Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU KAUPENDUR Nótastöðvarinnar og seljandi. Sigurður Ingimundarson, yfirverkstjóri, Haraldur Stur- laugsson, forstjóri HB, Emilía Jónsdóttir, Magnús H. Sólmundsson, framkvæmdastjóri og Jón Þor- steinsson, fráfarndi framkvæmdastjóri. Keyptu 65% í Nótastöðinni HARALDUR Böðvarsson hf., Versl- unarþjónustan hf. og Sigurður Ingi- mundarson yfirverkstjóri í Nótastöð- inni hf. hafa keypt 65% hlutafjár, öll hlutabréf íjölskyldu Emilíu Jóns- dóttur. í framhaldi af þessum breytingum verður hlutafé félagsins aukið veru- lega og fram mun fara fjárhagsleg endurskipulagning. Hlutafélagið Nótastöðin hf. var formlega stofnað 6. maí 1948 en starfsemi hófst í september 1947. í upphafi var það í eigu útgerðaraðila á Akranesi, skipasmíðastöðvar Þor- geirs og Ellerts hf. og Akranesbæjar. í gegnum tíðina hafa umsvif Nóta- stöðvarinnar hf. verið mismikil því starfsemin er háð afkomu og afla í sjávarútvegi hveiju sinni. Á síldarárunum var fyrirtækið með útibú bæði á Fáskrúðsfírði og Siglufirði. Nótastöðin hf. hefur sinnt uppsetningu og viðgerðum á nótum og trollum, auk alhliða veiðarfæra- gerðar. Nótastöðin hefur auk þess sérhæft sig í gerð poka fyrir sjókvía- eldi. Árið 1976 brann húsnæði Nóta- stöðvarinnar hf. til grunna. Árið 1978 var nýtt verkstæðishús tekið í notkun. Það er 1.555 fermetrar að heildarflatarmáli, á tveimur hæðum. Vinnslusalurinn er rúmlega 700 fer- metrar en liðlega helmingur hús- næðisins er nótageymsla. Nótastöðin er við Faxabraut 7. í dag vinna 12 manns hjá félag- inu, þar af 8 lærðir netagerðarmenn. Framkvæmdastjóri félagsins verður Magnús H. Sólmundsson og Sigurður Ingimundarson yfirverkstjóri. Hurðir húsprýði HÚSASMIÐJAN . Súðarvogi 3-5. Sími 68 77 00 Skútuvogi 16. Sími 68 77 10 Helluhrauni 16. Sími 65 01 00 IK ►BEYKI ►mahony ►askur Ikirsuber Spónlagðar íslenskar innihurðir á mjög hagstæðu verði. Huröirnar afhendast með karmi, þröskuldi, lömum og skrá. Sérsmíöum einnig huröir meö frönskum gluggum. Norðurtanginn á ísafirði Kaupir 10 áratog- ara frá Frakklandi NORÐURTANGINN hf. á ísafirði hefur gert samning um kaup á 10 ára gömlum togara, sem nú er í eigu Frakka, en hann var áður gerður út frá Kanada. Togarinn verður notaður til hráefnisöflunar fyrir frystihús Norðurtangans og togarinn Guðbjartur úreltur á móti. Togarinn er tæpir 50 metrar að lengd og 12,3 á breidd og því nokkru stærri og öflugri en Guð- bjartur. Eggert Jónsson, stjórnar- formaður Norðurtangans, vill ekki gefa upp kaupverð hans, en segir að kaupa verði töluverða úreldingu til viðbótar Guðbjarti til að ná skip- inu inn. Togarinn er búinn til flaka- frystingar, en verður gerður út á ísfisk og heilfrystingu til að afla frystihúsinu hráefnis. Norðurtang- inn tekur við skipinu eftir næstu áramót. Norðurtanginn gerði til skamms tíma út bátana Orra og Hálfdán í Búð, en þeir hafa báðir verið seld- ir, enda dugir kvóti fyrirtækisins ekki nema fyrir eitt skip. „Því var ákveðið að selja bátana og kaupa öflugt skip í stað Guðbjarts," segir Eggert Jónsson. Guðbjartur ÍS 16 var smíðaður í Flerkkefjord í Noregi 1973. Hann er tæpir 42 metrar að breidd og 9,5 á breidd og mælist 407 tonn að stærð. Ekki er búið að ganga frá sölu hans, en væntanlega verð- ur hann seldur úr landi. Fiskeldi skilaði milljarði í fyrra VERÐMÆTI útfluttra fiskeldisaf- urða hefur aldrei orðið meiri en á árinu 1994 eða 850 milljónir, en flutt voru út 2.329 tonn af laxi og silungi. Á innanlandsmarkað fóru um það bil 839 tonn af laxi og sil- ungi að verðmæti um 265 milljónir króna. Heildarverðmæti seldra físk- eldisafurða var um 1.150 milljónir ár árinu 1994. Veiðimálastofnun hefur tekið saman framleiðslu í íslensku físk- eidi fyrir árið 1994. Á skrá hjá stofnuninni eru 69 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar og hafði þeim fækkað um 6 á árinu 1994. Fram- leiddar voru um 6,4 milljónir göngu- seiða á árinu 1994, þar af fóru 4 milljónir gönguseiða í hafbeit en 1,1 í áframeldi og 292.000 í fis- krækt. - Birgðir af lifandi laxi í áframeldi voru í árslok 1994 1.769 tonn. Fisk- eldis- og hafbeitarstöðvar slátruðu 2.896 tonnun af laxi (óslægðum) á árinu 1994. Á árinu 1994 varð mesta aukningin í framleiðslu á sil- ungsseiðum. Þessa miklu fram- leiðsluaukningu má að mestu rekja til að fyrirtæki hafa í auknum mæli hafið eldi á silungi á kostnað laxeldis. Framleiðsla í silungseldi hefur aukist mikið síðastliðin ár og hefur framleiðslan aldrei orðið meiri en árið 1994 eða um 575 tonn, mest var slátrað af bleikju eða 388 tonn- um, 162 tonnum af regnbogasilungi og 24 tonnum af urriða. Af silungi voru framleidd í 1,3 milljónir gönguseiða. Á þessu ári er áætlað að framleidd verð 4.079 tonn af eldis- og hafbeitarfiski til slátrunar sem er 17,6% aukning milli ára. Störf í fiskeldi svöruðu til 164,5 mannára á árinu 1994 og liggja u.þ.b. 5,3, milljónir í útfútningstekj- ur að baki hveiju starfi. Framleiðsia af slátruðum eldisafurðum (óslægt) síðustu sex árin, ásamt áætlaðri framleiðslu á árinu 1995 (talið í tonnum). 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Áætlun 1995 Hafbeit 136 280 345 460 496 308 499 Strand- og landeldi 774 1.739 1.195 1.413 1.621 1.830 1.900 Kvía- og fareldi 706 977 1.490 712 727 758 760 Regnbogasilungur 150 24 65 73 221 162 440 Bleikja 10 69 217 321 340 388 470 Urriði 37 20 25 5 5 24 10 Samtals 10813 3.109 3.337 2.984 3.410 3.470 4.079 Grundarfj örður Geta unnið 7001. af karfa á viku GRUNDFIRÐINGAR stefna að veiðum og vinnslu á miklu magni af úthafskarfa á þessu ári. Hrað- frystihús Grundarfjarðar og Guð- mundur Runólfsson hf. munu leggja til þrjú skip auk þess sem gengið hefur verið frá samningi við einn færeyskan togara um að hann landi úthafskarfa í Grundarfirði. Þá er hugsanlegt að togaramir Skagfírðingur frá Sauðárkróki og Már frá Ólafsvík muni einnig leggja upp hjá fyrirtækjunum. Jafnframt hefur sjávarútvegs- fyrirtækið Krossvík á Akranesi gert samning við útgerðir tveggja færeyskra togara um að þeir landi að minnsta kosti 4.000 tonnum af ferskum úthafskarfa til vinnslu hjá Krossvík á þessu ári. Átta togarar gætu því landað úthafskarfa til vinnslu hjá þessum samstarfsaðilum á árinu. Guð- mundur Smári Guðmundsson fram- kvæmdastjóri hjá Guðmundi Run- ólfssyni segir að fyrsta skipið, fær- eyskur togari sem fyrirtækið hefur á sínum snærum, muni halda í haf um næstu helgi og gert sé ráð fyr- ir að fyrsti aflinn komi til vinnslu seinni hlutann í mars. Hann segir að íslensku skipin muni væntanlega ekki halda á miðin fyrr en um miðj- an apríl en þau stunda nú hefð- bundnar veiðar á heimaslóð. Guðmundur segir að fyrirtækið búi sig nú af kostgæfni undir þær annir sem framundan séu. Tækja- kostur hafi verið bættur og af- kastagetan í Grundarfirði sé orðin 6-7 hundruð tonn af karfa á viku. Eina vandamálið er, að sögn Guð- mundar, skortur á starfsfólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.