Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 11 FRETTIR Heimilisandi HELGA Þórðardóttir forstöðumaður Fjölskylduheimilisins á Sólvallagötu í stofu heimilisins. meðferð og fjórir sérhæfðir með- ferðaraðilar sem eru með breiðan starfsgrunn, m.a úr fíkniefna- og áfengismeðferð. Þar fyrir utan starfa þrír á næturvöktum en þeir sem dveljast á heimilinu geta á öll- um tímum leitað til starfsmanna. Húsið sjálft er á þremur hæðum, nálægt 350 fermetrar að stærð, en Reykjavíkurborg keypti það árið 1970 og rak þar áður Mæðraheimil- ið. Húsið hefur verið gert upp og breytt að innan. í því eru tvær stór- ar stofur, borðstofa, sameiginlegt eldhús og aðrir íverustaðir eins og á venjulegum heimilum. Hver fjöl- skylda hefur út af fyrir sig her- bergi í húsinu. Helga segir að hluti að meðferð- inni felist í því að takast á við það að halda heimili, matreiða, kaupa inn, gera fjárhagsáætlanir og sinna samhliða því barnauppeldi. „Sumir foreldrar sem hingað leita hafa ekki sjálfir fengið það atlæti í æsku sem þeir hafa þurft og kunna þar af leiðandi ekki ákveðna hluti, til að mynda er hugsanlegt að þeir vanræki börn sín og eigi í erfiðleik- um með að setja þeim mörk,“ segir Helga. Fjórar til fimm fjölskyldur geta verið í húsinu í einu en í sumum tilfellum verða þar einstæðir for- eldrar með börn. Sameiginlegar máltíðir verða á heimilinu og þeir sem þar dveljast skiptast á að vinna húsverkin. Er að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum Helga segir að fjölskylduheimili sé nýtt úrræði. Hún sat í nefnd á vegum Félagsmálastofnunar fyrir fjórum árum sem skoðaði þau úr- ræði sem voru fyrir hendi og hver þörfin hérlendis væri. Niðurstaðan var sú, að sögn Helgu, að hér vant- aði langtíma meðferðarheimili þar sem ekki þyrfti að aðskilja fjölskyld- ur. „í Svíþjóð er verið að byggja upp svipuð heimili og einnig á Italíu og í Danmörku. Hugmyndafræði okkar er að halda fjölskyldunni saman. Við teljum að ef einstaklingur innan hennar á við erfiðleika að stríða hafi það svo mikil áhrif á fjölskyld- una að mikilvægt sé að vinna að lausn þeirra með henni allri.“ Umsóknir um dvöl á heimilinu fara í gegnum hverfaskrifstofur Félagsmálastofnunar. Þeir sem dveljast á fjölskylduheimilinu greiða lágmarksleigu og fyrir fæði en meðferðin er kostuð af Félagsmála- stofnun. „Við gerum ráð fyrir því að þeg- ar fjölskyldurnar fari héðan flytjist þær í húsnæði á eigin vegum, for- eldrar stundi sína vinnu og börnin leikskóla eða grunnskóla. Eftir meðferðina hér eiga fjölskyldurnar ekki að þurfa mikinn stuðning," segir Helga. Framleiðsla í fiskeldi 17,6% aukning áætluð á árinu VERÐMÆTI útfluttra fiskeldisaf- urða hefur aldrei orðið meira en á árinu 1994 eða 850 milljónir króna en flutt voru út 2.329 tonn af laxi og silungi. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði 4.079 tonn af eldis- og hafbeitarfiski til slátrunar sem er 17,6% aukning milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Veiðimála- stofnunar um framleiðslu í íslensku fískeldi fyrir árið 1994. Á innanlandsmarkað fóru u.þ.b. 839 tonn af laxi og silungi að verð- mæti um 265 milljónir króna. Heild- arverðmæti seldra fiskeldisafurða var um 1.150 milljónir króna á árinu. Á skrá hjá Veiðimálastofnun eru 69 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar og hafði þeim fækkað um 6 frá árinu áður. Framleidd voru um 5.418 þús- und gönguseiði. Þar af fóru 3.989 þús. í hafbeit en 1.137 í áframeldi og 292 þús. í fiskrækt. Birgðir af lifandi laxi í áframeldi voru í árslok 1.769 tonn. Fiskeldis- og hafbeitar- stöðvar slátruðu 2.896 tonnum af laxi á árinu. Mesta aukningin varð í framleiðslu á silungsseiðum. Hana má að mestu leyti rekja til þess að fyrirtæki hafa í auknum mæli hafíð eldi á silungi á kostnað lax. Fram- leiðsla í silungseldi hefur aukist mik- ið sl. ár og hefur hún aldrei orðið meiri en á síðasta ári eða um 575 tonn. Mest var slátrað af bleikju eða 388 tonnum, 162 tonnum af regn- bogasilungi og 24 tonnum af urriða. Af silungi voru framleidd 1.329 þús. gönguseiði. Framleiðsla af slátruðum eldisafurðum (í tonnum) Áætlun 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Hafbeit 136 280 345 480 496 308 499 Strand- og landeldi 774 1.739 1.195 1.413 1.621 1.830 1.900 Kvía- og fjareldi 706 977 1.490 712 727 758 760 Regnbogasilungur 150 24 65 73 221 162 440 Bleikja 10 69 217 321 340 388 470 Urriði 37 20 25 5 5 24 10 NOATUN Tilboð fyrir helgina! 499:* 28® •" rgssr 799.- Fyrir fermingarnar: Nýreyktur Nóatúns Svína Hamborgarhryggur 998.-’ Bayonne skinka 795.- 1. flokks Sjóeldislax 399.”- súkkulaðikex 500 gr. 159.- Ungnauta innanlæri UN 1 1.298.- pakkinn Eldhússrúllur 4 stk. 99a" FRUIT COCKTAIL IN LIGHT SVRUP Blandaðir ávextir 1/1 dós 69 Sparís 2 Itr. 299.- TTopikal Nektar og Appelsín 2x1 Itr. 99.- Hvítlauksbrauð gróf og fín pakkinn Jólakaka og Sandkaka 129.!“ Samlokubrauð ,M 99y NlOÁ T UN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓR - S. 552 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900. Samtals 1.813 3.109 3.337 2.984 3.410 3.470 4.079

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.