Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 31 ERLING VALUR ÁRNASON + Erling Valur Árnason fædd- ist á ísafirði 7. júní 1934. Hann lést i Reykjavík 5. mars sl. Foreldrar hans voru Margit Bor- laug Guðmundsson, húsmóðir, f. 6. október 1903, d. 26. júní 1993, og Ámi Guðmundsson, út- gerðarmaður, f. 10. júlí 1900, d. október 1970. Erl- ing var elstur þriggja bræðra, bræður hans era Einar Ró- bert, f. 1. október 1937, kvænt- ur Margréti Guðmundsdóttur, og Ingi Rúnar, f. 13 febrúar 1942, fráskilinn. Jarðarför Erlings verður gerð frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin kl. 15.00. í JANÚAR kom hann Erling mág- ur minn heim úr síðustu ferðinni sinni tii Ástralíu. Þá var hann þungt haldinn af þeim sjúkdómi sem leiddi hann yfir móðuna miklu. Hann var dyggilega studdur af vinkonu sinni Isabel Borland, sem fylgdi honum heim og hann hafði þekkt í yfir 20 ár. Tveir bræður Margitar, móður Erlings, höfðu einnig hleypt heim- draganum og flust til útlanda og það til annarra heimsálfa, Nils til Ástralíu og Olaf til Ámeríku. Bamabam hans, Stephan Borlaug, var um tíma prestur hér við kaþ- ólsku kirkjuna í Reykjavík, en er fluttur til Bandaríkjanna aftur. Erling vann í Ástralíu í nokkur ár og þar kynntist hann Isabel Bor- land, sem var vinkona frænku hans, Odnu Borlaug, dóttur Nils. Sumarið 1993 komu þær í heim- sókn til Erlings og áttum við margar góð- ar stundir saman. Isa- bel kom einnig sumar- ið sem leið, en þá hafði Erling gengist undir stóran uppskurð. Þau héldu sameiginlega upp á 60 ára afmæli sitt í Perlunni, en þau áttu bæði sextugsaf- mæli það ár, Erling í júní, Isabel í júlí. Erl- ing hafði oft farið til Ástralíu og dvalið þar mörg jól með Isabel en þá er hásumar þar. Erling þótti gott að vera í hitanum Íiegar allt var í snjó og klaka á slandi. En Erling hafði ferðast víðar en til Ástralíu. Hann hafið einnig heimsótt fjarlæg lönd eins og Kína, Japan, Indland, Singapore, Malas- íu, Tæland, lönd í Suður-Afríku auk fjölda landa í Evrópu. Fyrstu ferðina fór hann til móðurlandsins Noregs og talaði hann norsku vel. Hann las mikið, hélt mikið upp á Halldór Laxness. Hann kvæntist aldrei né átti börn, en börnunum okkar fjórum var hann alltaf góð- ur. Hann færði þeim ýmislegt þeg- ar hann kom frá útlöndum, t.d. sérstæða steina og skeljar, strút- segg og margt sem þeim fannst mikið varið í. Þegar bræðurnir voru ungir strákar var Ámi pabbi þeirra í flutningum fyrir varnarlið- ið milli Aðalvíkur og ísafjarðar. Voru þeir þá oft með honum, eink- um á sumrin, en fjölskyldan var þá flutt til Reykjavíkur. Þegar Erling var strákur var hann mikill fyrir sér og fannst mér gaman að heyra manninn minn og tengda- móður segja sögur af ýmsum uppá- tækjum Erling, sem líktust sum mjög prakkarastrikum Emils kenndum við Kattholt. Við segjum oft, þegar sonur okkar 11 ára ger- LEIFUR JÓNSSON + Leifur fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1927. Hann lést í Hátúni 12 27. febrúar 1995. Foreldrar hans voru Jón Bjarni Helga- son, kaupm., f. 14.10. 1893, d. 20.8. 1984, og Charlotta Soffía Albertsdótt- ir, húsmóðir, f. 30.12. 1893, d. 19.4. 1947. Alsystkini Leifs voru Alrún Guðný (Stúlla), f. 5.12. 1922, d. 14.9. 1993, Sverrir, f. 6.3. 1924, og Ragnar Jón, f. 22.3. 1929. Hálf- systir Leifs samfeðra var Guðný Kristin (Gígja), f. 13.9. 1942, d. 8.9. 1993. Leifur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 13.30. EFTIR grunnskólanám gekk Leifur í gagnfræðaskóla Ingimars við Lindargötu, en lauk ekki námi. Hann fór ungur til sjós og þá á Goðafoss, skip Eimskipafélagsins, en var nýhættur er Goðafoss var skotinn í kaf af þýskum kafbát 10.11. 1944. Eftir það var Leifur á ýmsum skipum, en í lok stríðsins var hann á norsku skipi sem hét Lyra og sigldi með henni til New- castle og þaðan til Noregs á friðar- daginn og var því með fyrstu ís- lendingum sem komu þangað eftir stríð. Eftir heimkomu vann Leifur ýmiskonar vinnu, en fór fljótt á sjóinn aftur, á síld, oftar en einu sinni. Síðan fyrst til Eimskipa og svo til Ríkisskipa þar sem hann var í mörg ár sem þjónn á Esju. Leifur lærði til þjóns og náði góðum árangri í því fagi, starfaði lengi innan þjónafélagsins og kenndi ungþjónum. Leifur vann í fagi sínu öll þau ár sem hann hafði heilsu til, fyrst mörg ár í Nausti, svo Hótel Borg og að síð- ustu í Þórskaffi. Hann var oft fenginn til að sjá um veislur og þótti standa sig sérlega vel á því sviði. Hann hafði mikinn áhuga á veiðiskap og fór oft í ýmsar ár og vötn, og ekki má gleyma áhuga hans á fótbolta og fylgdist hann vel með honum og sérstaklega nieð Val hér heima og Newcastle í Englandi sem var í uppáhaldi. Leifur var glæsimenni á velli, grannur og spengilegur á yngri árum, en þykknaði með árun- um. Leifur var lokaður persónu- leiki, stundum jafnvel feiminn, en honum tókst að yfirstíga þessa feimni á sinn hátt. Sumum fannst hann stundum hvumpinn en innan rammans bjó góður drengur og oft var gott að leita til hans ef svo bar til og á meðan hann hafði getu til, brást hann ávallt vel við. Sambýlis- kona Leifs var Esther Valdimars- dóttir og áttu þau tvö börn, Char- lottu og Sigurð. Leifur giftist Krist- björgu Jónsdóttur og áttu þau eina dóttur, Maríu Rós (skildu). Sambýl- iskona Leifs og félagi til margra ára var Unnur Brynjólfsdóttir, hún lést 1981. Leifur varð fyrir miklu áfalli við vinnu sína 1978, sem leiddi til lömunar og batt hann við hjólastól til æviloka. Við þökkum starfsfólki í Hátúni 12 fyrir góða ir einhveijar „gloríur“, þetta hefur hann nú frá honum Erling. Og þegar þau fluttust til Reykja- víkur, er Erling var um fermingu, sögðu einhveijar góður konur í Súðavík, sem nóg fannst um uppá- tæki hans: Hann Erling verður nú áreiðanlega glæpamaður í Reykja- vík. Ekki rættist sú spá. Erling var ákaflega prúður, heiðarlegur og skilvís og engum til ama, hvorki í orði né verki. Hann var glæsilegur maður í sjón, norrænn, stór, ljós yfirlitum og bláeygur. Hann vann lengst af á þungavinnuvélum. Síð- ast hjá Steypustöðinni hf. Hann átti sér litla notalega íbúð, þar sem honum leið vel. Hann hafði innrétt- að þessa íbúð sjálfur að áeggjan pabba síns og við Einar Róbert leigðum hana okkar fyrstu hjú- skaparár. Þegar við byggðum hús- ið okkar var Erling alltaf boðinn og búinn til að hjálpa. Margit móðir hans lést sumarið 1993, nærri níræð að aldri. Ekki var langt á milli þeirra mæðgina. Það er alltaf sárt að sjá á bak vinum og vandamönnum, en svona er líf- ið. Ég þakka Erling samfylgdina. Hugans elding klettinn klýfur. Kyndir ljós við horfins þak. Yfir hvelfing auðri svífur einsog fjarlægt svanakvak. Draumsjðn skýr minn huga hrífur húsmins slæður sundur rífur. Liðnum tíma ég lít á bak. (Einar Benediktsson) Margrét Guðmundsdóttir. í dag kveðjum við elskulegan föðurbróður og frænda, Erling Val Ámason eða Ella frænda eins og við kölluðum hann alltaf. Elli frændi ferðaðist mikið allt sitt líf og dvaldist löngum erlendis, sérstaklega á sínum yngri árum. Hann eignaðist ákaflega góða vin- konu í Ástralíu, Isabel, og heim- sótti hana næstum því á hveiju ári síðustu 17 árin. Fyrstu minn- ingarnar sem við systurnar eigum um Ella frænda er þegar hann kom úr löngu ferðalagi frá Ástralíu með buddur úr kengúruskinni og gaf okkur. Elli frændi var mjög barn- aðhlynningu bróður okkar. Megi honum farnast vel á þeim leiðum sem hann nú gengur til hins eilífa ljóss. Blessuð sé minning hans. Við vottum afkomendum hans okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja þá í sorg þeirra. Ragnar og Sverrir. í dag er kvaddur hinstu kveðju Leifur Jónsson framleiðslumaður eftir langvinn veikindi. Leifur lauk sveinsprófi í fram- leiðslu 1962 og sama ár gerðist hann félagsmaður í Félagi fram- reiðslumanna og starfaði heill og óskiptur að málefnum félagsins meðan heilsa og kraftar leyfðu, hann gegndi margvíslegum trúnað- arstörfum fyrir sitt stéttarfélag og var ávallt reiðubúinn til starfa ef þess var óskað. Störf sín á vegum félagsins vann hann af samviskusemi og vildi hag félagsins sem mestan. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á hinum ýmsu málum og gaf sig 'ekki ef hann taldi að á rétt félags- manna væri gengið. Þrátt fyrir sjúkleika sinn fylgdist hann vel með hvernig félaginu vegnaði í hinum ýmsu málum, þannig að áhugi hans var stöðugt fyrir hendi. Leifur var mjög fær í starfi fram- leiðslumanns, lét sér mjög annt um starf sitt og sinnti því af alúð. Nú þegar félagi okkar er horfinn af sjónarsviðinu kemur upp í hug- ann eftirsjá að heilsteyptum félaga og vini. Leifs Jónssonar verður lengi minnst sem ötuls og góðs fagmanns sem og félagsmanna. Aðstandendum öllum eru hér með sendar innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Félags framreiðslumanna, Haraldur Tómasson. + Gísli Ólafsson fæddist á Eyri í Svínadal 14. september 1911. Hann lést á Drop- laugarstöðum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Gísla- dóttir og Ólafur Ól- afsson. Hann átti átta systkini. Sex eru látin: Ólafur, Jónmundur, Sig- urður, Guðlaug, Guðrún og Jónína. Lifandi eru Þórunn og Helga. Fyrri eiginkona Gísla hét Guðrún Þórðardóttir frá Eilífsdal í Kjós. Hún lést 1976. Síðari og eftirlifandi eig- inkona hans er Magnea Jó- hanna Ingvarsdóttir. Útför Gísla fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. OKKUR systurnar langar með fá- einum orðum að þakka Gísla, seinni manni móður okkar, fyrir alla vin- áttúna og umhyggjuna sem hann sýndi mömmu okkar, okkur og barnabörnum hennar en sjálfur átti hann engin börn. Þau höfðu þekkst alla tíð, en þegar bæði höfðu misst maka sína rugluðu þau sam- an reitum sínum og giftu sig, bæði á sínum efri árum. Eins og vinnufé- lagar Gísla sögðu, þá steig hann eitt sitt mesta gæfuspor þegar hann hóf aftur búskap og þá með móður okkar. Að sögn kunnugra var Gísli afbragðsgóður starfs- kraftur hjá Sláturfélagi Suðurlands enda vann hann þar í ein 38 ár. Hlédrægur og feiminn var hann út á við, en í vinahópi var hann alsæll og lumaði oft á góðum bröndurum eða gátum. Sumarbú- staðurinn „Birkihlíð" í Borgarfirð- inum var hans sælureitur og fann hann þar frið og ró enda var ein- staklega vel tekið þar á móti gest- um. Gísli og mamma fóru saman til útlanda og fóru þau fyrst til Niagarafossanna í Bandaríkjunum. Þar heimsóttu þau mágkonu mömmu og fréttirnar sem komu af þeim voru á þá leið að þau væru sem ný- trúlofaðir unglingar. Gísli hélt í höndina á mömmu og gætti hennar í hvívetna. Síð- ar fóru þau í aðra ferð og ferðuðust þá um Norðurlöndin. En þeim fannst alltaf best við hveija ferð að koma heim aftur í vinalega húsið í Efsta- sundi 45. Þar nostruðu þau sitt í hvoru horninu, hann í garðinum og að dytta að húsinu en hún að sauma eða pijóna. Á góðum stundum tók Gísli jafnvel upp á því að spila á harmonikuna. Árið 1985 hætti Gísli að vinna úti og fóru þau þá bæði að pijóna lopapeysur, hann pijónaði stroff og sléttar umferðir en hún mynstrið og var þá allt unnið saman og allt- af hjálpast að. En elli kerling sótti að og seldu þau húsið og fluttust í þjónystu- íbúðir aldraða á Dalbraut 23. Þar var allt til staðar, þjónusta frá ein- staklega góðu starfsfólki og sam- ferðafólki. Undu þau sér þar mjög vel að öllu leyti. En fyrir um þrem- ur árum veiktist Gísli alvarlega og dvaldist hann því á Droplaugar- stöðum við góða umönnun starfs- fólks þar til æviloka. Blessuð sé minning hans. Katrín og Inga Jóna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. góður og reyndist okkur systrum ákaflega góður og hjálplegur alla tíð, einnig börnum okkar. Elli frændi var afar prúður og hæglátur maður og það fór ekki mikið fyrir honum. Hann undi sér vel með fjölskyldunni, sérstaklega yngstu fjölskyldumeðlimunum, en okkur systrunum fannst synd að hann skyldi aldrei hafa eignast sín eigin börn. Elsku Elli frændi, við þökkum þér fyrir samveruna, fyrir allar góðu og ljúfu stundirnar og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Blessuð sé minning þín. Ingunn, Margit og Valgerður Einarsdætur. Erling, ég þakka þér fyrir allt sem'þú gerðir fyrir mig. Ég hef aldrei átt neinn afa svo ég leit allt- af á þig sem afa minn. Bestu þakkir. Sorg Það er alltaf sárt að kveðja ástvini sem þá gleðja dauðasvefn er óumflýjanlegur dauði er bara venjulegur. Allir fara einhvemtíma upp til himna ella til heljar um annað er ekki að velja. Ungir gamlir mismunandi deyja. í himnaríki líður öllum vel. Róbert Örn Einarsson. Mig langar að minnast vinar míns Erlings Vals Ámasonar með örfáum orðum. Ég kynntist Erling eða Ella frænda eins og -hann var alltaf kallaður á mínu heimili, þegar ég tengdist fjölskyldunni fyrir rúmum áratug. Érling var hæglátur og dulur maður sem bar tilfinningar sínar ekki á torg. Hann tók veik- indum sínum með æðruleysi og hugrekki og var viss um að hafa betur, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Erling var stór maður og gjörvilegur og því er erfitt að skilja hvernig maður eins og hann skuli falla frá í blóma lífsins. Erl- ing ferðaðist víða um ævina, var sannkallaður ævintýramaður. Erl- ing starfaði við hin ýmsu störf erlendis á sínum yngri árum. Nán- ast á hveijum vetri hin seinni ár ferðaðist Erling yfir hnöttinn þver- an og endilangan, alla leið til Ástr- alíu til að heimsækja vinkonu sína Isabel sem hann hafði kynnst fyrir mörgum árum, en í starfi hans hjá Steypustöðinni hf. var hann ekki eins bundinn í starfi yfir vetrar- mánuðina og yfir sumartímann. Það lýsir Érling kannski best að þegar sjúkdómurinn uppgötvað- ist fór hann til starfa aftur hjá Steypustöðinni aðeins tveimur mánuðum eftir uppskurðinn. Erl- ing ákvað einnig að fara_ í sína árlegu heimsókn suður til Ástralíu rétt fyrir síðustu jól en sú ferð var honum erfið. Erling var mikið veik- ur í Ástralíu og kom heim í fylgd með vini sínum Isabel í lok janúar. Þá var ljóst hvert stefndi. Alltaf var spenningur hjá drengjunum mínum þegar Elli frændi kom í heimsókn og verður hans sárt saknað. Jæja, Elli minn, núna er komið að leiðarlokum um sinn, ég vil þakka þér fyrir ánægjuleg og minnisstæð kynni sem stóðu allt of stutt, Guð blessi þig og varð- veiti kæri vinur. Ég vil votta bræðrum hans, Isa- bel og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þorsteinn Auðunn Pétursson. GISLIOLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.