Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Til hamingju. Þér eruð orðinn faðir að 2500 tonna þorskígildis dreng . . . Dómur vegna upptöku bíls fíkniefnainnflyljanda Stjórnvöld sýknuð af skaðabótakröfu inn fyrir fé fengið með sölu fíkni- efna. Sambýliskonan krafðist þess að henni yrði bættur bíllinn þar sem meðferð lögreglustjóra á bílnum hefði verið andstæð lögum. Lög- reglu hefði borið að skila bifreið- inni eftir að Hæstiréttur hafnaði að gera hana upptæka. Krafðist hún 360 þúsund króna vegna verð- mætis bílsins en 415 þúsund króna vegna afnotamissis. I dómi Hæstaréttar var sú niðurstaða héraðsdóms að sýkna ríkið af kröfunni staðfest. Þar seg- ir að dæma verði málið eftir því sem atvik lágu fyrir þegar uppboð fór fram í júní 1991. Sambýliskon- an verði að sæta öllum þeim vörn- um sem halda megi uppi gegn Ólafi Þór, sem hafi í fyrstu stað- fastlega þrætt fyrir að eiga bifreið- ina og hafi konan stutt þann fram- burð við rannsókn og meðferð málsins. Kostnaður hlóðst upp Skráður eigandi hafi ekkért til- kall gert til bílsins. Ólafur Þór hafi síðan flúið af landi brott og í tæpt ár eftir að hæstaréttardóm- ur var kveðinn upp hafi enginn gert kröfu um að fá bílinn afhent- an þótt konan vissi hvar hann væri geymdur en kostnaður hafi hlaðist upp. Því hafi algjör óvissa verið um eignarhald bílsins og síð- asti umráðamaður hans hafi flúið land undan ábyrgð sinni á refsi- verðu athæfi, sem hann hafði ver- ið dæmdur fyrir. Því verði að telja að lögreglan hafi eins og á stóð mátt heimila fyrir sitt leyti að bíll- inn yrði seldur fyrir áföllnum kostnaði en Vaka hafi átt halds- rétt í bílnum vegna þess kostnað- ar. HÆSTIRÉTTUR sýknaði íslenska ríkið í gær af skaðabótakröfu fyrr- um sambýliskonu Ólafs Þórs Þór- hallssonar, sem flúði úr landi frá óafplánuðum 4 ára fangelsisdómi vegna kókaíninnflutnings. Krafan var á því byggð að lögreglan hefði í heimildarleysi_ látið selja á upp- boði bíl sem Ólafur átti og var lagt hald á við rannsókn málsins. Lögreglan lagði hald á bifreið- ina í júlí 1989 þar _sem talið var að hún væri eign Ólafs Þórs og væri keypt fyrir andvirði sölu fíkniefna. Ólafur og sambýliskona hans þrættu fyrir við rannsókn mála á hendur þeim að Ólafur væri eigandi bílsins heldur hefði hann hann að láni en skráður eig- andi bílsins kvaðst hafa selt hon- um bílinn og gaf Ólafur síðan yfir- lýsingu þess efnis að það væri rétt en afsalaði sér um leið rétti til bílsins til fyrrum sambýliskonu sinnar. Bílnum hafði lögreglan komið í geymslu hjá Vöku fljótlega eftir haldlagningu árið 1989 og þar gerði enginn tilkall til hans. í júní 1991 heimilaði lögreglustjóri Vöku að selja bílinn, en þá hafði safnast á hann 323 þúsund króna geymslukostnaður. Bíllinn seldist á uppboði fyrir 145 þúsund krónur. Var sýknaður af upptökukröfu Hæstiréttur hafði í mars það ár sýknað Ólaf Þór í refsimálinu af kröfu um að bifreiðin yrði gerð upptæk þar sem ekki þótti sannað nægilega að hann hefði keypt bíl- Andlát HANSINA J ÓH ANNESDÓTTIR HANSINA Jóhannes- dóttir, elsti íbúi Stykkishólms, Iést á Sjúkrahúsi Stykkis- hólms á fimmtudags- kvöldið, 103 ára að aldri. Hansína Jóhannes- dóttir fæddist að Eiði, Grundarfírði, 18. nóvember 1891, dóttir Jóhannesar Bjarna- sonar og Hildar Helgadóttur. Til Stykkishólms kom hún árið 1912 Hansína Jóhannesdóttir og árið 1917 giftist hún Sigurði M. Jó- hannssyni sjómanni. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi en Sigurður lést árið 1961. Hansína dvaldi á Sjúkrahúsi Stykkis- hólms frá árinu 1980. Hansína og Sigurð- ur eignuðust fimm börn og af þeim kom- ust upp fjórar systur. Þá ólu þau hjón upp einn dreng. Sendiherra Hollands Þarf að auka fjárfestingar Jan H. Van Roijen ► JAN HERMAN VAN ROIJ- JAN H. Van Roijen, sendiherra Hollands á íslandi, afhenti for- seta íslands trúnaðarbréf sitt á miðvikudaginn. Hann hefur aðsetur í Lundúnum. Faðir hans var sendiherra á íslandi frá 1964-1971 en Van Roijen hefur gegnt utanríkisþjón- ustu í 32 ár, einkum í Miðausturlöndum og Austurlöndum fjær. — Hvernig leggst sendiherraembættið á ís- landi í þig? „Mér finnst það forrétt- indi að fá að gegna því. í fyrsta lagi fínnst mér mik- ið til forsetans koma. Hún er glæsileg og vel gefin og mjög sérstakur þjóð- höfðingi. Þeir ráðherrar sem ég hef hitt eru mjög vel að sér á alþjóðlegan mælikvarða. Ég hef verið hérna í þrjá daga og íbú- arnir hafa sýnt okkur mikla gest- risni. Við heimsóttum Vest- mannaeyjar þar sem okkur var ákaflega vel tekið og hið sama gildir um Reykjavík. Auk þess efndum við til móttöku þar sem helmingur gestanna var íslensk- ur. Ég hef því hitt ljölda fólks og það fer ekki á milli mála að landsmenn hafa bæði hlýtt við- mót og eru vel að sér. Einnig finnst mér landslagið fallegt og loftið tært. Sjórinn er hreinn, sem er einsdæmi í heiminum. Allt þetta gerir landið einstakt." — Hvernig má bæta sam- skipti landanna að þínum dómi? „Það þarf að auka verslun milli landanna. Sem stendur eru hollenskar vörur um 6% af inn- flutningi íslendinga og íslenskar um 3% af því sem við flytjum inn. Fjárfestingar þarf að kanna betur I framtíðinni en við erum með áætlanir á pijónunum sem ekki er búið að útfæra. Hvað ferðamannaiðnaðinn áhrærir er talsvert um hollenska ferðamenn hérlendis að sumarlagi. Vinsæld- ir landsins eru alltaf að aukast því Hollendingar kunna vel að meta fámennið og víðáttuna." — Hvað vita Hollendingar um ísland? „Þeir vita meira en við mætti búast. Hér hefur verið ræðis- mannsembætti frá miðri nítj- ándu öld og því eiga samskipti landanna sér langa sögu. Einnig vita Hol- Iendingar enn meira eftir opinbera heim- sókn drottningarinnar til íslands í fyrra. Hol- lensku blöðin voru troðfull af efni frá íslandi. Auk þess hittast fulltrúar landanna meira en áður vegna EES.“ — Er það algengt að börn stjórnarerindreka feti í fótspor foreldra sinna í Hollandi? „Það er fátítt, sérstaklega að feðgar gegni sendiherraembætti í sama landi. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. Sem stendur er næstum ómögulegt fyrir son stjórnarerindreka að fá starf í utanríkisþjónustunni. Því miður. Ég var yfírmaður manna- ráðninga í utanríkisþjónustunni og vandinn með böm erindreka er sá að þau eru menntuð erlend- is í alþjóðlegum skólum. Oft hafa þau ekki næga þekkingu á Hollandi og tala málið ekki nægi- lega vel til að ná tilskildum próf- EN sendiherra fæddist 17. desember 1936 í Tókíó í Jap- an. Hann lauk prófi frá Gro- ton School í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1955 og embættisprófi í lögfræði frá Utrecht-háskóla árið 1961. Tveimur árum síðar hóf hann störf hjá hollensku utanríkis- þjónustunni. Árið 1965-67 var hann þriðji sendiráðsritari í Jakarta, 1967-70 annarsendi- ráðsritari í fastanefnd Hol- lands í NATO, 1973-75 sendi- fulltrúi í Saigon og yfirmaður sendiráða í Aþenu, Ottawa í Kanada og Jakarta 1975-83. Árið 1983-86 var hann ráðu- neýtisstjóri alþjóðasamvinnu í utanríkisráðuneyti, sendi- herra í Tel Aviv 1986-89, ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneyti í heimalandinu 1989-91 og sendiherra í Ja- karta 1992-1994. um. Það er miður því þau eru alin upp í rétta umhverfinu að mörgu leyti.“ — Heyrðir þú mikið um landið á yngri árum? „Fyrsta landið sem ég lærði um í landafræði eftir stríðið var ísland. Einnig hef ég átt góð samskipti við íslendinga í gegn- um árin. Faðir Thors Thors var sendiherra í Bandaríkjunum þeg- ar ég var búsettur þar og hann sagði mér mikið af Islandi. Jafn- framt hitti ég Henrik Sv. Björns- son sendiráðunaut ís- lands hjá NATO mikið og ræddi ísland við hann. Þannig að ég bý að ýmsum upplýs- ingum.“ — Eru einhverjir menningar- viðburðir á döfinni? „Það verður haldin Önnu Frank-sýning hér árið 1996 og einnig eru aðrar sýningar í bí- gerð. Jafnframt hef á áhuga á að koma á samstarfi milli há- skóla, styrkjaveitingum til náms, tónleikum og fleira.“ — Hvað með samninga? „Það er í gangi undirbúningur vegna viðræðna um tvískött- unarsamning milli ríkjanna og má búast við samningum þar að lútandi í framtíðinni. Einnig von- ast ég eftir rammasamkomulagi um menningarsamstarf milli landanna í framtíðinni. Ég ákvað að afhenda trúnaðarbréf mitt núna, þrátt fyrir yfirvofandi kosningar, svo hægt væri að byrja að efla tengslin sem fyrst.“ íslendingar hlýir og vel að sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.