Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 09.03.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 55 I I I BICBCE' ÁLFABAKKA 8, SÍMI 878 900 SNORRABRAUT 37, SfMI 2S211 OG 11384 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 878 900 KONUNGUR LJÓNANNA SU.VE MARTIN Sýnd kl. 5 og 7, Islenskt tal. Enskt tal kl. 5 og 9.10. Gleymdi eigin símanúmeri ► Kanadíska leikkonan Jennifer Tilly hefur nú náð þeim merka áfanga á ferli sínum, 36 ára göm- ul, að smeygja sér úr skugga yngri og þekktari systur sinnar Meg Tilly, sem hefur leikið i ýms- um þekktum Hollywoodkvik- myndum. Jennifer náði þessum tímamótum er hún var útnefnd sem kandídat til óskarsverðlauna fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í kvikmyndinni „Bullets over Broadway, sem leik- stýrt er af sérvitringnum Woody Allen. Jennifer segir að hún hafi gert sér grein fyrir því að það væri fremur Iangsótt að nafn hennar yrði í hattinum, en hún hefði jafn- framt trúað því að ef hún horfði ekki á útnefningarnar í sjónvarp- inu ætti hún frekar möguleika, því dómnefndin myndi ef til vill skynja það að hún væri að reyna að liafa áhrif á hana! „Þess vegna fór ég út á strönd og fór að leika mér á brimbretti, kærastinn minn Peter passaði húsið mitt á meðan og ætlaði að horfa á sjónvarpið. Ég var á brim- brettinu síðla nætur og í morguns- árið, gat ekki sofið, og ég var svo taugaóstyrk þegar ég ætlaði að hringja heim og spyrja Peter um úrslitin, að ég gleymdi símanúm- erinu. Eg þurfti að hringja fjórum sinnum heim til mín áður en ég náði númerinu rétt,“ segir leik- konan. Hún hefur þegar fengið ótal tilboð frá þekktum tísku- hönnuðum sem vilja klæða hana upp fyrir stóra kvöldið og veltir því öllu fyrir sér. „Það er ekki svo oft að ég hef tækifæri til að klæða mig upp og fara á flott ball,“ segir Tilly. DENNIS Hopper við tökur á myndinni „Colors' Tékkar fá loksins að sjá Easy Rider KVIKMYNDIN „Easy Rider“ var frumsýnd í Tékklandi fyrir skömmu, tuttugu og sex árum eftir að hún var bönnuð í Tékkóslóvakíu. I tilefni sýningarinnar var mikið um dýrðir. „Þetta var ein af stærstu stundum í lífi mínu,“ segir Dennis Hopper, sem bæði leikstýrði og lék í myndinni. „50 bifhjólamenn óku á eftir mér niður aðalgötu Prag og rúmlega þúsund manns mættu til að fagna. Fólkið var yndislegt, vina- legt, opinskátt og himinlifandi yfír frelsinu." A meðal þeirra sem komu á frumsýninguna var Vaclav Hav- el, forseti Tékklands. sAMmm SAMBM Frumsýning GETTU BETUR! AFHJUPUN Frumsýning á spennumyndinni Uns sekt er sönnuð TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLA UNA M.A. SliM BESTA MYND ÁRSINS. TRIAL BY JURY A Roberí Redford Film Hann er mafíuforingi, hún er í kviðdómi. Ólíkt því sem ætla mætti hefur hann örlög hennar í hendi sér. Er mögulegt að berjast við mafiuna eða verður maður að ganga í lið með henni? „Trial By Jury" er mögnuð spennumynd, full af stórleikurum. Mynd sem getur ekki klikkað! Aðalhutverk: Joanne Whalley-Kilmer, Armand Assante, William Hurt og Gabriel Byrne. Leikstjóri: Heywood Gould. „Quiz Show" er frábær mynd frá leikstjóranum Robert Redford sem tilnefnd er til 4 Óskarsverðlauna, m.a. sem besta mynd ársins og Robert Redford sem besti leikstjórinn. Ralph Fiennes (Schindlers List), John Turturro og Rob Morow fara á kostum í þessari mögnuðu mynd um siðferði, spillingu og blekkingu. „Quiz Show" EIN FRÁBÆR FYRIR ÞIG! Aðalhlutverk: Michael Douglas, Demi Moore og Donald Sutherland.Framleiðandi: Michael Crihcton og Barry Levinson.Leikstjóri: Barry Levinson. PABBI ÓSKAST AFHJUPUN LEON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.