Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ V I K I N G A IMfTT® Vinningstölur f miövikudaginn: 08.03.1995 0 VINNINGAR 6 af 6 i 5 af 6 +bónus 5 af 6 4 af 6 0 3af 6 +bónus FJÖLDI VINNiNGA 245 948 mmm • ...-..- flUinningur: UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 47.930.000 2.139.969 37.000 1.680 180 Aöaltölur: 7^(Í0)(Í9; 23) 33) (42 BÓNUSTÖLUR Tl(30)(37: Heildarupphæð þessa viku; 50.911.209 áfsi, 2.981.209 UPPLVSINOAR, SÍMSVARI91- 68 1S 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ f YRIRVARA UM PRENTVILLUR for til Svíþjóöar ítalskt fjögttrra rétta eða tveggja rétta tílboð öll kvöld víkunnar Tortellí fyllt með skelfisk, borið fram með krYddjurtaediki Rauðvínsbætt karfaseyðí með crutons Kálfasneið með sykurgljáðum skarlottulauk Mango-, kiwí og híndbegakrapís kr. 2.490 Spaghetti með spergilkálí og beíkoni Pönnuristaður skötuselur með furuhnetum í balsamíksósu. kr. 1.680 La Primavera Húsí verslunarinnar Borðapantanir í sírna 588-8555 Tísku- og Ijósmyndaförðun 6 vikna förðunarnámskeið sem lýkur með Ijósmynda- dögum, tískusýningu á sviði og viðurkenningarskjali. Kennd verður undirstaða í Ijósmynda- og tískuförðun. Einnig verður farið í litasamsetningar. Takmarkaður þátttökufjöldi. Kennarar: Anna Toher; förðun og litgreining. Þórunn Högnadóttir: Förðun. Erla Björk Stefánsdóttir: Förðun og litgreining. Kennsla hefst 15. mars í Make up for ever búðinni, Borgarkringlunni. Verðkr. 95.000 Innifalið: nOtí'ma nómskeið, 6 Ijósmyndír 20x30 sm, öll nómskeiðsgögn í möppu. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Make up for ever bú&inni í Borgarkringlunni eða í síma 588 7575. MAKE UP F0R EVER-BUÐIN BORGARKRINGLUNNI IPAG BRIDS ETK1W* vibi^AKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tæplega 100% álagning á símakortum GÍSLI Elíasson hringdi og sagði sínar farir ekki siétt- ar af viðskiptum sínum við Póst og síma. Hann keypti sér símakort í þeirri trú að hann hefði betri yfirsýn yfir eyðslu sína í símasjálf- sölum og taldi einnig af því einhvem spamað. Hann komst hins vegar að raun um að Póstur og sími leggur allt að því 100% ofan á samtöl með símakortum og nefndi hann sem dæmi að mínút- an til Danmerkur kostaði um 100 krónur á meðan hún kostar 58 krónur þeg- ar hann hringir beint. Gísli var ekki sáttur við þetta og hringdi til Pósts og síma og fékk samband við mann sem hafði þau einu svör að það væri þó ódýrara að hringja með símakorti heldur en úr tí- kallasíma. Einnig vildi Gísli vita hvort hann hringdi á þess- um dýra taxta úr símum erlendis og heim því hann sagði það væri ódýrara að hringja tii íslands en frá því. Gísla vill fá svör við því hvemig á þessari verð- lagningu stendur og bíður eftir því frá Pósti og síma á þessum sama vettvangi. Kann einhver fleiri erindi GUðNÝ á Skagaströnd hringdi og bað Velvak- anda að auglýsa fyrir sig eftir einhveijum sem kynnu fleiri erindi úr eftir- farandi kvæði sem hún kann bara eina vísu úr. Einn riddari ungur í grænum gengur lund um göfug manns dóttur hann hugsar alla stund og hana vill eiga og henn- ar kýs að fá því hún er svo ung og svo fögur á að sjá. Þeir sem þekkja þetta er- indi og kunna fleiri úr sama kvæði era beðnir að hringja í hana í síma 95-22668. Tapað/fundið Taska tapaðist LÍTIL ljósbrún skjalataska merkt ÍSÍ tapaðist sl. þriðjudag á leiðinni frá Iþróttamiðstöðinni í Laug- ardal um Reykjaveg, Sundlaugaveg og að Sindrahúsinu í Borgar- túni. Hafi einhver fundið töskuna er hann beðinn að hringja í síma 5813377. Sólgleraugu, hanskar og úr RAY Ban-sólgleraugu og svartir hanskar með renni- lási á handarbaki töpuðust fyrir nokkru. Þá tapaðist einnig kvengullúr seint í janúar. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 21531. Umsjðn Guðmundur Páll Arnarson SPILAMENNSKA suðurs í grandslemmunni hér að neðan var ekki slæm. Og vissulega var hann óhepp- inn að tapa spilinu. En hann átti betri leið, sem hefði skilað honum tólf slögum. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á5 ▼ ÁK4 ♦ DG53 ♦ K732 Vestur Austur ♦ D1098764 ♦ 32 V D82 llllll f 10965 ♦ 43 lll|H 4 K82 ♦ 6 4 G1084 Suður * KG V G73 ♦ Á1096 ♦ ÁD95 Vestur Norður Austur Suður _ 1 grand 3 spaðar 6 grönd Pass Pass Pass I tsjiil: spaðatía. Sagnhafi drap á spaðaás- inn í borði og svínaði strax fyrir tígulkóng. Hann tók fjóra slag á tígul og sneri sér síðan að laufinu, tók ás- inn og kónginn. Þegar vestur henti spaða í síðara laufið, var ljóst að liturinn gæfi aðeins þijá slagi. En það var í góðu lagi, svo framarlega sem austur héldi á hjarta- drottningu. Sagnhafi lagði niður spaðakóng, síðan lauf- drottningu og spilaði svo ábúðamikill flórða laufinu, sem austur fékk á gosann. Austur spilaði hjarta um hæl, eins og við var búist, og suður stakk vongóður upp gosanum. Vonbrigðin voru mikil þegar vestur reyndist eiga hjartadrottninguna. Einn niður. Laufhían á hendi suðurs býður upp á öruggari leið. Sagnhafi lætur nægja að spila tígli þrisvar. I millitíð- inni hefur hann tekið hjarta- ás og spilar síðan hjarta að biindum og dúkkar þegar drottningin kemur ekki úr vestrinu! Tilgangurinn er ein- faldlega sá að ná fram full- kominni talningu. Vestur hlýtur að eiga sjö spaða, og þegar í ljós kemur að hann er með þrílit í hjarta og tvo tígla, hlýtur hann að vera með einspil í laufí. Þá er ein- falt að leggja niður laufkóng og spila laufi á níuna. Það er í lagi þótt austur stingi upp tíunni, því blindur á enn inn- komu á tígul. SKÁK limsjón Margeir Pétursson ÞESSI staða kom upp í við- ureign Reykjavíkurfélag- anna TR og Hellis í seinni hluta deildakeppninnar um daginn. Karl Þorsteins (2.505), alþjóðlegur meistari úr TR, hafði hvítt og átti leik, en Andri Áss Grétars- son (2.330), Helli, var með svart. SJÁ STÖÐUMYND Karl fann glæsilega fléttu til Lína féll niður Lína féll niður í for- mála minningargreinar um Bjöm Pétursson á blaðsíðu 43 í Morgun- blaðinu í gær, 8. mars. Málsgreinin sem varð fyrir hnjaskinu er rétt svona: „Foreldrar hans voru hjónin Jórunn að brjóta sér leið í gegnum vamir svarts: 25. e5! — dxe5 26. Rxe5! - He8 (Eftir 26. — fxe5 27. Hxe5 ræður frá- skák með hróknum á e5 úr- slitum, því ekki gengur 27. LEIÐRÉTT Bjömsdóttir frá Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði og Pétur Jónsson frá Höfða í Þverárhlíð." Hlutaðeigendur eru inni- lega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Ævintýri barna Ranghermt var í blað- - Df6 28. He7+ - Kg6 29. Bd3+ - Bf5 30. He6) 27. d6! - De6 (Ekki 27. - Dxd6 28. Hadl!) 28. Hbe2 - cxb4 29. axb4 — Had8 30. Rxd7 - Dxd7 31. He7+ og svartur gafst upp. Um helgina: Skemmti- kvöld skákáhugamanna í kvöld kl. 20 í Faxafeni 12. „Fiseher—klukkan" sýnd o.fl. Skákkeppni framhaldsskóla 1995 fer fram í Skákmið- stöðinni, Faxafeni 12 I. Reykjavík. Keppnin hefst föstudaginn 10. mars kl. 19.30, en laugardag og sunnudag byrjar taflið kl. 13. inu í gær að Anders Seld- in hefði fengið aðalverð- laun í ævintýrasam- keppni norrænna barna. Aðalverðlaunin hlaut æv- intýrið „Den magiska fredsduvan“, hópverkefni barna í Heneskole í Skövde í Svíþjóð. Víkveiji skrifar... FRÉTT í Morgunblaðinu sl. þriðjudag um milljónasparnað vegna Intemetsins á Reykjavíkur- fundi um mengun frá landsstöðvum á vegum Umhverfisvemdarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna hefur vakið töluverða athygli og hafa menn ákaft fagnað þessum sparnaði. Næst hann með því að skjöl sem verður að þýða á fundinum em send um Intemetið til Nairobi, þar sem höfuðstöðvar Umhverfísstofnunar- innar em, og send þýdd til baka. Þar með reyndist óþarfi að senda þýðendur SÞ til íslands. En eru ekki tvær hliðar á þessu máli? Þó svo að Sameinuðu þjóðirn- ar spari þama töluvert fjármagn felst sparnaðurinn í því að íslenska hagkerfíð verður af þessum pening- um. Þýðendurnir * hefðu þurft að ferðast hingað með íslensku flugfé- lagi, gista á íslensku hóteli, snæða á íslenskum veitingastöðum og væntanlega eyða einhveiju fé að öðm leyti hér á landi. NOTA má margvíslega mæli- kvarða þegar meta á efna- hagslegar stærðir og er McDonalds- vísitala tímaritsins The Economist líklega eitt frumlegasta dæmið um slíkt. Ágætur mælikvarði á sveiflur í efnahagslífinu er hversu mikið fyr- irtæki treysta sér til að eyða í risnu- kostnað hveiju sinni. Starfsmaður eins virtasta veit- ingahúss landsins tjáði Víkveija á dögunum að um helmingi meira hefði verið að gera undanfarnar vikur heldur en á sama tíma á síð- asta ári. Tók hann sérstaklega fram að augljóst væri að fyrirtæki væm mun rausnarlegri þegar þau byðu viðskiptavinum til kvöldverðar en raunin hefði verið undanfarin ár. XXX YFIRVÖLD í Singapore eru ekki þekkt fyrir linkind gagnvart afbrotamönnum og því kannski ekki að undra að Bretinn Nick Leeson vilji síður verða framseldur þangað frá Þýskalandi. Viðurlög við eiturlyfjasmygli eru sérstaklega ströng og eru eitur- lyfjasmyglarar miskunnarlaust teknir af lífi komist upp um þá. Er áminning þessa efnis prentuð með stóru, rauðu letri á komuspjald það, er ferðamenn til landsins verða fylla út fyrir vegabréfaskoðun. Það kom því Víkveija nokkuð á óvart, er hann átti leið um Singa- pore á dögunum, hversu fijálslegt andrúmsloftið er í Changi-flugstöð- inni. Taldist honum til að sjáanleg- ir tollverðir væru margfalt færri en raunin er venjulega í Leifsstöð. Tollgæslan í Singapore lætur sér nægja að láta eiturlyfjahunda þefa af töskum baka til áður en þær eru afhentar farþegum en em ekki að angra fólk að öðru leyti, nema vís- bendingar hafi borist um eiturlyfja- smygl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.