísland! PETÉR KYHN, stud.mag. Husumgade 22, Kaupmannahöfn, Danmörku. ætti um starfsemina. Óneitanlega finnst manni komnar mótsagnir í það hvað telst rétt og siðsamt við barnsgetnað. Fyrir nokkrum árum hefði flestum fundist (og finnst það kannski enn) ekki allt vera í sómanum þegar kona gat ekki feðrað bam sitt, sökum þess að kynn- in við barnsföðurinn vom svo stutt að hún vissi ekki hvað maðurinn hét. Eða þar sem svo margir komu til greina að aldrei tókst að feðra barnið. En í raun er fijóvgun, sem fram- kvæmd er með gjafasæði þar sem ekkert er vitað um hinn raunvemlega föður nákvæmlega eins. En yfír það hyggjast yfirvöld leggja blessun sína og breiða á yfir það með því að setja um það lög. Og kóróna skal síðan verkið með því að bömin sem til verða við slíkan getnað verði réttlaus til að fá að vita hið sanna um „upp- runa sinn“, sem er alveg í andstöðu við það sem segir í barnalögum. Börnin á síðan að „rangfeðra" og ljúga svo að þeim um faðernið allt frá fæðingu. Varla er hægt að segja að þetta séu kristileg vinnubrögð gagnvart börnunum. — En ég hef jafnframt velt því fyrir mér hvernig andleg líðan þessa fólks muni verða, sem þarf að ljúga að börnunum alla sína ævi. Eitthvað sýnist manni að sam- viskusemin og siðferðið muni vera að síga niður á við þegar yfirvöld í broddi fylkingar eru farin að láta semja lagasmíð, sem miðast að því að rangfeðra börn og þau eigi síðan að vera beitt lyginni alla sína ævi. En enginn í áðurnefndum viðtals- þætti sá neina ástæðu til að nefna þetta svo sem á nafn. Þrátt fyrir það að í hópnum sæti einn besti siðfræð- ingur þessa lands, prestur og annað hámenntað fólk! Með þessu áframhaldi er ekki ann- að sýnna en hér á landi verði komið einhvers konar þjóðfélag í stíl Só- dómu og Gómorru árið 2000. A.m.k. er ekki að sjá að í vændum sé öld kærleikans. Sjálfsagt er að hjálpa fólki sem á í erfiðleikum með að eignast börn, en það verður að vera innan siðsam- legra marka. Þó svo að sum önnur lönd hafi tekið þá ákvörðun að leyfa að gefið sé sæði og egg til tækni- fijóvgunar með nafnleynd á því hveijir séu þar gefendur þá finnst mér það ekki til neinnar fyrirmynd- ar. Þetta eru bara þjóðfélög sem eru ekki enn komin á hærra þroskastig. íslendingar eiga frekar að sýna og vera þessum þjóðum „vitrari" og fremri og framkvæma ekki tækni- fijóvgun með gjafasæði né eggjum. Við vitum ekki hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. — En sagt hef- ur verið, að þar sem reynt er að fela hin raunverulegu ættartengsl vilji „syndir feðranna komi niður á böm- unum“ og slík dæmi eru svo sannar- lega þekkt. — Vill fólk virkilega stuðla að slíku? EVA S. EINARSDÓTTIR, ljósmóðir. 250 mílna landhelgi Frá Sigurði Guðjóni Haraldssyni: SAGA landhelgismálsins er í sem skemmstu máli á þann veg, að land- helgin var færð úr 3 mílum í 4 mílur 1952, í 12 mílur 1958, síðan í 50 mílur 1972 og svo loks í 200 mílur 1974, er Geir Hallgrímsson var for- sætisráðherra í samstjórn Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokks. Þá var Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra og lýkur hann 36 ára farsælli þingmennsku einmitt í vor. - Nú er málum svo háttað, að vegna ásóknar í Jiskistofnana við landið, bæði er- lendra og innlendra veiðiskipa, gerist sú hugsun áleitin, hvort ekki sé full ástæða til þess í nálægri framtíð, að fara alvarlega að huga að því, og fara að undirbúa og beijast fyrir útfærslu landhelginnar í 250 mílur, fiskstofnarnir við landið eru nú einu sinni fjöregg þjóðarinnar. A þeim byggist búseta okkar og afkoma enn þá að miklu leyti, og svo mun verða um ókomna tíð. Er ekki sjálfsagt fyrir íslenska ráðamenn, með hæstv- irtan sjávarútvegsráðherra Þorstein Pálsson í broddi fylkingar að fara að huga að þessu í fullri alvöru, og hefja baráttu fyrir þessu innanlands og á alþjóðavettvangi? Forna máltækið, eyðist, sem af er tekið, á vel við þegar verndun fjö- reggs þjóðarinnar, fiskistofnanna í hafinu við landið, er um að ræða. Eg skora á íslenska ráðamenn og stjórnmálaleiðtoga að hefjast strax handa og ná þjóðarsamstöðu um þetta mál, því að lífsafkoma þjóðar- innar á næstu árum og áratugum veltur á því að útfærsla í 250 sjómíl- ur nái fram að ganga. SIGURÐUR GUÐJÓN HARALDSSON, Njálsgötu 90, Reykjavík. Hösi/Skomakare hengiljós ExÍt vínglös 4 í pakka Slermá matar og kaffstell f. Af3P hlutir Rutig viskastykki 6 í pk. Kvintin 33 lampaskermur ýmsir litir j Matrix 19 lampafótur á ýmsir litir M nev vasi handunniS gler Stuva eldhúsóhöld ýmsar ger&ir Mygga basHcarfa 5 stæröir 795, Malla Tjenis snagarekki Intemat krúsir m. loft- tæmingarpumpu Brallis indjánatjald úr pappa Hövding Afrísk gríma 3 gerðir Padborg Wilton motta Ó7xl 10 sm, 4 gerðir Twist kanna ýmsir litir fyrir fólkið í landinu lillltHh ÞHitWi IllUltv ! |U‘tII" Póstkröfus. 800 68 50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.