Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GÓÐUR ÁRANGUR SEMENTSVERK- SMIÐJUNNAR STÓRBÆTT afkoma Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi er fagnaðarefni. Fyrirtækið náði að skila hagnaði upp á liðlega 36 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 111 millj- óna króna taprekstur á árinu 1993. Þetta er ekki lítill árangur, þegar litið er til þess að samanlagður taprekstur áranna 1992 og 1993 nam 261 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi fyrirtækisins á liðnu ári reyndist vera tæpar 54 milljónir króna. Batnandi afkoma fyrirtækja er ávallt ánægjuefni, því slíkur bati hefur jákvæð keðjuverkandi áhrif út í þjóðfélagið. Ekki er það síður ánægjulegt, þegar fyrirtæki sem alfarið er í eigu ríkis- ins, nær að breyta rekstri sínum til betri vegar, eins og Sements- verksmiðjunni tókst á liðnu ári, á sama tíma og umtalsverður samdráttur varð í sementsframleiðslu og sölu fyrirtækisins. Frosti Bergsson, fráfarandi stjórnarformaður fyrirtækisins, kom fyrst að fyrirtækinu 1993, þegar ákveðið hafði verið að breyta Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélag. Fyrsta starfsár fyrirtækisins í nýju félagsformi, sýnir svo ekki verður um villst, að það var rétt ákvörðun stjórnvalda, að ráðast í þessa breytingu. Frosti Bergsson þakkar þann bætta árangur í rekstri, sem náðist á liðnu ári einkum þrennu: Starfsmönnum var fækkað úr 130 í 90, greidd voru upp óhagstæð lán og fyrirtækið losaði sig við kostnaðarsama rannsóknarstarfsemi dótturfyrirtækis. Til viðbótar er ástæða til að benda á hversu mikilvægt það er fyrir ríkisfyrirtæki að fá til liðs við sig stjórnendur úr einkageir- anum, sem hafa náð markverðum árangri við stjórn einkafyrir- tækja, eins og Frosti Bergsson hefur gert. Slíkir menn koma með ný viðhorf inn í rekstur ríkisfyrirtækja og eiga ríkan þátt í að breyta þeim. Þess vegna ættu stjórnvöld að leita í auknum mæli eftir liðsinni þeirra. Sementsverksmiðjan hf. er að öllu leyti í eigu ríkisins. Engin ástæða er fyrir ríkið að standa í rekstri eins og framleiðslu og sölu sements. Því skal hér tekið undir þau orð Frosta Bergsson- ar, að næsta skref ríkisins ætti að vera að selja hlutabréfin í Sementsverksmiðjunni í áföngum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja er enn of skammt á veg komin. Þótt breyting Sementsverksmiðjunnar í hlutafélag, hafi verið bæði tímabær og rétt, var það aðeins spor í átt til einkavæðingar í ríkisrekstri. Nú ber að stíga skrefið til fulls. HÆTTULEGUR LEIKUR EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) sendi íslenskum stjórn- völdum formlega tilkynningu í síðasta mánuði þar sem hún lýsir því yfir, að fyrirkomulag áfengisinnflutnings á íslandi brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins. Var íslenskum stjórn- völdum veittur sex vikna frestur til að breyta löggjöf sinni. Ella verður málið sent áfram til EFTA-dómstólsins. Þar með yrði ísland fyrsta landið sem kært verður af ESA til dómstólsins fyrir brot á EES-samningnum. Heinz Zourek, eftirlitsfulltrúi ESA, benti á það í Morgunblaðinu sl. laugardag að ef íslendingar hlíta ekki niðurstöðum dómstólsins gæti sam- eiginlega EES-nefndin ákveðið að taka upp refsiaðgerðir gegn íslendingum. „Ég vona að til þess komi þó ekki. Úrskurðurinn á að nægja. Það vill ekkert aðildarríki fá á sig þann stimpil að það standi ekki við skuldbindingar sínar. Málið snýst um trúverð- ugleika ríkja,“ sagði Zourek. í raun er óskiljanlegt hvers vegna ekki hefur verið komið til móts við sjónarmið ESA fyrir löngu. Vissulega getur það verið eðlileg leið að láta dómstóla kveða upp úrskurði þegar deilumál um framkvæmd alþjóðasamninga koma upp. Því er hins vegar ekki að skipta í þessu máli. Dómstóllinn hefur þegar látið í ljós ráðgefandi álit varðandi fyrirkomulag mála í Finnlandi og komst að þeirri niðurstöðu að reglur þar í landi stæðust ekki ákvæði EES. Stjórnvöld í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hafa annað hvort þegar breytt innflutningsreglum sínum eða heitið því að koma þeim í betra horf. Islendingar eru ásamt Norðmönnum það ríki er mest á undir því að EES-samningurinn sé virtur. Samningurinn tryggir okk- ur óheftan aðgang að Evrópumarkaði og kveður á um almennar reglur varðandi viðskiptahætti. Þessar reglur eru aftur á móti gagnkvæmar. Það gengur ekki að íslendingar krefjist þess að þeirra framleiðsla, s.s. sjávarafurðir, njóti sömu réttinda á Evr- ópumarkaði og framleiðsla ESB-ríkjanna en þrjóskist síðan við að taka upp sanngjarnar reglur á heimavelli. Þótt núverandi einkasala á áfengi sé umdeilanleg felst ekki í kröfum ESA að hún verði afnumin. Stofnunin fer einungis fram á að teknir verði upp eðlilegir viðskiptahættir þannig að framleiðendum sé ekki mismunað. Varla á það að vefjast fyrir íslendingum. UAJaVUJOflOM MORGUNBLAÐIÐ Indriði Pálsson, stjómarformaður Eimskips, á aðalfundi félagsins Morgunblaðið/Kristinn STJÓRNARMENN Eimskips voru allir endurkjörnir á aðalfundi félagsins í gær. Á myndinni eru f.v. Baldur Guðlaugsson, Jón Ingvarsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Garðar Halldórsson, Bragi Kr. Guðmundsson, fundarritari, Matthías Á. Mathiesen, fundarstjóri, Indriði Pálsson, Hörður Sigurgestsson, forsljóri, Jón H. Bergs, Benedikt Sveinsson og Kristinn Björnsson. Erlend samkeppni að aukast í flutningum Forráðamenn Eimskips segja góða afkomu félagsins í fyrra að þakka hagstæðu efnahags- legu umhverfí en ekki síður góðum árangri í starfsemi erlendis, góðri nýtingu flutninga- kerfísins og hagræðingarstarfí sem unnið hefur verið að á undanfömum ámm. HLUTHAFAR Eimskips fjölmenntu á aðalfundinn í gær. INDRIÐI Pálsson, stjórnarfor- maður Eímskips, segir erlenda samkeppni hafa aukist á sviði flutninga. Hann bendir á að aðalkeppinautur félagsins í Evrópu- siglingum, sem í upphafi síðasta árs var að mestu í eigu dótturfyrirtækis Landsbankans, sé nú að þriðjungi í eigu þýsks fyrirtækis. í Ameríkusigl- ingum sé annar keppinauta félagsins bandarískt fyrirtæki sem hafi m.a. keppt við Eimskip um flutninga fyrir Varnarliðið hér á landi. Þetta kom fram á aðalfundi Eimskips sem hald- inn var í gær. Þar lýsti Indriði því einnig yfír að það væri sjónarmið stjómar Eimskipafélagsins að sam- keppni þyrfti að ríkja á flutninga- markaðnum og gilti þá einu hvort um innlenda eða erlenda aðila væri að ræða.“ „Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að íslensk fyrirtæki, Eim- skipafélagið jafnt sem önnur fyrir- tæki, búi sig vel undir harðnandi samkeppni í framtíðinni, meðal ann- ars við erlenda aðila. Ég hygg að það sé ekki síður mikilvægt í dag en fyrr á þessari öld að flutningaþjón- usta til og frá landinu og innanlands sé sem mest í höndum íslendinga sjálfra. Þá ráðum við sjálfír þróun samgöngumála okkar við umheiminn og látum ekki sérhagsmuni einstakra þjóða eða erlendra fyrirtækja ráða ferðinni. Lögð verður áhersla á að halda sterkri samkeppnisstöðu Eimskipa- félagsins á flutningamarkaðinum. Það kann að verða erfitt og kosta átök. Þekking og reynsla starfs- manna félagsins, sterk fjárhags- staða, hagkvæmt flutningakerfi og ánægðir viðskiptamenn eru veiga- miklir þættir í þeirri sam- keppni." Arðsemi eigin fjár 12% í fyrra Um fjárhagsstöðu Eim- skipafélagsins sagði Indriði að hún væri góð þar sem eiginfjárstaðan væri 48% og eigið fé félagsins 5.161 milljón króna. Arðsemi eigin fjár eft- ir skatta hefði verið 12% á síðasta ári og arðsemi eiginfjár að meðaltali 8% ef litið væri til síðustu fimm ára. „Vel viðunandi rekstrarniðurstaða Eimskipafélagsins árið 1994 skýrist meðal annars af hagstæðu efnahags- legu umhverfi sem einkenndist af lít- illi verðbólgu, stöðugleika og friði á vinnumarkaði. En það er ekki nægi- legt að hin efnahagslega umgjörð sé hagstæð. Árangur félagsins hefði ekki orðið jafn góður og raun ber vitni hefði ekki komið til góð afkoma af starfsemi erlendis, góð nýting flutningakerfisins og árangur af því hagræðingarstarfí sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Frá árinu 1991 hefur kostnaður Eimskips við hvert flutt tonn í sjóflutningum lækkað um 14% þar af um 4% á árinu 1994.“ Þá kom fram að fjár- festingar félagsins á árinu námu samtals 1.393 millj- ónum sem er umtalsvert meira en verið hefur und- anfarin ár. Þar munar mest um kaup á Bakkafossi en kaup- verð skipsins nam 532 milljónum. Einnig fjárfesti félagið í gámum og öðrum tækjabúnaði fyrir 677 milljón- ir og í fasteignum og lóðafram- kvæmdum í Sundahöfn fyrir 128 milljónir. Ein stærsta framkvæmd félagsins í Sundahöfn á yfirstandandi ári er bygging þjónustumiðstöðvar frysti- vöru sem mun rúma um 2-3 þúsund tonn af frystum fiski. Þá verður allur skrifstofurekstur á Sundahafnar- svæðinu og afgreiðsla fyrir viðskipta- menn sameinuð í húsnæði Eimskips við Korngarða á þessu ári. Markmið að starfsemi erlendis verði 18-20% af veltu Bæði stjómarformaður og forstjóri Eimskips lögðu þunga áherslu á mik- ilvægi starfsemi félagsins erlendis en félagið rekur nú skrifstofur á 14 stöðum erlendis. Nam heildarveltan af þeirri starfsemi og flutninga milli erlendra hafna 1.534 milljónum sem er um 16% af veltu félagsins. Aukn- ingin er um 22% milli ára eða tvöfalt meiri en veltu- aukning félagsins. „Á næstu misserum verður áfram unnið að eflingu á starfsemi félagsins erlendis enda er þess að vænta að rekstur félagsins erlendis muni á næstu árum verða sífellt mikilvægari og verður þar fjárfest í nýjum verk- efnum. Þessi rekstur mun vaxa hrað- ar en starfsemi félagsins hér heima og markmiðið er að reksturinn er- lendis sem var 16% af veltu á síð- asta ári, verði um 18-20% af veltu á næstu þremur árum.“ Eignarhaldsfélagið Burðarás hf. er stærsta dótturfélag Eimskips en þetta fyrirtæki hefur það hlutverk að fjárfesta í öðrum rekstri. Eignar- hluti Burðaráss í öðrum félögum nam í árslok 1.637 milljónum sem er um 15% af heildareignum Eimskips. Þar af eru 1.555 milljónir eða um 95% eignarhlutans í félögum á hlutabréfa- markaði. Markaðsverð þeirra bréfa er áætlað 2.018 milljónir sem er um 30% hærra en bókfært verð. Hækk- aði markaðsverðið um 405 milljónir á sl. ári eða um 25%. Fram kom í máli Indriða að áætl- anir gera ráð fyrir að afkoman á þessu ári verði svipuð og á árinu 1994. Þá er ekki gert ráð fyrir aukinni veltu vegna flutningastarfsemi hér á landi en að nokkur aukning verði á tekjum vegna starfsemi erlendis. Rekstrartekjur jukust um 11% Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, gerði í ræðu sinni grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir sl. ár. Rekstrartekjur félagsins á sl. ári námu alls um 9.558 milljónum í fyrra og jukust um 11% milli ára. Þessa auknu veltu má rekja til aukinna flutninga með áætlunarskipum fé- lagsins, einkum útflutnings. Á síð- asta ári flutti félagið 324 þúsund tonn með áætlunarskipum sínum samanborið við 240 þúsund tonn árið 1990. Rekstrargjöld Eimskips og dótturfélaga námu alls 8.573 milljón- um samanborið við 7.941 milljón árið 1993. Rekstrarhagnaður án fjár- munatekna og fjármagnsgjalda varð alls 985 milljónir. Hagnaður fyrir skatta varð alls 890 milljónir á árinu samanborið við 527 milljónir árið áður. Lokaniðurstaðan varð síðan 557 milljóna hagnaður sem svarar til um 5,8% af rekstrartekjum. Heildareignir Eimskips voru í árs- lok bókfærðar á 10.813 milljónir sem er um einum milljarði hærri fjárhæð en árið áður. Heildarskuldir námu alls 5.652 milljónum og eigið fé var því 5.161 milljón. Eiginfjárhlutfall var 47,7% eða lítillega hærra en árið áður. Öll stjórnin endurkjörin Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa og gefa út jöfnunarhlutabréf þannig að hlut- afé félagsins verði hækkað um 20%. Kosið var um öll stjórnarsætin í félaginu níu að tölu. Stjómin var öll endurkjörin en hana skipa þeir Indr- iði Pálsson, Garðar Halldórsson, Jón Ingvarsson, Benedikt Sveinsson, Gunnar Ragnars, Hjalti Geir Krist- jánsson, Kristinn Bjömsson, Jón H. Bergs og Baldur Guðlaugsson. Verðum að mæta aukinni samkeppni Starfsemi er- lendis sífellt mikilvægari FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 27 Hasíp Kaplan, tyrkneskur lögmaður Sophiu Hansen Væntir loka- niðurstöðu innan sex mánaða Hasíp Kaplan er á íslandi til að afla staðfest- ingar á íslenskum málsskjölum, sem lögð verða fyrir dóm í Tyrklandi í næstu viku. Anna G. Olafsdóttir ræddi við Kaplan um gang forræðismáls Sophiu Hansen og Halíms Al, fyrrverandi eiginmanns hennar. AU fímm ár þegar ég hafði tækifæri til að hitta stúlk- umar tók ég eftir því að ekkert gat fengið þær til að gleyma því að þær áttu móður með rautt hár og græn augu, þekktu götu sem heitir Túngata og borg sem heitir Reykjavík,“ sagði Hasíp Ka- plan, lögmaður Sophiu Hansen, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann er fullviss um að Sophiu verði dæmt forræði dætra sinna. Hún búi sig undir að taka við stúlkunum, m.a. með því að læra tyrknesku, og geri sér grein fyrir því að mikið starf bíði sín þegar mæðgurnar sameinist að nýju. Kaplan er staddur hér á landi til að afla staðfestinga á fyrir- liggjandi íslenskum málsskjölum. Skjölin verða lögð fyrir dómara í undirrétti 16. mars. Ef allt gengur að óskum fellur að sögn Kaplans lokadómur í málinu í tyrkenskum hæstarétti innan 6 mánaða — Þú sagðist í fyrri heimsókn þinni, 1992, gefa þér eitt ár til að fá niður- stöðu í málið. Hvers vegna gekk sú áætlun ekki upp? „Þú hefur réttilega eftir mér að ég hafí stefnt að því að vinna málið á innan við ári og ef um venjulega forræðisdeildu væri að ræða hefði verið hægt að útkljá hana á 10 mán- uðum. En deilan er erfíðari viðureign- ar. Ekki síst af því íslendingar eru ekki aðilar að gildum alþjóðlegum samningum í Tyrklandi, t.d. Lahey- samningnum.“ — Eitt af því sem staðið hefur Tyrkj- um fyrir þrifum í baráttunni fyrir aðiíd að Evrópusambandinu eru ábendingar um að mannréttindi séu ekki virt sem skyldi í landinu. Sú staðreynd virðist hafa komið í ljós í forræðisdeilunni? „Við eigum vissulega eftir að taka á ýmsu heimafyrir. Þingmenn hafa til dæmis verið handteknir fyrir að tala opinskátt í þinginu. Sophia á ekki í sömu vandræðum. Við höfum að vísu verið óheppin með dómarann í undirrétti, hann hefur ekki sinnt starfí sínu sem skyldi, en tekið hefur ver- ið faglega á málinu í Ank- ara. Því má heldur ekki gleyma að forræðisdeildan er einstæð og um hana hefur verið fjallað í kennslu- stundum í lögfræði. Þegar ég segi einstæð á ég við að íslendingar eru ekki aðilar að gildum alþjóðasamn- ingum í Tyrklandi gagnstætt flestum öðrum vestrænum þjóðum. Staða ís- lendinga í alþjóðlegu umhverfí hefur á sama hátt valdið mér vanda. Lög- skilnaðarleyfí og úrskurður um for- ræði Sophiu eru gefin út af dóms- málaráðuneytinu andstætt því sem gerist og gengur í flestum Evrópu- löndum. Ráðuneyti mega hvorki gefa út skilnaðarpappíra né senda nokk- um í fangelsi svo eitthvað sé nefnt. Ég er því kominn hingað, samkvæmt skipun dómsins, til þess að fá stað- festingu frá yfírvöldum um að svona hafí fyrirkomulagið einfaldlega verið þegar Sophia fékk úrskurðinn. Þegar ég hef fengið gögnin í hendumar verð ég að láta þýða þau og afla staðfestingar sendiráðsins í Ósló því ekkert tyrkneskt sendiráð er hér á íslandi. Ég legg hins vegar áherslu á al- þjóðlegu samningana. ísland er lítið og yndislegt land. Hér ríkir velferð og þið hafíð ekki staðið frammi fyrir svona vanda áður. Þið eigið hins veg- ar eflaust eftir að standa aftur og aftur frammi fyrir álíka vanda. Sop- hia er kannski sú fyrsta en örugglega ekki sú síðasta til að lenda í þessu. Því er nauðsynlegt að gera eitthvað í málinu. Núverandi ástand hefur þau áhrif að mín vinna tekur lengri og lengri tíma og þjáning Sophiu verður meiri og meiri." — Af hverju var ekki gerð athuga- semd við ísiensku gögnin fyrr? „Meðal líkur á jákvæðri niðurstöðu frá hæstaréttinum í Ankara em um 25%. Við höfum tvisvar farið þangað með málið og í bæði skiptin fengið jákvæða niðurstöðu. Nú síðast benti rétturinn undirrétti á að líta til þjóð- emis bamanna, föðurins og móður- innar. Hvar þau hefðu gifst og skil- ið. Þau bæði giftu sig og skildu utan landsins og því giltu lög þess lands. Dómarinn hefur því ekki áður haft ástæðu til að gera athugasemd við íslensku gögnin. En að hvaða niður- stöðu sem hann kemst 16. mars hef ég ekki ástæðu til að ætla að hæsti- réttur skipti um skoðun heldur dæmi Sophiu í hag.“ — Hvernig stendur á þvi að ekkert virðist vera hægt að gera til að tryggja umgengnisrétt Sophiu og dætra hennar? „Sophiu hefur verið dæmdur um- gengnisréttur og lögreglu- maður í fylgd hennar hefur- brotið upp dyr Halims. Dagbjört var úti á svölum og brast í grát um leið og hún sá móður sína. Síðan kom faðirinn á staðinn og þama varð töluvert uppnám. Eftir uppákomuna vildi Sophia ekki að valdi væri beitt til að ná fram umgengnis- réttinum. Aðferðir af því tagi gera ekki annað en að koma bömunum í uppnám og þau vita hvað býður þeirra heima ef þau fara með móður sinni.“ — Hvað með dómstólaleiðina? „Við höfum reynt að fara hana og þegar hefur verið dæmt í hluta brotanna. En refsingin er léttvæg. Halim var dæmdur til þriggja mán- aðar fangelsisvistar og af því fanga- vistin var svo stutt gat hann valið að greiða frekar sekt. Hann greiddi sem svaraði 10 dollurum og var laus. Er sannfærð- urumað Sophiu verði dæmt forræði Morgunblaðiö/Svemr HASÍP Kaplan býr sig undir að koma fyrir dómara í undirrétti í Tyrklandi í næstu viku. Við getum svo spurt okkur að því að hvaða gagni komi að vista Halim tímabundið í fangelsi. Halim hefur sjálfur sagt að hann sé reiðubúinn til að sitja í fangelsi fyrir bömin sín enda skipti þau hann öllu máli. Ekki líður heldur á löngu þar til hann losn- ar og allt fer í sama farið. Ég hef því ákveðið að einbeita mér að því að leysa sjálft forræðismálið. Stuðla að varanlegri framtíðarlausn og ör- yggi Sophiu og dætra hennar." — Strangtrúaðir múslimar eru ekki eins áberandi og áður. Veita þeir Halim alitaf jafn mikinn stuðning? „Þeir eru enn til staðar og fjalla um deiluna í málgagni sínu Zaman. Ég get nefnt þér sem dæmi um heift þeirra að íslenskur blaðamaður átti fótum fjör að launa þegar hann ætl- aði að fá mynd lánaða á blaðinu." — Hveija hittir þú á ísiandi? „Eins og ég sagði hefur mér verið falið að fá staðfestingu á íslensku gögnunum hér og í Osló. Ég hitti Þröst Ólafsson í utanríkisráðuneytinu í morgun (fímmtudag) og hann hjálp- aði mér mjög mikið. Á morgun fer ég í dómsmálaráðuneytið og vonandi fæst staðfesting á skjölunum í Ósló á mánudaginn. Síðan verða þau lögð fyrir undirréttinn fyrir réttarhöldin á fímmtudag." — Hvemig hefur samstarfið við ís- lendingana annars gengið? „Islendingar hafa verið mjög hjálp- legir og raunar er hið sama að segja um tyrkneska ráðamenn. Eftir að Sophia varð fyrst fyrir árás öfgatrú- aðra múslima hefur hún fengið vemd.“ — Hvernig heldur þú að standi á því að dómarinn í undirrétti dæmir alltaf Halim í hag? „Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög óheppin með dómara í undirrétti. Hann hefur ekki staðið sig vel og getur því ekki átt möguleika á stöðuhækkun innan kerfísins í bráð. Sú staðreynd er hon- um því eins konar refsing. Mér sýn- ist að afstaða hans í upphafí hafi ráðist af því að hann hafi verið hræddur við ofsatrúarmennina. Hann er aðeins maður og tvisvar hafa ofsa- trúarmenn safnast saman fyrir utan dómhúsið til að mótmæla. Þeir hafa sent honum bréf og ógnað honum. Önnur skýring gæti verið að hann hefur ekki mikla reynslu af alþjóðleg- um málum. Ég get nefnt annað dæmi um hræðsluna. Tyrkneski lögfræð- ingurinn, sem var með málið á undari, mér, þorði ekki einu sinni að sælga réttarhöldin. Mér hefur hefur verið ógnað vegna annarra mála og er þvi orðinn flestu vanur.“ — Hlýtur ekki eitthvað að vera að réttarkerfi þegar hægt er að þvinga dómara með þessum hætti? „Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir því að Tyrkir eru stór þjóð. Hér á íslandi væri eflaust ekki hægt að beita svona þrýstingi. En Tyrkir eru 60 milljónir og ofstæ- kistrúarmenn eru stór þrýstihópur í samfélaginu. Ég ætla samt ekki að veija dómarann. Niðurstaða dóm- stólsins ber vott um veiklyndi og illsku og er ekki áfellisdómur yfir réttarkerfinu í landinu." — Hvemig hefur verið að vinna fyrir Sophiu? „Sophia er sterk af því að hún veit fyrir hveiju hún berst. Með styrk sínum og vilja hefur hún unnið hug og samúð fjölmiðlanna í landinu. Þegar dregur til tíðinda er ekki langt að bíða frétta í fjölmiðlum. Almenn- ingur fylgist með og stendur með Sophiu. Samt megum við ekki gleyma hversu erfítt er fyrir erlenda konu að beijast fyrir rétti sínum í landi eins og Tyrklandi. Landið, umhverfið og reglumar em ólíkar íslandi og hún einsömul." — Baráttan hefur nú staðið yfir í tæp fimm ár, kostað mikið fé og erfiði, og systumar eru orðnar unglingar. Getur verið að úr þessu sé ekki verið að gera þeim neinn greiða. Að deilan hafi í raun snú- ist upp í þráhyggju hinna fullorðnu? „Þú spyrð góðrar spurningar því hún snýst um aðalatriði. Mikið hefur verið talað um föðurinn og móðurina og minna um stúlkumar sjálfar. Við megum ekki gleyma því að þær lifa ekki við eðliiegar aðstæður og hjá eðlilegum föður. Engu að síður hafa þær búið lengi í Tyrklandi, hlotið menntun og eignast vini, og nærri því gleymt íslenskunni. Að Sophia fái forræðið þarf því ekki að þýða að þær flytji strax til íslands. Þær eiga sér tvennskonar bakgrunn og heimkynni og verða því sjálfar að velja hvar þær vilja eiga heima, í Tyrklandi, íslandi eða annars staðar. Aðeins eitt er mikilvægt og það er að þær lifi við eðlilegar aðstæður." Hðfum veríð óheppin með dómara í undirrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.