Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Guðmundsson HARÐAR deilur urðu á aðalfundi Lögmannafélags íslands í gær um það hvort félagið ætti að hætta þátttöku í Mannréttindaskrifstofunni. Hart deilt á aðalfundi Lögmannafélags íslands Ursögn úr Mannréttinda- skrifstofunni samþykkt AÐALFUNDUR Lögmannafélags íslands samþykkti í gær með 30 at- kvæða mun, að loknum hörðum deil- um, tillögu átta fyrrverandi for- manna félagsins um að LMFÍ hætti aðild að Mannréttindaskrifstofunni og jafnframt að stjóm félagsins gæti þess framvegis að ekki séu gefnar út pólitískar ályktanir í nafni þess. Davíð hitt- ir Mandela DAVÍÐ Oddsson fór í gær til Kaupmannahafnar og mun þar ávarpa leiðtogafund Samein- uðu þjóðanna um félagslega þróun á sunnudag. Forsætisráðherra mun á morgun eiga fund með Nelson Mandela, ásamt öðrum forsæt- isráðherrum Norðurlandanna og einnig mun hann hitta for- seta Lettlands og Litháen. Ríflega 100 lögmenn sátu fundinn. Ragnar Aðalsteinsson, fráfarandi formaður Lögmannafélagsins, spáir því að deyfð muni einkenna starf þess eftir samþykkt tillögunnar þar sem LMFÍ sé nú eina lögmannafélag- ið utan einræðisríkja sem gert hafi stjóm sína umboðslausa til að tjá sig um þau mál sem mestu skipti varð- andi réttaröryggi borgara í landinu. Ragnar sagði að samþykkt tillög- unnar væri úr takt við það sem væri að gerast í samtökum lögmanna á alþjóðavettvangi og kvaðst vænta þess að LMFÍ segði sig úr Intemat- ional Bar Association en nýkjörinn formaður þess sambands hefði ný- lega lýst' því yfir að öll mál yrðu að víkja fyrir mannréttindamálum. „Þeir menn sem að þessu stóðu hafa aldrei kynnst aðstæðum þar sem mannréttindi skipta máli. Þetta er þröngsýnt fólk sem blandar saman óskyldum hlutum," sagði Ragnar. Ekki verið að breyta neinu Þorsteinn Júlíusson, einn flutn- ingsmanna tillögunnar, segir að nið- urstaða fundarins hafi verið í sam- ræmi við það sem búast mátti við og þrátt fyrir íjörlegar umræður sé fráleitt að tala um að legið hafi við klofningi félagsins. „Við skiptumst á skoðunum á hreinskilinn hátt eins og við var að búast. Félagið hefur haldið sig til hlés við pólitísk átök og það hlýtur að gera það vegna þess að það er skyldufélag. Ég held að niðurstaða fundarins hafi staðfest það og ekk- ert annað.“ Þorsteinn segir órökrétt að halda fram að félagið eigi ekki lengur sam- leið með sambærilegum félögum í lýðræðisríkjum eftir þessa niður- stöðu, það sé í sjálfu sér ekki verið að breyta neinu. Þórunn sjálfkjörin Á aðalfundinum var Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. sjálfkjörin formaður í stað Ragnars Aðalsteinssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir tvö ár í embætti. Einnig gengu úr stjórn Ingólfur Hjartarson og Guðni Haraldsson. I stað þeirra voru kjömir Sigurmar K. Albertsson og Hreinn Loftsson. Sigxtrður Björnsson formaöur Sér- fræðingafélags íslands Yfirlýsingar ráö- herra um sjálf- töku ærumeiðandi SIGURÐUR Björnsson, formaður Sérfræðingafélags íslands, segir að yfirlýsingar Sighvats Björgvinsson- ar, heilbrigðisráðherra, um að sér- fræðingar séu með einhvers konar sjálftökukerfi úr almannasjóðum séu ærumeiðandi og algjörlega óviðurkvæmilegar. „Það er hægt að ærumeiða heila stétt lækna jafnvel það mikið að þeir verði harðari en nokkru sinni áður. Ég tel sjálfur að það eigi að gæta meðalhófs og fara samninga- leiðina í þessu máli, en það eru menn í hópnum sem eru mjög harð- ir og vilja miklu harðari aðgerðir en við höfum viljað fallast á,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblað- ið. „Við tökum mjög nærri okkur þegar hann [heilbrigðisráðherra] heldur því fram að við séum að stela. Það finnst okkur vera fyrir neðan hans virðingu að nota slíkan málflutning," sagði hann. Óskað eftir viðræðum við forsætisráðherra Sigurður sagði að sérfræðingar hefðu óskað eftir viðræðum við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, um tilvísanamálið, en af þeim fundi hefði ekki getað orðið enn sem kom- ið er. Hann sagði að málið hefði verið rætt við fleiri ráðherra, en vildi ekki segja við hverja. „Hann [forsætisráðherra] er þess mjög fysandi að ræða við okkur, en við teljum að þetta sé ekki að- eins mál fyrir ríkisstjómina heldur líka þann flokk sem hann stýrir. Þar eru veruleg „prinsipp“-mál í gangi sem varða ríkisrekstur á móti einhvers konar sjálfstæðum atvinnurekstri í landinu. Okkur fínnst það eiginlega vera mjög und- arlegt að þessi ríkisstjórn ætli að gera það að sínu síðasta verki að þjóðnýta endanlega það sem eftir er af sjálfstæðum atvinnurekstri í heilbrigðiskerfinu. Það er í fullri andstöðu við stefnu flokksins og í fullri andstöðu við samþykkt lands- fundarins," sagði Sigurður. Lögfræðiálit ekki tilbúið Sigurður sagði að lögfræðiálit sem Sérfræðingafélag íslands hefði falið Hreini Loftssyni, lögfræðingi, að vinna um tilvísanakerfíð liggi ekki fyrir í endanlegri mynd og félaginu hafí aðeins verið kynnt bráðabirgðaniðurstaða. Engin ákvörðun hafi enn verið tekin um málssókn á hendur heilbrigðisráð- herrra vegna setningar reglugerð- arinnar um tilvísanir. „Við erum að vonast til að kom- ast hjá því í lengstu lög. Við höfum engan áhuga á málaferlum við ís- lenska ríkið, en ef það verður þrautalendingin í þessu máli þá áskiljum við okkur rétt til þess að nota þann rétt í lýðræðisþjóðfé- lagi,“ sagði hann. Aðspurður um hver viðbrögð sér- fræðinga yrðu ef þeir færu í mál við heilbrigðisráðherra og myndu tapa því sagði Sigurður að það yrði á valdi hvers einstaks læknis af þeim 300 sérfræðingum sem sagt hafa upp samningi við Trygginga- stofnun ríkisins að bregðast við þeirri niðurstöðu. „Sérfræðingafélag lækna er ekk- ert annað en samtök sérgreinafé- laga sem eru með fullt sjálfstæði yfir sínum málum. Við erum ekkert annað en tengiliður milli manna og höfum engan samningsrétt," sagði hann. Borgarstjóra berst greinargerð Ingu J. Þórðardóttur um einkavæðingu í rekstri Reykjavíkur Ein fleiri greinar- gerða og minnisblaða Borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, hefur nýlega borist greinargerð Ingu Jónu Þórðardóttur viðskiptafræðings frá því í júní 1992, sem hún tók saman fyrir þáverandi borgarstjóra, Mark- ---mm .... .. ......................—---------— ús Om Antonsson. Að sögn Ingibjargar er henni ekki kunnugt um hver sendi henni greinargerðina. Ablaðamannafundi, sem borgarstjóri boðaði til í gær, kom fram að borgarfulltrúar minni- hlutans í síðustu borgarstjóm hefðu ítrekað spurt eftir skýrslu Ingu Jónu en því hefði verið neitað af henni, af Markúsi Emi og Áma Sigfússyni, fyrrverandi borgar- stjóra, að hún væri til. Ingibjörg Sólrún sagði í gær að frambjóiðendur R-listans hefðu í kosningabaráttunni á síðasta ári talið víst að greinargerðin væri til og margsinnis farið fram á að hún væri afhent borgarfulltrúum og ekki síst borgarráðsmönnum. Pólitískt eldfimt mál „Því var afneitað að skýrslan væri til í heildstæðu formi og í greinargerð sem lögð var fram í borgarráði 12. apríl 1994 frá fyrr- verandi borgarstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, til Árna Sigfús- sonar, segir að á reglulegum fund- um með borgarstjóra hafi Inga Jóna lagt fram minnisblöð og greinargerðir sem vinnuplögg til að vinna frekar úr,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Ingibjörg vitnaði í gær í borgar- ráðsbókanir og viðtöl í fjölmiðlum þar sem Árni Sigfússon og Inga Jóna Þórðardóttir hefðu staðfest að engin heildarskýrsla væri til. Meirihlutanum hefði þó átt að vera í lófa lagið að leggja fram plagg Ingu Jónu úr því það var til. „Mín skoðun er sú að þéir hafi talið það óheppilegt fyrir flokkinn; að þetta hafi verið pólitískt eldfímt mál rétt fyrir kosningar, ekki síst vegna þess að í kosningastefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar segir að sjálfstæðismenn ætli ekki að einkavæða þjónustufyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar en þessi skýrsla er beinlínis um einkavæð- ingu í rekstri borgarinnar. í öðru lagi snýst þetta mál um það að skýrslan var kynnt fyrir og afhent ákveðnum ef ekki öllum borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins meðan minnihlutinn sá hvorki tangur né tetur af þessari vinnu. Annaðhvort er slík vinna, eins og þessi sem er unnin fyrir skattpen- inga, fyrir alla borgarfulltrúa eða engan. Annaðhvort er þetta opin- bert plagg eða ekki,“ sagði Ingi- björg Sólrún í gær. Markús Örn segir að hann hafi aldrei litið svo á að þama væri á ferðinni skýrsla í þeim skilningi sem menn vilji leggja í það orð heldur hafi hann beðið Ingu Jónu um úttektir og ráðgjafarvinnu og hún hafi gert honum grein fyrir þeirri vinnu jafnóðum. Hann seg- ist ósammála því að allir borgar- fulltrúar hefðu átt að hafa aðgang að vinnu hennar. Borgarstjórinn, sem fari með stjórnina ásamt borgarráði, geti látið vinna fyrir sig úttektir og ráðgjafarvinnu án þess að það þurfi endilega að koma til umfjöllunar í ráðum og nefndum borgarinnar. Hann segir að Inga Jóna hafi m.a. varpað fram hugmyndum um að hugsanlega væri hægt að gera stórtækar breytingar á rekstrar- formi einstakra borgarfyrirtækja. „Það fór ekkert lengra af minni hálfu vegna þess að um það hefði þurft að takast pólitísk samstaða. Ég var að leitast við að fá fram hugmyndir um aðgerðir til sparnaðar í borgarrekstri. Ýmis- legt af þessu hefur verið að ger- ast og það var farið yfir fjölda- mörg atriði. T.d. er vinna við að breyta SKÝRR í hlutafélag langt komin, en það var eitt þeirra atr- iða sem nefnd voru í þessum minn- ispunktum,“ sagði Markús Örn. Kom á óvart að punktarnir fundust ekki í ráðhúsinu Aðspurður um það hveijir hefðu fengið greinargerðina á sínum tíma sagðist hann ekki vita það. „Ég geri mér ekki grein fyrir hvað hefur orðið um hana. Ég vissi ekki betur en hún væri til niðri í ráðhúsi og þess vegna kom mér á óvart að þessir punktar sem slíkir hefðu ekki fundist. Ég vonast bara til að það verði farið svolítið ofan í saumana á þessum málum í umfjöllun fjölmiðla, þannig að skattgreiðendur sem óska eftir því að hagkvæmni sé gætt geti mynd- að sér skoðanir," sagði Markús Örn. Ein af fleiri greinargerðum Inga Jóna vísar því á bug að hún hafi ekki sagt satt um vinnu sína. Hún hafi ítrekað lýst því með hvaða hætti hún hafí farið fram. „Ég vinn með borgarstjóra um tæplega eins árs skeið þar sem á reglulegum fundum okkar eru lögð fram minnisblöð og greinar- gerðir um þær hugmyndir sem uppi eru. Sú greinargerð sem borgarstjóra hefur borist í hendur er ein af þeim greinargerðum. Hún er heildaryfirlit yfir ýmsa möguleika sem á þeim tíma var gerð tillaga um að kannaðir yrðu og í sjálfu sér ekkert meira. Ég hef alltaf sagt það að það væri ekki um að ræða neina heildar- skýrslu fyrir verkefnið," sagði Inga Jóna. Hún segir að efnislega hafi öll atriði þessarar greinargerðar komið fram fyrir löngu, m.a. í minnisblaði frá Markúsi Erni Ant- onssyni til Árna Sigfússonar frá 8. apríl 1994 og sjálfstæðismenn hafi ekkert að fela.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.