Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Varnarsamstarf á viðsjárverðum tímum FYRST eftir að kalda stríðinu lauk bar nokkuð á því að fyrr- verandi sendiboðar Sovéttrúboðsins á ís- landi reyndu að lesa út úr uppgjöf öldunga- veldisins þar eystra rök fyrir meintu til- gangsleysi samstarfs vestrænna ríkja á sviði öryggis- og varnar- mála. Og kannski þurfti ekki þá til, - vindar vonar og bjart- sýni glæddu hjá okkur öllum. þá trú að sjá mætti fyrir endann á styijaldarógnum og öryggisvið- búnaði. Atburðir síðustu ára hafa á hinn bóginn fært okkur heim sanninn um að ögranir og illskuverk of- beldisseggja eru ekki hluti fortíð- arinnar. Nýjar hættur hafa gert vart við sig, bæði innan Evrópu og utan. Deilur um lönd og landa- mæri, átök um þjóðerni og trúar- brögð valda mannskæðum hem- aði. Gífurlegum fjölda vopna og vígvéla er enn til að dreifa í fjöl- mörgum löndum. Það er grundvallarskylda stjómvalda að treysta öryggi þegna sinna á öllum tímum. Allt frá árinu 1949 hafa íslendingar tekið þátt í vamarsamstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða með þátttöku sinni í Atlantshafsbandalaginu og hafa með því viðurkennt nauðsyn varnarviðbúnaðar af íslands hálfu. Á gmnni aðildarinnar að Atlants- hafsbandalaginu gerði ísland varnarsamning við Bandaríkin árið 1951 um að Bandaríkjamenn tækju að sér hervarnir íslands í umboði íslenskra stjórnvalda. Varnarsamningurinn markaði grunninn að farsælu samstarfi þessara ríkja um vamir og öryggi á Atlantshafí. Breytingar á varn- arsamstarfinu Samstarf þjóðanna á þessu sviði hefur að sjálfsögðu tekið breyt- ingum í áranna rás. Eftir lok kalda stríðs- ins var um tíma nokk- ur óvissa um hversu stórt framtíðarhlut- verk Keflavíkurstöðv- arinnar yrði í varn- arviðbúnaði Atlants- hafsbandalagsins og Bandaríkjanna, auk þess sem þrýstingur jókst stöðugt á banda- rísk varnarmálayfír- völd að skera niður framlög til herstöðva og endumýja forgangs- röðun verkefna í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum. Af hálfu íslenskra stjórnvalda var hins vegar lögð megináhersla á þá staðreynd að Bandaríkjamenn fæm með varnir íslands á granni varnarsamningsins og því yrðu ekki teknar ákvarðanir um varnir íslands án samþykkis íslenskra stjórnvalda. í kjölfar þessara um- ræðna náðist samkomulag milli ríkjanna um fyrirkomulag varna íslánds á grundvelli vamarsamn- ingsins hinn 4. janúar í fyrra, á milli Williams Perry, þáv. aðstoð- arvarnarmálaráðherra, nú varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, og mín. I samræmi við ákvæði sam- komulagsins frá í fyrra var 57. flugsveit bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli lögð niður í síð- ustu viku. Eftir sem áður verða á Keflavíkurflugvelli fjórar F-15C orrustuþotur, enda em þær að áliti íslenskra stjómvalda ómissandi fyrir varnir landsins. Þá vom í samkomulaginu ýmis ákvæði um aðlögun stöðvarinnar að breyttum aðstæðum, ætluð til að tryggja stöðugleika í umsvifum vamarliðs- ins og þannig stuðla að atvinnuör- yggi fjölmargra íslenskra fjöl- ■skyldna á Suðurnesjum. Jón Baldvin Hannibalsson POLBAX MEIRIHATTAR HEILSUEFNI og líkamlegt þol. Fólk kaupir POLBAX aftur og aftur. UNIK ANTIOXIDANT medSOD Ökar prestalionstðrmSgan Fœstí heilsu- búöum, mörgum apótekum og mörkuðum BIO-SELEN UMBOÐIÐ • SIMI 76610 Öryggi kostar peninga Samkomulagið í fyrra var gert til tveggja ára. Því blasir við að áfram þarf að ræða við Banda- ríkjamenn um fyrirkomulag sam- eiginlegra varna okkar, með það fyrir augum að tryggðar verði trú- verðugar varnir. Skyldur okkar í þeim viðræðum felast meðal ann- ars í því að aðstoða bandamenn okkar í að stilla kostnaði við rekst- ur stöðvarinnar í hóf og skapa þann ramma utan um starfsemina að hún verði bandamönnum okkar e_kki til of þungrar byrði. Samkomulagið í fyrra var gert til tveggja ára, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Því blasir við að áfram þarf að ræða við Bandaríkjamenn um fyrirkomulag sameigin- legra varna okkar, með það fyrir augum að tryggðar verði trúverðugar varnir. Samstarf nágranna Vera vamarliðsins á íslandi vakti í upphafi ótta um að menn- ing'þjóðarinnar myndi að lokum bíða varanlegan skaða af. Raunin hefur orðið önnur, íslensk menning hefur líklega aldrei verið öflugri eða fjölbreyttari og leiða má að því getum að nábýlið hafi eflt sjálfstraust þjóðarinnar í menning- arlegu tilliti og aukið styrk hennar til að bregðast við breyttum kring- umstæðum og auknum erlendum áhrifum á upplýsingaöld. Þá hefur ótti manna um árekstra varnarliðsins við íbúa á Suðurnesjum ekki átt við rök að styðjast. Nálægðin við varnarliðið hefur leitt til náins samstarfs sveitarfélagana á Suðurnesjum við varnarliðið á ýmsum sviðum. Þannig hefur til að mynda verið unnið að heildarlausn á sorp- brennslu- og frárennslismálum sveitarfélaga á Suðurnesjum og varnarliðsins. Gera má ráð fyrir að slík framtíðarlausn geti litið dagsins ljós innan tíðar. Á þennan hátt leysa grannar mál til hags- bóta fyrir alla íbúa á svæðinu. Þá hefur nábýlið við varnarliðið skapað íbúum Suðurnesja umtals- verð atvinnutækifæri. Um þessar mundir fara fram viðræður um samnýtingu hafnaraðstöðu vegna olíuhafnar Atlantshafsbandalags- ins í Helguvík, sem mun væntan- lega efla stórlega hafnaraðstöðu íbúa á Suðurnesjum. Þrátt fyrir að uppgangstímabilið í fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli, sem hófst upp úr 1980 hafí mnn- ið sitt skeið á enda, hefur tekist að tryggja að sá samdráttur hefur ekki komið niður á íslenskum starfsmönnum varnarliðsins, en Fjöidi vamarliðsmanna og íslenskra starfsmanna 4,000 2,908 12 £ C m . 940 1980 3,132 1986 2,512 12 £ c *g 1995 íslenskir starfsmenn varnarliðsins eftir búsetu 800 600 400 - 200 - ■ Suðumes 0 Reykjavlkursvæði Starfsmenn varnarliðsins, verktaka þess og störf er það greiðir kostnað af Vinnuveitandi janúar 1993 janúar 1994 janúar 1995 Vamarliðið 936 910 896 ísl. aðalverktakar 370 318 307 Keflavíkurverktakar 107 119 136 Ratsjárstofnun 62 62 62 Ræstingarverktak- ar Pökkun húsgagna 58 79 86 48 57 53 Aðrir verktakar 49 85 86 Smærri verkkaup 10 12 12 Ríkisfyrirtæki 11 11 11 Samtals 1.651 1.653 1.649 þeir era ámóta margir nú og á þeim tíma. Á síðustu árum hafa Suðurnesjamenn ennfremur notið forgangs við ráðningar í störf sem losnað hafa þarmig að hlutdeild þeirra í störfum hjá varnarliðinu hefur aukist um 20% á rúmum áratug, borið saman við Reykjavík- ursvæðið. Nú em Suðurnesjamenn um 72% starfsmanna hjá vamarlið- inu, en hlutfall þeirra sem starfa hjá aðilum sem veita varnarliðinu þjónustu er yfirleitt enn hærra. Framtíðin Þrátt fyrir að pólitískar aðstæð- ur valdi því að hernaðarógn er ékki yfirvofandi á Norður-Atlants- hafi er ljóst að slíkar aðstæður geta skapast á nýjan leik með stuttum fyrirvara. Landfræðileg staða landsins er því sem fyrr grundvöllur að nauðsynlegu eftir- liti á Norður-Atlantshafi, jafnt fýrir Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin. Keflavíkurflugvöllur gegnir enn lykilhlutverki bæði hvað varðar landvarnir og sam- gönguleiðir. Áfram þarf að tryggja öryggi liðs- og birgðaflutninga yfir hafið á hættu- og ófriðartím- um og í þeim efnum mun landið áfram gegna hlutverki brúarinnar milli bandamanna okkar í austri og vestri. Vera varnarliðsins hér á landi byggist því á þörfínni fyrir að tryggja öryggi borgaranna og varnir landsins. Nýir tímar og nýjar aðstæður valda því að ísland þarf, rétt eins og Bandaríkin, stöð- ugt að meta öryggis- og varnar- hagsmuni sína. Varnarsamstarf þjóðanna hefur verið þeim báðum mikilvægt undanfarna áratugi. Stefna Islands til framtíðar hlýtur að taka mið af þeirri staðreynd. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokks. 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur - 20-70% afsláttur. I Borgardagar í Borgarkringlunni I 8.-11. mars Úrvalsvörur á afsláttarverði 10-1830 og laugardaga 10-16 • 10-11 marvöruverslun 10-11 1 jnue|S|e %0l-0Z - Jnjjeisje %0l-0Z - Jnwe|s*e %0Z-0S - Jnue|s*e %0L-0Z - Jn«e|s*e %0L-0Z - Jnueisie %0Z-0Z - Jnue|S*e %0L-QZ '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.