Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Bróðir minn, SNORRI S. WELDING, lést 26. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Friðrik S. Welding. t Móðir okkar, AUDREY E. GISLASON, andaðist á heimili sínu, 29 Abbey Road, aðfaranótt 4. mars. Útförin fer fram frá Oxford mánudaginn 13. mars. Edvarð og Gísli Bjarnasynir. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT VIGGÓ JÓNSSON, Sólvangi, áður Vesturbraut 7, andaðist 4. mars. Jarðsett verðurfrá Víðistaðakirkju mánudaginn 13. mars kl. 13.30. Ragnheiður Benediktsdóttir, Högni Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BRYNJÓLFSSON, Vifilsgötu 22, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 8. mars sl. jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur H. Magnússon, Guðbjörg Richter, Hrafn Magnússon, Kristín Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, KARL FERDINANDSSON, Heiðarvegi 7, Reyðarfirði, verður jarðéunginn frá Reyðarfjarðar- kirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Guðný Sigurðardóttir, Jóhanna Karlsdóttir. t Eiginmaður minn og stjúpi, GI'SLI ÓLAFSSON frá Eyri i Svínadal, síðast til heimilis á Droplaugarstöðum, andaðist 3. mars. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstu- daginn 10. mars kl. 15.00. Magnea J. Ingvarsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Inga Jóna Sigurðardóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, REBEKKA FRIÐBJARNARDÓTTIR, Aðalgötu 5, Keffavik, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Sigurður Jónsson, Ragnar F. Jónsson, Maria Einarsdóttir, Guðný Jónsdóttir Thordersen, Ólafur Á. Jónsson, Emma Hanna Einarsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Árni Júlíusson, Erna Jónsdóttir, Kristján Valtýsson, Gunnar Jónsson, Þórey Eyþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ^ ....................................-.....-.-............... KLARA SIG URBJÖRNSDÓTTIR + Klara Sigurbjörnsdóttir var fædd 21. september 1910 í Vopnafirði. Hún andaðist 25. febrúar sl. á dvalarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði. Foreldr- ar Klöru voru Þórunn Karitas Ólafsdóttir frá Teig, Vopna- firði, og Sigurbjörn Stefánsson, Egilsstöðum, Vopnafirði. Þau hjónin eignuðust alls 13 börn og var Klara þriðja elsta barnið í átta systkina hópi er komst á legg. Eftirlifandi systkini Klöru eru: Ólafur Björgvin Sigur- björsson, búsettur á Vopna- firði, Friðrik Vigfús, einnig á Vopnafirði, Stefanía, búsett í Reykjavík, og Ólöf Vilhelmína, búsett í Kópavogi. Börn Klöru eru: Þórunn Sigurbjömsdóttir, en hún Iést árið 1972, eftirlif- andi maki er Hilmar Pálsson, búsettur í Ólafsvík; Sigurður Hólm, búsettur í Kópavogi, maki Sólveig María; Guðjón Sigurðsson, búsettur á Ólafs- firði, maki Árdís Pálsdóttir, og Dagbjört Haraldsdóttir, Skjald- þingstöðum, Vopnafirði, maki Pétur Ingólfsson. Útför Klöru Sigurbjömsdótt- ur fór fram frá Vopnafjarðar- kirkju miðvikudaginn 8. mars sl. MIG LANGAR hér í fáum orðum að minnast góðrar vinkonu minnar, Klöru Sigurbjörnsdóttur. Ég kynntist Klöru er við hjónin fluttumst til Vopnaijarðar til að hefja okkar búskap en kona mín, Súsanna, er dótturdóttir Klöru, dóttir Þórunnar, sem lést um aldur fram frá stórri fjölskyldu. Við höfðum nýlokið að innrétta bílskúrinn hjá Gauju og Mugg og vorum varla flutt inn þegar Klara kom í heimsókn til okkar. Ekki leist henni vel á undirritaðan, þótti hann helst til dökkur á brún og brá. Ekki var til bóta að hann hafði siglt víða um heiminn. Þeir sem til þekkja vita að Klara hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Sjálf fór hún nær aldrei frá Vopnafírði. Klara var daglegur gestur á heimili okkar og óx vinskapur okk- ar upp frá þessu með hverjum deg- inum er leið. Klara bjó ein út af fyrir sig og er mér mjög minnisstætt þegar lítil mús laumaðist inn í húsið til Klöru. Músina varð að fanga og beittum við músagildru og ýmsum ráðum til að fanga mýslu en ekki mátti fréttast af þessum óboðna gesti. Slíkt bæri vott um sóðaskap sem aldrei verður sagt um Klöru. Klara safnaði • ýmsum munum sem henni þóttu fallegir. Voru ýms- ir að gauka að henni fallegum bolla eða diski og mat Klara slíkt mjög mikils. Þegar Klara fluttist á dvalar- heimilið Sundabúð á Vopnafirði fannst henni það mikið tilstand að hafa þetta safn sitt allt með sér. Ekki minnkaði tilstand þetta að hennar mati þegar ég og tengda- sonur hennar, Pétur bóndi á Skjald- þingstöðum, tókum okkur til og smíðuðum heljarmikla hillusam- stæðu undir þessa muni sem hún hafði viðað að sér í gegnum tíðina. Klara var allsendis óvön slíku til- standi í kringum sig. Klöru leið vel á Sundabúðum. Þar hafði hún gott útsýni heim til dóttur sinnar Dagbjartar á Skjald- þingstöðum. Þangað komu líka börnin Hilmar og Kristín, sem minnast langömmu sinnar með söknuði. Alltaf átti hún malt og súkkulaði handa þeím þegar við komum í heimsókn til hennar. Þar átti undirritaður ætíð vísa könnu til að drekka úr, sem enginn annar mátti snerta. Síðasta árið sem við heimsóttum Klöru leyndi það sér ekki að hún var farin að missa sjón. Við vorum stödd á heimili dóttur hennar þegar hún varð fyrir því áfalli að fá heilablóðfall. Erfitt var að sjá þessa þróttmiklu konu leggj- ast í rúmið. Vertu sæl, tengdaamma. Góður Guð geymi góða minningu þína. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum Klöru samúð okkar. Sigurður Arnfjörð Guðmundsson. ----» » ♦--- JÓN HARÐAR- SON + Jón Harðarson fæddist á Hólmavík 1. október 1963 og ólst upp í Kópavogi. Hann lést af slysförum 19. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 28. febrúar. „ANNAR beit og hinn reif í hárið.“ Þessum orðum hvíslaði móðir mín að mér er við höfðum fylgt Jóni frænda, eða nafna eins og við köll- uðum hvor annan, til grafar 28. febrúar sl. Ég beit en nafni reif í hárið og svo grenjuðum við báðir. Það má kannski segja að máltækið „frændur eru frændum verstir" hafi átt við um samskipti okkar fyrstu árin. En við þroskuðumst báðir og ég hætti að bíta og nafni að rífa í hárið. Það voru góðar stundir sem við áttum saman þegar við vorum hjá ömmu og afa á Broddanesi. Það var ekki svo sjald- an sem við bjuggum til báta úr trékubbum og drógum svo á eftir okkur á Traðarnesvíkinni, eða gengum rekann frá fjárgirðingunni inni í miðjum Kollafirði og út á Broddanes. í einni slíkri ferð fann nafni flöskuskeyti. Það var mjög óskýrt, hafði verið skrifað með tús- spenna, en nafni minn gafst ekki upp fyrr en hann var búinn að finna út hvaðan skeytið var sent og hver sendandinn var. Þannig var Jón, alltaf áhugasamur um að kynnast nýju fólki. Hann ferðaðist mikið, bæði innanlands og utan og kynnt- ist jafnan mörgu góðu fólki á þess- um ferðum. Á unglingsárum skildu leiðir okkar, áhugamál okkar voru óskyld á þeim tíma. En fyrir ca 10 árum fóru leiðir okkar að liggja saman á ný, ef svo mætti segja. Við fundum að við áttum stórt sam- eiginlegt áhugamál, nefnilega ferðaíög á jeppum. Jón var mjög jákvæð persóna. Þvílík vítamínsprauta sem það gat verið að fá hann í heimsókn. Hann hafði einstaka hæfileika til þess að benda á það sem betur mætti fara á jákvæðan hátt. Þannig hafði hann drífandi áhrif á mig í því sem ég var að gera. ÖIl höfum við sem þekktum Jón Harðarson misst mik- ið, en eitt eigum við þó öll sameigin- legt, skyldfólk, vinir og kunningjar. Það eru minningarnar. Minningar um góðan dreng, tillitssaman, var- káran og traustan. Það er okkur öllum mikils virði. Guð veiti ykkur styrk, Ragna, Hörður, Hrönn, Haukur og Harpa. Vertu sæll, nafni minn. Jón Borgar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN BJARNASON fyrrv. fangavörður, Heiðdalshúsi við Hraunstíg, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Guðbjörg Eiriksdóttir, Eirikur Sigurjónsson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Steindór Steindórsson, Bjarni Sigurjónsson, Antonia S. Sveinsdóttir, Elín M. Sigurjónsdóttir, Birgir Sveinbjörnsson, Erla S. Sigurjónsdóttir, Loftur Kristinsson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sveinn E. Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJARTS BERGMANNS FRANSSONAR, Sundlaugavegi 20. Guðrún Dagbjört Frímannsdóttir, Frans Bergmann Guðbjartsson, Davi'ð Bergmann Guðbjartsson, María Bergmann Guðbjartsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU EINARSDÓTTUR, Stórulaugum. Jónas Stefánsson, Valgeir Jónasson, Ragnheiður Waage, Hallfriður Jónasdóttir, Björn H. Hólmgeirsson, Jakob K. Jónasson, Jóna L. Pétursdóttir, Aðalgeir M. Jónasson, Einar G. Jónasson, Sigríður K. Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.