Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 60
Afl þegar þörf krefur! §IL \ RISC System / 6000 <o> NÝHERJI W V t I m HEWLETT PACKARD H P Á ÍS.LANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRJNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3010, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: ILAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Flugleiðir græða 260 milljóiiir kr. Gegn kynferðis- ofbeldi STÍGAMÓT minntust fimm ára starfsafmælis samtakanna í gær, meðal annars með göngu gegn kynferðisofbeldi. Farið var frá Hlaðvarpanum við Vesturgötu og gengið um miðbæinn með viðkomu í stjórnarráðshúsinu þar sem fulltrúa ríkisstj órnarinnar var afhent áskorunarskjal. Loks var útifundur á Ingólfstorgi. Konur huldu andlit sín til að vekja á táknrænan hátt at- hygli á því falda ofbeldi sem þær berjast gegn. HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða varð um 260 milljónir króna á síðasta ári en árið 1993 varð 305 milljóna króna tap. Rekstr- arafkoman batnar því um tæplega 565 milljónir króna milli ára. Þá seldi félagið Boeing 737-400, sem skilaði um 304 milljóna króna sölu- hagnaði og auk þess fékk félagið 67 milljóna króna hagnað af dóttur- félagi. Heildarhagnaður varð því um 624 milljónir króna á árinu miðað við tæplega 188 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur Flugleiða námu um 14,7 milljörðum í fyrra og er það 10% aukning frá árinu 1993. Rekstr- argjöld voru 13,5 milljarðar og er það 7% aukning miili ára. Veltufé frá rekstri var 2 milljarðar en var 1,1 milljarður árið 1993. Heildarskuldir voru 17,5 milljarðar í árslok en voru 20,3 milljarðar ári fyrr. Farþegum fjölgaði Farþeguiji fjölgaði um 17,2% á árinu. í millilandaflugi ijölgaði far- þegum um 22,4% miðað við árið 1993 og 3,3% í innanlandsflugi. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða er þetta betri afkoma en gert var ráð fyrir. „Tekjurnar auk- ast um 10% á meðan gjöldin aukast aðeins um 7%,“ sagði hann. „Það hefur orðið veruleg framleiðniaukn- ing á síðustu árum því við höfum fjölgað farþegum mjög mikið án þess að fjölga starfsfólki. Þá hefur fjárhagsstaðan líklega aldrei verið sterkari." ■ Hagnaður um 624/Bl Morgunblaðið/Kristinn Agæt veiði suður af Malarrifi LOÐNUVEIÐI glæddist í gær eftir að hafa verið dræm í fyrri- nótt og var fjöldi loðnuskipa á miðunum suður af Malarrifí á Snæfellsnesi, þeirra á meðal Helga II RE. Náði hún góðu kasti um morguninn og var að draga öðru sinni þegar Morgun- blaðið náði tali af Geir Garðars- syni skipstjóra. Skipið hóf veið- ar í birtingu en landað var 1.000 tonnum úr því hjá Granda á þriðjudag. „Ég held að þetta sé að byija aftur, það eru ábyggilega ein tíu til fimmtán skip héma.“ Að sögn Geirs var renniblíða á miðunum í gær og aðstæður því ákjósanlegar. Hann sagði að mikil hrognafylling væri í loðnunni en treysti sér ekki til að nefna prósentutölu í því sam- hengi. „Það komu Japanir um borð í gær og þeir eru ekki farnir að taka hrognin sjálfir; fannst þau ekki nógu þroskuð. Það hlýtur því að vera hægt að veiða þetta eitthvað lengur. Það er mikil hrygna í þessu núna - 60% í síðasta kasti - en annars er þetta misjafnt milli kasta." Snjómokst- urspeningar víða búnir KOSTNAÐUR bæjarfélaga og Vega- gerðar ríkisins er í flestum landshlut- um orðinn meiri en á sama tíma á síðasta ári. Mörg bæjarfélög hafa klárað snjómoksturspeninga sína og standa frammi fyrir því að skerða framkvæmdafé til að halda götum opnum. Hjörleifur Ólafsson, deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðar ríkisins, telur að kostnaður stofnunarinnar sé orðinn um 300 millj. kr. frá ára- mótum eða um helmingur áætlaðrar fjárveitingar á árinu. ■ Bæjarfélög farin að/6 ■ Hafa eytt 23 millj./14 Engan sakaði við óhapp í flugtaki Flugleiðavélar í Lúxemborg í gær Stélið strauk flugbrautina FLUGLEIÐAVÉL, sömu gerðar og sú sem hlekktist á í flugtaki í Lúxemborg í gær, Boeing 757. Lúxemborg. Morgunblaðið. FLUGLEIÐAVÉL af gerðinni Boeing 757 ofreis í flugtaki í Lúx- emborg og snerti stélið flugbraut- ina. Þetta gerðist um kl. hálfþijú að staðartíma í gærdag. Vélin fór á loft og flaug einn hring yfir flug- vellinum og lenti síðan aftur. Eng- an sakaði og urðu farþegar lítið varir við það sem gerðist. Nokkrar smárifur og rispur komu á skrokk vélarinnar utan þrýstiklefa og hófst viðgerð skömmu eftir lendingu. I fyrstu var talið að henni myndi ljúka síð- degis og var framan af áætlað að fljúga vélinni til Keflavíkur og síð- an áfram til New York þegar henni lyki. Það tókst ekki og í gær- kvöldi var áætlað að hún myndi fara frá Lúxemborg kl. 9 í dag. Biðin löng og leiðinleg Farþegar vélarinnar biðu á flug- vellinum í Lúxemborg { nokkrar klukkustundir áður en þeim var komið fyrir á hótelum en farþegar á leið til New York héðan og úr öðru Evrópuflugi, sem hefðu farið um borð í vélina í Keflavík, kom- ust allir með vél til Baltimore í gær og þaðan áfram til New York. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti nokkra farþega vélarinnar í flugstöðinni á Findel-flugvelli í gær. Þeir höfðu á orði að þeir hefðu ekki fengið að fylgjast með gangi mála og þótti biðin löng og leiðinleg. Þó var fólk sátt við að öryggi væri sett ofar öllu. Hjónin Hrafnhildur Arnarsdótt- ir og Gunnar Tryggvason, sem voru á leið til New York ásamt tveimur ungum börnum sínum, sátu framarlega og sögðust hvorki hafa heyrt né fundið neitt óvenju- legt. I sama streng tóku Elsa Ævars- dóttir og Árni Arason, nema hvað þeim fannst vélin klifra óvenjulega mikið strax eftir flugtak. Að þeirra sögn var fólkið um borð rólegt, en Elsa sagði að hún hefði ekki verið alveg í rónni fyrr en eftir að lent var að nýju. Misræmi í upplýsingum Sveinbjörn Dagfinnsson, Ásta Begga Ólafsdóttir og Gísli Sveins- son, er sátu í sætaröð 10, voru sammála áðursögðu en fannst þó súrt í brotið að fá ekki að fylgjast betur með gangi mála eftir að lent hafði verið aftur. Einnig fannst þeim sambandsleysi innan Flug- leiða afar slæmt því þegar þau hringdu til íslands til að boða sín- um nánustu seinkum, einni og hálfri klukkustundu eftir lendingu, var þeim sagt að skömmu áður hefðu Flugleiðir staðfest óbreytt- an komutíma vélarinnar til Kefla- víkur. Fannst þeim það algerlega óviðunandi. Enginn sagði neitt Hjón, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, kvörtuðu undan því að farið væri með fólk eins og ómálga börn. Enginn segði neitt og enginn vissi neitt. Þó að fólk skildi að álagið á starfsfólki Flug- leiða í Lúxemborg undir þessum kringumstæðum væri mikið, væri ófært að enginn væri í sambandi við farþegana, sem sumir hveijir væru ótalandi á annað en íslenska tungu og skildu því minna en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.