Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Leynileg skýrsla CIA um „þjóðernishreinsanir“ í Bosníu Serbar sekir um 90% glæpa New York. Reuter. Niðurstöðunni leynt vegna þáttar Slobodan Milosevic? BANDARÍSKA leyniþjónustan CLA telur að Serbar séu ábyrgir fyrir 90% svokallaðra „þjóðernishreins- ana“ í Bosníu. Leyniþjónustan hef- ur ennfremur komist að þeirri niðurstöðu að nánast öruggt sé að helstu leiðtogar Serba hafi gengt leynilegu hlutverki í striðsglæpun- um, samkvæmt The New York Ti- mes. í skýrslu frá CIA segir að þótt múslimar og Króatar hafí einnig gerst sekir um þjóðernishreinsanir hafí aðeins Serbar reynt með skipu- legum hætti að losa sig við fólk af öðru þjóðerni af yfirráðasvæðum sínum með drápum, nauðungar- flutningum og kúgunum. Skýrslan er byggð á loftmyndum og „fjölmörgum nákvæmum og tæknilegum athugunum“, eins og einn heimildarmanna The New York Times orðaði það. Óánægja með stefnu Clintons Þetta er viðamesta rannsóknin á stríðsglæpunum sem gerð hefur verið af hálfu Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld hafa gætt þess að skýrslan berist ekki til fjölmiðla, enda e'r litið á niðurstöðuna sem mjög viðkvæmt mál. Dagblaðið segir að ein af hugsanlegum skýringum á þessari leynd sé að skýrslunni hafi verið lokið í janúar, eða um það leyti sem Bandaríkjamenn og Evrópuríki tóku að binda vonir við að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, myndi stilla til friðar í Bosníu. Stjórn Bills Clintons forseta kunni að óttast að mikil útbreiðsla skýrslunnar gæti orðið til þess að Milosevic hætti samvinnu sinni þar sem höfundar hennar komast að þeirri niðurstöðu að verk hans sýni að hann sé lítt til þess fallinn að gegna hlutverki friðarstillis. Frétt The New York Times er byggð á þremur bandarískum emb- ættismönnum og tveir þeirra létu í ljós óánægju með stefnu Clintons í Bosníumálinu. Gegndu leynilegu hlutverki Einn embættismannanna sagði að í skýrslunni væru engar „óve- fengjanlegar sannanir" fyrir þvi að leiðtogar Bosníu-Serba og Serbíu hafi sjálfir skipulagt eða stjómað framkvæmd þjóðernishreinsana. „En sú mikla skipulagning sem hefur einkennt aðgerðir Serba er greinilega til marks um að leiðtog- ar Bosníu-Serba og ef til vill Serb- íu hafi gegnt leynilegu hlutverki í því að drepa og hrekja á brott fólk af öðru þjóðerni." Reuter Handleika hamarinn Fé til höfuðs morð- ingjum í Pakistan Karachi. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur heitið tveggja milljóna dollara verðlaunum fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku þeirra sem stóðu að til- ræði við starfsmnen bandarísku ræð- ismannsskrifstofunnar í Karachi í Pakistan í fyrradag. Tveir þeirra biðu bana og einn særðist. Starfsmenn bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI) héldu til Karachi í gær til þess að aðstoða pakistönsk yfirvöld við rannsókn morðmálsins. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér, en að sögn pakistansks bílstjóra sendi- mannanna voru fjórir menn að verki. Óku þeir upp að bifreið Bandaríkja- mannanna þegar hún staðnæmdist við umferðarljós. Steig einn þeirra út og hóf skothríð með AK-47 hríð- skotariffli. Ökumaðurinn fleygði sér niður, lagðist á gólfið og slapp ómeiddur. Að sögn heimildarmanna úr röð- um lögreglunnar, virðist sem árásin hafi verið rækilega undirbúin. Pakistanska lögreglan birti í gær teikningar af íjórum mönnum, sem taldir eru hafa staðið að tilræðinu. Bauð lögreglan eina milljón rúpía, 1,9 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku þeirra. ÞÁTTTAKENDUR í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fé- lagslega framþróun í Kaup- mannahöfn vildu sem flestir fá að fara höndum um fundar- hamarinn í gær, áður en hann var aflientur til notkunar á ráðstefnu samtaka sem óháð eru ríkisstjórnum (NGO) sem einnig er haldin í borginni við sundin. Búist var við því í gærkvöldi, að takast mundi að ná samkomulagi um ályktun ráðstefnunnar áður en frestur til þess rynni út á miðnætti. I dag kemur fjöldi þjóðarleið- toga til ráðstefnunnar. Heinz Bar- uske átt- ræður Berlín. Morgunblaðið. HEINZ Baruske prófessor varð áttræður þann 6. mars sl. Var hann heiðraður af ríkisstjórn Ber- línar af því tilefni. Baruske var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1975. Baruske, sem er rithöfundur, þýðandi og pró- fessor í norræn- um fræðum í Berlín, hefur á ferli sínum skrif- að fjölda greina og bóka um menningu Norð- Baruske urlanda. Baruske hefur ávallt starfað sjálfstætt og varð sjálfur að gefa út bækur sínar í upphafi, þar sem enginn útgefandi hafði trú á því að bækur um ísland og Grænland myndu seljast. Raunin varð hins vegar önnur og á síðasta ári gaf hann út bók um íslensk ævintýri, sem selst hefur vel. Bækur hans hafa verið þýddar yfir á mörg evrópsk tungu- mál og ein bóka hans verið gefin út í Japan. Ný bók í smíðum í samtali við Morgunblaðið sagðist Baruske vera að vinna að bók um íslensk skáld og rithöfunda þessa stundina og ætlaði að tvinna saman við það hvaða áhrif þeir og landið hefðu haft á sig. Hann sagðist á árum áður hafa komið til íslands annað hvert ár en því miður væri nú nokkuð liðið síðan hann kom síðast í heimsókn. Úr því myndi hann þó vonandi bæta á næstu árum. Ný tilgáta verjenda O.J. Simpson um morðin á Nicole Brown Simpson Eiturlyfjasalar að verki? JOHNNIE Cochran, aðalveijandi bandarísku íþrótta- og sjónvarpsstjörnunnar O.J. Simpsons, varpaði fram þeirri tilgátu á miðvikudag að eiturlyfjasalar kynnu að hafa myrt eiginkonu sakborningsins og vin hennar. Þeir gætu hafa ætlað að myrða konu, sem hafði gist á heimili Nicole Brown Simpson skömmu fyrir morðin og neytt þar kókaíns. Cochran lagði ekki fram neinar sannanir fyr- ir tilgátunni en sagði að morðin líktust svo- kölluðum „kólombískum hálsfestum", drápsað- ferð sem kólombískir eiturlyfjasalar hafa beitt til að refsa eiturlyfjaneytendum sem standa ekki í skilum. Þeir rista þá háls fórnarlamb- anna, líkt og gert var við eiginkonu Simpsons og vin hennar. Að sögn fréttastofunnar AP varpaði Cochran þessari tilgátu fram þegar hann yfirheyrði rann- sóknarlögreglumanninn Tom Lange, sem hefur verið þráspurður um rannsókn málsins í átta daga. Cochran spurði Lange hvað eftir annað hvers vegna hann hefði ekki rannsakað þann möguleika að eiturlyfjasalar hefðu verið að verki. Byssum oftast beitt Að sögn AP hvikaði Lange hins vegar hvergi frá þeirri skoðun sinni að við rannsókn málsins hefði flest bent til þess að Simpson hefði fram- ið morðin. Þau hefðu augljóslega verið framin í „miklu reiðikasti". Hann bætti við að flest morð tengd eiturlyfjasölu, sem hann hefði rann- sakað á 20 ára ferli sínum, hefðu verið framin með byssum, ekki hnífum. Cochran beindi síðan athyglinni að Faye Resnick, sem skrifaði bók í fyrra þar sem hún lýsir síðustu dögunum í lífi Nicole Simpson, vin- konu sinnar. Þar kemur fram að Resnick neytti kókaíns þegar hún gisti hjá Nicole skömmu fyrir morðin og fór síðan á meðferðarstofnun fyrir eiturlyfjafíkla. Að sögn Cochrans var Resnick atvinnulaus á þessum tíma og ólíklegt að hún hefði haft peninga fyrir kókaíninu. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 19 Verið velkomin Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudag kl. 13-18 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbrau Kopavoqi, sími 567-1800 Löggild bílasala Toyota Hilux Ex Cap '87, 8 cyl., 350 cc, sjálfsk., 38“ dekk, læstur aftan og framan, 4:56 hlutföll, verklegur bfll. V. 1.050 þús. Peugeot Junior 205 '91, hvítur, 5 g., ek. 30 þ. km. V. 480 þús. Skipti á dýrari. Suzuki Swift GL '87, 3ja dyra, sjálfsk.^ ek. 78 þ. km. V. 280 þús. MMC Lancer GLi '93, blár, 5 g., ek. 48 þ. km. V. 1.050 þús. Opel Astra 1,4i station '94, rauður, 5 g., ek. 8 þ. km., álfelgur, „low profile*4 dekk. V. 1.320 þús. Mazda 323 16V '92, rauður, 3ja dyra, 5 g., ek. 35 þ. km V. 850 þús. Nissan Sunny SR '94, 5 g., ek. 15 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, m/öllu. V. 1.220 þús. Toyota Corolla XLi Sedan '94, 5 g., ek. 19 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Toyota Lite Ace '87, 5 g., ek. 128 þ. km., óvenju gott eintak. Stöðvarleyfi, hlutabróf og gjaldmælir fylgir. V. 790 þús. (m/öllu). MMC Lancer GLXi 4x4 Station '91, 5 g., ek. 68 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080 þús. BMW 318i A '92, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 38 þ. km. Toppeintak. V. 1.890 þús. Subaru Justy J-12 '91, 5 dyra, ek. aðeins 47 þ. km. Tilboðsverð Hr. 630 þús. Daihatsu Rocky EL langur '89, 5 g., ek. 95 þ. km., álfelgur, sóllúga, 31“ dekk o.fl. Tilboðsverð kr. 990 þús. V.W Golf GL 5 dyra '88, 4ra g., ek. 119 þ. km. V. 500 þús. Nissan Sunny SLX 4x4 Station '91, grár, 5 g., ek. aðeins 47 þ. km. V. 1.050 þús. Ford Bronco II XLT '88, rauður, 6 cyl., 5 g., ek. 112 þ. km., óvenju gott eintak. V. 1.190 þús. Toyota Corolla XLi 5 dyra '93, 5 g., ek. 26 þ. km. V. 1.050 þús. Audi Quatro 200 Turbo 4x4 '85, 5 g., ek. 134 þ. km., leðurinnrótting o.fl. Gott ein- tak. Tilboösverð 890 þús. Toyota Corolla 1600 XL, Liftback '92, 5 g., ek. 40 þ.km. Fallegur bíll. V. 980 þús. MMC Colt GLX '90, blár, sjálfsk., ek. 45 þ.km. V. 730 þús. Suzuki Vitara JLXi langur '92, mikið breyttur, 33“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.950 [ýs, Vantar góða bíla á skrá og á staðinmn. Ekkert innigjald. Sjaldgæfur bfll: Audi 1,8 Coupé '91, grá- sans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. Chrysler Saratoga SE V-6 '91, rauður, sjálfsk., ek. 64 þ. km, álfelgur, rafm. í rúð- um o.fl. V. 1.380 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ. km, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.290 þús. MMC Lancer EXE station '89, grár, 5 g., ek. 100 þ. km., tveir dekkjagangar o.fl. Einn eigandi. V. 670 þús. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.