Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ * Miðstjórn ASI um kæru Dagsbrúnarfélaga Ekki ástæða til afskipta MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gengið hafí verið á svig við vðurkenndar reglur og venjur við framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamn- inga hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún á félagsfundi þann 27. febrúar síðastliðinn og að vinnu- brögð við framkvæmd kosningar og talningar virðast hafa verið eðlileg í alla staði. Ekki verði séð að lög Dagsbrúnar eða ASÍ hafi verið brotin á nokkurn hátt og telur miðstjórnin ekki ástæðu til frekari afskipta af málinu. Guðmundur R. Guðbjarnarson og Friðrik Ragnarsson félagsmenn í Dagsbrún kærðu atkvæða- greiðslu á félagsfundi þar sem félagar j Verkamannafélaginu Dagsbrún samþykktu nýgerða kjarasamninga. Töldu þeir aðf- innsluvert að færri atkvæðaseðlar hefðu komið fram við talningu en dreift var, brotið hafi verið gegn ákvæðum laga Dagsbrúnar um gildi atkvæða og framkvæmd at- kvæðagreiðslu, að ótiltekinn, ófé- lagsbundinn aðili hafi fengið að safna saman atkvæðaseðlum. Mennirnir kröfðust þess að stjórn félagsins yrði vítt og vísuðu til þess án frekari rökstuðnings að enginn mætti greiða atkvæði um einkamál sín. Kæran barst miðstjóm ASÍ á þriðjudag og var hún tekin fyrir og henni hafnað með rökstuðningi á fundi daginn eftir. í greinargerð miðstjómarinnar segr m.a. að sú regla sé umdeilan- leg að úrskurðuð hafi verið ógild atkvæði hafi verið krossað yfír en ekki framan við já eða nei á at- kvæðaseðlingum. Aðalatriðið sé þó að reglunni hafí verið beitt eins varðandi öll þau atkvæði sem eins vom greidd án tillits til þess hvort þau vom nei- eða jáatkvæði. „Reglunni hefur þannig verið beitt hlutlægt og lýðræðislega og beiting hennar hafði engin áhrif á úrslit kosningarinnar," segir í greinargerð miðstjórnar ASI og öðrum aðfinnslum er einnig hafn- að með sérstökum rökstuðningi. Fyrsta búnaðarþmg eftir sameiningu BÚNAÐARÞING 1995 verður sett mánudaginn 13. mars kl. 9 árdeg- is í Súlnasal Hótels Sögu. Þetta þing er fýrsti aðalfundur bændasamtakanna eftir samein- ingu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda sem tók gildi 1. janúar sl. Á þinginu verður gengið frá samþykktum hinna sameinuðu samtaka, þeim kosin stjóm og ákveðið nafn. Á þinginu eiga sæti 39 fulltrúar og af þeim em 28 kosnir sem fulltrúar bún- aðarsambandanna en 11 em kosn- ir sem fulltrúar jafnmargra bú- greinasamtaka sem aðild eiga að samtökunum. Kosningar til þings- ins fóra fram í nóvember og byrjun desember sl. í samræmi við sam- komulag um sameinginu. Gert er ráð fyrir að þingið standi nokkm skemur en búnaðarþing gerðu áður og að því ljúki á laugar- dag. Allmörg mál hafa borist þing- inu bæði hvað varðar kjaramál og framleiðslumál sem áður hefði ver- ið fíallað um á stéttarsambands- fundum og um fagleg efni og lög- gjafaratriði hliðstæði þeim sem búnaðarþing fíallaði um. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn AÐSETUR Fjölskylduheimilisins á Sólvallagötu 10. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar og þar var áður rekið Mæðraheimilið. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar bryddar upp á nýjung j Meðferð og stuðn- ingur við fjölskyldur FJÖLSKYLDUHEIMILI, það fyrsta sinnar tegundar á iandinu, var formlega opnað á Sólvallagötu 10 í Reykjavík í gær. Þetta er heimili þar sem fram fer meðferð og stuðn- ingur á vegum Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar við fíölskyld- ur sem hafa átt erfítt með að ná fótfestu í þjóðfélaginu. Helga Þórð- ardóttir er forstöðumaður hins nýja heimilis og segir hún að meðferð af þessu tagi sé nú að ryðja sér til rúms víða í heiminum og Islending- ar séu meðal fyrstu þjóða til að til- einka sér hana. Helga segir að á heimilinu búi fíölskyldur til lengri eða skemmri tíma og njóti þar faglegrar meðferð- ar, þ.e. fíölskylduviðtala og kennslu í mörgu því sem lýtur að daglegu lífi. Byijað sé á því að gera samn- ing um dvöl í þijá mánuði sem hægt er að framlengja í eitt ár eða eftir þörfum hvers og eins. „Mark- miðið með þessu er að gefa fíöl- skyldunum tækifæri til að ráða betur við daglegt líf og hjálpa þeim til sjálfshjálpar," segir Helga. Hún segir ýmsar ástæður fyrir því að fíölskyldur þurfi á meðferð að halda. Oft og tíðum hafi þetta fólk fremur neikvæða sjálfsmynd og finni það frá umhverfinu að það standi sig ekki nægilega vel. Gera megi ráð fyrir því í flestum tilvikum j að fíölskyldurnar sem dveljast á heimilinu hafi ráðið illa við að hugsa um börnin og halda heimili. Tíu starfsmenn „Það em gerðar kröfur til fólks sem það hefur ekki staðið undir. Hér fær það kennslu og leiðbeining- ar. Oft eru einnig miklir samskipta- örðugleikar innan fíölskyldu sem reynt er að leysa úr og veittar eru leiðbeiningar um uppeldi barna,“ segir Helga. Þrír félagsráðgjafar verða starf- andi á fíölskylduheimilinu, sem allir hafa mikla reynslu af fíölskyldu- Ályktun sljórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Varað við niðurskurði í heilbrigðisþjónustu STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við niður- skurði í heilbrigðisþjónustu. Aðgerðir snúast upp í andhverfu sína í ályktuninni segir að ekki verði frekar þrengt að sjúkrahúsunum; niðurskurður á fíárveitingum nú jafngildi verri þjónustu, lokunum deilda og uppsögnum starfsfólks. Aðgerðirnar bitni á sjúklingum um land allt og leiði til aukins kostnað- ar annars staðar í heilbrigðisþjón- ustunni og á fleiri sviðum. Að auki muni uppsagnir kosta þjóðfélagið stórfé á formi atvinnuleysisbóta. Vegna niðurskurðar á Borgar- spítala verður tveimur hjúkrunar- deildum lokað og sjúklingar m.a. fluttir á endurhæfingardeild. í ályktuninni segir að sú ráðstöfnun leiði til þess að rúmum fyrir endur- hæfingarsjúklinga muni fækka um allt að 20. „Sparnaður verður eng- inn þar sem biðlistar lengjast og endurhæfing tefst og raunar snú- ast þessar aðgerðir fyrirsjáanlega upp í andhverfu sína þar sem mest sparast með öflugri endur- hæfingarstarfsemi," segir í álykt- uninni. Stjórn BSRB vekur athygli á því sem fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar frá því í desember sl. þar sem segir að „ítrekaður flatur niðurskurður undanfarinna ára“ hafí leitt til þess að forsendur fíár- hagsáætlana riðlist þannig að nú sé svo komið að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafi ekki lengur fullkomna yfírsýn yfir for- sendur að baki fiárveitinga fíár- laga. Þá segir að Ríkisendurskoðun meti svo að einstakir kostnaðarliðir séu verulega vanáætlaðir í áætl- unum ráðuneytisins. Ráðherra endurskoði fjárveitingar „Stjóm BSRB skorar á heilbrigð- isráðherra að endurskoða fíárveit- ingar til heilbrigðisþjónustunnar, svo að áfram verði hægt að halda uppi öflugu heilbrigðiskerfí og að allir fái notið þeirrar heilbrigðis- þjónustu sem þeir eiga rétt á. Heil- legt heilbrigðiskerfi er hagkvæm- ara þjóðhagslega en skert heil- brigðisþjónusta með öllum sínum aukaverkunum," segir í niðurlagi ályktunarinnar. Ráðstefna um landnýtingu HALDIN verður ráðstefna föstu- daginn 10. mars kl. 11-17 í Borgartúni 6 sem ber heitið Landnýting - horft til framtíðar. Að ráðstefnunni standa stofn- anir landbúnaðarins og er hún til heiðurs Sveinbimi Dagfínns- syni, fráfarandi ráðuneytisstjóra. Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, setur ráðstefnuna en síðan verða flutt 13 erindi. Á ráðstefnunni verður leitast við að skoða landnýtingarmál frá ýmsum sjónarhomum. Munið eftir smáfuglunum! ALGJÖR jarðbönn eru nú um land allt og lítið sem ekkert æti fyrir smáfuglana. Sóls- kríkjusjóður hefur því beðið Morgunblaðið um að koma því á framfæri við fólk, að nauðsynlegt sé að muna eftir þessum litlu verum, sem á vetrum nefnast snjótittlingar, en á sumrum sólskríkjur. Ennfremur er fjöldi annarra smáfugla, sem um þessar mundir líður skort og leita fuglarnir oft á náðir mann- fólksins, þegar þannig háttar til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.